Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 23
lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. Inniheldur plöntustanólester sem yfir þekkingu á leiðum til að örva hreyfingu og bæta mataræði. Breytingar fyrir alla í fjölskyldunni Miklu máli skiptir, ef breyta á venjum barnsins í mat eða hreyf- ingu, að þær breytingar taki til fjöl- skyldunnar í heild en snúi ekki ein- göngu að barninu sjálfu. Það er affarasælast að foreldrar taki frum- kvæðið að því hvað sé í boði í mat og drykk og séu fyrirmyndir í því að ástunda reglulega hreyfingu. Þess ber að geta að langtímaárangur næst ekki nema með viðhorfsbreyt- ingu og lagst er gegn ströngum, ein- hæfum matarkúrum sem geta gert ástandið verra og hindrað eðlilegan líkamlegan þroska. Ásættanlegt markmið fyrir flest of þung börn er að viðhalda óbreyttri líkamsþyngd eða hægja verulega á þyngdaraukn- ingu þar til hæð og þyngd hafa náð jafnvægi. Verum þess minnug að best er að leita ráða áður en vandinn vex um of og höfum hagsmuni og velferð barnsins ætíð að leiðarljósi. Sigurður Guðmundsson landlæknir og Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræðingur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 23 Jón Ingvar Jónsson fylgir ekkialltaf straumnum. Hann orti um frammistöðu Magna: Nú er fyrir skildi skarð skríllinn burtu þrammar, Magni ljóst og leynt nú varð landi’ og þjóð til skammar. Pétur Stefánsson yrkir um páf- ann og eldfim ummæli hans: Í pontu sté páfinn í Róm að prédika almættis hljóm: „Til illsku er snúin öll íslamska trúin,“ skrækti Benni og skellti í góm. Þá Sigrún: Múslimar reiðir um runnu, refsingar grimmar upp spunnu, svo fræknir, í snatri og fullir af hatri þeir felldu eina fullorðna nunnu. Loks Davíð Hjálmar Haraldsson um brotthvarf varnarliðsins: Kanadátar kunna enn til víga og kempurnar hans Búss í vitið stíga. Senn finnst einkum minkur, tófa og máfur á Miðnesheiði – en ört vaxandi gáfur. Af Magna og páfa pebl@mbl.is VÍSNAHORN ÍEvrópu deyr ein kona af völd-um brjóstakrabbameins á sexmínútna fresti. Í Svíþjóð deyrein kona af völdum sjúkdóms- ins á sex klukkustunda fresti. Þetta eru auðvitað sláandi tölur og ljóst er að brjóstakrabbinn er hatrammari og tekur fleiri líf en nokkurt stríð, sem geisað hefur í heimsbyggðinni,“ segir Ingrid Kössler, forseti baráttu- samtakanna Europa Donna, en hún var heiðursgestur á norrænu brjósta- krabbameinsþingi, sem haldið var í Borgarnesi um liðna helgi. Ingrid er sænsk, félagsráðgjafi að mennt, en greindist sjálf með brjósta- krabbamein fyrir átján árum, þá 44 ára að aldri. Móðir hennar og systir hafa líka gengið með sjúkdóminn. Léleg mæting í myndatökur Ingrid kynnti sér m.a. starfsemi Leitarstöðvar KÍ og sagðist í samtali við Daglegt líf vera afar uppnumin yfir því góða starfi, sem þar væri unnið. „Það eru svo sannarlega ekki allar konur í heiminum jafn heppnar að búa í landi þar sem boðið er upp á reglulegar brjóstamyndatökur. Því hef ég áhyggjur af lélegri mætingu íslenskra kvenna í myndatökurnar því mér er sagt að aðeins um 60% þeirra kvenna, sem boðaðar eru í myndatökur á tveggja ára fresti, mæti reglulega. Þetta er alls ekki nógu gott því röntgenmyndataka er öruggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóstum á byrj- unarstigi og getur þar með skipt sköpum varðandi lífslíkur. Því fyrr sem meinið greinist og áður en það nær að dreifa sér til annarra líffæra, þeim mun betri eru batahorfur sjúk- linga. Europa Donna hefur verið að berjast ötulli baráttu fyrir reglu- bundnum myndatökum í fjölmörgum löndum og því er mjög sorglegt að horfa upp á slæleg viðbrögð kvenna, sem búa við fyrirmyndar þjónustu í þessum efnum,“ segir Ingrid og bæt- ir við að best sé fyrirkomulagið á Norðurlöndunum, í Hollandi og Bretlandi. „Mjög oft er unnt að sjá brjóstakrabbamein á röntgen- myndum áður en það verður áþreif- anlegt. Þannig getur röntgentæknin greint æxli allt niður í 3–4 mm á með- an ekki er hægt að finna æxli með þreifingu fyrr en það er orðið að minnsta kosti 10 mm að stærð. Rétt er að hafa í huga að brjósta- krabbamein samanstendur af mörg- um mismunandi sjúkdómum, sem krefjast mismunandi meðhöndlunar, en talið er að allt að 260 tegundir séu til af brjóstakrabbameini,“ segir Ing- rid. Lífslíkurnar hafa aukist Lífslíkur kvenna, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa aukist til muna á síðustu árum. Að meðaltali greinast um 170 konur með sjúkdóm- inn á ári hverju. Að meðaltali deyja um 34 konur á ári af völdum brjósta- krabbameins. Í dag eru nítján hundr- uð konur, sem fengið hafa brjósta- krabbamein, á lífi og geta 86% þeirra kvenna, sem greinast með sjúkdóm- inn, vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur. Brjóstakrabbamein er al- gengasta krabbameinið hjá konum og er rétt um 30% allra krabbameina kvenna á Íslandi. Það þýðir að tíunda hver kona á Íslandi getur vænst þess að greinast með brjóstakrabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Í tæp 20 ár hefur íslenskum kon- um á aldrinum 40–69 ára verið boðið upp á reglulegar brjóstamyndatökur og virðist sem dánartíðni hjá konum með sjúkdóminn hafi verið á nið- urleið á allra síðustu árum. Ekki er fullljóst hvað veldur, en líklegt er að rekja megi lækkandi dánartíðni til áhrifa leitarinnar svo og til áhrifa nýrra lyfja, sem fram á sjónarsviðið hafa komið. „Brjóstakrabbinn er hatrammari en nokkurt stríð“ Morgunblaðið/Ásdís Heiðursgesturinn Ingrid Kössler, forseti Europa Donna, var heið- ursgestur á norrænu brjóstakrabbameinsþingi í Borgarnesi. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is  Að fræða um brjóstakrabbamein og miðla nýj- ustu faglegu upplýsingum um alla Evrópu.  Að hvetja til vitundarvakningar um brjósta- krabbamein.  Að leggja áherslu á skipulega leit að brjósta- krabbameini á byrjunarstigi.  Að keppa að því að sjúklingar fái bestu með- ferð sem hægt er að veita.  Að tryggja aðgang að sálfélagslegum stuðn- ingi meðan á meðferð stendur og eftir að henni lýkur.  Að hvetja til menntunar og þjálfunar fyrir heilbrigðisstéttir.  Að stuðla að góðum vinnubrögðum og hvetja til endurskoðunar á þeim.  Að krefjast þess að ávallt sé notuð besta tækni við greiningu og meðferð sjúkdómsins.  Að tryggja að allar konur fái að vita um þá meðferðarmöguleika sem eru í boði, einnig þegar um er að ræða lyfjatilraunir og að kon- ur geti leitað álits fleiri en eins læknis.  Að hvetja til framþróunar á sviði rannsókna vegna brjóstakrabbameins. Tíu markmið Europa Donna RÖNTGENMYNDATAKA er öruggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóstum á byrjunarstigi og því er mjög mikilvægt að konur á aldrinum 40-69 ára mæti í brjósta- myndatöku annað hvert ár þegar boð kemur frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Konur ættu líka að skoða og þreifa brjóstin reglulega til að átta sig á hvort allt sé eðlilegt. Best er að þreifa brjóstin einu sinni í mánuði, um það bil viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði.  Horfðu fyrst á brjóstin í spegli áður en þú þreifar þau, bæði með hendur niður með hliðum og með hend- ur spenntar á hnakka. Auðveldast er að þreifa brjóstin í sturtu, en einnig er rétt að þreifa þau liggjandi.  Þreifaðu vinstra brjóst með hægri hendi og notaðu til þess alla fingur nema þumalfingur, en settu jafn- framt vinstri hönd á hnakka. Til að koma í veg fyrir að einhver hluti brjóstsins verði útundan skaltu hreyfa fingurna eftir reglubundnu mynstri. Temdu þér ákveðnar hreyfingar, en þrýstu þó ekki of fast. þreifaðu síðan hægra brjóstið á sama hátt með vinstri hendi og settu hægri hönd á hnakka.  Sumar konur ættu öðrum fremur að skoða brjóst sín sérstaklega vel. Það eru þær, sem hafa áður fengið brjóstakrabbamein, eiga ættarsögu um brjóstakrabbamein, hafa aldrei eignast barn eða hafa eignast fyrsta barn eftir þrí- tugt og þær, sem eru lengi á frjósemisskeiði. Einnnig er kon- um, sem nota hormónalyf vegna óþæginda á breytingaskeiði eða til varnar beinþynningu og hjartasjúkdómum, að fylgjast sérstaklega vel með brjóstunum. Þreifa skal brjóstin á mánaðarfresti Fjalla› er um umsóknir flrisvar á ári. Umsóknarfrestir er: 25. September 2006. Frekari uppl‡singar og umsóknarey›ublö› fást hjá fer›amannará›um og á heimasí›unum www.tourist.fo og www.icetourist.is                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.