Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 24

Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 24
menntun 24 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er alltaf að koma beturí ljós að foreldrar getahaft áhrif á námsárangurbarna sinna með því að taka þátt í skólastarfi. En þrátt fyrir vilja beggja hefur í raun ekki enn náðst samstaða um hvernig skólinn geti stuðlað að virku sam- starfi við alla foreldra og hvernig þeir ættu helst að koma að skóla- starfinu,“ segir Ingibjörg Auðuns- dóttir, sem nú í vor lauk masters- gráðu í menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði við Há- skólann á Akureyri. „Ég er foreldri fatlaðs barns og hef alla tíð haft mikil samskipti við skólakerfið, og hef síðan starf- að við ráðgjöf við foreldra og kennara nemenda með sérþarfir, nú á skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri. Mín reynsla var sú að skóla vantaði stoðir til þess að byggja á og þróa formlega sam- starf heimila og skóla. Það var því nærtækt að reyna að byggja upp Kennarar fóru í fjölskylduheimsóknir Áhugi Oddeyrarskóli merkti betri mætingu foreldra á foreldrafundi skólans í kjölfar verkefnisins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Ingibjörg Auðunsdóttir segir að foreldrar nemenda á unglingastigi hafi verið ánægðir með samstarfið og sumum hafi fundist einstakt að það hefði aukist með árunum. Í Oddeyrarskóla á Akureyri tóku kennarar, foreldrar og nemendur þátt í nýstárlegu þróunarverkefni þar sem umsjónarkennarar fóru í heimsókn til allra nem- enda sinna og fjölskyldna þeirra. Unnur H. Jóhanns- dóttir ræddi við Ingibjörgu Auðunsdóttur, sérfræð- ing á skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem leiddi þróunarverkefnið. Ólíkt því sem áður var þegarfiskur og slor flæddi umhúsvískar bryggjur, eruferðamenn þar meira áberandi nú enda lætur nærri að um 35 þúsund manns leggi leið sína í hvalaskoðun frá Húsavík á hverju sumri. Húsavík er því með réttu orð- in að hvalabæ sem í þokkabót státar af hvalasafni. Fyrsti hvalaskoð- unarbáturinn hóf þar rekstur árið 1995 og síðan hafa fleiri bæst í hóp- inn. Þegar ljóst varð hve vinsælar hvalaskoðunarferðirnar yrðu fóru heimamenn að hugsa fyrir veit- ingaaðstöðu sem byggð hefur verið upp af myndarskap í og við höfnina. Að öðrum ólöstuðum má segja að Börkur Emilsson sé aðalvertinn í bænum enda rekur hann bæði veit- ingahúsin Gamla bauk og Sölku, sem er til húsa í elsta kaupfélagi landsins. Börkur festi kaup á húsinu, sem var í mikilli niðurníðslu, vorið 2000 í félagi við tengdaföður sinn Björn Hólmgeirsson. Húsið gerðu þeir upp og opnað var fyrir matargesti í des- ember sama ár. Birkir á veit- ingareksturinn með systkinum sín- um Jónasi og Guðrúnu. „Það hefur verið nóg að gera. Ætli við séum ekki að afgreiða um 20 þúsund matargesti yfir sumarmánuðina þrjá. Með- mælin, sem við höfum fengið, eru mjög góð enda háar upphæðir komnar inn í formi þjórfjár þótt sá siður tíðkist ekki á Íslandi,“ segir matreiðslumeistarinn Börkur, sem lærði á Hótel Húsavík og starfaði eft- ir það m.a. á Hard Rock, í Bjórkjall- aranum og í Kaffibrennslunni. Salka tekur um 140 matargesti í sæti. Að auki eru í húsinu haldnir dansleikir og pöbbastemning mynd- ast um helgar í kjall- aranum, sem gengur undir nafninu Pakk- húsið. Húsið var upphaflega reist árið 1883 yfir starfsemi Kaupfélags Þing- eyinga, fyrsta kaupfélagsins, sem stofnað var árið 1882. „Ég er að bjóða upp á fisk- og kjöt- rétti, létta rétti, súpur, pítsur og hamborgara, en ætli sjávarrétta- tríóið sé ekki langvinsælasti rétt- urinn meðal útlendinga. Þá fá menn á einum diski grillaðan humar, fersk- ar rækjur og lax,“ segir Börkur, sem að lokum gaf Daglegu lífi tvær upp- skriftir í nesti, annars vegar að grill- uðu lambi með lauk og rabarbara- chutney og hins vegar að kryddhjúp- uðum Skjálfandaþorski. Kryddhjúpaður Skjálfandaþorskur (fyrir fjóra) 1 kg þorskflök Kryddhjúpur: 100 g brauðrasp 1 msk. tímjan 1 msk. basil ½ tsk. maldon salt ½ dl ólífuolía Öllu, sem fara á í kryddhjúpinn er blandað saman. Þorskurinn roðflettur og kryddaður með salti og pipar. Kryddhjúpnum dreift of- an á bitana í eldföstu móti, olíunni hellt yfir. Bakað í ofni við 200°C í um það bil 10 mínútur. Borið fram með góðu salati og t.d. sósu úr fisksoði, sem búin er til með því að setja sam- an 2 dl af fisksoði og 1 dl af hvítvíni í pott. Þetta er soðið niður og 2 msk. af köldu smjöri þeyttar saman við. Grillað lamb með lauk og rabarbara-chutney (fyrir fjóra) 800 g lambainnralæri Chutney: 1 rauðlaukur 2 flysjaðir rabarbarastilkar Kryddaður Skjálfandaþorskur og grillað lamb Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Vertinn Börkur Emilsson, mat- reiðslumeistari. matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.