Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í 3. MGR. Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna segir: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Í fáum málum reynir meira á framkvæmd þessarar undirstöðu- greinar Barnasáttmál- ans en meðferð meintra kynferð- isbrota gegn börnum. Þau eru viðfangsefni margra stofnana sam- félagsins: barnavernd- arnefnda, lögreglu, heilbrigðisþjónustu, ákæruvalds, dómstóla og meðferðaraðila. Lengi vel var svo ástatt hér á landi að börn sem sætt höfðu kynferðisofbeldi þurftu að laga sig að kröfum þessara ólíku aðila, segja sögu sína ólíkum viðmælendum á mörg- um stöðum. Þetta skaðaði börnin sem gjarnan þurftu að tjá sársaukafulla reynslu margsinnis. Að auki gátu rannsóknarhags- munir skaðast þar sem frásögn barns gat tekið breytingum, m.a. vegna leiðandi spurn- inga sem fyrir það voru lagðar í þessu ferli. Barnahús var sett á laggirnar í anda ofangreinds ákvæðis barna- samningsins. Markmið þess var að þarfir barnsins sætu í fyrirrúmi og í stað þess að barnið þyrfti að aðlag- ast kröfum barnaverndar, heilbrigð- isþjónustu og réttarvörslukerfis tóku þessir aðilar sameiginlega þá ákvörðun að endurskipuleggja starf- semi sína í þágu hagsmuna barnsins. Dómstólar landsins áttu ekki aðild að stofnun Barnahúss árið 1998 þar sem gildandi lög um meðferð op- inberra mála á þeim tíma gerðu ráð fyrir algjörum aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds við meðferð þessara mála eins og annarra op- inberra mála. Á þessu varð breyting vorið 1999 þegar sérreglur voru settar í þessum málum og dómurum var falin ábyrgð á skýrslutöku af börnum. Vonir aðstandenda Barna- húss voru þær að það barnvæna fyr- irkomulag sem komið hafði verið á fengi að standa óhaggað og að skýrslutaka færi áfram fram í Barnahúsi í ljósi þess að frásögn barns- ins er lykillinn að far- sælli vinnslu málanna hjá öllum þeim sem að þeim koma. Því miður hefur reynslan orðið önnur er varðar Hér- aðsdóm Reykjavíkur sem tekur til með- ferðar fleiri kynferð- isbrotamál gegn börn- um en aðrir héraðsdómar í landinu samanlagt. Í opinberri umræðu undanfarið hefur verið leitað eftir svörum Héraðsdóms Reykja- víkur við því hvers vegna reykvísk börn njóti ekki þjónustu Barnahúss. Þetta er ekki ný umræða enda hefur dómstóllinn við- haft þessi vinnubrögð frá upphafi. Þegar fyrst var leitað skýr- inga skömmu eftir lagabreytinguna árið 1999 voru þau svör veitt að Barnahúsið gæti ekki talist „hlut- laus“ vettvangur í störfum dómstóls. Þessu var andmælt og í úrskurðum sínum í kjölfarið stað- festi Hæstiréttur að ekkert væri því til fyrirstöðu að skýrslutaka færi fram í Barnahúsi. Haustið 2000 setti síðan Dómstólaráð leiðbeinandi reglur um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum þar sem hús- næði Héraðsdómsins og Barnahúsið var lagt að jöfnu við framkvæmd þessara mála. Dómstjóri Héraðs- dómsins var inntur svara í frétta- viðtali nýlega og nefndi hann þá enn á ný sjónarmið um „hlutdrægni“ þrátt fyrir leiðbeinandi reglur Dóm- stólaráðs og niðurstöðu Hæsta- réttar í þessum efnum. Í öðru frétta- viðtali gaf dómstjórinn þá skýringu að það væri fljótvirkara að taka skýrslu af börnum í Héraðsdómnum heldur en „að blanda Barnahúsi í málið“. Það verður að mótmæla því að beiðni um skýrslutöku í Barna- húsi valdi töfum á máli enda er unnt að halda þar dómþing tafarlaust ef dómari óskar eftir því. Þá eru at- hyglisverðar þær skýringar sem hafðar eru eftir þeim dómara sem ber ábyrgð á flestum skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavíkur og finna má í skýrslu stjórnskipaðrar nefnd- ar sem nú hefur lagt til að Barnahús verði sett á laggirnar í Noregi. Í skýrslunni, (sem lesa má á heima- síðu Barnaverndarstofu) eru enn aðrar skýringar fram reiddar, vinnuálag og tímaleysi dómarans auk þess sem honum finnst hann hafa betri stjórn á aðstæðum í dóm- húsinu. Þannig virðast persónulegar þarfir dómarans ráða úrslitum fremur en það sem barni er fyrir bestu. Sú staðreynd blasir við að Hér- aðsdómur Reykjavíkur hefur tekið ómálefnalega afstöðu með því að sniðganga Barnahús kerfisbundið og ekki hafa verið færð fyrir því rök sem taka mið af hagsmunum og þörfum barns. Svo langt hefur Hér- aðsdómurinn gengið að frekar eru óreyndir lögreglumenn látnir yf- irheyra börnin í dómhúsinu heldur en að leita til sérfræðinga Barna- húss. Velkist menn í vafa má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-280/2006 frá 28. apríl þar sem orðrétt er sagt að það sé mat dómara að „hrapallega hafi tekist til við skýrslutöku“ og að þrátt fyrir að frásögn barnsins sé „trúverðug“ verði sakborningur ekki sakfelldur á grundvelli hennar „eins og staðið var að skýrslugjöfinni“. Annað dæmi er dómur Héraðsdóms frá 14. júní sl. í máli nr. S-577/2006. Þar kemur fram að við skýrslutöku hafi spyrill leitt barnið áfram með leið- andi spurningum, sér í lagi þegar kom „að mikilvægustu staðreynd- unum“ og á þetta augljóslega veru- legan þátt í sýknudóminum. Dómar þessir eru hins vegar ekki aðeins dapurlegur vottur um vonda málsmeðferð. Þótt það hljómi þver- stæðukennt má líka líta svo á að þeir staðfesti faglega burði Héraðsdóms Reykjavíkur við uppkvaðningu dóma. Þetta er sagt í ljósi þeirrar ríku kröfu til góðrar málsmeðferðar sem gerð er og ágætrar þekkingar á mikilvægi vandaðra vinnubragða við að kalla fram frásögn barns sem fram kemur í tilvitnuðum dómum. Augljóst er því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefur góðar forsendur til að snúa við blaðinu. Hvað dvelur orminn langa? „Það sem barni er fyrir bestu“ Bragi Guðbrandsson skrifar um Barnahús » ...Héraðs-dómur Reykjavíkur hefur tekið ómálefnalega afstöðu með því að sniðganga Barnahús kerf- isbundið og ekki hafa verið færð fyrir því rök sem taka mið af hagsmunum og þörfum barns. Bragi Guðbrandsson Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu. Á SÍNUM tíma töldu þjóðernis- framsóknarmenn- irnir sem stjórnuðu þessu landi í krafti atkvæðamisvægis að ekkert gott gæti leitt af einu eða neinu nema ríkisvaldið, les þeir, hefðu stjórn á. Við settum á fót rík- isútvarp og það hvarflaði ekki að nokkrum manni að nokkru sinni yrði eftirspurn eftir neinu öðru. Það segir allt um sigurvissu þessa fólks að fastur dag- skrárliður í þessu út- varpi allra landsmanna voru beinar útsend- ingar frá jarðarförum. Þegar útvarp var gefið frjálst lagði Bandalag jafnaðarmanna til að RÚV drægi sig út af auglýsingamarkaði, keppti ekki við hinar svokölluðu frjálsu stöðvar um þær tekjur. Helstu rök BJ voru þau að hinn marg- umtalaði rekstr- argrundvöllur fyndist aldrei ef rík- ið gæti stjórnað auglýsingamarkaðinum. Okkur var sagt, svo sem endranær, að þarna væri talað af mikilli vanþekkingu nákvæmlega eins og t.d. í tillögum okkar um frjálst fiskverð, bann við útgáfu bráðabirgðalaga og vinnu- staðasamninga. Ég verð að viðurkenna að mér finnst gamla gufan eiga rétt á sér, engin einkarekin útvarpsstöð myndi bjóða upp á dagskrá af þessu tagi. Höldum henni á ör- orku. Rás tvö og sjónvarpið sanna hins vegar daglega að engin rök eru fyrir almennum rekstri af því tagi. Mér finnst það grafalvarlegt mál ef nýjasta tilraunin til nú- tímafjölmiðlunar á Íslandi á að fara út um þúfur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill endilega reka útvarp á kostnað lands- manna. Allt bærilega frjálslynt fólk í landinu hlýtur að skora á flokkinn að hann loki RÚV áður en hann tapar meirihlutanum til umbótasinnaðra vinstrimanna sem eru líklegir til alls nema loka RÚV. Málið snýst um þá öm- urlegu staðreynd að ríkið, með yf- irburðastöðu á auglýsingamark- aði, getur sett keppinautana á hausinn eftir stafrófsröð. EN, kannski er nóg að loka auglýs- ingadeildinni! Kristófer Már Kristinsson fjallar um málefni Ríkisútvarpsins »Málið snýst um þáömurlegu staðreynd að ríkið, með yfirburða- stöðu á auglýsinga- markaði, getur sett keppinautana á hausinn eftir stafrófsröð. Kristófer Már Kristinsson Höfundur er háskólanemi. Lokum RÚV Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTABLAÐINU, 10. sept- ember, kemur fram að alls hafi verið tekin 186 rannsóknarviðtöl við börn í Barnahúsinu á síðasta ári vegna gruns um að þau hefðu sætt kyn- ferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að flestir dómarar í landinu nýta sér Barnahúsið, en dómarar við Hér- aðsdóm Reykjavíkur gera það ekki, en þar eru flest málin tekin fyrir. Í hvaða þágu og af hvaða ástæðum vel- ur Héraðsdómur Reykjavíkur að taka skýrslur af börnum í Héraðs- dómi Reykjavíkur en ekki í Barna- húsinu? Alla vega er ekki verið að hugsa um hag barnsins. Í Barnahús- inu eru sérfræðingar með reynslu og menntun, umhverfið barnvænt og ekki ógnandi og allt gert á einum stað. En reykvísk börn sem þurfa að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur geta þurft að fara á marga staði vegna skýrslutöku, greiningar og meðferðar. Ég skil ekki þennan ríg á milli þessara stofnana, það er Héraðs- dóms Reykjavíkur og Barnahúss, og að þær skulu láta hann bitna á fórn- arlömbunum, það er saklausu börn- unum. Þarna er verið að mismuna börnum eftir búsetu og skrítið að reykvísk börn búi ekki við sömu rétt- indi og börn annars staðar á landinu. Af hverju er Barnahúsinu ekki sýnd meiri virðing hér á landi, þegar því er veitt verðlaun af alþjóðlegu barnaverndarsamtökunum ISPCAN og aðrar þjóðir taka það til fyr- irmyndar, eins og t.d. Svíþjóð? Að karlmaður sé sýknaður fyrir kynferðisafbrot gagnvart tveimur stjúpdætrum sínum vegna reynslu- leysis rannsóknarlögreglumanns á ekki að geta gerst. Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi vinnubrögð lögreglunnar en ábyrgðin liggur að mínu mati hjá Héraðsdómi Reykja- víkur, þar sem hann kýs að nýta ekki aðstöðu og sérfræðikunnáttu Barna- hússins, eins og hann gæti gert. Auðvitað eiga allar skýrslur af börn- um undir 18 ára aldri að vera teknar í Barnahúsinu ef grunur er um að þau hafi sætt kynferðisofbeldi. Þar sem annað tilvik kom upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur vegna skýrslu- töku, þar sem yfirheyrslan fór ekki rétt fram, ætti að vera skýrt og í lög- um að öll svona mál þurfi alltaf að vera tekin fyrir í Barnahúsinu, hvar sem þau koma upp á landinu. Svo finnst mér ótrúlegt hvernig er dæmt í kynferðisbrotamálum gagn- vart börnum. Menn sleppa með litla refsingu, jafnvel allt á skilorði. Menn hafa það oft til málsbóta að hafa ekki brotið af sér áður, þó að þeir játi að hafa margsinnis brotið gagnvart barninu eða eru með fjölda mynda og hreyfimynda af barna- klámi undir höndum. Mörg af þess- um börnum ná sér aldrei alveg og því er eðlilegt að svona mál fyrnist ekki, þar sem þau koma oft seint fram í dagsljósið. ÞÓRA ANDRÉSDÓTTIR, Ingólfsstræti 21, A. Héraðsdómur Reykja- víkur hunsar Barnahús Frá Þóru Andrésdóttur: KVENNASKÓLINN hefur löngum sett svip sinn á Blönduós, en sökum þess að húsið hefur ekki haft eiginlegt hlutverk undanfarin ár hefur viðhaldi lítið verið sinnt og því hefur það látið verulega á sjá. Síðastliðið haust sam- þykkti Alþingi að veita eina milljón króna til að gera úttekt á skólahúsinu og tillögur um forgangsröðun verk- þátta í viðhaldi og endurbótum. Í framhaldi af þeirri ákvörðun fluttu þingmenn kjördæmisins tillögu á Al- þingi í vetur um málefni Kvennaskól- ans og þó sérstaklega varðandi end- urbætur á húsinu, en 75% þess eru í eigu ríkisins og 25% í eigu héraðsins. Undanfarið hafa nokkrar konur komið saman til að ræða framtíð Kvennaskólahússins á Blönduósi. Að- albjörg Ingvarsdóttir, fv. for- stöðukona, Blönduósi, fer fyrir hópn- um en samstarfskonur eru Guðrún Jónsdóttir frá Bjarghúsum, fyrrver- andi nemandi, forstöðumaður fé- lagsstarfs í Gerðubergi, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, frá Þingeyrum, og Ingibjörg Sólveig Kolka, húsfreyja og þroskaþjálfi, Blönduósi. Upphafið að tilvist hópsins má rekja til Sögusýningar sem haldin var í Kvennaskólanum sumarið 2005 og var afar vel sótt. Þá urðu miklar umræður um nauð- syn þess að gera við skólahúsið og efla starfsemi í húsinu auk þess að það þyrfti að sýna þeim minjum sem til eru tilhlýðilega virðingu. Hópur þessi er sprottinn upp af áhuga á málefninu, þ.e. endurgerð gamla skólahússins sem byggt var ár- ið1912 og var teiknað af Einari Er- lendssyni, og þeim málum sem áður eru nefnd. Áhugahópurinn hélt nokkra fundi síðsumars og komst að raun um að ekkert væri byrjað að huga að úttekt á húsinu. Gengið var á fund Húsafrið- unarnefndar og leitað álits hennar. Árangur þess fundar var sá að helgina 9.–10. september komu menn á hennar vegum til að framkvæma umrædda úttekt. Verða niðurstöður úr þeirri vinnu lagðar fram áður en langt um líður ásamt tillögum að forgangsröðun verkefna. Hópurinn átti fund með þeim Jónu Fanneyju Friðriksdóttur, bæj- arstjóra á Blönduósi, og Valgarði Hilmarssyni, oddvita Héraðsnefndar A-Hún., þann 12. þ.m. og greindi frá sínum þætti í því sem gerst hefur og áhuga sínum á varðveislu þessa mikla menningararfs. Fundurinn var vel heppnaður og viðtökur ráðamanna mjög góðar. Það er trú þessa kvennahóps að þegar Kvennaskólahúsið hefur end- urheimt glæsileik sinn verði auðvelt að finna því hlutverk við hæfi. Að því mun hópurinn vinna áfram og hefur fullan hug á að fylgjast með og leggja þessu mikilvæga málefni lið. Kveðja, AÐALBJÖRG INGVARSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri Kvenna- skólans á Blönduósi. Framtíð Kvennaskólans á Blönduósi Frá Aðalbjörgu Ingvarsdóttur: Kvennaskólinn á Blönduósi Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.