Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 31 MINNINGAR ✝ Kristján Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 25. ágúst 1932. Hann andaðist á blóð- lækningadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhann Byst- röm Jónsson vél- stjóri, f. 29. apríl 1900, d. 10. maí 1955, og Guðný Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 7. október 1907, d. 20. mars 2000. Eiginkona Kristjáns er Matthía Margrét Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 20. janúar 1929. Dætur þeirra eru: 1) Jóhanna Byström, f. 30. apríl 1955, maki Hörður Baldursson, búsett í Sand- gerði, á þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Auður, f. 6. desem- ber 1956, maki Guðmundur Magnússon, búsett í Reykjavík, á fjögur börn og tvö barna- börn. 3) Sigurveig Klara, f. 31. janúar 1962, maki Jón Kristjánsson, búsett í Þorlákshöfn, á fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Guðný Elva, f. 8. ágúst 1969, maki Sigurbjörn Eiríks- son, búsett í Dan- mörk og á tvö börn. Fyrir átti Matthía tvær dætur, þær eru: Anna G. Larsen, f. 5. október 1946, maki Dag Ove Larsen, búsett í Noregi, á tvö börn og sex barnabörn og Jórunn J. Guðmundsdóttir, f. 19. ágúst 1949, maki Daníel Björns- son, búsett í Reykjavík, á þrjú börn og sex barnabörn. Útför Kristjáns var gerð frá Ás- kirkju 15. september, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn þína síðustu ferð. Þú hafðir nú alltaf gaman af því að fara á nýja staði og ég veit að þessi ferð þín er ferð sem við öll eigum eftir að fara. En þú hef- ur smánæði til að vera þar í friði og ró áður en kvennafansinn þinn mæt- ir á staðinn. Það er margs að minnast í sam- bandi við þig, og ætla ég ekki að telja allt upp hér. Ég ætla að muna húm- orinn þinn og hinar ýmsu sögur sem þú sagðir mér í gegnum tíðina. Ég man alltaf þegar þú útbjóst fyrir mig heyrnartól svo ég gæti hlustað á fimmtudagsleikritin í útvarpinu án þess að trufla Auju systur, sem svaf í neðri kojunni. Ég dáist að þér hversu húmorinn hélst hjá þér fram á síðustu stundu. Elsku pabbi minn, megir þú hvíla í friði og við sem eftir lifum ornum okkur við allar ljúfu stundirnar. Eins og þú spilaðir oft á munn- hörpuna: Hin góðu kynni gleymast ei. Kveðja, þín dóttir Jóhanna B. Kristjáni, tengdaföður mínum, kynntist ég fyrir rúmum sjö árum, vildi að það hefði orðið lengri tími, en þessi fáu ár voru mér til góðs og ánægju. Tengdapabbi var mjög svo sólginn í allt sem sneri að tækni, hafði gam- an af öllu sem tengdist rafmagni og tökkum, og áttum við mjög góð við- skipti á því sviði, er við skiptumst á myndavélum, tölvudiskum o.fl. Heimanmundinn færði Kristján mér fljótlega eftir að við Biddý fórum að búa saman, var það hlutur sem við báðir nutum á þeim tíma, húmorinn var alltaf í góðu lagi. Kæri tengdapabbi, ég veit að við komum til með að hittast aftur og eiga lengri stundir saman. Með ósk um að þér líði betur á nýja staðnum kveð ég þig að sinni með söknuði en með hlýjum minningum. Þinn tengdasonur Hörður. Elsku afi, núna ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað, laus við allar þjáningar. Ég fékk að vera hjá þér síðustu mínúturnar og mér fannst þær alveg ótrúlega erfiðar. En amma tók utan um mig og sagði mér að nú liði þér betur og ég veit að það er alveg satt. Það sem stendur upp úr í minn- ingum mínum um þig er hvað þú hafðir gaman af nýjustu tækninni. Þú þurftir alltaf að eiga það nýjasta og flottasta. Þú sýndir mér alltaf nýju hlutina þegar ég kom í heim- sókn, svo sem nýja myndavél, síma eða nýja tölvu. Svo fórstu að útskýra fyrir mér af hverju þetta var svona flott. En auðvitað er ég ekki svona tæknivædd eins og þú og þóttist bara skilja hvað þú varst að segja. Mér fannst bara gaman að hlusta á hvað þú hafði mikinn áhuga á þessu öllu. En það var þó eitt sem ég skildi. Þú varst að segja mér frá nýju fartölv- unni. Þú sagðir hvað þetta væri al- veg frábær tölva á alla kanta. Ég gat ekki annað en hlegið. Þetta var alveg nákvæmlega eins tölva og ég var nýbúin að kaupa mér. Svo hlógum við lengi saman. Það var alltaf skemmtilegast. Að sitja með þér og hlæja. Ég mun ávallt minnast þess. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þetta er uppáhalds sálmurinn minn og læt ég hann því fylgja með. Ég mun ekki óttast neitt illt því ég veit að þú munt vera hjá mér. Ég get því miður ekki sagt neitt meira nema það að ég á eftir að sakna þín svo ótrúlega mikið, elsku afi. Hvíl þú í friði, elsku afi. Svo sjáumst við seinna og þú getur sýnt mér alla nýjustu tæknina í Himna- ríki. Þín Hildur. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stund hjá okkur, og margs er að minnast. Þú varst alltaf svo hress og fyndinn, og alltaf fannst mér jafn fyndið að heyra um það hvernig þú misstir hárið, þú sagðir að þú hefðir farið út að labba og svo kom alveg brjálað rok og hárið fauk af. Ég er alveg viss um það að þú haf- ir farið hlæjandi úr þessum heimi, þú varst alltaf brosandi, alveg sama hvað það var, þá varstu alltaf bros- andi, nema kannski í veislum. Þú „þoldir“ ekki veislur. Þú varst alltaf annaðhvort með tyggjó eða afa- brjóstsykur (perubrjóstsykur), stundum varstu með hvort tveggja í einu, en þá geymdirðu bara tyggjóið öðrum megin í munninum og tuggðir afabrjóstsykur hinum megin. Mér fannst líka rosalega fyndið þegar þú fórst aðeins á rúntinn og komst svo á nýjum bíl til baka og amma vissi ekk- ert af því. Það er mjög erfitt að þurfa að kveðja þig úr þessum heimi. Hvíldu í friði afi engill. Blítt mér kenn að biðja, bænin veitir fró. Indæl bænaiðja eykur frið og ró. Kenndu mér að krjúpa kross þinn, Jesú við. Láttu, Drottinn, drjúpa dýrð í hjarta og frið. (Þýð. Björgvin Jörgensson) Þín dótturdóttir Telma Rut. Elsku afi minn, nú þegar þú ert farinn hlaðast minningarnar upp, það eru svo ótal ótal margar skemmtilegar minningar sem mig langar að segja frá, en ef ég segði frá öllu þyrfti ég að minnsta kosti heilt Morgunblað undir það. Ég fékk með þér 24 yndisleg ár og það sem er mér minnisstæðast er þegar þið amma bjugguð á Selvogs- brautinni. Þá vorum við Kristján bróðir alltaf hjá ykkur eitthvað að bralla, tala nú ekki um þegar við fengum að fara með í bæjarferð á nýju lödunni, ég man ennþá eftir lödulyktinni. Svo fluttuð þið í Reykjavík, þá vildi ég alltaf fá að koma um helgar, ef mamma leyfði mér það ekki náði ég í náttkjólinn og tannburstann minn, setti það ofan í poka og ætlaði að heiman, svo mikil ömmu- og afa- stelpa var ég og er enn í dag. Svo muna náttúrlega allir hvað þér fannst gaman að öllum tækjum, úrum og alls konar hlutum, þú varst svo mikill tækjakarl, ef maður fékk sér nýjan síma, myndavél eða eitt- hvað og kom til að sýna þér reynd- irðu strax að skipta við mann á ein- hverju sem þú áttir, þurfti ekkert að vera eitthvað betra þú varðst bara að fá einhverja nýja hluti til þess að fikta í. Hún amma hristi nú oft höf- uðið yfir þessu öllu saman. Svo núna síðustu ár var alltaf svo gott að koma og tala við þig, þú gast alltaf ráðlagt mér með hluti sem ég vissi ekki hvort ég ætti að gera eða ekki og þú varst alltaf sammála mér með allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég á eftir að sakna þín sárt elsku afi minn, minning þín lifir í hjarta mínu og huga. Þín dótturdóttir Guðrún Eva. Kristján Jóhannsson ✝ SigurbjörgBjarnadóttir, fæddist í Nesi í Norðfirði 13. júní 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu Neskaup- stað 13. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldóra Bjarna- dóttir og Bjarni Hildibrandsson. Systkini Sigur- bjargar voru: Ár- mann og Sveina Sigríður, þau dóu á barnsaldri, Gunnar Jónsson, sammæðra, f. 1904, d. 1995, Ármann Bjarna- son, f. 1910, d. 1999. Maki Sigurbjargar var Guðjón Guðmundsson frá Efri Miðbæ í Norðfirði, f. 1904, d. 1987. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Sveina, f. 1933, maki Geir Guðnason, þeirra börn eru Ásdís, Magnús, Guðni og Ómar. 2) Bjargey, f. 1934, d. 1998, f.v. maki Hilmar Sig- urðsson, þeirra börn eru Guðjón, Hafdís Sigurbjörg og Brynjúlfur Heiðar. 3) Guð- mundur Albert, f. 1937, maki Ásrún Sigurbjartsdóttir, þeirra börn eru Sigurbjörg Ester, Sigurbjartur Ágúst, Guðjón, Al- dís og Hanna Andr- ea. 4) Guðlaug, f. 1944, maki Helgi Magnússon, þeirra börn eru Magnús, Björg, Berglind og Helgi Þór. 5) Inga Rósa, f. 1948, maki Gísli Eiríks- son, þeirra börn eru Ágúst, Kristín Guðrún og Hrönn. Af- komendur Sigurbjargar eru orðnir 85 talsins. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, þökkum þér eitt og allt. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða heita, hjarta, er sakna’ ég mest. ( Sumarliði Halld.) Guð geymi þig. Sigríður, Guðmundur, Guðlaug og Inga. Elsku amma okkar er dáin. Við vissum að við myndum ekki ávallt hafa hana hjá okkur, en það er alltaf erfitt að kveðja. Amma var alltaf jafn hress og kát, alltaf gott að koma austur og hitta hana. Hún tók á móti manni með stóru brosi og hlýju faðmlagi, og svo voru spilin tekin fram. Alltaf fjör að spila kana eða manna við hana en hún var alveg skýr í kollinum og með góða sjón alla ævi. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði mikið hér áður fyrr en var meira farin að sauma út hin síðari ár. Þeir voru ófáir púðarnir sem hún gerði fyrir fjölskylduna og var það hennar helsta iðja síðustu árin, ásamt bók- lestri og svo spilamennskunni þegar einhver leit inn í heimsókn. Eins málaði hún á keramik og fengu margir í fjölskyldunni platta með nafninu sínu. Elsku amma Bogga kenndi líka mörgum okkar að prjóna og voru það yfirleitt treflar sem voru fyrsta afurðin í þeim prjónaskap, enda vor- um við flest mjög ung þegar við tók- um upp prjónana í fyrsta sinn, með aðstoð ömmu. Það verður erfitt að fara í heim- sókn austur og hafa enga ömmu til að knúsa. Við vitum samt að hún hefur það gott þar sem hún er núna, og afi, Bjargey og aðrir ættingjar og vinir taka vel á móti henni. Þúsund þakkir fyrir allt, elsku amma. Guð blessi þig. Magnús, Björg, Berglind og Helgi Þór. Nú er lífsljós ömmu minnar slokknað. Þessi elska náði 97 ára aldri. Hún lést 13. sept. sl. Oft var hún búin að veikjast en alltaf reis hún upp aftur og við þessi veikindi nú trúði maður ekki að nú væri komið að leiðarlokum. Amma myndi bara hressast og fara að spila og sauma út á ný. Það var hennar yndi að spila á spil, Manna, Kana og ég tala nú ekki um Færeyinginn sem við spiluðum alltaf saman þegar ég kom austur. Oftast hafði hún vinninginn en ef maður var orðinn tapsár þá brosti þessi elska og sagði: „Þú vinnur bara næsta spil,“ og ég held að hún hafi þá passað sig að vinna ekki þá. Það eru margar minningar sem fara í gegnum hugann. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp í sama húsi og amma og afi bjuggu í og oft var leitað í kjall- arann eftir huggun og aðstoð ef eitt- hvað bjátaði á og alltaf var amma á sínum stað. Hún eyddi síðustu æviárum sín- um á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað við gott atlæti og umönnun starfsfólksins þar og þakkar fjöl- skyldan hennar það af heilum hug. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég kveð þig með þessum orðum, elsku amma mín. Takk fyrir allt. Kveðja til þín frá mínum börnum og barnabörnum. Ásdís. Elskuleg amma mín kvaddi að kvöldi miðvikudagsins 13. sept. sl., eflaust hvíldinni fegin blessunin, enda á 98. aldursári. Amma var mikil handavinnukona og liggja verk eftir hana á öllum heimilum stórfjölskyldunnar. Hún var mikil spilamanneskja og klár. Ég var svo lánsöm að fá að eyða nokkrum sumrum hjá ömmu, afa og Siggu frænku, sem bjó á efri hæð- inni, og eru þau mér mjög eftir- minnileg, enda umvafin ást og um- hyggju þeirra allra. Amma var alveg skýr og með allt á hreinu. Alltaf þekkti hún mig í síma, þó að oft liði langur tími á milli, en alltaf kom: „Hanna mín elskan, ert þetta þú?“ Amma var ótrúlega dugleg og ynd- isleg persóna. Það verður tómlegt að koma á Norðfjörð nú þegar amma er farin. Með þessum fáu orðum kveð ég elskulega ömmu mína. Hvíl í Guðs friði, elsku amma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ástarkveðja. Þín Hanna Andrea. Sigurbjörg Bjarnadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur minn og bróðir okkar, MAGNÚS ÓLAFUR KJARTANSSON, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, þriðjudaginn 12. september verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 22. sept- ember kl. 15.00. Kolbrún Björgólfsdóttir, Elsa Björg Magnúsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Eydís Hansdóttir, Guðbrandur Þórir Kjartansson, Magdalena Margrét Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.