Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 32

Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bryngeir Guð-jón Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 5. desem- ber 1957. Hann lést á gjörgæsludeild 12B Landspítala við Hringbraut 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson, f. 19. sept. 1912, d. 19. feb. 1998, og Svan- hildur Magnús- dóttir, f. 6. apríl 1933. Systkini Bryngeirs eru Við- ar, f. 28. apríl 1955, kvæntur Gerlinde Xander, Guðmundur Halldór Sigurþór, f. 19. maí 1961, kvæntur Hönnu Halldóru Leifs- dóttur, Anna Dóra, f. 3. júní 1962, gift Kristni Kristinssyni, og Ósk- ar, f. 15. apríl 1971. Hinn 12. janúar 2006 kvæntist ágúst 1984, unnusti hennar er Ragnar Franz Pálsson, og Eva, f. 25. okt. 1987, unnusti hennar er Arnar Kristjánsson. Fyrir átti Dóra Önnu Björk, f. 30. des. 1977, gift Guðmundi Geir Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Egill Bjarki, Emilía Dröfn og Eiður Kristinn. Bryngeir lauk námi í rafeinda- virkjun og eftir námið starfaði hann á Borgarspítalanum við uppsetningu, viðhald og rekstur hjarta- og gjörgæslubúnaðar í um 20 ár. Í júní 1999 hóf hann störf hjá Vistor við uppsetningu, við- gerðir, kennslu og sölu á lækn- inga- og rannsóknatækjum og starfaði þar til dauðadags. Bryn- geir sótti fjölda námskeiða á sínu sérsviði bæði hérlendis og erlend- is. Bryngeir verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Bryngeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Katrínu Kristínu Hallgrímsdóttur, f. 18. okt. 1969. For- eldrar hennar eru Hallgrímur Marinós- son, f. 16. júlí 1944, og Arndís Sigur- björnsdóttir, f. 22. nóv. 1945. Systur Katrínar eru Mar- grét, Sigurbjörg og Kristín Hallgríms- dætur. Börn þeirra Bryngeirs og Katr- ínar eru Svanhildur Tekla, f. 9. okt. 1996, og Hrafnkatla Arndís, f. 27. ágúst 2004. Fyrir átti Katr- ín Hallgrím Þór, f. 11. mars 1992. Áður var Bryngeir kvæntur Dóru Elísabetu Sigurjónsdóttur, f. 15. mars 1961. Þau skildu. Börn þeirra eru Bryngeir Arnar, f. 27. nóv. 1981, Berglind Harpa, f. 1. Elsku pabbi. Við trúum því varla að þú sért farinn. Þú varst langbesti pabbinn sem hægt var að hugsa sér. Við elskum þig meira en orð fá lýst og söknum þín óbærilega mikið, elsku pabbi. Þú getur ekki ímyndað þér hvað við elskum þig mikið. Þú kenndir okkur svo margt, t.d. að veiða, að vinna á tölvu, elda mat, reikna og skrifa. Ótal margt kenndir þú okkur fleira, sem við munum aldrei gleyma. Þú munt alltaf lifa í hjört- um okkar og munum við eldri börn- in hjálpa Hrafnkötlu litlu að muna hversu frábær pabbi og góður þú varst við okkur. Við erum viss um að Guðmundur afi hefur tekið vel á móti þér í himnaríki. Bless í bili, elsku pabbi. Þín börn, Hallgrímur Þór, Svanhildur Tekla og Hrafnkatla Arndís. Á þessari erfiðu stundu finn ég fyrir miklum söknuði, þó finn ég líka sterkt til þakklætis, þakklætis fyrir þann tíma sem ég fékk með pabba og þær góðu minningar sem ég á um hann. Ég man að einn góðan sumardag þegar ég var lítill snáði vorum við feðgarnir staddir úti í sumarbústað hjá ömmu. Þegar kvölda tók sagði pabbi mér að við ætluðum að labba heim, ég trúði pabba engan veginn því ég vissi sem væri að það tæki okkur óratíma að labba heim. Ég tjáði honum vantrú mína en hann lét sem ekkert væri. Svo fór að lokum að við gengum af stað og fór ég þá að halda að honum hefði verið al- vara. Við gengum um hundrað metra áður en bróðir pabba kom og skutlaði okkur í bæinn, en þessa stuttu vegalengd sem við gengum var ég eins hamingjusamur og ég hef nokkurn tímann verið. Ég vissi að á meðan pabbi leiddi mig þá gæti ekkert slæmt komið fyrir mig. Ég veit að þrátt fyrir að tími pabba hafi verið af skornum skammti þá var hann hamingjusam- ur, hann var ástfanginn af konu sinni og fjölskyldu, ánægður í vinnu sinni og komst öðru hverju í veiði- ferðir, en þetta er það sem pabbi þráði helst í lífinu. Pabbi, ég elska þig og mun ávallt sakna þín. Bryngeir Arnar. Elsku pabbi minn, síðustu daga hafa leitað á mig sætar minningar sem ég geymi vel. Minningar eins og þegar ég var um sex ára og við vorum að horfa á einhvern heim- ildaþátt um bændur á NA-landi, þeir þóttust sjá hvort ungar væru í eggjum í gegnum hnefann á sér. Ég reyndi þetta og var viss um að ungi væri í egginu. Þú komst egginu fyrir í ofnhanska úti í glugga og við ætl- uðum að unga því saman út. Daginn eftir var bara eggjaskurn og fjöður í ofnhanskanum og við vorum viss um að unginn hefði flogið út um gluggann. Já, við áttum góðar ævintýralegar stundir eins og þegar ég keyrði jeppann niður sumarbústaðargöt- una hjá ömmu. Þú varst heldur ekk- ert lítið stoltur þegar ég veiddi fyrsta fiskinn minn þó svo hann hefði bara verið sandsíli. Þér þótti óskaplega gaman að ferðast og fara í veiði og ekkert verra þótt við fiski- fælurnar kæmum með. Elsku pabbi, við áttum ótal góðar stundir saman og mun ég aldrei gleyma þeim. Ég sakna þín sárt en ég veit að þú munt vaka yfir okkur börnunum þínum. Berglind. Elsku pabbi minn. Þú varst ríkur maður því þú varst umlukinn ást og væntumþykju og varst stoltur af arfleifð þinni, okkur börnum þínum, við söknum þín öll. Það er svo skrít- ið að nú þegar þú ert á himnum þá sé ég þig í öllu sem ég geri. Ef ég ætti að velja eitt orð sem myndi lýsa þér sem best þá myndi ég velja orð- ið ákveðni, það hefur aldrei farið á milli mála. Þú vissir alltaf nákvæm- lega hvað þú vildir og lést verkin tala þegar til kastanna kom. Á seinustu dögum hafa margar minningar runnið upp fyrir mér og mér hafa verið sagðar gamlar sögur af þér. Um daginn leit ég upp í him- ininn á tunglið og þá rann sú minn- ing upp fyrir mér þegar þú sagðir mér að tunglið elti mig hvert sem ég færi og væri alltaf hjá mér. Ég sá alltaf tunglið þarna uppi og trúði þér. Nú lít ég upp á tunglið og veit að þú ert ávallt hjá mér elsku pabbi minn. Hátt uppi í himnum heldur þú þig. Flýgur með englum fylgist með mér. Brosir blítt og veifar. Þér þykir vænt um mig, þögnin gnæfir allt. Mig dreymir drauma, að við veiðum í dögginni. Fljúgðu fljótt heim í hjarta mitt. Ég sakna þín, meira en orð fá lýst. Eva Bryngeirsdóttir. Haustregnið var þungt morgun- inn 9. september þegar kær tengda- sonur okkar Bryngeir G. Guð- mundsson kvaddi eftir erfið veikindi. Sorgin grúfði yfir og það voru þung spor að dánarbeði hans. Á þeirri sorgarstundu var okkur fremst í huga söknuður en um leið djúpt þakklæti til Bryngeirs fyrir allt sem hann hafði verið dóttur okkar Katrínu og börnum þeirra, Hallgrími Þór, Svanhildi Teklu og Hrafnkötlu Arndísi. Bryngeir var einstakur maður, heiðarlegur og prúður. Hann reynd- ist dóttur okkar hinn besti maki og var einstaklega umhyggjusamur faðir, sem umvafði börnin sín hlýju. Okkur verður hugsað til allra sam- verustundanna sem við höfum átt. Sérstaklega verður okkur hugsað til Bryngeirs með Katrínu dóttur okk- ar og börnunum þeirra, hvernig hann alla tíð umvafði þau ást og kærleika sem engan lét ósnortinn. Dóttir okkar fann hamingjuna með Bryngeiri, sem mun verða hennar styrkur um alla framtíð. Þau voru ætluð hvort öðru, og voru samstiga um líf sitt og velferð barnanna. Bryngeir gekk Hallgrími Þór elsta syni dóttur okkar í föðurstað og reyndist honum hinn besti faðir. Þær voru ófáar stundirnar sem þeir áttu saman. Það er eitt af mörgu sem sýndi mannkosti Bryngeirs hvernig hann reyndist Halla sínum. Þeir feðgar voru vinir, sem deildu sameiginlegum áhugamálum eins og veiðiskap, tölvuáhuga og öllu því sem feðgar geta átt saman. Hall- grímur mun um alla framtíð búa að því að hafa eignast Bryngeir að föð- ur og vini. Svanhildur var auga- steinn pabba síns og Hrafnkatla, sólargeislinn litli, kunni hvergi bet- ur við sig en í faðmi hans. Ein af síð- ustu stundum sem við fjölskyldan áttum öll saman var einmitt þegar haldið var upp á tveggja ára afmæl- isdag hennar, sem var, þrátt fyrir aðstæður, dagur gleði og þakklætis. Á kveðjustundu koma upp í hug- ann margar fallegar minningar um okkar hjartkæra tengdason. Ekki er hægt að tjá í orðum tilfinningar okkar á þessari stundu og margt kemur upp í hugann. Aldrei bar skugga á samskipti okkar við Bryn- geir, sem við litum á sem son og vin. Hann var alltaf til staðar fyrir sitt fólk, prúður og sanngjarn maður friðar og samkenndar. Ómetanleg er minningin um fallegu og látlausu giftingarathöfnina þeirra hjóna snemma á þessu ári. Þá var vonin og kærleikurinn efst í huga okkar allra. Hin ungu hjón áttu innilega skilið að fá að lifa hamingjusömu lífi saman með börnum sínum. Brúðkaups- veislan þeirra var sömuleiðis falleg og haldin á fermingardegi Hall- gríms. Þann dag geisluðu þau bæði af ást hvort til annars, samhent og falleg sem aldrei fyrr. Stórfjöl- skylda og vinir beggja samfögnuðu með hjónunum og börnum þeirra, margir langt að komnir. Það var stund sem er okkur öllum sem að þeim standa ógleymanleg og fögur minning. Þá þegar hafði sjúkdómurinn sett mark sitt á líf þeirra, en um síðustu áramót greindist Bryngeir með ill- vígan sjúkdóm, briskrabbamein. Þau hjónin háðu saman baráttuna við hinn illvíga sjúkdóm samhent og yfirveguð með vonina að leiðarljósi af aðdáunarverðu æðruleysi og hug- rekki. Katrín dóttir okkar sýndi ólýsanlegan styrk er hún studdi mann sinn í þessum erfiðu aðstæð- um með ástúð og hlýju. Það sýndi sig í veikindum hans að þar fór ein- stakur mannkostamaður, sem aldrei var reiður örlögum sínum og tók þeim af miklu æðruleysi. Þrátt fyrir erfiða meðferð var hann aldrei bug- aður þótt sorgmæddur væri yfir hlutskipti sínu. Reiðin náði aldrei tökum á honum, en umhyggja fyrir fjölskyldunni veitti honum styrk til síðasta dags. Börnin hans öll veittu honum ómælda gleði og stuðning á þessum erfiðum tímum. Á sinn hátt undirbjó hann dóttur okkar, börnin þeirra og eldri börn sín undir það óumflýjanlega af kærleika og hug- rekki. Það er huggun til þess að hugsa hve dýrmætt veganesti þau öll hafa frá honum um ókomna tíð. Bryngeir var afar fær maður í því sem hann fékkst við, en um leið hóg- vær og vandaður. Þessu hugarfari miðlaði hann til barna sinna. Öll bera þau föður sínum fagurt vitni, kurteisar og blíðar manneskjur, sem nutu leiðsagnar góðs föður. Bryngeir var ávallt ráðagóður og hjálpsamur öllum sem til hans leit- uðu. Því kynntist fjölskyldan marg- oft. Hann leiðbeindi og aðstoðaði, og var til staðar af yfirvegun og heið- arleika. Aldrei heyrðum við Bryn- geir skipta skapi eða segja styggð- aryrði um aðra manneskju. Hann stuðlaði að góðum tengslum milli allra barna sinna og þar má sér- staklega geta vináttu Hallgríms og Bryngeirs Arnars yngri, sem hann lagði grunninn að og er nú án efa ómetanleg huggun þeim báðum. Þannig ól hann börnin sín upp í kærleika og umhyggju gagnvart samferðafólki sínu. Sárara er en tárum taki að svo ungur og góður maður sé hrifinn á brott frá ást- kærri eiginkonu sinni og ungum börnum. Við munum varðveita minningu um kæran tengdason um ókomna tíð. Við kveðjum Bryngeir okkar með dýpstu virðingu og þökk fyrir það sem hann var dóttur okkar og börnum þeirra. Fjölskylda hans mun alltaf búa að því sem hann var þeim og ekki verður lýst með orð- um. Elsku Katrín okkar. Við vottum þér og yndislegum börnum ykkar okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykk- ur styrk til þess styðja hvert annað í þessari miklu sorg. Hugur okkar er einnig hjá fjórum eldri börnum Bryngeirs, móður hans Svanhildi, aldraðri ömmu, systkinum og öðrum aðstandendum. Missir ykkar allra er mikill. Blessuð sé minning góðs manns. Með kveðju frá tengdaforeldrum, Hallgrímur Marinósson og Arndís Sigurbjörnsdóttir. Í dag kveðjum við elskulegan bróður og mág, það er svo sárt og ósanngjarnt að þurfa að kveðjast svona fljótt. En við þökkum Bryn- geiri fyrir margar góðar samveru- stundir. Hann var svo skemmtilegur stóribróðir og vinur. Hann var ein- staklega orðfár en orðheppinn. Hann hafði gaman af að stríða mér, systur sinni, góðlátlega þegar við vorum krakkar að alast upp í Ás- garðinum. Bryngeir hafði snemma afskaplega gaman af krökkum. Þær voru margar ferðirnar og sýning- arnar sem hann skaust með Óskari litla bróður okkar. Bryngeir var einkar handlaginn. Hann lærði fljótt að gera við bíla hjá pabba sínum í bílskúrnum og þegar farið var í fjalla- og veiðiferðir þá var ég svo heppin að fá að fljóta með. Bryngeir ól upp fjögur elstu börnin á Réttarholtsveginum. Það var gaman að koma við og kíkja á systkinin, fá þau lánuð í smástund eða skreppa með þau í sumarbústað eða berjaferð. Síðan þegar við Kristinn fluttum út fylgdumst við með því hvað krakkarnir þroskuðust í hvert sinn sem við komum til landsins. Það var líf og yndi Bryngeirs að sinna krökkunum sínum og elda fyrir þau. Það var yndislegt að hitta Bryn- geir þegar hann var farinn að búa með Katrínu. Hann var mjög ást- fanginn og hamingjusamur. Þeir feðgar, Halli og Bryngeir, voru dug- legir að fara í veiðiferðir. Þeir voru að reyna að kenna Óskari, stráknum okkar, að veiða og gáfu honum veiði- stöng. En það vildi ekki betur til en svo að þegar Óskar fór að veiða þá datt hann í tjörnina sem hann var að veiða í. Þá hljóp Óskar heim og hringdi í Bryngeir til að segja að hann hefði ekkert veitt með stöng- inni, en pabbi hefði veitt þann stóra. Við áttum yndislegar stundir með Bryngeiri og allri stórfjölskyldunni í fermingarveislunni hans Halla í vor sem leið. Það var líka skemmtilegt að fylgjast með litlu stelpunum okk- ar, Maríu og Hrafnkötlu, að kynnast hvor annarri og leika sér saman. Eftir að Bryngeir varð veikur af krabbameininu fórum við að skrifast meira á á netinu, um sjúkdóminn og hvernig lyfjameðferðin gengi. Bryn- geir tók sjúkdómnum af æðruleysi og hélt áfram að sinna fjölskyldunni og vinnunni þrátt fyrir veikindin. Hann var staðráðinn í að gefast ekki upp fyrir krabbameininu enda var það ekki krabbameinið sem varð honum að aldurtila, heldur lungna- bólga, sem hann taldi svo sem bara eitt enn verkefnið til að sigrast á. Bryngeir var líka duglegur að senda okkur sögur af krökkunum, nýjustu uppátækjunum hjá Hrafn- kötlu og hvernig gengi í skátunum hjá Svanhildi Teklu. Við eigum eftir að sakna þess að fá póst flesta daga frá Bryngeiri. Katrín mín, missir þinn er mikill, megi minningin um góðan dreng gefa þér og börnum ykkar góðan styrk og huggun. Að lokum viljum við þakka þér innilega fyrir að styðja Bryngeir dyggilega og ann- ast í veikindum sínum. Svanhildi, móður Bryngeirs, börnum hans og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Anna Dóra og Kristinn. Það er sem það hafi verið í gær þegar yngsta systir mín Katrín sagði mér með blik í auga að hún hefði kynnst góðum manni. Stuttu síðar hitti ég Bryngeir sem mér þótti strax afar vænt um, enda ljóst að þar fór einstaklega vel gerður og heiðarlegur maður, hvers manns hugljúfi og vandaður í öllum sínum háttum. Við fundum að Katrín syst- ir okkar hafði fundið sálufélaga sinn og með honum hamingju og öryggi. Ungur sonur Katrínar, Hallgrímur Þór, varð þegar mjög hændur að Bryngeiri, sem gekk honum í föð- urstað og reyndist honum ætíð sem besti faðir og vinur. Fjölskyldan stækkaði og voru dæturnar Svan- hildur Tekla og Hrafnkatla Arndís sannarlega augasteinar pabba síns. Katrín og Bryngeir voru afar sam- rýnd, traustir foreldrar barnanna sinna og góð hvort öðru. Bryngeir var einlægur og natinn fjölskyldu- faðir, sem umvafði börnin sín hlýju og öryggi. Við systurnar höfum átt margar góðar samverustundir með fjöl- skyldum okkar í gegnum tíðina, gjarnan hjá foreldrum okkar á Hellisgötunni eða eigin heimilum. Þegar Bryngeirs er minnst koma fram í hugann margar góðar minn- ingar. Sterkastar eru minningarnar af Bryngeiri í föðurhlutverkinu og með Katrínu sinni. Skemmst er að minnast þess þegar öll fjölskyldan samfagnaði þeim í tilefni giftingar þeirra um leið og haldið var upp á fermingu Halla nú í vor. Þau voru falleg brúðhjón og ljómuðu bæði af ást og hamingju þrátt fyrir skugga erfiðra veikinda. Þetta var dýrmæt stund sem við munum öll varðveita í hjarta okkar. Einnig kemur fram í hugann minningin um tveggja ára afmælisdag Hrafnkötlu litlu nýlega, en þá sem ætíð var Hrafnkatla litla sólargeislinn hans pabba síns. Það dró fyrir sólu snemma á þessu ári þegar Bryngeir greindist með illkynja sjúkdóm. Strax hófst baráttan fyrir endurheimtri heilsu, sem háð var af ákveðni en um leið æðruleysi. Hjónin tóku þar höndum saman í því erfiða verkefni sem öðr- um og lifðu í voninni. Katrín og börnin stóðu þétt við bakið á Bryn- geiri og studdu af öllum mætti. Um leið veitti Bryngeir sjálfur fjöl- skyldu sinni styrk með sinni hug- arró og yfirveguðu nærveru. Það lét engan ósnortinn að verða vitni að hugrekki og dugnaði Bryngeirs og Katrínar. Það sama á við um börnin, sem hvöttu pabba sinn áfram. Stóru strákarnir, Bryngeir Arnar og Halli, studdu pabba sinn af þroska og yf- irvegun, samhentir bræður, sem sannarlega veittu pabba sínum kjark. Það sama má segja um litlu dæturnar sem voru gleðigjafar á erfiðum stundum. Bryngeir var ein- stakur faðir og börnin hans öll vel gerðir einstaklingar, hlý, kurteis og efnileg hvert á sinn hátt. Þau hafa Bryngeir Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.