Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 33 frá pabba sínum sterkan grunn að byggja á og fallegar minningar um kæran föður. Bryngeir var kærleiksríkur fjöl- skyldufaðir, sem allt til loka leiddi fjölskyldu sína áfram, umvafði og hvatti. Hann hélt reisn sinni til síð- asta dags, sinnti daglegum störfum og stundaði vinnu sína eftir fremsta megni. Hann var staðráðinn í því að krabbameinið bæri hann ekki ofur- liði, enda svo óendanlega mikið að lifa fyrir. En því miður var við ofur- efli að etja þegar enn meiri veikindi lögðu hann að velli. Það er sárara en orðum taki að verða vitni að slíkum harmleik hjá litlu systur sinni, kær- um mági og ungum börnun. Bryngeir var ljúfur maður, sem bar virðingu fyrir samferðafólki sínu. Hann setti mark sitt á um- hverfi sitt með hlýju viðmóti sínu og réttsýni. Bryngeirs verður sannar- lega sárt saknað af okkur öllum. Katrín og börnin hafa misst mikið, en eftir lifir minningin um góðan mann. Vitneskjan um vonir Bryn- geirs um að fjölskyldan hans haldi áfram samhent og ákveðin í því að beina sjónum að jákvæðum hliðum tilverunnar er fjölskyldunni hvatn- ing. Við vitum öll hvers hann hefði óskað og með þá vitneskju að leið- arljósi mun fjölskyldan hans finna styrk. Elsku systir mín. Ég vil votta þér og börnum ykkar Bryngeirs, Hall- grími Þór, Svanhildi Teklu og Hrafnkötlu Arndísi, mína dýpstu samúð. Hugur minn og okkar allra er hjá ykkur. Einnig samhryggist ég innilega móður hans, eldri börn- um hans fjórum, ömmu, systkinum og fjölskyldum þeirra. Heiðruð sé minning Bryngeirs G. Guðmunds- sonar. Margrét Hallgrímsdóttir, Arndís, Kolbrún, Auður og Brynjar. Elsku Katrín mín. Þvílíkt órétt- læti að þú skulir vera orðin ekkja svona ung með þrjú yndisleg börn. Þið Bryngeir voruð einstök saman. Þið áttuð lífið framundan svo ham- ingjusöm og heppin með hvort ann- að. Við Kiddi töluðum oft um hve frábærlega þétt og samrýnd þið vor- uð. Þið voruð samstiga í öllu, alltaf voruð þið saman með börnin ykkar. Það var alltaf gaman að hitta ykkur og áttum við margt sameiginlegt. Börnin okkar eru á svipuðum aldri, eins og við höfðuð þið vellíðan fjöl- skyldunnar að leiðarljósi. Það er ykkur að þakka að við létum verða af því að fara með fjölskylduna til Spánar. Eftir ykkar kærkomnu fjöl- skylduferð til Spánar í vor minntuð þið okkur á að lífið er hverfult og núna væri tækifærið fyrir fjölskyld- una að njóta lífsins. Bryngeir var einstakur faðir, allt- af svo natinn við öll börnin sín svo eftir var tekið. Hann sýndi mínum börnum sömu hlýju og áhuga. Ásta var mjög hænd að honum og hafði hann alltaf ánægju af að tala við hana. Sama var að segja um Egil, hann var fullur áhuga þegar Egill byrjaði að æfa júdó. Kiddi og Bryngeir voru miklir fé- lagar. Þeir áttu sameiginleg áhuga- mál og leitaði Kiddi oft ráða hjá honum í ýmsum tæknimálum. Bryn- geir var okkur öllum stoð og stytta, hann var vinur okkar jafnt sem ætt- ingi. Það er erfitt að kveðja svona góðan mann, en jafnframt huggun að vita hver arfleifð hans er. Hann var einstakur faðir og eiginmaður. Katrín var lánsöm að kynnast hon- um og eiga hamingjuríkt líf með honum. Hann gaf börnunum sínum ómetanlegt veganesti út í lífið, svo kærleiksríkur og góður sem hann var. Elsku Katrín mín, Halli minn, Svanhildur mín, Hrafnkatla mín ykkar missir er mikill. Guð gefi ykk- ur styrk og gæfu til að takast á við þetta verkefni. Einnig sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna hans, móður, ömmu, systk- ina og fjölskyldu. Sigurbjörg, Kristján, María Rós, Egill og Ásta. Elsku Bryngeir. Komið er að kveðjustund allt of snemma. Ég man hvað ég var ánægð þegar Katr- ín systir kynnti mig stolt fyrir þér, mikið leist mér vel á nýja kærast- ann. Það sást langar leiðir hvað þið voruð ástfangin og hvað þið áttuð vel saman. Enda átti það eftir að koma í ljós hversu einstakur og góð- ur maður þú varst. Fjölskyldan okk- ar var öll frá fyrsta degi hrifin af þér og ætíð síðan. Þú varst góður við Katrínu, betri mann hefði hún ekki getað fundið, þið áttuð svo vel saman. Börnunum ykkar öllum unnir þú af heilum hug og var eftir því tekið hversu natinn og barngóður þú varst. Alltaf talaðir þú fallega um börnin þín og gaman var að heyra fréttir hjá þér af eldri börnunum þínum. Í veikindunum sýndir þú mikið hugrekki og undraverðan styrk og þar stóð Katrín sem klettur þér við hlið og studdi þig af öllu hjarta. Saman tókust þið á við erfiðleikana, samhent eins og ávallt. Var aðdáun- arvert hversu vel þið og börnin ykk- ar öll stóðuð saman í baráttunni. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með kærri þökk fyrir allt. Elsku Katrín mín, Halli, Svan- hildur Tekla og Hrafnkatla, missir ykkar er ólýsanlega mikill, við send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar sem og annarra ástvina á þessum erfiðu tímum. Eftir lifa minningar um einstakan eiginmann og ástríkan föður. Kristín Hallgrímsdóttir, Birgir Björnsson og börn. Það er stórt skarð rofið í vinahóp- inn við fráfall góðs félaga sem fellur frá langt um aldur fram. Við Bryn- geir kynntumst þegar við vorum smástrákar í Breiðagerðisskóla og hefur vinátta okkar varað síðan. Leið okkar lá síðan í Réttarholts- skólann og svo í Iðnskólann þar sem Bryngeir lærði rafeindavirkjun. Eftir sveinspróf hóf Bryngeir svo störf á Borgarspítalanum sem raf- eindavirki og seinna varð hann svo verkstjóri. Í ársbyrjun 2001 fór hann svo að vinna hjá Pharmaco þar sem hann starfaði til dauðadags. Bryngeir var mjög fær á sínu sviði og það var ótrúlega gott að starfa með honum, hann gafst aldrei upp heldur leysti öll mál sem hann vann við. Bryngeir hafði alltaf mikið dálæti á jeppum og þær voru ófáar stund- irnar sem hann átti í skúrnum í Ás- garðinum með Guðmundi föður sín- um sem var snillingur í bílavið- gerðum. Af föður sínum lærði Bryngeir vönduð vinnubrögð sem hann tileinkaði sér alla tíð. Í skúrn- um voru alltaf miklar pælingar í gangi og svo var farið inn í kaffi- hlaðborð til Svönu þar sem þjóð- málin voru rædd. Bryngeir hafði gaman af ferðalög- um og það var alltaf gaman að heyra hvað hann var fróður um hálendið og það kom sér líka oft vel í okkar fjölmörgu veiðiferðum. Ég mun aldrei gleyma síðustu veiðiferðinni okkar saman í sumar í Borgarfirð- inum þar sem gleðin skein úr aug- um hans allan tímann þrátt fyrir veikindi hans. Ég vil þakka fyrir þær mörgu stundir sem við áttum saman og ég mun minnast þín sem góðs vinar. Elsku Katrín og börn, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um traustan og góðan dreng mun lifa. Kristján Nielsen. Í dag kveðjum við Bryngeir Guð- jón Guðmundsson. Hann var ekki bara góður samstarfsmaður, heldur var hann líka okkur kær vinur. Það var sérlega gott að umgang- ast Bryngeir og auðvelt að leita til hans með tæknileg vandamál er sneru að sérsviði hans. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu og ára- langa reynslu er laut að uppsetn- ingu og viðhaldi á tækjabúnaði á gjörgæslu- og hjartadeildum sjúkra- húsa og heilsustofnana landsins. Bryngeir hafði fastar skoðanir á hvernig hlutir er lutu að tæknilegri þekkingu hans áttu að vera og heppilegast að framkvæma þá. Bryngeir bar virðingu fyrir skoð- unum annarra og gerði sér fulla grein fyrir því að hægt væri að nálg- ast viðfangsefnin frá fleiri en einni hlið og hægt að gera hlutina á marg- an hátt. Hann vann verk sín í hljóði því fyrir honum var ekki aðalatriðið að fá heiðurinn af verkunum, heldur hitt að verkin væru unnin á réttan hátt. Bryngeir var góður mann- þekkjari og fljótur að átta sig á hvernig best væri að haga samskipt- um við aðra, þannig að allir fengu að láta ljós sitt skína. Alltaf var gott að setjast niður með Bryngeiri og spjalla um hvað sem var. Ekki skipti máli hvort talið barst að vandamáli í flóknum tölvu- kerfum eða að heimilisþvottinum. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og gefa góð ráð. Skipulagið hjá Bryngeiri var um margt eftirminnilegt og vakti undr- un margra. Hann var ekki mikið fyrir að flokka hlutina á vinnuborð- um sínum, heldur setti hann hlutina þannig frá sér að þeir röðuðust sjálfkrafa upp í tímaröð og gat því ávallt gengið að þeim vísum. Hann var stálminnugur á tæknilega hluti og hægt að fletta upp í honum eins og bók. Bryngeir var einstaklega ljúfur og traustur starfsmaður sem þrátt fyrir erfið veikindi lét engan bilbug á sér finna. Samviskusemi var að- alsmerki hans og var honum mjög mikilvægt að klára þau verk sem hann var með í gangi og fannst ólok- ið. Hann vann þar til kraftar og starfsþrek var þrotið. Við þökkum Bryngeiri fyrir ánægjulega samfylgd. Við eigum eftir að sakna mikið kímni hans og brosmildi. Um leið og við kveðjum Bryngeir, biðjum við Guð að blessa Katrínu og öll börnin hans. Kær kveðja. Samstarfsfólk Heilbrigðistækni- sviðs Vistor hf. Ásthildur, Berghildur, Bernharð, Elín Arna, Gunnar, Róbert, Sigtryggur, Sigurborg, Sigurður, Stefán Smári, Þórunn. Það var fyrir u.þ.b. 30 árum, fyrsti tími í verklegu í rafeindavirkj- un, tveir og tveir nemendur á borði, fyrir framan mig sat Bryngeir, þannig hófust kynni okkar. Síðan höguðu örlögin því þannig að við unnum báðir við viðgerðir og rekstur heilbrigðistækja, vorum í mörg ár samhliða á Borgarspítala, ég á röntgendeild en Bryngeir á tæknideild. Upp í hugann koma myndir af Landroverjeppum og við- gerðir á kvöldin niðri í kanal. Á Borgarspítalanum blómstruðu þrír góðir félagar og vinir, Bryngeir, Haukur og Kristján, uppi á fjöllum eða í veiði, og þegar þeir komu til byggða fengum við að heyra sög- urnar, sem margar lifa enn í dag, og svo var tekið til við að skipuleggja næstu ferð. Fyrir nokkrum árum hætti Bryn- geir á Borgarspítalanum og yfirgaf öruggt og gott starf sem yfirmaður á tæknideild og hóf störf hjá tækni- deild Pharmaco sem í dag heitir heilbrigðistæknideild Vistor. Hún tók innan við ár glíman við krabbameinið, við félagarnir fylgd- umst með af hliðarlínunni. Bryngeir mætti í vinnu eins og hann gat á milli læknismeðferða og sýndi ótrúlegan andlegan styrk. Ég kveð góðan vin og samferða- mann og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Sigurður Rúnar Ívarsson og vinnufélagar hjá Raferninum. Með fáum orðum viljum við kveðja vin, yndislegan eiginmann og föður. Hið bjarta ljós sem berst til mín með blessun sendi heim til þín og með því kveðju kæra. Megi það líkna og lækna þá sem lífið kærleiksríka þrá. Gleði og frið þeim færa. (Guðm. Ingi) Elsku Katrín mín og börn, megi góður guð fylgja ykkur í gegnum sorgina og styrkja ykkur. Valdís, Stefán og börn, Ísafirði. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA VILMUNDARDÓTTIR, Álfaskeið 86, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landakotsspítala 14. sept- ember verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 21. september kl. 13.00 Vilmundur Guðmundsson, Steinar Ingvi Guðmundsson, Bergþóra Helgadóttir, Ingigerður G. Guðmundsdóttir, Ingvar Snæbjörnsson, Hafdís Gerður Guðmundsdóttir, Einar Óli Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og vinkona, HELGA H. GUÐMUNDSDÓTTIR, Fururgerði 1, (áður Strandaseli 11), verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 22. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknardeild LSH í Kópavogi. Sævar Vilhelm Bullock, Björg H. Sölvadóttir, Gunnhildur Ísleifsdóttir, Hilmar Ingason, Birgir Halldórsson, Soffía Antonsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Páll Þór Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn, Kristjana Þorgilsdóttir. Okkar ástkæra, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR frá Hríshóli, Reykhólahreppi, Vitateigi 5, Akranesi, andaðistá Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 18. september. Garðar Halldórsson, Gígja Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Gunnar Þór Garðarsson, Lilja Ellertsdóttir, Alda Garðarsdóttir, Guðmundur Viggósson, Svavar Garðarsson, Sveinn Vilberg Garðarsson, Elsa Guðlaug Geirsdóttir, Ingimar Garðarsson, Anna Signý Árnadóttir, Halldór Garðarsson, Anna Edda Svansdóttir og ömmubörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, MAGNÚS MAGNÚSSON, pípulagningameistari, Hallanda, Árnessýslu, lést af slysförum laugardaginn 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Harðardóttir, Magnús St. Magnússon, Ingunn Jónsdóttir, Sigurjón Magnússon, Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir, Ólafur Björn Magnússon, Jónatan Mikael og Benjamín Magnús, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Magnús St. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.