Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hinum vitra er allt jafn kært, hann lítur á alla með lotningu. (Lao Tse). Það má svo sannarlega segja um þig elsku Anna mín, þú varst einn mesti mannvinur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Fyrstu kynni okkar fyrir tæpum 60 árum hófust nú ekki gæfulega. Ég var sjö ára, nýflutt til Akureyrar frá Danmörku, kunni litla íslensku eftir eins og hálfs árs dvöl þar og átti auk þess systur með Down syndrome sem var fjögurra ára. Ég hafði orðið fyrir nokkru áreiti annarra barna vegna málfars míns og hennar og varðist allrar nærveru barna með kjafti og klóm. Sigrún (Lillý) elsta dóttir þín hafði verið að kaupa mjólk og vegna sjón- depru sinnar gekk hún alveg upp að okkur systrum. Ég brást eldsnöggt við hættunni, þríf af henni brúsann, helli niður mjólkinni, tek af henni af- ganginn og hún hleypur hágrátandi heim. Þú Anna segir henni að fara út og ná í þessar systur í heimsókn. Hún kemur svo aftur skjálfandi á beinunum, segir að mamma sín vilji að við komum í heimsókn í Skipagöt- una. Ég er á báðum áttum, ansans kerlingin ætlar ábyggilega að flengja mig, en ég læt samt til leið- ast. Aldrei hef ég tekið farsælli ákvörðun, þvílíkar móttökur og mér fyrirgefið mitt ljóta framferði og þú Anna mín skildir allt. Við Lillý urð- um bestu vinkonur og erum enn. Þarna átti ég mitt besta athvarf, jafnt nótt sem dag alla æsku og áfram í lífinu. Þú hlustaðir á mig og gafst mér góð ráð og leiðbeiningar þegar lífið var mér erfitt. Minni sjúku systur Sólveigu varstu eins góð og hægt var. Oft þegar ég var leið á að gæta hennar og langaði að vera frjáls í leik í portinu fór ég með hana upp til þín og þú tókst svo vel á móti henni og passaðir hana, þótt hún væri oft erfið. Móður minni fannst samt undarlegt hvað hún var sein að verða brún eins og hún var mikið úti í sólinni. Þú gafst henni jóla- og afmælisgjafir til dauðadags hennar (1999) í yfir 50 ár, geri aðrir betur. Oft hef ég sagst hafa átt þrjár mæður, sú fyrsta fæddi mig, önnur (fósturmóðir) ól mig upp og þú Anna mín varst sú þriðja og sú sem ég var tilfinningalega mest tengd. Maður lærir ekki að vera sterkur einn síns liðs. Við þurfum öll á öðrum að halda og þegar upp er staðið gera þarf- irnar mann sterkan. Lillý vinkona flytur ung til Reykjavíkur og ég gift- ist og á börn og minnkar þá vinskap- ur okkar. Gerðum við ýmislegt sam- an, saumuðum, bökuðum og fleira. Og þú kenndir mér vandvirkni og þolinmæði, því allt sem þú gerðir var afar vel gert. Þú og maðurinn þinn, sem alltaf var mér líka góður, gerðuð mér þann heiður að skíra yngstu dóttur ykkar Helenu í höfuðið á mér og ég ætlaði vart að trúa því og sagði bara „í alvöru“. Þótti mér afar vænt um það og alltaf verið stolt af því. Þú varst öllum svo góð, lífsgleðin þín var smitandi og söngurinn, því þú hafðir svo gullfallega og kraftmikla rödd og gestrisnin með ólíkindum. Alltaf kom einhver í Skipagötu 2, þangað var svo gott að koma. Hjá þér hef ég hitt presta, lækna, vinnukonur, bændur, vinkonur með börn, lög- fræðinga, grátandi unglinga sem féllu á landsprófi, götusópara, tón- skáld, útlendinga, leigjendur og fagnandi stúdenta á 17. júní. Mér finnst eins og öll mannflóran hafi einhvern tímann komið til þín. Alla gastu talað við, jafnvel erlent fólk, Anna Jónína Jónsdóttir ✝ Anna JónínaJónsdóttir fædd- ist á Fagranesi á Langanesi 20. jan- úar 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 5. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 18. apríl. þótt þú hefðir aðeins verið nokkra vetur í farskóla í Svarfaðar- dal. Margir ferðalang- ar fengu hreint hand- klæði í baðið og gott að borða og svo var sung- ið. Í fatavali varstu sérlega smekkleg, saumaðir falleg föt á þig og börnin þín. Aldrei hef ég samt séð þig jafn fallega og 17. júní ’48 með dæturnar tvær elstu í íslenskum þjóðbúningum, seinna áttaði ég mig á því að þá varstu að- eins 28 ára. Þú reyndist svo mörgum góð sem þurftu á því að halda, dag- lega kom Fríða, ekkjan hans Björg- vins Guðmundssonar tónskálds, til þín eða þú fórst til hennar. Ég hjálp- aði þér að prjóna lopapeysur til að senda sem jólagjafir til Ameríku þar sem einkadóttir hennar bjó með barnabörnin hennar. Þetta er bara smádæmi af tugum, jafnvel hundr- uðum góðra verka þinna. Já Anna mín, ævi þín er efni í heila bók sem aðrir þér nær skrifa vonandi ein- hvern tímann. Þú varst börnum þín- um afar umhyggjusöm og góð móðir og þér mjög umhugað að mennta þau og framtíð þeirra. Ekki munaði þig um að taka dótturson þinn í hópinn og ala sem þinn væri. Öll hlutu þau góða menntun og þú uppskarst eins og þú sáðir. Pál mann þinn hugsaðir þú um af mikilli alúð þegar heilsa hans brast. Daglega fórstu til hans er hann var á sjúkrahúsi, alltaf gang- andi, því aldrei áttir þú bíl. Þú varst svo heil í huga og hafðir mikla sál. Með þreki og dáð að duga og drýgja kærleiksmál. Hjá manni þínum mætum, í margri stóðstu raun. Í himinsölum háum, þið hljótið sigurlaun. (Magnús Sigurðsson.) Efri árin voru þér ekki auðveld, heilsan brast, en þú tókst því með jafnmikilli jákvæðni eins og öllu öðru mótlæti sem þú varðst fyrir. Alltaf var allt í lagi og ef ekki þá var það að lagast. Við hittumst í síðasta sinn í mars sl. Og þú sagðir eins og svo oft áður „ég á þig nú alltaf“, já elsku Anna mín ég held þú hafir alltaf vitað hvað þú áttir mikið í mér. Hafi ég reynst öðrum vel á einhvern hátt eru það að miklu leyti bein áhrif af þín- um mannlega þroska sem þú miðl- aðir mér af. Ég vil trúa því að við hittumst á ný þegar ég kveð þetta líf og ég þakka þér öll samferðaárin í tæp 60 ár. Elsku vina. Guð blessi minningu þína. Nú hjúpar þig hið hinsta lín og hjartað slær ei meir. En heillar ævi ástúð þín, hún aldrei þverr og deyr. Við sjáumst aftur, mamma mín. (Örn Snorrason.) Helen Þorkelsson. ✝ Björgvin Ólafs-son fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974, og Magdalena Mar- grét Benedikts- dóttir, f. 13.5. 1891, d. 7.6. 1930. Þau eignuðust níu börn. Þau eru: Benedikt, Einar, Björg- vin, Halldóra, Guðgeir, Kjartan, Guðrún, Þórólfur og Sigurður. Ólafur eignaðist þrjár dætur með seinni konu sinni, Guðrúnu Hall- dórsdóttur, f. 17.7. 1908, d. 29.4. 1993. Þau eru: Magdalena, Auður og Dagný. Eftirlifandi systkini maki Benedikt Gröndal. Þau eiga þrjú börn, Brynju, Þorvald og Söru. 7) Hrönn. Langafabörnin eru orðin 22. Björgvin ólst upp í Reykjavík. Árið sem hann fermdist, 1930, gerðist hann sendill í Ísafoldar- prentsmiðju. Ári síðar hóf hann prentnám þar. Hann lauk sveins- prófi í setningu 1940. Hann vann við prentiðn alla sína starfsævi í Reykjavík, Færeyjum og Selfossi að undanskildu einu ári, sept. 1965–sept. 1966, að hann var veðurathugunarmaður á Hvera- völlum ásamt Ingibjörgu Guð- mundsdóttur en þau voru fyrst til að sinna því starfi árið um kring. Síðast vann Björgvin í Prent- smiðju Suðurlands á Selfossi frá 1980 til 8. ág. 1994. Hann var í fyrstu stjórn Bygg- ingasamvinnufélags prentara 1942 og í trúnaðarmannaráði HÍP frá stofnun þess 1969. Útför Björgvins verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Björgvins eru: Guð- geir, Þórólfur og hálfsystur hans Magdalena, Auður og Dagný. Björgvin kvæntist 4.6. 1938 Klementínu Margréti Klemenz- dóttur, f. 24.3. 1917. Þau skildu 1959. Börn þeirra eru: 1) Margrét, maki Þrá- inn Viggósson. Þau eiga þrjú börn, Viggó, Írisi Margréti og Hinrik. 2) Magda- lena, maki (skildu) Guðmundur Sigurðsson. Þau eiga tvö börn, Rut og Margréti Herdísi. 3) Kolbrún. 4) Dröfn, maki Þorgeir Jónsson. Þau eiga þrjú börn, Björk, Egil og Fjalar. 5) Mjöll, maki Ólafur Stef- ánsson. Þau eiga þrjú börn, Sif, Evu Ósk og Björgvin. 6) Drífa, Elsku pabbi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Þínar dætur; Margrét, Magdalena, Kolbrún, Dröfn, Mjöll, Drífa og Hrönn Tengdafaðir minn, Guðni Björg- vin Ólafsson er fallinn frá á gamals aldri. Hann dvaldi síðustu æviárin á Kumbaravogi við Stokkseyri og lík- aði ágætlega. Björgvin lærði prentverk í Ísa- foldarprentsmiðju og hóf námið 8. júlí 1930, hann var setjari af gamla skólanum og afburðamaður á setj- aravélinni. Það lék allt í höndunum á honum, setningin og viðgerðir á setjaravélunum, afburða íslensku- maður og var yfirleitt fenginn til að setja erfiðan texta eftir fræga höf- unda, oft allt handskrifað og illlæsi- legt, en hann fór létt með það. Hann var fyrsti veðurathugunar- maður á Hveravöllum allt árið 1966 og líkaði honum það vel, en það var náttúrulega mikil breyting á vinnu hjá honum. Hann vann í Ísafoldarprentsmiðju að námi loknu, síðan í Víkingsprenti, eignaðist hlut í prentsmiðjunni Rún 7. október 1954, og var þar prent- smiðjustjóri frá 1959 til 1960, vann síðan í Setbergi í þrjú og hálft ár, og síðan Prentsmiðju Jóns Helgasonar, og þá voru það Hveravellir, og Fé- lagsprentsmiðjan var það næsta hjá honum, fram í nóvember 1972, og þar unnum við saman, og var það mjög skemmtilegur tími. Síðan lá ferðin til Færeyja og líkaði honum þar mjög vel, var þar í prentsmiðju sem heitir Estra, og var í Götu og þar var hann til 1975, og þá var það Ísland aftur, og núna Prentsmiðjan Leiftur hjá föðurbróður hans, Gunn- ari Einarssyni, og þar lágu leiðir okkar aftur saman, og ekki var það síður skemmtilegt. Síðan var haldið á Selfoss, og bjó hann hjá Erlu og Klemma, frænd- fólki Margrétar, og vann í Prent- smiðju Suðurlands, og þar fékk hann litla íbúð, í prentsmiðjuhúsinu, og ekki var þá langt í vinnuna, bjó þar um einhvern tíma, þá var hann í íbúð við Grænumörk 3, hann undi sér vel þarna, var í karlakór, gekk mikið, hjólaði og synti. Hann átti alltaf bíl, Lödu Sport jeppann, sem var vitanlega rauður, og alltaf stíf- bónaður. Síðustu árin dvaldi hann á Kumb- aravogi, þar sem vel var hugsað um hann og þökkum við fyrir það. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á tæknimálum í prentinu, og reyndi ég að koma honum inn í tölvumálin, og hann hafði mikinn áhuga, en lét síðan blýsetninguna duga. Björgvin var mikið snyrtimenni og alltaf flottur í tauinu. Margt er eftirminnilegt um Björgvin Ólafsson, t.d. þegar hann var spurður hvort hann ætti engan son (það voru sjö dætur) þá sagði hann: „Ég á Volvo Amason.“ Eins var það erfitt að muna alla þessa af- mælisdaga, en ég heyrði að hann hefði alltaf munað afmælið hennar Drafnar minnar, af því að það væri stysti dagur ársins, 21. desember og að Stalín ætti afmæli þennan dag, en hann var mikill hernámsandstæð- ingur, og það voru ófáar Keflavík- urgöngurnar sem hann gekk. Þau skildu, Klementína Margrét Klemenzdóttir og Björgvin Ólafs- son, árið 1959 og var það mjög erfitt hjá öllum. Hann varð níræður 6. ágúst og héldu systurnar veislu fyrir hann, og hafði hann mikið gaman af því, fullt af tertum og alls konar með- læti, og talaði hann um að nú væru jólin að verða búin, og sagði að það skipti engu máli hvort hann væri níutíu, eða níutíu og fimm ára og hló bara. Ég kveð þig með virðingu, og þökk fyrir allt. Þorgeir Jónsson. Nú er kallið komið, elsku afi Björgvin, og þú færð hvíldina eilífu. Við viljum minnast þín með örfáum orðum. Þær minningar sem koma upp í hugann tengjast aðallega heimsókn- um þínum til Svíþjóðar. Þú, aldurs- forsetinn sjálfur, varst iðulega lát- inn passa okkur krakkana þegar mömmur okkar fóru að versla og stóðst þig vel í því hlutverki. Þú vaknaðir alltaf fyrir allar aldir og gast setið tímunum saman við að leggja kapal. Okkur krökkunum þótti gaman að fylgjast með og læra af þér. Við skemmtum okkur einnig vel saman í gönguferðum um hverf- ið, sundlaugarferðum og í minigolfi, þar sem stundum var farin „hola í höggi“. Afi Björgvin vann til 78 ára aldurs sem vélsetjari og má segja að hann hafi verið hraustur maður alla tíð. Hann fór í sund á hverjum morgni og ferðaðist mikið um á hjólinu sínu. Hann tók einnig virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara á Selfossi og söng m.a. í kór eldri borgara. Hvíl í friði, elsku afi. Brynja, Þorvaldur og Sara, Sif, Eva Ósk og Björgvin. Björgvin Ólafsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Þökkum samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns mín, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓNSSONAR, Sóleyjarima 9, Grafarvogi, áður Karfavogi 17. Þorgerður Egilsdóttir, Brynhildur Inga Einarsdóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson, Sigurlaug Sandra Einarsdóttir, Skúli K. Skúlason, Anna Guðríður Einarsdóttir, Atli Norðdahl, Egill Örn Einarsson, Helga Fjóla Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim ættingjum og vinum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR ÁSGEIRSSONAR, Baughól 10, Húsavík. Guð veri með ykkur öllum. Friðrika Þorgrímsdóttir, Birgir Þór Þórðarson, María Alfreðsdóttir, Sigríður Björg Þórðardóttir, Ásgeir Þórðarson, Hafdís Hallsdóttir, Þorgrímur Jóel Þórðarson, Alma Lilja Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.