Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 38
Staðurstund Hildur Bjarnadóttir sýnir bak- grunna í ýmsum skilningi í gall- eríi i8 við Klapparstíg frá og með morgundeginum. » 40 myndlist Heiða Jóhannsdóttir kvik- myndagagnrýnandi gefur kvik- mynd Lucs Bessons, Angel-A, einungis eina stjörnu. » 43 kvikmynd Raggi Bjarna er í fínu formi á geisladiskinum Vel sjóaður, en Sveinn Guðjónsson gefur plöt- unni þrjár stjörnur. » 40 tónlist Um helgina fór Shakespeare í japanskan búning í Þjóðleikhús- inu. María Kristjánsdóttir sá sýninguna. » 42 leiklist Tvö síðustu bindi íslenskrar bókmenntasögu geta verið efni í mikið bál, að mati Þrastar Helgasonar. » 41 af listum Upptökumaðurinn ValgeirSigurðsson kynntist tón-skáldinu Nico Muhlyþegar hann var staddur í New York við vinnslu á plötu Bjark- ar Guðmundsdóttur, Medúllu. „Við vorum að leita að píanóleik- ara fyrir plötuna og okkur var bent á hann,“ segir Valgeir. Í kjölfarið fékk hann að heyra nokkur verk sem Nico hafði verið að semja og hófst þá sam- starf sem gat af sér plötuna Speaks Volumes sem kom nýverið út. Anthony syngur Hinn tuttugu og fimm ára gamli Nico Muhly útskrifaðist úr tón- smíðadeild Juilliard skólans í New York fyrir rúmum þremur árum. Síðan þá hefur hann meðal annars unnið náið með tónskáldinu Phillip Glass við að útsetja kvikmynda- og sviðstónlist og útsetti hann auk þess strengi fyrir væntanleg plötu Bonnie Prince Billie þar sem Valgeir stjórn- aði upptökum. Valgeir sá ýmislegt í verkum Ni- cos sem bauð upp á skemmtilegt samstarf þeirra á milli. „Af þeim verkum sem ég heyrði hjá honum reyndi ég velja á plötuna þau kammerverk sem buðu upp á elektrónískt samspil,“ segir Valgeir en platan Speaks Volumes innheldur sjö kammerlög, skreytt með raf- hljóðum ýmiss konar sem Valgeir sá um að framleiða. Yfirleitt eru raf- hljóðin unnin út frá hljóðfærunum en hvert verk byggist gjarnan á einu lykilhljóðfæri sem getur verið selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett eða lágfiðla. Lokalag plötunnar, sem ber heitið „Keep in touch“, er eina lagið þar sem er sungið en það er enginn annar en Anthony úr Anthony & the Johnsons sem ljær laginu sína ein- stöku raust. Slagverkið á plötunni er mjög fjöl- breytilegt en það er gjarnan unnið útfrá smálegum hljóðum eins og banki á víólu. Valgeir segir að hvert lag kalli á mismunandi slagverk og bendir á að í klarinettverki á plöt- unni sé takturinn byggður á hljóðinu sem kemur frá klartinetttökkunum. Hlýja og nálægð Valgeir lagði mikla áherslu á að ná inn „nálægð“ hljóðsins og beitti hann sérstökum aðferðum til þess. „Það eru frekar mikil smásjár- vinnubrögð á bak við upptökurnar. Þetta er svona ákveðin naflaskoðun á hljóðfærunum en það var eitt af því sem mig langaði að fara út í þegar ég heyrði þessi verk í fyrsta sinn. Mér fannst þessi verk kalla á meiri hlýju og nálægð þannig að það verði að ákveðnu þema.“ Valgeir lýsir verkum Nicos sem tilfinngadjúpum og alvarlegum og jafnframt segir hann þau innihalda mikinn og stjórnlausan húmor. „Nico er mjög virkur persónuleiki og það kemur vel fram á sumum stöðum í verkum hans og jafnframt er þar mikil tilfinningadýpt. Hann er undir áhrifum frá miðaldatónlist og er mikið að skrifa kirkjutónlist og á hinn bóginn er hann undir miklum áhrifum frá 20. aldar tónskáldum.“ Bedroom Community Hljómplata Nicos er fyrsta afurð útgáfunnar Bedroom Community sem er splunkunýtt „lista-kollektíf“ stofnað af Valgeiri í kringum hljóð- ver hans Gróðurhúsið sem hann hef- ur starfrækt í Seljahverfinu um nokkurt skeið. „Mér datt í hug að setja saman út- gáfu í kringum svona verkefni eins og þessa plötu,“ segir Valgeir. „Annað slagið hafa mér borist verkefni sem mig langar mikið til að taka þátt í en maður hefur ekki séð tilgang með því ef það verður síðan ekki gefið út. Þannig hefur mörg spennandi verkefni, svipuð þessu, einfaldlega dagað uppi hjá mér. Áherslan hjá þessari útgáfu er ný tónlist sem kannski er eitthvað til- raunakennd en ég sé ekki fram á að gefa út mikið af poppi eða rokki. Það er nægur vettvangur fyrir slíkt ann- ars staðar.“ Nico Muhly spilar á sérstöku kvöldi tileinkuðu Bedroom Comm- unity útgáfunni í Iðnó á næstkom- andi Airwaves-hátíð. Þar munu einn- ig koma fram Ben Frost, Valgeir Sigurðsson og Egill Sæbjörnsson. Áhrifavaldur Valgeir Sigurðsson og Nico Muhly kynntust gegnum Björk Guðmundsdóttur. Rafmögnuð ný-klassík Útgáfan Bedroom Community sendir frá sér sína fyrstu afurð Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Fiskislóð - Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsileg 596 fm skrifstofuhæð (efri hæð) með sérinngangi. Hæðin skiptist í sérstigahol, móttöku, sal, 9-10 skrifstofur og snyrtingar. Húsnæðið er sérstaklega snyrtilegt og vandað. Upplýsingar veitir Geir Sigurðsson. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali HUNDRUÐ vongóðra söngvara hópuðust fyrir utan Theatre Royal- leikhúsið í London á mánudaginn, en þá fóru fram áheyrnarprufur fyrir sviðsetningu söngleikjaútgáfu af Hringadróttinssögu á næsta ári. Stóð til boða að syngja hlutverk hobbita í sýningunni og var þess æskt að umsækj- endur væru lægri en 170 cm og á aldrinum 16–35 ára. Tuttugu stöður voru í boði. Hundruð vildu verða hobbitar |miðvikudagur|20. 9. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.