Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 39

Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 39 menning Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22  Sigurður Bessason, formaður Eflingar, setur ráðstefnuna  Framleiðsluhættir og stjórnmál Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur hjá Jafnréttisstofu  Barnaskólar í ljósi þjóðfélagsuppruna. Ísland á fyrri hluta 20. aldar Ólöf Garðarsdóttir, sagnfræðingur hjá Hagstofu Íslands  Verkalýðshreyfingin og staða kvenna og karla á vinnumarkaði Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent við félagsvísindadeild H.Í.  Baráttan fyrir mannsæmandi húsnæði Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni  Tryggvi sigurvegari? – Verkalýðsbókmenntir á 20. öld Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni  Velferðarkerfið: Ávöxtur af baráttu verkalýðshreyfingarinnar? Guðmundur Jónsson, prófessor við hugvísindadeild H.Í.  Launþegahreyfing á nýrri öld Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild H.Í.  Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar, stjórnar pallborði með þátttakendunum Ásmundi Stefánssyni, ríkissáttasemjara, Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumanni greiningardeildar Landsbanka Íslands, Atla Gíslasyni, lögmanni Eflingar-stéttarfélags og Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar-stéttarfélags Dagskrá: laugardaginn 23. september 2006 í Iðnó kl. 10.00–17.00. Ráðstefnustjóri er Guðmundur Þ Jónsson Formaður ReykjavíkurAkademíunnar, Clarence E. Glad, slítur ráðstefnunni Lúðrasveit verkalýðsins leikur við upphaf ráðstefnunnar frá 09.30-10.00 Myndefni úr óútkominni sögu Dagsbrúnar, eftir Þorleif Friðriksson, sagnfræðing, verður til sýnis á ráðstefnunni Dagsbrún 100 ára  Bókasafn Dagsbrúnar 50 ára Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían bjóða til ráðstefnu Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld - Framtíðarsýn á 21. öldinni E I N N , T V E I R O G Þ R Í R 4 1 .2 4 6 HAUSTVINDUR þessa tónleika- dags við Eyjafjörð er fyrir mér í einhverju ólýsanlegu og nánu samhengi við blæ og áferð fal- legra tónleika sem hér eru til umfjöllunar. Angurvær stemning, bæði ljúfsár, en um leið full af þakklæti fyrir gjafir sumarsins og ávaxta þess kristölluðust í óði sellósins og píanósins. Fyrstu sellótónar Gunnars í prelúdíuþætti Couperin undir- strikuðu í mýkt og litríki sínu tóna haustsins. Annars var það franski sellóleikarinn Paul Baze- laire sem setti saman þessa fimm þátta svítu úr stökum verkum tónskáldsins. Þessi samröðun skapar verkinu í heild einkar skemmtilegan búning sem býr bæði yfir fjölbreytni og sam- hæfni lagbrota og stefja. Gunnar og Selma vöktu verkið svo sannarlega til lífsins og með fremur hægu hraðavali í Sikileyj- ardansþættinum naut andstæða hornakalla og gáska í næsta þætti, „La Tromba“, sín til fulln- ustu. Eins og fram kom í vand- aðri munnlegri kynningu Gunn- ars, þá samdi Schubert næsta verk, „Sónata arpeggione, ekki fyrir selló og píanó heldur fyrir hljóðfærið arpeggione, sem fund- ið var upp í Vín árið 1823 og er nú orðið safngripur. Hljóðfærið er stundum nefnt gítarselló og er með sex strengjum. Allavega eig- um við þessu hljóðfæri og Schu- bert að þakka þessa gullfallegu sónötu. Verkið einkennist af miklum fjölda litríkra söngstefja og eru þessar fallegu línur oft lausar úr viðjum hins klassíska forms. Þar sem lega arpeggione var hærri en sellósins þá þarf oft að leika á hásviði þess sem mér fannst að skapaði verkinu sér- stakan blæ sem Gunnar náði að kalla fram á heillandi hátt. Verk- ið er samslungið af alvöru og gáska, og mikið eyrnayndi. Að hléi loknu kynnti Gunnar útsetningar Hafliða Hallgríms- sonar á íslenskum þjóðlögum frá árinu 1973 og taldi hann þessi verk vera fyrstu gæfuspor Haf- liða á gifturíkri göngu hans, sem eins okkar besta tónskálds. Síðan léku þau Selma: „Ljósið kemur langt og mjótt“, „Kvölda tekur“ og „Kindur jarma í kofunum“ á svo sannfærandi hátt að lofsyrðin á undan urðu hverju orði sann- ari. Í lokin kom svo tónverkið „Fantasíustykkin op. 73“ eftir Robert Schumann, þar má segja að hið rómantíska hugmyndaflug nái að flæða frá byrjun til loka. Tónverkið er einnig til í gerð fyr- ir klarínettu og píanó, en selló- gerðin hrífur mig mest. Verkið ber höfuðeinkenni Schumanns og er í senn innblásið og hug- myndaríkt. Mér fannst að Selma og Gunn- ar næðu að beina þessu mikla flæði í réttan farveg og hrifu áheyrendur sannarlega á þeirri vegferð. „Svanur Saint Saëns“ náði svo góðu lokaflugi sem aukalag ágætra tónleika. Angurvær stemning TÓNLEIKAR Laugarborg Gunnar Kvaran selló, og Selma Guð- mundsdóttir, píanó. Á efnisskrá: Svíta í fimm þáttum eftir Couperin, Sónata ar- peggione eftir Schubert, þrjú ísl. þjóð- lög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar og Fantasiestücke op. 73 eftir Schu- mann. Sunnudaginn 10. september kl. 15. Selló- og píanótónleikar Jón Hlöðver Áskelsson GAGNAUGAÐ blæs til tónlist- arveislu í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni næstkomandi fimmtudag. Yf- irskrift tónleikanna er Sköllfest og er markmiðið að þetta verði árviss viðburður á haustin enda undirtitill viðburðarins Sumarið er búið. Fjöldi hljómsveita sér um að skemmta viðstöddum og þá má fyrsta nefna bandarísku sveitina Shai Hulud. Þeir spila í fyrsta sinn hér á landi og skarta af því tilefni nýjum söngvara og eru með nýtt efni í pokahorninu. Sveitin gerði á dögunum samning við útgáfufyr- irtækið Metal Blade records. Auk Shai Hulud koma fram ís- lensku sveitirnar Changer, Severed Crotch, Morðingjarnir, Celestine, Benny Crespo’s Gang og I Adapt. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og að sögn tónleikahaldara lýkur þeim á skikkanlegum tíma svo tón- leikagestir nái síðasta strætó heim. Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram í húsi Tónlistarþróun- armiðstöðvarinnar, Hólmaslóð 2. Ekkert aldurstakmark er á tón- leikana en miðaverð er 1.000 krón- ur. Tónlist | Sköllfest í Tónlistarþróun- armiðstöðinni við Hólmaslóð Stemning Það er jafnan mikil stemning á tónleikum með Severed Crotch. Bandarískir Hljómsveitin Shai Hulud kemur fram í kvöld. Sumarið er búið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.