Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 43 menning Fá hneykslismál hafa vakið jafnmikla at- hygli í Bandaríkjunum og þegar orkufyr- irtækið Enron varð gjaldþrota árið 2001. Um nokkurt skeið hafði fyrirtækið verið leiðandi á sínu sviði, taldist til stærstu fyr- irtækja Bandaríkjanna og var af mörgum hampað fyrir frumleika og útsjónarsemi í vinnubrögðum. Það kom því mörgum á óvart þegar í ljós kom að Enron-veldið reyndist spilaborg byggð á sandi og spillingu. Fjár- festar töpuðu gríðarlegum fjármunum og starfsfólk sömuleiðis þegar eftirlaunareikn- ingar mörg þúsund manns máðust út á einni nóttu. Um sögu þessa fyrirtækis hefur Alex Gibney nú gert bráðsnjalla og upplýsandi heimildarmynd sem byggð er á nær sam- nefndri bók eftir blaðamennina Bethany McLean and Peter Elkind. Enron: Snjöllustu gaurarnir á svæðinu fjallar um sögu fyrirtækisins en sjónum er einkum beint að þeim aðilum sem voru í að- alhlutverki í stjórnun og uppyggingu fyr- irtækisins, þ. á m. Kenneth Lay (eða Kenny Boy, eins og George Bush kallaði þennan vin sinn), sem og þeirri flóknu svikamyllu sem smám saman var byggð upp til að gabba hlutafjáreigeindur og hlutabréfamarkaðinn. Erfiðleikar voru huldir sjónum, tap breyttist í hagnað, hagnaðartölum var hagrætt og þar fram eftir götum. Aðstandendum mynd- arinnar tekst afar vel að sýna hvernig hin flóknu auðgunarbrot áttu sér stað og hvern- ig hægt var að fela þau jafn lengi og raun ber vitni. Hámark siðblindunnar var að öll- um líkindum svívirðilegur framgangur fyr- irtækisins í Kaliforníu þar sem orkusala hafði verið gefin frjáls, en myndin greinir frá því hvernig Enron þrýsti upp orkuverði með því að draga úr orkuveitu til fylkisins og stela þar með mörghundruð milljörðum frá orkuneytendum. Frá þessu og öðru er greint í líflegri mynd sem einfaldar ekki at- burðarásina heldur gerir hana aðgengilega á myndrænan hátt. Þetta er vel unnin heimild- armynd og þótt hún sé ekki ný af nálinni (löngu komin á DVD) er óhætt að mæla með henni. Siðblinda í Enron KVIKMYND IIFF. Regnboginn. Leikstjórn: Alex Gibney. Heimildarmynd. Bandaríkin, 113 mín. Enron: Snjöllustu gaurarnir á svæðinu (Enron: The Smartest Guys in the Room)  AP Vel heppnuð „Þetta er vel unnin heimild- armynd og þótt hún sé ekki ný af nálinni er óhætt að mæla með henni,“ segir Heiða Jó- hannsdóttir meðal annars í dómi. Heiða Jóhannsdóttir FRANSKI leikstjórinn Luc Besson á langan feril að baki og er þekktur fyrir kvikmyndagerð sína bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þekktustu myndir hans eru myndir á borð við Subway, Leon og The Fifth Element, en á síðustu árum hefur hann snúið sér í auknum mæli að framleiðslu og leikstjórn has- armynda sem laga sig að markaðs- lögmálum Hollywood. Nýjasta leik- stjórnarverkefni hans, Angel-A, ber þó listrænt yfirbragð, enda er mynd- in svarthvít og fáguð hvað útlit varð- ar. Handritið er hins vegar afleitt, jafnt grunnhugmyndin, sem er klisjukennd, sem útfærslan. Þar segir af smákrimmanum og Par- ísarbúanum Andre sem er búinn að spila rassinn úr buxunum og fær dagsfrest til þess að ganga frá skuld við glæpaforingja sem mun ella láta kála honum. Andre sér sér þann kost vænstan að sjá sjálfur um það að kála sér, og er við það að stökkva út í Signu þegar hann sér undurfríða unga konu stökkva á undan sér. Hann bjargar konunni og lofar hún því að hjálpa honum í vandræðum hans og segist munu gera hvað sem hann vilji. Konan, sem segist heita Angela, lítur út eins og ofurfyr- irsæta og klæðist örstuttum og þröngum svörtum kjól og háum hæl- um. Myndin kemst aldrei upp úr því að vera illa dulbúin sjónræn og kyn- ferðisleg fantasía, þar sem Angela er í senn þræll og verndarengill And- res. Framvindan samanstendur að- allega af klaufalegum og ósannfær- andi samtölum milli Angelu og Andre, þar sem ekki er allt sem sýn- ist, en sambandið snýst að lokum upp í fremur ósannfærandi ást- arsögu. Þó svo að myndin sé und- urfallega tekin og vel unnið með hið fagra borgarumhverfi Par- ísarborgar nægir það ekki til þess að halda uppi þessu tveggja klukku- tíma langa klúðri. Klúður „Þó svo að myndin sé und- urfallega tekin nægir það ekki til þess að halda uppi þessu tveggja klukkutíma langa klúðri,“ segir meðal annars í dómi. Klúðursleg- ur Besson KVIKMYND IIFF Regnboginn Leikstjórn: Luc Besson. Aðalhlutverk: Ja- mel Debbouze og Rie Rasmussen. Frakk- land, 90 mín. Angela (Angel-A)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.