Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 274 . TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÓÐAMANSGARÐUR EYJÓLFUR EYJÓLFSSON TEKUR ÞÁTT Í FYRSTU FÆREYSKU ÓPERUNNI >> 34 SPARNAÐUR HVERNIG ER BEST AÐ EIGNAST SÓFASETT? FJÁRMÁL >> 21 PAKISTANSKA þjóðin sameinaðist í gær á minningarstundum um þá 73.000 landa sína sem fórust þegar jarðskjálfti sem var 7,6 á Ricthers-kvarðanum reið yfir Pakistan og hluta Indlands og Afganistans 8. október fyrir ári. Víða gall við í sírenum í borgum og bæjum á mínútunni 8.52 á morgni sunnudags, þegar ósköpin dundu yfir. Í kjölfar skjálftans var talið að þrjár og hálf milljón manna hefðu misst heimili sín af hans völdum og segja talsmenn Rauða krossins 400.000 þeirra enn í sömu sporum, nú þegar kaldur veturinn nálgast óðfluga. Hjálparsamtök segja, að allt að 1,8 milljónir manna gætu átt á hættu að veikjast í kuldunum framundan, enda hefur heilsugæsla víða farið úr skorðum sem og samgöngur. Musharraf fer fram á viðbótarframlag Hjálparsamtök segja, að enduruppbyggingin geti tekið allt að átta ár. Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, er bjartsýnni en hann hefur sagt, að hann vonist til að 80 prósent uppbygg- ingarinnar í landinu verði lokið innan þriggja ára. Jafnframt lýsti hann því yfir í gær, að þjóð- in þyrfti á 54,5 milljarða íslenskra króna auka- aðstoð að halda til að fjármagna byggingu 600.000 heimila til viðbótar. | 14 Minntust fórnarlamba jarðskjálftans Ár liðið frá því yfir 73.000 manns létu lífið í hamförunum ógurlegu í Pakistan Minningarstund Pakistönsk börn kveikja á kertum í minningu fórnarlambanna í gær. Peking. AFP. | Stjórnvöld í Peking segja heimsókn nýs forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, til borgarinnar marka tímamót í samskiptum ríkjanna. Þannig hefur mik- illar spennu gætt í samskiptum þeirra og sögðust báðir aðilar vona, að viðræður Abe og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, yrðu til að liðka fyrir samvinnu þeirra á ýmsum sviðum, en Japan er næststærsta hagkerfi heims og Kína rísandi stórveldi. Að sögn fréttaskýrenda er mikilvægi heimsóknarinnar fyrir Japana undirstrikað með því, að þetta er í fyrsta sinn sem nýr forsætisráðherra landsins rýfur þá hefð að fara í fyrstu heimsókn sína til Washington. Jafnframt notuðu leiðtogarnir tækifærið til að lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhug- aðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu- manna. Sögðu þeir í sameiginlegri yfirlýs- ingu að það yrði allsendis „óviðunandi“ ef Norður-Kóreumenn sprengdu kjarnorku- sprengju, líkt og þeir hafa boðað að þeir muni gera. Fréttaskýrendur segja að sú staðreynd að Kínverjar sendi frá sér yfirlýsingu sem þessa sýni hversu alvarlegum augum þeir líti framgöngu Norður-Kóreustjórnar. Reuters Sögulegt Wen Jiabao (t.v.), forsætisráð- herra Kína, tók á móti Shinzo Abe. Sögulegar viðræður Lýstu áhyggjum sínum vegna áforma N-Kóreu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÉG held ég hafi aldrei fengið jafn sterk við- brögð við neinu sem ég hef gert í vinnunni. Það er greinilegt að þetta brennur á mörgum,“ sagði Eva María Jóns- dóttir dagskrár- gerðarkona um viðtal við hana, Þarfir fullorðna fólksins ráða, sem birtist í Morgun- blaðinu 1. október sl. Viðbrögðin hafa borist í sendibréfum, tölvu- pósti, síma og fólk gefið sig á tal við Evu Maríu á förnum vegi. Undan- tekningarlaust hefur verið tekið undir sjónarmiðin sem Eva María tjáði í viðtalinu. „Ég bjóst við að fá einhverjar skammir fyrir að vera íhaldssöm, afturhaldssöm og að vinna gegn jafnrétti kynjanna. Það er fjarri mér að tala fyrir afturhvarfi til for- tíðar. Ég er einfaldlega að benda á að eftir að báðir foreldrar fóru að vinna utan heimilis hafa börnin sop- ið seyðið af löngum vinnudegi og fjarvistum þeirra fullorðnu og það er ekki bara allt í fína. Ég hef ekki fengið nein neikvæð viðbrögð, en grunntónninn er að börnin eigi það skilið að við setjum þeirra þarfir fremst í forgangsröðina. Við, þau full- orðnu, getum bjargað okkur sjálf. En börnin þurfa á okkur að halda. Fólk vill að börnin, þarfir þeirra og hagur séu efst á blaði þegar fengist er við mál þar sem börn koma við sögu.“ Eva María benti á taka þurfi tillit til jafnréttismála og umhverfismála við ýmsar framkvæmdir og skipu- lagningu. „Nýja tillitssemin ætti að vera gagnvart börnum.“ Þá þurfi vinnuveitendur að taka meira tillit til þarfa barnafólks, en á það skorti. Aldrei fengið jafn sterk viðbrögð við neinu Eva María Jónsdóttir telur að taka þurfi meira tillit til þarfa barnanna Í HNOTSKURN »Eva María lýsti þeirriskoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið 1. októ- ber sl. að íslenskt sam- félag tæki ekki nóg tillit til þarfa barna og barnafólks. » Eva María telur aðhinir fullorðnu þurfi að taka meira tillit til barnanna í stað þess að fljóta með straumnum og stjórnast af lífsgæðakapp- hlaupinu. Eva María Jónsdóttir EINBEITINGIN skein úr andliti Ólivers Kristinssonar, fjögurra mánaða snáða, þegar hann gerði æfingar í ungbarnasundi ásamt kennara sínum í Sundlaug Graf- arvogs fyrir skömmu. Samnemendur hans á nám- skeiðinu létu ekki sitt eftir liggja og sýndu fimi sína í vatninu, for- eldrum og öðrum viðstöddum til ómældrar ánægju. Ungbarnasund hefur notið vax- andi vinsælda hér á landi und- anfarin ár en þar gefst foreldrum kjörið tækifæri til þess að eiga skemmtilega samverustund með barni sínu. Markmið námskeið- anna er meðal annars að tryggja vellíðan barna í vatni og stuðla að eðlilegum hreyfiþroska. Morgunblaðið/RAX Einbeiting í ungbarna- sundi London. AFP. | Bretum finnst fátt jafn skemmtilegt og sjá knattspyrnulið sitt leggja það franska að velli í landsleik, Frakkar séu jú óþolandi nágrannar, dramb- samir og alltof meðvitaðir um framlag sitt til heimsmenningarinnar. Rígurinn á milli ríkjanna nær langt aftur fyrir frönsku bylt- inguna, nú þegar franskir rithöfundar bera nýtilkomið lof á drifkraft íbúa Lundúna. Það kom því aðstandendum könnunar franskra vínframleiðenda í opna skjöldu, að fimmtungur þátttakanda, sem allir voru breskir, skyldi viðurkenna að þeir hefðu gjarnan kosið, að þeir hefðu fæðst hinum megin við Ermarsundið. Þá sögðust 37 prósent vilja flytja til Frakklands í ellinni og um þriðjungur þátt- takenda undir fimmtugu játaði að vilja fremur búa í Frakklandi. Er talið að rekja megi þessar niðurstöður m.a. til þess, að frönskum knattspyrnustjörnum, sem búa og starfa á Bretlandseyjum, fer sífellt fjölg- andi. Vildu vera Frakkar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.