Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖNNUR tveggja björgunarþyrln- anna sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu kom til landsins á laugardaginn. Er þyrlan að mörgu leyti sambærileg stærri þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, þótt hún sé ekki að öllu leyti löguð að ís- lenskum aðstæðum. Þyrlan er af gerðinni Pouma og er leigð til eins árs frá norska fyrir- tækinu Air Lift en fram í ræðu Björns Bjarnasonar við komu þyrl- unnar að fyrirtækið ræki m.a. björgunarþyrluþjónustu fyrir sýslumanninn á Svalbarða. Hefur flugdeild Landhelgisgæslunnar verið í nánu samstarfi við fyrir- tækið um árabil varðandi þjálfun, skipti á flugmönnum og vara- hlutum. Munu tveir þyrluflugmenn frá fyrirtækinu starfa hér á landi í eitt ár auk flugvirkja en Landhelg- isgæslan er í óða önn um þessar mundir að þjálfa upp fleiri starfs- menn til að sinna verkefnum þyrlu- björgunarsveitarinnar sem mun stækka mjög mikið á næstu árum. Fylla í skarð Varnarliðsins Leiguþyrla af Dauphin-gerð, sömu gerðar og minni þyrla Land- helgisgæslnunnar, er væntanleg snemma í næsta mánuði. Er gert ráð fyrir að með fjórar þyrlur geti flugdeild Landhelgisgæslunnar fyllilega annað þeim verkefnum sem hún gerði áður ásamt þyrlu- björgunarsveit Varnarliðsins sem nú er farin af landi brott. Einungis er þó um skammtíma- lausn að ræða. Stefnt er að því að TF-LÍF verði í framtíðinni seld og þrjár stórar og langdrægar björg- unarþyrlur verði keyptar í staðinn. Minni þyrla gæslunnar, TF-SIF verði hins vegar áfram í rekstri. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta leiguþyrlan komin Fagnaðarefni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra heilsar norska þyrlu- flugmanninum við komuna til landsins síðastliðinn laugardag. Þyrlan leigð í eitt ár og er af svipaðri tegund og stærri þyrla Gæslunnar Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is UNGUR Íslend- ingur, að hálfu, tekur nú þátt í hernaði Banda- ríkjanna í Írak. Thomas Sean Bartley, sem er 19 ára, hefur nú verið í Fallujah í þrjá vikur og. þegar lent í blóð- ugum átökum. Hann vill ekki mikið um það tala, enda er ekki ætlazt til þess. Sean er sonur hjónanna Scott og Ingibjargar Bartley, sem búa í Mobile í Alabama. Ingibjörg er Grindvíkingur, dóttir hjónanna Þórarins Ólafssonar og Guðveigar Sigurðardóttur. Nokkur ár eru síðan Sean ákvað að ganga í herinn og líkar honum veran þar vel. Í Fallujah er hann við gæzlu og eftirlit af ýmsu tagi, en til átaka getur alltaf komið. „Við erum þrautþjálfaðir til þessa verk- efnis og vel færir um að bregðast við flestu eða öllu sem fyrir kann að koma. Ég verð hér í sjö mánuði og lít á það sem skyldu mína að sinna þessu verkefni. Það er hluti af því að verja umheiminn fyrir hugsanlegum hryðjuverkum og koma á friði og góðu stjórnarfari í landinu,“ segir Sean. Hann segir að Írak sé afskap- lega ólíkt Bandaríkjunum, allt önn- ur menning og því sé þar mörgu að kynnast og margt að læra. „Þetta er þegar orðin mikil lífs- reynsla og ég vonast til að vera okkar Bandaríkjamanna hér leiði til þess að Írakar geti lifað betra lífi á ný. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en koma heim heill á húfi. Ef ekki hef ég engu að síður lagt mitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi,“ segir Sean Bartley. Móður Seans, Ingibjörg, segist vera hreykin af syni sínum, en auð- vitað hrædd um hann þarna. Það sé þó bót í máli að hann sé í Fallujah, þar sem sé mun friðsamlegra en í Bagdad. „Hann tók þá ákvörðun upp á sitt einsdæmi fyrir þremur árum að ganga í herinn eins og pabbi hans gerði þegar hann var ungur, en hann tók þátt í Persaflóastríð- inu á sínum tíma. Þegar menn ganga í herinn geta þeir búizt við að vera sendir hvert sem er og að lenda í átökum. Ég hef fulla trú á því að drengurinn spjari sig vel, þótt hann sé villingur eins og mamman,“ segir Ingibjörg Þórar- insdóttir Bartley. Hefur þegar lent í blóðugum átökum Í HNOTSKURN »Herir Bandaríkjanna ogBretlands gerðu innrás í Írak 20. mars 2003. »Síðan þá hafa alls 2.732bandarískir hermenn látið lífið í átökum við uppreisnar- menn. »Yfir 20.000 bandarískirhermenn hafa særst og er talið að næstu mánuðir gætu skipt sköpum fyrir fram- haldið. » Í september síðastliðnumsærðust 776 bandarískir hermenn og hafa ekki verið fleiri frá því átökunum í Fall- ujah í nóvember 2004. Thomas Sean Bartley Nítján ára Íslendingur að hálfu sem tekur þátt í aðgerðum Bandaríkjahers í Írak segir herþjónustuna mikla lífsreynslu BÍLL valt á Reykjanesbraut í fyrri- nótt við nýtt húsnæði Ikea. Beita þurfti klippum til að ná ökumann- inum út úr bílnum en engir farþeg- ar voru í bílnum. Betur fór þó en á horfðist en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Á sunnudagsmorgun ók maður á þrítugsaldri á steyptan kant við Breiðhöfða í Reykjavík og var hann fluttur á slysadeild Landspítala- Háskólasjúkrahúss. Meiddist hann lítillega en grunur leikur á því að hann hafi verið ölvaður. Almennt var hins vegar lítið að gera hjá lög- reglunni og útköll tiltölulega fá. Aftur á móti var nóttin erilsöm í sjúkraflutningum á höfuðborgar- svæðinu, farið var í 40 útköll sem þykir mikið á 12 tíma vakt. Mikið um sjúkra- flutninga þrátt fyrir rólega helgi ALLHARKALEGUR árekstur varð á Kringlumýrarbraut á laugardags- kvöldið þegar ökumaður fólksbíls sem keyrði norður eftir götunni varð fyrir jeppabifreið sem var á leið suður eftir götunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hafði ökumaður fólks- bílsins ekið of hratt og sveigt oft á milli akreina þegar bíllinn rakst ut- an í annan bíl með þeim afleiðing- um að sá fyrrnefndi kastaðist yfir á hina akbrautina. Lenti hann þar utan í jeppa, sem var á leið í gagn- stæða átt, með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Slapp ökumaður jeppans ómeidd- ur en klippa þurfti ökumanninn úr fólksbílnum. Fótbrotnaði hann á báðum fótum og er mjaðmargrind- arbrotinn. Loka varð Kringlumýr- arbraut við gatnamót Miklubrautar til suðurs í tæplega eina og hálfa klukkustund vegna slyssins. Varð töluverð umferðarteppa vegna þessa. Harður árekstur á laugardagskvöld hefur mál fyrir Hæstarétti enda hafi hann ekki haldið skrá yfir aldur fé- laga sinna úr stétt lögmanna. Árið 1963 öðlaðist Jón réttindi til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti. Aðspurður segir Jón að ekki hafi mikið breyst varðandi flutning mála fyrir Hæstarétti á þeim tíma sem liðinn er frá því að hann varð hæsta- réttarlögmaður. „Nei, nei, Hæsti- réttur er skipaður með lögum og þetta er okkar æðsti dómstóll. Ég hef náttúrlega alltaf mætt í Hæsta- rétti þegar á hefur þurft að halda og til fallið mál frá Vestmannaeyjum,“ segir Jón en hann hefur rekið eigin lögmannsstofu í Vestmannaeyjum frá árinu 1963. JÓN Hjaltason hæstaréttarlög- maður er einn af elstu mönnum sem flutt hafa mál fyrir Hæstarétti Ís- lands en síðastliðinn fimmtudag flutti hann mál Þorleifs Hjaltasonar gegn íslenska ríkinu, 82 ára að aldri. Sigurður Líndal, prófessor emeritus, telur víst að Jón sé meðal þeirra elstu sem flutt hafa mál fyrir Hæstarétti. Lárus Fjeldsted kunni þó að hafa verið eldri en hann hafi verið rúmlega áttræður þegar hann flutti mál fyrir Hæstarétti. „Ég þori þó ekki að fullyrða að hann hafi ver- ið eldri en Jón,“ segir Sigurður. Jón Hjaltason segist ekki vita til þess að hann sé elsti maður sem flutt Flutti mál fyrir Hæstarétti 82 ára Morgunblaðið/Sverrir Með þeim elstu Jón Hjaltason í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.