Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Glæsileg gisting **** & frábær staðsetning
Ljubljana
27. október
frá kr. 49.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Lúxushelgi í
Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu.
Bjóðum frábært tilboð á flugi og gistingu á hinu glæsilega hóteli Grand
Hotel Union, alveg í miðborg Ljubljana. Spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum okkar. Gríptu tækifærið og
heimsæktu þessa einstöku borg og
njóttu frábærs aðbúnaðar. Verð kr.49.990
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
þrjár nætur í tvíbýli á
Grand Hotel Union **** með morgunverði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
ÍBÚÐARHÚS á bænum Búlandi í
Arnarneshreppi við Eyjafjörð
skemmdist mikið í eldsvoða í gær-
morgun. Hjónum, sem gistu í hús-
inu, tókst að koma sér út og tilkynna
um brunann eftir að reykskynjari
fór í gang. Fengu þau væga reyk-
eitrun en sluppu ósködduð að öðru
leyti.
Skömmu fyrir klukkan sjö í gær-
morgun barst lögreglu og slökkviliði
á Akureyri tilkynning um brunann
en bærinn á Búlandi er í um 20 kíló-
metra fjarlægð frá Akureyri. Hjón-
in, sem eru á miðjum aldri, höfðu þá
komið sér út úr húsinu eftir að reyk-
skynjari hafði vakið þau. Þar sem
eldurinn logaði á þeim stað í húsinu
þar sem heimilissíminn var þurfti
konan að hlaupa um eins kílómetra
leið á næsta bæ til að tilkynna um
brunann. Á meðan reyndi maðurinn
að slökkva eldinn en varð frá að
hverfa vegna reyks en eldurinn
breiddist nokkuð hratt út. Hjónin
voru gestkomandi í húsinu og voru
að passa það fyrir húsráðanda en á
bænum hefur farið fram nokkur
hundarækt.
Lögregla og slökkvilið voru fljót á
staðinn og hófst slökkvistarf rúmum
tíu mínútum eftir að tilkynning
barst frá neyðarlínu. Tankbíll með
vatni var með í för en vatn er af
skornum skammti á svæðinu. Einnig
voru bændur í nágrenninu fengnir
til að vera til taks ef meira vatn
þyrfti en þess reyndist þó ekki þörf.
Húsið illa farið eftir brunann
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliðinu á Akureyri barst mikill
og þykkur reykur frá húsinu þegar
slökkviliðið kom á vettvang og fóru
reykkafarar inn í húsið til að stað-
setja eldsupptök. Barst eldur í þak
og sambyggt útihús og þurfti meðal
annars að opna þakið til að ráða nið-
urlögum eldsins. Tók slökkvistarfið
rúman hálftíma.
Undir eins var farið með fólkið á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en
þau höfðu fengið væga reykeitrun.
Var þeim leyft að fara eftir skoðun
og voru komin til síns heima á Akur-
eyri upp úr hádegi í gær. Húsið sem
brann er tvílyft steinhús og er komið
nokkuð til ára sinna. Er það klætt
með timbri að innan og brann nokk-
ur hluti þess en skemmdir vegna
reyks og hita er töluverðar. Er talið
að búslóð sé illa farin og nánast ónýt.
Ekki er vitað um orsök eldsins.
Konan þurfti að hlaupa eftir hjálp á meðan maðurinn reyndi að slökkva eldinn
Hús brann
á Búlandi við
Eyjafjörð
Slökkvistarf Lyfta þurfti þaki hússins til að komast að eldinum.
Ljósmyndir/Rúnar Þór Pétursson
Illa farin Talið er að búslóðin hafi skemmst mikið í brunanum.
GEÐLYF gera sitt gagn, en oft þarf
fleira að koma til í meðhöndlun geð-
raskana, að mati Sylviane Lecoultre
Pétursson, yfiriðjuþjálfa á geðsviði
Landspítala háskólasjúkrahúss
(LSH). Hún var spurð hvað henni
þætti um umræðuna um geðheil-
brigðismál í Kastljósi Sjónvarpsins
undanfarið þar sem fram hafa komið
skiptar skoðanir á gildi lyfjagjafar í
meðferð geðraskana. Sylviane sagði
að þessi umræða snerist ekki um
annaðhvort – eða. Spurningin sé hve
mikil og langvinn notkun geðlyfja
eigi að vera. Hún tók dæmi af ein-
hverjum sem fær astmakast. Það sé
ekki nóg að gefa
astmalyf, heldur
þurfi einnig að
skoða umhverfi
sjúklingsins. Býr
hann við ryk-
mengun, reykir
hann eða er með
dýr sem ýta undir
astmaeinkenni?
Sama eigi við um
þá sem þjást af
geðröskunum, umhverfi þeirra og
aðstæður verði einnig að skoða og
lagfæra auk þess að gefa þeim lyf ef
nauðsynlegt er.
Sylviane segist ekki vera ein um
að standa stuggur af því hvað lyfja-
fyrirtækin eru stór og stjórna mörg-
um rannsóknum. Hún tekur fram að
hún sé ekki með því að segja að
læknar þiggi mútur, en hver trúi því
að lyf séu upphaf og endir alls?
Stundum þykir Sylviane að það sé
farið of snemma að gefa lyf. Ef til vill
þyrfti að verja meiri tíma til að skoða
fólk á móttökudeild, sérstaklega
ungt fólk. „Stundum finnst mér
greiningin ganga hratt fyrir sig, við
gefum okkur ekki tíma til að skoða
hvernig fólkið er í raun.“
Sylviane telur að hér á landi skorti
fleiri úrræði. Auk göngudeildar geð-
sviðs LSH nefnir hún Reykjalund,
þar sem er langur biðlisti og Klepp
sem sinnir langtímaendurhæfingu,
athvörf á borð við Vin og mikilvægt
starf Fjölmenntar. Sylviane telur
sárlega skorta starfsemi sem tengir
endurhæfingarstarfið við vinnu-
markaðinn og skólakerfið.
„Við tökum við fólki eftir að það
hefur lokið fyrsta skrefinu í meðferð-
inni, sem gjarnan er lyfjagjöf á
sjúkrahúsi. Þar sem okkar starfsemi
endar tekur við gríðarstórt bil yfir að
vinnumarkaði eða skóla og þar er
þörf á fleiri úrræðum.“
Þörf á fleiri úrræðum en geðlyfjum
Sylviane Lecoultre
Pétursson
FRAMSÓKNARMENN í Norð-
austurkjördæmi halda tvöfalt þing í
janúar 2007 til að velja frambjóðend-
ur í fyrstu 10 sæti á framboðslista til
komandi alþingiskosninga. Þetta var
ákveðið á kjör-
dæmisþingi fram-
sóknarmanna
sem haldið var á
Djúpavogi 7. – 8.
október síðastlið-
inn.
Dagný Jóns-
dóttir alþingis-
maður tilkynnti á
kjördæmis-
þinginu að hún
gæfi ekki kost á sér til endurkjörs.
Einnig ætlar Jón Kristjánsson al-
þingismaður að láta af þingmennsku.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra og Birkir Jón Jónsson al-
þingismaður hafa þegar tilkynnt að
þau gefi kost á sér og á kjördæm-
isþinginu tilkynnti Sigfús Karlsson á
Akureyri að hann gæfi einnig kost á
sér. Framboðsfrestur er til 1. desem-
ber, að sögn Péturs Snæbjörnsson-
ar, formanns kjördæmisráðsins.
Í stjórnmálaályktun þingsins
kemur m.a. fram að stefnt skuli að
því að lágmarkslaun verði undan-
þegin skatti og að fyrsta skrefið í því
sé að skattleysismörk verði komin í
að lágmarki 100 þúsund krónur 1.
janúar 2008.
Valið
á lista
í janúar
Dagný Jónsdóttir
Kjördæmisþing
framsóknarmanna í
NA-kjördæmi
SKAÐABÆTUR vegna ærumeið-
inga verða reiknaðar út frá fjárhag
tjónvalds ef frumvarp sem nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hyggjast leggja
fram á þessu þingi verður samþykkt
sem lög. Einnig myndi réttarvernd
almennra hegningarlaga vegna æru-
meiðinga ná til fjöldskyldna þeirra
sem verða fyrir slíkri háttsemi.
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, er höf-
undur frumvarpsins og fyrsti flutn-
ingsmaður þess. Ásamt honum eru
13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og
tveir þingmenn Framsóknarflokks-
ins meðflutningsmenn. Sigurður
Kári segir að tilefni laganna sé að
ýmsir fjölmiðlar hafi upp á síðkastið
gengið lengra og lengra í umfjöllun
um einkamálefni fólks. „Ég vil ekki
banna þeim það. Ég vil hins vegar
tryggja að fari þeir yfir strikið og
brjóti gegn friðhelgi einkalífsins þá
fái þeir makleg málagjöld.“ Í frum-
varpinu felst m.a. að bætt verði við
ákvæði 26. gr. skaðabótalaga um að
við ákvörðun bóta vegna meingerðar
gegn æru eða persónu annars manns
skuli lagt til grundvallar „að bóta-
fjárhæðir hafi verulega fjárhagslega
þýðingu fyrir þann sem dæmdur er
til greiðslu þeirra,“ eins og segir í
greinargerð. Sigurður Kári segir að
með breytingunni verði forvarnar-
gildi laganna gegn brotum gegn æru
fólks aukið og í raun teknar upp svo-
kallaðar sektarbætur eins og þekkist
í meiðyrðalöggjöf í Bretlandi. Sam-
kvæmt frumvarpinu á einnig að taka
sérstakt tillit til þess ef brot gegn
æru er framið í ágóðaskyni.
Einnig miðar frumvarpið að því að
víkka út réttarverndina til fleiri aðila
en bara þess sem ærumeiðingin sjálf
beinist að. Verði það að lögum munu
aðstandendur þess sem verður fyrir
ærumeiðingum geta krafist bóta ef
þeim tekst að sýna fram á að umfjöll-
un hafi komið mjög illa við þá.
Sigurður Kári er vongóður um að
frumvarpið verði að lögum á nýhöfnu
þingi. Hann bendir á að bætur vegna
meiðyrða séu afar lágar og yfirleitt
borgi það sig ekki fyrir fólk að sækja
rétt sinn fyrir dómstólum.
Bætur vegna ærumeiðinga
miðist við fjárhag tjónvalds
Í HNOTSKURN
»Bætur í málum vegnaærumeiðinga eru yfirleitt
á bilinu 50 til 200 þúsund
krónur.
»Tilefni frumvarpsins erumfjöllun ýmissa fjölmiðla
á Íslandi um einkamálefni
fólks.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
BJÖRGUNARSVEITIR Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar voru
kallaðar út um miðjan dag í gær en
veita þurfti gangnamanni aðstoð
sem lentur var í sjálfheldu í bæjar-
fjallinu fyrir ofan Melrakkadal. Í
tilkynningu segir að aðstæður á
staðnum hafi verið nokkuð erfiðar,
fjallið bratt og mikil lausamöl.
Komu björgunarsveitarmenn sér
fyrir í fjallinu ofan við gangna-
manninn, sigu niður til hans og svo
var sigið með hann á jafnsléttu. Var
farið með manninn til byggða en
hann mun fljótlega hafa haldið aft-
ur á fjöll í leit að fé.
Bjargað úr
sjálfheldu