Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 09.10.2006, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13 sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum „ÉG HEF heyrt því haldið fram að frá efnahags- legu sjónarmiði hefði verið betra að gengið hefði gefið eftir síðar á árinu. Þessu er ég ósammála. Gengislækkunin hafði fyrir löngu boðað komu sína, með ýmsum hætti. Óstundvísi hennar var hins vegar farin að reyna nógsamlega á þolinmæði okkar og þegar hún loks lét á sér kræla varð hún mikill aufúsugestur útflutningsgreinunum. Við hefðum séð á eftir þýðingarmiklum burðarásum í byggðunum og mikilvægum fyrirtækjum í íslensk- um sjávarútvegi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva sem haldinn var á föstudag. Einar gerði gengismál og umhverfismerkingar sjávarafurða m.a. að umtalsefni í ræðu sinni. Ein- ar ræddi um þróun gengis krónunnar undanfarið ár og hve nauðsynleg lækkun þess var sjávarút- veginum og öðrum útflutningsgreinum. Í verulegt óefni hafi stefnt fyrir ári síðan þegar gengi krón- unnar stóð sem hæst. Sem betur fer hafi menn ekki látið deigan síga og lækkunin orðið fyrr en margur hugði. Þróunin undanfarnar vikur og daga sé greininni þó óhagstæð, en valdi ekki enn telj- andi búsifjum. Gengisvísitala sem sé innan við 120 endurspegli of sterka krónu. Móta okkar eigin stefnu Um umhverfismerkingar sjávarafurða sagðist Einar verða mjög var við aukinn áhuga erlendra kaupenda og seljenda íslenskra sjávarafurða á að geta sýnt fram á það með trúverðugum hætti að ís- lenskur fiskur sé veiddur úr sjálfbærum stofnum og uppruna hans getið með skýrum hætti. „Ég tel að við séum nú við þær aðstæður að okkur beri að leggja okkur fram um að komast að niðurstöðu. Tími umræðunnar er brátt á enda. Við eigum að sjálfsögðu að móta okkar eigin stefnu í þessum efnum og á okkar eigin forsendum. Við eigum ekki að lúta yfirþjóðlegu eða fjölþjóðlegu valdi heldur fremur tryggja að þessi markaðssetning sé gerð á okkar forsendum og með okkar eigin hagsmuni að leiðarljósi“. Þá fjallaði ráðherra um starfsemi og vöxt AVS-sjóðsins frá því honum var komið á lagg- irnar, nám í Fjöltækniskóla Íslands fyrir milli- stjórnendur í fiskvinnslu og Matís ohf. nýstofnað fyrirtæki í eigu ríkisins þar sem sameinaðar eru þær einingar sem starfa á sviði matvælarann- sókna á Íslandi. Óstundvís gengislækkun MIKLAR sveiflur á verðlagi sjávar- afurða hafa orðið á tímabilinu frá september í fyrra til ágúst á þessu ári. Ef kvarðinn er settur á 100 í íslensk- um krónum í september 2005, kemur í ljós að verðlag á landfrystum afurð- um er 24% hærra og verð á saltfiski er einnig 24% hærra við lok tímabils- ins. Verð á skelflettri rækju er nú 4% hærra en í september í fyrra. Sam- anvegið verð á mjöl- og lýsisafurðum var við lok tímabilsins rúmlega 77% hærra í íslenskum krónum en fyrir ári samkv. verðvísitölum Hagstofunnar. Þetta kemur fram í skýrslu Arnars Sigurmundssonar, formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva, sem hann flutti á aðalfundi samtakanna. Hafa ber í huga að lítið framboð er á mjöli og lýsi á heimsmarkaði og framleiðslan í lágmarki vegna mun minni veiði á uppsjávarfiski. Aftur á móti er verðlag á sjófrystum afurðum nú 15% hærra í íslenskum krónum en fyrir réttu ári. Þessi niðurstaða sýnir að erlendar verðhækkanir á sjávarafurðum á síð- ustu tólf mánuðum hafa átt sinn þátt hækkun skilaverðs, ef frá er talin rækjuvinnslan. Ef farið er tvö ár aftur í tímann, og miðað við september 2004, kemur í ljós að skilaverð land- frystra botnfiskafurða til framleið- enda hefur hækkað um 17% í íslensk- um krónum. Loðnumjöl og lýsi hafði hækkað um tæp 30% í vor, en þá kom fram gríðarleg hækkun á heimsmark- aði á sama tíma og mjög lítið er fram- leitt. Saltfiskur hefur hækkað á þessu tímabili um 6%, og skilaverð á pillaðri rækju er 5% lægra í lok tímabilsins, en hafa verður í huga að verð á rækju- afurðum hefur verið í lágmarki í mun lengri tíma en þessi samanburður nær til. Verðlag á sjófrystum afurð- um var aftur á móti 28% hærra í ís- lenskum krónum í ágúst 2006 en í september 2004. Það eru fyrst og fremst erlendar hækkanir sem skýra myndina, en á þessu 2ja ára tímabili er gengisvísitala krónunnar nær sú sama í september 2004 og 2006. Hráefnisverð hækkar Töluverðar breytingar hafa orðið á hráefnisverði til fiskvinnslunnar milli fiskveiðiáranna 2004/2005 og áætlaðs meðalverðs 2005/2006. Ef tekið er samanvegið áætlað meðalverð í bein- um viðskiptum og á fiskmörkuðum innanlands á nokkrum helstu fiskteg- undum til loka fiskveiðiársins 31. ágúst sl., borið saman við meðalverð árið áður, koma þessar breytingar berlega í ljós. Hafa verður í huga að þetta er samanvegið verð bæði árin og hráefnisverð síðasta fiskveiðiárs, sérstaklega í þorski og ýsu, hefur hækkað mun meira í lok tímabilsins. Vegið meðalhráefnisverð á þorski á milli fiskveiðiára hafði hækkað um 3%. Ýsan um 24%, ufsinn um 29%, karfinn um 34% og rækjan hefur hækkað um 12% á milli tímabila. Síld innan og utan lögsögu hefur hækkað að meðaltali um 33% og loðnan um 20% frá meðalverði fiskveiðiársins á undan. Eins og oftast ráðast verð- breytingar á hráefni jafnan að mestu af þróun afurðaverðs og gengis, en þær koma ekki alltaf fram á sama tíma. Minna til vinnslu innan lands Fyrir um áratug var fjölgun vinnsluskipa komin fram. Botnfisk- veiðar utan lögsögunnar voru umtals- verðar í upphafi tímabilsins og sama gilti um innflutning á Rússaþorski. Í sjávarútvegi breytast hlutirnir hratt. Mikill samdráttur varð í botnfiskveið- um utan lögsögunnar og vinnsla á Rússafiski innanlands minnkaði mjög mikið. Heildarbotnfiskaflinn hefur aftur á móti lítið breyst milli ára og verið um og yfir 500 þúsund tonn upp úr sjó flest árin. Ráðstöfun botnfisk- afla til vinnslu innanlands var komin niður í tæp 60% fyrir áratug og hefur haldist mjög nálægt því hlutfalli síðan. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er áætlað að 54% af botnfiskaflanum hafi farið til vinnslu hér á landi og ferskfisk- vinnsla í flug innifalin í þeim tölum. Er þetta 4 prósentustigum lægra hlutfall en á sama tíma á síðasta ári. Nær al- veg hefur tekið fyrir innflutning á Rússaþorski til vinnslu innanlands og var hann aðeins tæplega 900 tonn fyrstu sjö mánuði ársins. Hlutdeild vinnsluskipa í botnfiskaflanum hefur verið að meðaltali um og yfir 30% á síðustu árum. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er hlutfall vinnsluskipa 31% og þessu til viðbótar kemur úthafsafli innlendra vinnsluskipa sem vegur rúmlega 1% fyrstu sjö mánuði ársins. Eru þetta heldur hærri hlutfallstölur en á sama tímabili í fyrra. Hlutfall gámafisks náði hámarki fyrir tæpum tveimur áratugum. Síðan tók hlutfall- ið að lækka og var lengi á bilinu 7–8%. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er hlut- fall gámafisks áætlað um 13%, en allt árið í fyrra nam gámafiskur einnig 13%. Aukinn ýsuafli á verulegan þátt í aukningu gámafisks á síðustu tveim- ur árum. Meginniðurstaðan á þessu tíu ára tímabili er að hlutfall vinnslu í landi hefur lækkað úr tæpum 60% niður í 55%, hlutfall vinnsluskipa hefur hækkað úr rúmum 22% í 30%, gáma- fiskur hefur hækkað úr 8% í 13% og innflutt hráefni er komið niður í 1% og úthafsafli vinnsluskipa vegur mjög lítið. Sveigjanleiki sjávarútvegsins að takast á við breyttar aðstæður kemur þarna berlega fram, því þrátt fyrir að það virki við fyrstu sýn að lítið hafi breyst, þá verður einnig að hafa í huga að flugfiskurinn hefur á seinni árum skipt miklu máli, en hann flokk- ast með vinnslu innanlands. En fisk- vinnslan er ekki eingöngu háð hráefni af innlendum fiskiskipum. Ef skoðað- ar eru hlutfallstölur frá fiskveiðiárinu, sem lauk 31. ágúst sl., kemur í ljós að 89% af hráefni til rækjuvinnslu er innflutt iðnaðarrækja sem er töluvert hærra hlutfall en árið áður. Um 13% af uppsjávarfiski er landað af erlend- um veiðiskipum, en var 12% árið áður. Í uppsjávarfiski og innflutningi og veiðum á rækju var verulegur sam- dráttur milli ára. Aftur á móti var sáralítið um innflutt hráefni til botn- fiskvinnslu innanlands.                                              !  "        Fiskverðið hækkar mikið Verð á fiskimjöli og lýsi hefur hækkað um 77% mælt í íslenzkum krónum Í HNOTSKURN »Vegið meðalhráefnisverðá þorski milli fiskveiðiára hafði hækkað um 3%. »Hlutfall vinnslu í landi hef-ur lækkað úr tæpum 60% niður í 55%. »Um 13% af uppsjávarfiskier landað af erlendum veiðiskipum en var 12% árið áður. Arnar Sigurmundsson, for-maður Samtaka fisk-vinnslustöðva ræddi umþensluna og góðærið sem hefur haft áhrif á gildismat þjóð- arinnar á aðalfundi Samtakanna. Bryggjuspjallari kýs að gefa Arnari orðið og leggur til að menn hugsi sig um eftir lesturinn: „Umhverfi sjávarútvegsins er allt breytingum undirorpið og það sem gengur vel í dag, getur orðið snúið á morgun. Ég minnist þess ekki að öllum vinnslu- greinum hafi vegnað vel í senn, hvað þá sjávarútveginum í heild. Styrkur íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja og þeirra sem annast sölu afurðanna hefur ekki síst falist í því að aðlagast breyttum að- stæðum á hverjum tíma. Ef við skoðun þróun samsetningar útflutn- ings sjávarafurða á undanförnum árum sjáum við um leið hvað fyrir- tækin eru fljót að breyta um vinnsluaðferðir og beina framleiðsl- unni í nýja markaði. Við lifum nú á sérstökum tímum hér á landi. Undanfarin ár hefur ríkt hér þensluástand einkum á höfuðborg- arsvæðinu, samhliða miklum verk- legum framkvæmdum. Fjármála- fyrirtækin og nokkur stórfyrirtæki hafa verið í útrásarverkefnum og náð oft á tíðum góðum árangri. Á sama tíma þrengdi að útflutnings- greinum og gengi krónunnar fór hækkandi. Nú er það svo að við gerðum okkur grein fyrir því að gengi krónunnar kynni að hækka á tímum stórframkvæmda við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Það sem fæstir sáu fyrir var þenslan á íbúðamarkaði einkum höfuðborgarsvæðinu og þau áhrif og það rót sem útlánastefna bankanna og íbúðarlánasjóðs hafði á gengi krónunnar og hugsanaháttinn í landinu. Viðbrögð Seðlabankans voru að reyna að slá á útlánaþensl- una með sífelldri hækkun stýrivaxta urðu til að styrkja gengi krónunnar og þrengja að útflutningsgreinum. Nú síðsumars hófst mikil umræða um framkvæmdir við Kárahnjúka og lagðar fram tillögur og hug- myndir að breyta þessari 100 millj- arða framkvæmd í sýningarmann- virki fyrir gesti og gangandi. Ofan í allt, átti síðan að greiða skaðabætur til eiganda áversins sem nú er að rísa við Reyðarfjörð, þar sem ekki væri hægt að útvega álverinu raf- magn fyrr en eftir a.m.k. fimm ár. Nú er það svo að umhverfismál og náttúruvernd taka að sífellt meira rými í umræðunni og er það mjög eðlileg þróun. Ég sagði áðan að framkvæmdin við Kárahjúkavirkjun sem er sú stærsta í Íslandssögunni myndi ekki kosta undir 100 milljörðum króna, en til samanburðar nam út- flutningur sjávarafurða frá Íslandi 110 milljörðum á síðasta ári. Hvar erum við stödd ? – Til þess að kóróna allt tóku milli 10 – 12 þús- und manns þátt í mótmælagöngu niður á Austurvöll til þess að fylgja þessum kröfum eftir. Það var ekki spurt um efnahagslegu áhrifin af því að slá af 100 milljarða fram- kvæmd og gríðarlegum skaðabótum sem Íslendingar þyrftu að greiða til eiganda álversins við Reyðarfjörð. Verður hægt að magna mál upp hér á landi í náinni framtíð gegn ís- lenskum sjávarúvegi og skyn- samlegri nýtingu fiskmiðanna í nafni umhverfis- og náttúruverndar? – Ég vil reyndar ekki trúa því, en maður á aldrei að segja aldrei. Ástæðan fyrir því að ég ræði þetta sérstaklega í ræðu minni, er sú að í góðærinu í landinu með nær engu atvinnuleysi hafa margir fjarlægst þá hugsun að lífskjör á Íslandi hafa í langan tíma byggst á sjávarútvegi með sinni gjaldeyrissköpun, síðar komu iðnfyrirtækin með álverin í fararbroddi og gríðarleg aukning hefur orðið í ferðaþjónustu og á síð- ustu árum hafa fjármálafyrirtækin bætst í hópinn. Það skiptir máli fyrir allt þjóðarbúið að sífellt fleiri stoðum verði komið undir gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en að sjálfsögðu eigum við vanda okkur við hverja ákvörðun hvort sem er við uppbyggingu at- vinnustarfsemi eða í garðinum heima.“ Umhverfismál og náttúruvernd hjgi@mbl.is » 100 milljarða fram- kvæmd sem sýning- armannvirki fyrir gesti og gangandi? BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason ÚR VERINU AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.