Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 14
14 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BANDARÍSKAR og íraskar hersveitir felldu 30
skæruliða úr röðum sjíta í hörðum átökum í borg-
inni Diwaniya um helgina, að sögn talsmanna
Bandaríkjahers. Skæruliðar vísuðu þessu á bug og
sögðu aðeins þrjá menn sína hafa særst.
Á sama tíma var 36 klukkustunda útgöngubanni
í Kirkuk aflétt, eftir mikla leit bandarískra her-
manna og íraskra lögreglumanna að uppreisnar-
mönnum í borginni. Sögðu talsmenn írösku lög-
reglunnar 180 manns hafa verið tekna höndum og
að lagt hefði verið hald á mikið magn vopna.
Repúblikaninn John Warner, sem fer með for-
ystu í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings, hefur skorað á Bandaríkjastjórn að grípa til
aðgerða til að stemma stigu við ofbeldinu, með
þeim orðum að ef því linni ekki innan þriggja mán-
aða þurfi að koma til gagnger endurskoðun á
stefnu hersins í Írak.
Óöldin hélt áfram í gær þegar lögreglan í Bag-
dad fann lík 51 manns en alls er talið að 100 manns
láti lífið dag hvern í átökunum í landinu.
Dagblaðið Washington Post fjallaði í gær um
aukið mannfall í Bandaríkjaher. Þar kom meðal
annars fram, að fjöldi særðra bandarískra her-
manna í Írak í september hefði verið sá mesti í ein-
um mánuði í hátt í tvö ár. Þannig særðust alls 776
hermenn í átökum við skæruliða, sem er það
mesta frá hernaðaraðgerðunum í borginni Fall-
ujah í nóvembermánuði 2004.
Yfir 20.000 hermenn særst í átökunum
Í blaðinu segir, að yfir 20.000 bandarískir her-
menn hafi særst í árásum í Írak og um helmingur
þeirra hefði snúið aftur á vígvöllinn. Um 140.000
bandarískir hermenn eru nú í Írak.
Er aukningin í fjölda særðra m.a. rakin til þess,
að þúsundir bandarískra hermanna hefðu verið
kvaddir til Bagdads síðan í júli, í því skyni að að-
stoða íraska her- og lögreglumenn.
Tugir uppreisnarmanna
teknir höndum í Kirkuk
Reuters
Eftirlit Hermaður stendur vörð á gatnamótum í
olíuframleiðsluborginni Kirkuk um helgina.
Tæplega 800 bandarískir hermenn sagðir hafa særst í árásum í Írak í september
Pakistan fyrir hönd Rauða kross-
ins. Hún segir að fljótlega eftir að
skjálftinn reið yfir hafi alls átta
fulltrúar frá Íslandi farið til að taka
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
PERVEZ Musharraf, forseti Pak-
istans, lagði í gær blómsveig að
minnismerki um fórnarlömb jarð-
skjálftans sem reið yfir Pakistan og
hluta Indlands og Afganistans í
borginni Muzaffarabad í gær, en þá
var nákvæmlega ár liðið frá harm-
leiknum.
Skjálftinn var 7,6 á Richters-
kvarða og átti upptök sín í norður-
hluta Kasmír-héraðs. Eyðilagði
hann alls um 6.000 skólabyggingar,
með þeim afleiðingum að 18.000
börn á skólaaldri týndu lífi. Alls er
talið, að yfir 73.000 Pakistanar og á
annað þúsund Indverja hafi farist í
skjálftanum.
Í tilkynningu frá Íslandsdeild
Rauða krossins segir, að flestar
byggðir sem urðu hvað verst úti í
skjálftanum hafi verið afskekktar
og erfiðar yfirferðar. Þar kemur
einnig fram, að 400.000 manna séu
enn heimilislaus eftir skjálftann, nú
þegar veður fari kólnandi á svæð-
inu
Tók þátt í hjálparstarfinu
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunar-
fræðingur tók þátt í hjálparstarfi í
þátt í hjálparstarfinu. „Starf Rauða
krossins fólst líka í því mikilvæga
hlutverki að sameina fjölskyldur,“
sagði Hildur í gærkvöldi. „Við
starfræktum leitarþjónustu, sem
segja má að sé hið klassíska starf
Rauða krossins.“
Spurð um starf sitt segist Hildur
hafa stýrt uppbyggingu tjald-
sjúkrahúss fyrir fórnarlömb
skjálftans í borginni Abbottabad.
„Ég var þar í þrjá mánuði. Síðan
var sjúkrahúsinu lokað í febrúar.
Abbottabad er borg í Pakistan sem
var í útjaðri skjálftasvæðisins.
Mestar skemmdirnar af hans völd-
um urðu í pakistanska hluta Kasm-
ír-héraðs.
Alþjóða Rauði krossinn rak tvö
sjúkrahús í Pakistan, eitt í borginni
Muzaffarabad, þar sem var einn
hjúkrunarfræðingur frá Íslandi, og
annað í Abbottabad, þar sem voru
þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar.
Háskólasjúkrahúsið í Abbottabad
skemmdist mikið og því var mikil
þörf á tjaldsjúkrahúsinu.“
Minnast harmleiksins í Pakistan
Fjögur hundruð þúsund manns sagðir heimilislausir ári eftir skjálftann mikla nú þegar vetur nálgast
Í HNOTSKURN
»Alþjóða Rauði krossinnrak margar heilsugæslu-
stöðvar á skjálftasvæðinu og
aðstoðaði við endurbyggingu
heimila.
» Hjálparstarf gekk hægt ífyrstu og telja margir
Pakistanar að ríki heims hafi
brugðist fórnarlömbunum.
AP
Söknuður Ungir drengir í indverska hluta Kasmír-héraðs, sem urðu munaðarlausir eftir jarðskjálftann mann-
skæða sem reið yfir 8 október sl., komu saman í bæn í gær í skýli fyrir munaðarlausa í Srinagar á Indlandi.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
RÚSSNESKA þjóðin syrgir
nú fráfall blaðamannsins
Önnu Politkovskaya sem var
skotin til bana við heimili sitt í
Moskvu á laugardag. Anna,
sem var 48 ára gömul tveggja
barna móðir, þótti einn öfl-
ugasti rannsóknarblaðamað-
ur Rússlands, en hún var
þekkt fyrir harða gagnrýni
sína á stefnu stjórnarinnar í
málefnum Tétsníu.
„Hún var ótrúlega hug-
rökk,“ segir í forsíðufrétt sér-
stakrar útgáfu dagblaðsins
Novaya Gazeta, sem kemur
út í dag. „Hún leit á óréttlæti,
óháð því hver varð fyrir því,
sem persónulegan óvin.“
Dagana áður en hún var
myrt lagði Anna lokahönd á
grein um pyntingar í Tétsníu
sem Ramzan Kadyrov, að-
stoðarmaður Vladímírs Pút-
íns forseta, var sagður bera
persónulega ábyrgð á.
Í blaðagreininni „Helvíti“,
sem birtist í júlí árið 2000,
lýsti hún ástandinu í téts-
nesku borginni Grosní þann-
ig, að „rústir borgarinnar
væru eins og nýr Kákasus-
fjallahryggur“ og að hung-
ursneiðin væri „afrísk“.
Oft borist hótanir
Önnu höfðu margsinnis
borist líflátshótanir og á leið
sinni til bæjarins Beslan, þar
sem aðskilnaðarsinnar í Téts-
níu frömdu ódæði sitt árið
2004, var eitrað fyrir henni.
Þá flúði hún til Vínarborgar
árið 2001 eftir að hafa borist
viðvörun um að líf hennar
væri í hættu.
Banamaður Önnu hefur
enn ekki fundist, þótt lög-
reglan hafi undir höndum
óskýra myndbandsupptöku af
manni með hafnaboltahúfu
sem elti hana inn í íbúða-
blokkina þar sem hún bjó.
Morðið á Önnu hefur vakið
upp umræður um stöðu fjöl-
miðlunar í Rússlandi, en að
sögn samtakanna CPJ í New
York er hún 42. blaðamað-
urinn til að falla fyrir hendi
morðingja frá því Sovétríkin
leystust upp árið 1991 og sá
tólfti frá því Pútín varð forseti
árið 2000.
Þannig var Anna í hópi
fárra blaðamanna sem þorðu
að gagnrýna stjórn Pútíns op-
inberlega og stefnu hennar í
stríðinu í Tétsníu, sem hún
sagði hafa leitt til þess, að
Rússar „hefðu glatað allri sið-
ferðiskennd“ sinni.
Færði hún rök fyrir þessu í
frægri grein árið 2002 um
tétsneska konu sem missti
fóstur eftir að rússneskir her-
menn létu hana standa við
vegg tímunum saman.
Anna útskrifaðist sem
blaðamaður frá ríkisháskól-
anum í Moskvu árið 1980 og
starfaði að því loknu hjá rík-
isdagblaðinu Izvestiya í meira
en áratug.
Gaf út bók um stjórnina
Árið 1999 gekk hún svo til
liðs við Novaya Gazeta, eitt
fárra dagblaða landsins sem
var sjálfstætt í efnistökum.
Hún gaf út nokkrar bækur.
Meðal þeirra voru „Siðlausa
stríðið“, sem fjallaði um Téts-
níu og kom út 1999, og bókin
„Rússland Pútíns: Líf í göll-
uðu lýðræðisríki“, þar sem
hún varaði við því að grimmi-
legar aðferðir Stalíns hefðu
verið teknar upp á nýjan leik í
landinu.
Anna vissi að skrif hennar
væru ekki hættulaus, með
þeim orðum að „áhættan væri
hluti starfsins“.
Rússar syrgja Önnu Politkovskaya, 42. blaðamanninn sem er myrtur í Rússlandi frá falli Sovétríkjanna
„Áhættan er hluti starfsins“
Reuters
Virðing Rússneskir borgarar leggja blóm og kerti við mynd af
blaðakonunni Önnu Politkovskaya í St. Pétursborg í gær.
Riga. AFP. | Aig-
ars Kalvitis, for-
sætisráðherra
Lettlands, lýsti
því yfir í gær, að
hann væri
reiðubúinn til að
mynda nýja sam-
steypustjórn,
deginum eftir að
flokkur hans,
Þjóðarflokkurinn, hlaut flest at-
kvæði í þingkosningum um helgina.
„Við munum hefja samningavið-
ræður við alla flokkana sem eru
hægra megin við miðju,“ sagði Kal-
vitis, en alls hlaut flokkur hans 23
þingsæti af 100 og 19,3% atkvæða.
Næstir komu Bandalag grænna
og bænda með 16,6% og 18 sæti og
Nýi flokkurinn 16,2% og 18 sæti.
Um 2,3 milljónir manna búa í
Lettlandi og voru 1,4 milljónir á
kjörskrá. Er þetta í fyrsta sinn sem
stjórnin heldur velli frá því landið
öðlaðist sjálfstæði árið 1991.
Lettar kusu
sömu stjórn
Aigars Kalvitis