Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 28

Morgunblaðið - 09.10.2006, Page 28
28 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐNÝ LAXDAL, Dápuhlíð 35, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landakotsspítala föstu- daginn 29. september, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Þórólfur Jónsson, Hulda Guðrún Þórólfsdóttir, Haukur Þórólfsson, Anna Laxdal Þórólfsdóttir, Elfar Bjarnason, Friðný Heiða Þórólfsdóttir, Gunnlaugur Nielsen, Sonja, Guðný, Þórólfur, Ingvar, Rúnar og Þorsteinn Jökull. ✝ Ingólfur Björg-vinsson, raf- virkjameistari í Reykjavík, fæddist 18. júní 1923 á Ból- stað í A-Landeyjum. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 30. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Filippusson, bóndi á Bólstað, f. á Hellum í Landsveit 1. des- ember 1896, d. 6. nóvember 1987, og Jarþrúður Pétursdóttir, f. á Högnastöðum í Helgustaðahreppi 28. mars 1897, d. 16. mars 1971. Systkini Ingólfs eru: A) Aðalheiður Kjart- ansdóttir, f. 2. október 1917, B) Ingibjörg Björgvinsdóttir, f. 30. september 1924, C) Baldur Björg- vinsson, f. 30. nóvember 1925, d. 30. ágúst 1928, D) Anna Stein- gerður Björgvinsdóttir, f. 14. júní 1927, d. 27. maí 1944, E) Árný Vil- borg Björgvinsdóttir, f. 11. janúar 1929, d. 25. mars 1984, F) Baldvin Aðils Björgvinsson, f. 18. apríl 1930, G) Filippus Björgvinsson, f. og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn, C) Kristín Brynja, f. 26. desember 1955, fyrrverandi maki Hjörtur Elíasson og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn, D) Ásgerður, f. 22. apríl 1958, maki J. Pálmi Hinriksson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn, E) Björgvin Njáll, f. 21. desember 1961, maki Sóley Andrésdóttir og eiga þau eitt barn og eitt barna- barn. Ingólfur stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1941 til 1942, nam rafvirkjun við Iðnskól- ann í Reykjavík. Meistararéttindi hlaut hann 1952 og löggildingu sama ár. Ingólfur starfaði á raf- vélaverkstæði Haraldar Hans- sonar 1948 til 1953, hjá RARIK 1954 til 1957 og rak rafvélaverk- stæði Haraldar Hanssonar 1957 til 1963 ásamt ekkju Haraldar. Ingólfur rak eigið fyrirtæki, Raf- orkuvirki, frá 1963. Ingólfur var gerður heiðursfélagi 1994 í Félagi löggiltra rafverktaka í Reykjavík. Ingólfur var afskaplega verk- laginn, vinnusamur og fjölhæfur til allra verka. Hann var afar hjálplegur sínum nánustu alla tíð og var fjölskyldan hans uppá- haldsviðfangsefni. Ingólfur verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 16. október 1931, H) Margrét Auður Björgvinsdóttir, f. 16. ágúst 1934, og I) Helga Björgvins- dóttir, f. 1. desember 1937, d. 13. nóv- ember 1957. Ingólfur kvæntist hinn 29. nóvember 1947 Önnu Tyrfings- dóttur, f. í Vestri- Tungu í Vestur- Landeyjum 28. nóv- ember 1928. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík og bjuggu lengst af í Hólastekk 8 í Reykjavík og fluttu í Tjaldhóla 60 á Selfossi í desem- ber 2005. Foreldrar Önnu voru Þóranna Helgadóttir, f. í Skarði í Þykkvabæ 6. september 1899, d. 21. ágúst 1989, og Tyrfingur Ein- arsson bóndi í Vestri-Tungu, f. í Þúfu í Vestur-Landeyjum 15. júní 1896, d. 19. október 1991. Börn þeirra Ingólfs og Önnu eru: A) Anna Jarþrúður, f. 17. september 1948, maki Thorbjörn Engblom og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn, B) Þóranna, f. 12. apr- íl 1952, maki Jón Finnur Ólafsson „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Minningin lifir í hjarta okkar allra. Takk fyrir allt, elsku pabbi okkar. Börnin þín fimm, Þrúður, Þóranna, Kristín, Ásgerður og Björgvin Njáll. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ er ljóðlína sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til allra þeirra stunda sem við pabbi áttum saman. Við vorum vinir eins og þeir gerast bestir. Með fullri virðingu fyrir öllum bestu pöbbum í heimin- um þá segi ég með stolti að ég hafi átt besta pabba í heimi. Samband okkar var ótrúlega gott og traust enda pabbi traustur sem klettur, alltaf tilbúinn að hjálpa mér og henni Sóleyju minni þegar hún kom inn í fjölskyldu mömmu og pabba. Svona var hann við alla í fjölskyldunni, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn og aðra þá sem tengdust inn í fjölskylduna. Hann var alltaf tilbúinn að taka þátt í öllu sem þurfti að gera og eru þær ófáar stundirnar sem við áttum saman við hin ýmsu verkefni s.s. smíðar, raf- lagnir, í hestamennskunni og svo mætti lengi telja. Hann kenndi mér heiðarleika, réttsýni, útsjónarsemi, vandvirkni og að sýna öðrum virð- ingu en jafnframt að standa fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Það var eins og pabbi kynni allt, alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á honum enda var hann vandvirkur og laghentur með ólíkindum. Hann byggði sitt eigið hús og hesthús og hvatti börnin sín og aðra fjölskyldumeðlimi til að láta framtíðardrauma sína rætast, studdi við bakið á okkur öllum í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur ávallt til að halda okkar striki. Öll áttum við systkinin að hefja okkar búskap með mökum okkar og litlu börnunum okkar í Hólastekknum, þar sem mamma og pabbi höfðu tvær íbúðir sem stóðu okkur systkinunum alltaf til boða og síðar barnabörnunum. Andrea okk- ar, sem þér þótti svo óskaplega vænt um og varst svo góður við alla tíð, fékk að sjálfsögðu líka tækifæri til að hefja sinn búskap hjá ykkur í Hóla- stekknum eins og svo mörg önnur barnabörn ykkar. Það var fjölskyld- an sem var númer eitt, tvö og þrjú í þínu lífi. Hún átti hug þinn allan, alla tíð. En nú skilja leiðir í bili, elsku pabbi minn. Nú er komið að því að maður verði að standa á „eigin“ fót- um, án þín. Það verður skrýtið að fara í haustverkin hér í Tungu og þú ekki með. Í staðinn verður maður að hugsa til þess að nú njóti maður þess góða uppeldis sem maður fékk og þeirrar lagni sem þú kenndir mér. Maður verður að horfa á það já- kvæða og halda merkjum þínum á lofti. Hugsa um fjölskylduna alla, njóta samverustundanna og láta ekki deigan síga. Við verðum að horfa fram á veginn og hugsa til alls þess góða sem við áttum saman. Elsku mamma mín, nú er pabbi farinn frá okkur, í bili. Eftir 63 ára sambúð ykkar pabba verður tómlegt fyrir þig og okkur öll að hafa hann ekki hjá okkur. Sorg þín og sökn- uður er mikill en styrkur þinn á sama tíma mikill og þú átt marga góða að. Núna verðum við fjölskyld- an að standa saman, áfram sem hingað til. Ég og mín fjölskylda munum ekki láta okkar eftir liggja í því sambandi. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Ég, Sóley, Andrea, Sóley litla og Davíð geymum góðar minningar um þig í hjarta okkar og munum búa að því alla ævi að hafa átt þig að.Við sjáumst síðar. Þinn eini sonur, Björgvin Njáll. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. (Davíð Stefánsson) Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns Ingólfs Björgvinssonar. Ég var svo lánsamur að kynnast Ingólfi fyrir rúmlega þrjátíu og sex árum, er ég kynntist dóttir hans Þórönnu. Nokkru eftir að ég kynnt- ist Ingólfi hóf ég nám hjá honum í rafvirkjun og vann hjá honum til 1980 er við fjölskyldan fluttum á Sel- foss. Ég minnist Ingólfs sem mikils vin- ar og félaga, hann var myndarlegur á velli, ákveðinn en afar sanngjarn, hann var rökfastur og vildi ræða málin ofan í kjölinn, hafði skoðanir sínar á hreinu og fylgdi þeim eftir til enda. Ingólfur var mikill fjölskyldu- maður og átti yndislega eiginkonu hana Önnu frá Vestri Tungu, hann kallaði hana oftast „kona“ á sinn sér- staka hátt sem ekki er hægt að lýsa á prenti. Er honum var kunnugt um hversu alvarleg veikindi hans voru sagði hann við mig í eitt skipti er ég var hjá honum, „Finnur minn, ég held að nú hafi ég fengið andstæðing sem ég kem til með að ráða ekki við“. Frá okkar fyrstu kynnum varst þú stoð okkar og stytta, gafst okkur góð ráð við hvaðeina sem við tókum okk- ur fyrir hendur, hvattir okkur til að gefast aldrei upp það væri engu að tapa til alls að vinna. Ingólfur var mikill náttúruunn- andi og hann elskaði landið sitt Ís- land, hann ferðaðist svolítið til Norð- urlandanna og einnig komst hann til Þýskalands, en það var ekki merki- legt í hans huga því að Ísland var landið. Hann unni hestum og öllu lífi í kringum sig, ófáar voru ferðir hans í Þórsmörk og um Rangárvellina á glæstum gæðingum, ásamt fjöl- skyldu sinni og vinum. Fyrir nokkrum árum eignaðist Ingólfur landspildu að Hellum í Landssveit sem hann erfði eftir föð- ur sinn, þar hóf Ingólfur að gróð- ursetja plöntur sem hann kom til úr græðlingum á veturna annaðhvort inni í bílskúr eða í skjólgóða horninu við bílskúrinn í Hólastekknum, síðan flutti hann trjástubbana í kerrunni sinn austur að Hellum á vorin, kom þeim niður og hlúði að þeim, skilyrð- islaust átti að nota húsdýraáburð ekki tilbúinn áburð. Mikið gladdist hann þegar við báðum um að fá að byggja bústað á landareign hans. Það var nú ekki verra að þetta var burstabær. Ingólfur var með frá fyrstu skóflustungu og ég held alla daga sem að unnið var við bygg- inguna þar til við fluttum inn um verslunarmannahelgi árið 2004. Hann gaf góð ráð og hélt okkur við efnið, hvílík orka, ósérhlífni og dugn- aður í einum manni þó að aldurs- munurinn á milli yngsta smiðsins og þess elsta væri sextíu ár. Því miður, kæri tengdapabbi, ent- ist þér ekki aldur til að eyða meiri tíma með okkur að Hellalundi, en við munum gæta vel að gróðrinum og landinu þínu og litli skógarvörður- inn, hún Sara Björk, mun örugglega aðstoða við það ásamt öllum öðrum úr fjölskyldunni. Það er af mörgu að taka því að samverustundirnar voru svo ótal margar frá því að ég kynntist þér bæði í vinnu, hestamennsku, veiði- túrum og ótal ferðalögum, aldrei bar skugga á samskipti okkar og þú varst og verður minn besti vinur. Ég vil þakka allan þann kærleik og umhyggju sem börnin, barna- börnin og tengdabörnin okkar fengu frá þér. Kæri tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði og bið góðan Guð að varðveita þig og styrkja tengda- mömmu og alla okkar fjölskyldu. Þín er sárlega saknað. Þinn tengdasonur Jón Finnur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessar línur úr Hávamálum koma í hugann við þá staðreynd að ævi- skeið elskulegs tengdaföður míns, Ingólfs Björgvinssonar, er á enda runnið. Ingólfur var sterkur persónuleiki, hélt fast við ákveðnar hefðir og var afar umhyggjusamur sínum nán- ustu. Honum var umhugað að halda uppi góðum gildum og leiðbeina börnum sínum og barnabörnum með góðu fordæmi. Vandfundinn er betri afi. Hlýlegt viðmót, meðfædd góðvild og öryggi gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hans. Afkomendur Önnu og Ingólfs eru nú 38 talsins og sóttu barnabörnin oft í skjólið hjá afa sín- um, enda mat hann þau öll að jöfnu og gerði aldrei upp á milli þeirra. Barnabörnin voru sólargeislarnir hans. Tónlist og söngur var Ingólfi hug- leikinn. Oft á tíðum þegar hann kom í heimsókn settist hann við píanóið og tók lagið. Sá siður komst á að við hittumst um hver áramót og áttum yndislegar stundir saman. Það eru slíkar minningar sem lifa áfram um ókomin ár. Þegar hann treysti sér ekki í heimboð til okkar hjóna viss- um við að eitthvað mikið bjátaði á. Tveimur dögum síðar lagðist hann inn á spítala. Heilsu hans, þessa stóra sterka manns, hrakaði stöðugt þær átta vikur frá því hann greindist veikur uns hann kvaddi á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands laugardaginn 29. september. Nú er vinalegt bros og hlýtt handtak horfið. En það lifir áfram í minningunni um elskulegan mann. Gestrisni og glaðværð ríkti ávallt á heimili þeirra hjóna Ingólfs og Önnu. Þau voru ófá skiptin þegar fjölskyldan hittist og dansinn var stiginn á stofugólfinu í Hólastekkn- um og músíkin skrúfuð í botn. Þá var Ingólfur hrókur alls fagnaðar. Fjöl- skyldan var honum allt og fyrir hennar velferð lifði hann enda var hún einstaklega samhent og sam- stiga í öllu. Ingólfur var náttúrubarn. Hann undi sér best í sveitinni og þá helst á hestbaki. Hann kunni vel að fara með hesta og voru farnir margir út- reiðartúrar. Minnist ég hestaferða um nágrenni Reykjavíkur og var iðulega hafður sá háttur á að fundinn var góður áningarstaður og kom Anna með bakkelsi og annað góð- gæti og var slegið til kaffiveislu úti í náttúrunni. Þegar Ingólfur hætti í hestamennskunni fann hann sér fljótlega annað viðfangsefni sem var uppgræðsla í landi sínu að Hellum í Landssveit. Ingólfur var góður verkmaður, drífandi og skipulagður í öllum at- höfnum. Við hjónin fengum oft að njóta hjálpar hans við húsbyggingar, raflögn og ýmsar framkvæmdir. Hann var afar bóngóður og fljótur til þegar eitthvað bjátaði á og ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Hann var dugnaðarforkur, verkhraður og unni sér ekki hvíldar fyrr en sá fyrir verklok. Þó hann væri farinn að veikjast tók hann vel til hendinni við smíði á verönd við nýja húsið sitt í Tjaldhólunum síðustu dagana áður en hann lagðist inn á spítala. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti fyrir samverustundirnar og miklum söknuði. Guð verði með þér, Anna mín, og veiti þér styrk til að takast á við framtíðina. J. Pálmi Hinriksson. Elsku besti afi minn. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér og hvernig þú lést allt vera í lagi. Þegar maður kom til þín og ömmu Önnu í Hólastekkinn, varstu alltaf jafnánægður og stoltur að sjá mann, alltaf sama ánægjan í augunum þín- um. Í öll þessi ár hefur þú verndað mig, mömmu og Hjört litla og ég veit að þú átt eftir að gera það áfram. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk afi minn, þín Brynja Rán Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man brosandi augun þín, hönd þína sem leiðbeindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Ég sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þér ævintýr. Hlustaði á sögurnar þínar. Hló að skrýtlunum. Undraðist töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi mínu. Hluti af mér. Um eilífð. (Erlendur höf.) Elsku afi, við kveðjum þig með Ingólfur Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.