Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 29 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LUISA BJARNADÓTTIR meinatæknir, Sunnuflöt 37, Garðabæ, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 11. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Rafn I. Jensson, Auður Rafnsdóttir, Thomas Hedemann, Herdís Björg Rafnsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Vala Dögg, Luisa, Mikkel Andri, Rafn Viðar og Gunnar Smári. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTJÁN J. JÓHANNESSON, Öldugötu 11, Flateyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 3. október. Minningarathöfn fer fram í Fossvossvogskirkju þriðjudaginn 10. október kl. 15.00. Útför hans og ástkærrar eiginkonu hans, SÓLVEIGAR D. KJARTANSDÓTTUR sem lést 15. júlí 2005, fer fram frá Flateyrarkirkju föstudaginn 13. október kl. 15.00. Kjartan Kristjánsson, Ívar Kristjánsson, Kristín Pétursdóttir, barnabörn og systkini þeirra látnu. söknuði í hjarta og góðar minningar í okkar huga. Það var nú alltaf gott og gaman að vera í kringum þig. Hressleikinn alltaf til staðar og þér fannst alltaf gaman að hafa fjöl- skylduna hjá þér. Að koma í Hóla- stekkinn til ykkar ömmu var alltaf notalegt því alltaf var tekið vel á móti manni og ekki breyttist það þegar þið fluttuð á Selfoss í Tjaldhól- ana. Ánægja ykkar ömmu var mikil þegar þið voruð búin að koma ykkur vel fyrir þar. Jólin í Hólastekknum eru alltaf eftirminnileg, þá kom öll stórfjöl- skyldan saman og eldaður var góður matur, sungið við undirspil frá þér og pakkarnir opnaðir. Þú sást alltaf um að lesa á pakkana og var það nú mikill lestur enda fjöldi manns sam- an kominn. Núna síðustu ár var það líf þitt og yndi að fara upp í land að Hellum og gróðursetja og eru komn- ar margar fallegar plöntur þar. Þeg- ar mamma og pabbi fóru að byggja bústaðinn þarna upp frá varst þú al- veg á fullu að hjálpa til og eru ófáar vinnustundirnar sem liggja þar að baki. Þó að þú fáir ekki að njóta þess að vera með okkur þar í lifanda lífi vitum við að þú ert með okkur sem fallegur engill, elsku afi. Mikill sökn- uður er hjá okkur öllum eftir að þú kvaddir þennan heim en við vitum að þér líður mun betur núna. Takk fyrir að fá að kynnast þér, elsku afi okkar. Við munum alltaf elska þig. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í þessari miklu sorg og vaka yfir þér. Þín barnabörn Arndís Hildur, Ólafur Þór og Anna Þóra. Elsku afi, nú er komið að þeirri stund sem við höfum alltaf kviðið mest fyrir, að kveðja þig, besta afa sem hægt er að hugsa sér. Þú hefur alltaf verið svo hjálpsamur og alltaf verið til staðar og tilbúinn til að gera allt fyrir okkur, þegar við höfum þurft á þinni hjálp að halda, hvað sem það var, þaust þú af stað til að stjana við okkur. Alla þriðjudaga í mörg ár passaðir þú okkur, þú sóttir okkur fyrst í skólann, svo fórum við heim í Víðibergið, borðuðum bakk- elsi og höfðum það notalegt og skemmtilegt saman. Afi, þú ert besta pössunarpía í heimi. Afi, þú varst líka alltaf svo áhuga- samur um allt sem við tókum okkur fyrir hendur og lést okkur finna fyrir því hversu mikið þér þótti vænt um okkur og varst stoltur af manni. Þú varst sérstaklega ánægður og stolt- ur af því að Tinna var að læra að spila á píanó. Það var svo gaman að spila á píanóið með þér elsku afi, enda gerðum við það mörgum sinn- um. Á hverjum þriðjudegi hjálpaðir þú mér að æfa mig, last nóturnar með mér og slóst taktinn. Eftir það skutlaðir þú mér í tónlistarskólann og beiðst alltaf á sama bekknum á meðan ég var í píanótíma. Þessar stundir met ég mikils og mun alltaf geyma í hjartanu mínu. Afi, þú lést mig hafa píanóið þitt og vildir að ég hefði það og æfði mig, þótt þú spil- aðir mikið sjálfur. Það eitt sýnir ör- læti þitt. Ég mun alltaf hugsa um þig þegar ég spila á píanóið og á tón- leikum, og þú munt alltaf hlýja fingr- unum mínum fyrir tónleika. Þegar ég, Birkir, var veikur heima komst þú oft og hélst mér fé- lagsskap. En aldrei grunaði mig að við gætum skemmt okkur jafnvel saman við að horfa á Alþingi í sjón- varpinu. Mér leist ekki á blikuna í fyrstu en það batnaði fljótt þegar ég byrjaði að muna nöfnin og varst þú alltaf duglegur að segja mér hverjir væru góðir og hverjir slæmir. Þessir dagar heima í sófa með þér gleymast seint. Þú varst alltaf í góðu skapi og komst mér til að hlæja. Afi, þú verð- ur alltaf fyndnastur af öllum í mínum augum. Ég man eitt skipti þegar við sátum aftur saman að horfa á sjón- varpið. Eitthvað var lítið í sjónvarp- inu sem vakti áhuga okkar og þá mælir þú til mín „Birkir, hvað segir þú um að við horfum á Popptíví því þar eru alltaf svo margar sætar skvísur“ og svo glottir þú. Það hefur alltaf verið svo gaman og gott að vera hjá þér og ömmu, þegar við vorum lítil og gistum hjá ykkur, sagðir þú okkur alltaf svo skemmtilegar sögur, eins og „Bú- kollu“ og „Hans klaufa“, svo settir þú fingurna okkar inn í lófana þína og tásurnar á milli læranna til að hlýja okkur fyrir svefninn. Amma las svo allar fallegu bænirnar sínar áður en við sofnuðum vært og rótt á milli ykkar. Þegar það var ekki leng- ur pláss fyrir okkur öll í einu rúmi, voruð þið svo yndisleg að breyta fyr- irkomulaginu þannig að stelpurnar sváfu saman og strákarnir saman. Svo þegar við vöknuðum á morgn- ana horfðir þú á barnaefnið með okkur í stað þess að hlusta á frétt- irnar, þú varst svo æðislegur. Ég, Kristín, fékk að búa hjá ykkur í mörg skipti, man ég sérstaklega eftir því þegar ég bjó hjá ykkur þeg- ar ég var lítil og ég og þú afi tókum okkur alltaf síðdegisblund undir blaðinu í stólnum þínum, þar sem við kúrðum saman, það fannst mér alltaf svo gott. Svo átti ég tæp tvö dýrmæt og skemmtileg ár hjá ykkur, fyrst eftir að ég flutti að heiman og á þeim tíma fæddist Ísak litli, sem var svo rosalega mikið hændur að ykkur báðum og hann var ekki lengi að fatta að það var mikið skemmtilegra að vera uppi hjá ykkur, eða úti að hjálpa þér að taka til í garðinum. Elsku afi, við vitum að þér líður vel núna hjá guði og öllum hinum englunum, samt hugsum við um þig á hverjum degi með söknuði og það á eftir að vera mjög erfitt að vera án þín. Þú ert einstakur á allan hátt, ekki bara besti afi og pössunarpía í heimi, heldur líka alveg rosalega góður vinur. Við eigum endalaust af yndislegum minningum um þig og þær verða í huga og hjarta okkar alla ævi. Afi, við elskum þig og sökn- um þín rosalega mikið. Elsku amma, þú hefur verið ótrú- lega sterk og dugleg á þessum erfiða tíma, þú veist að við erum alltaf með hugann hjá þér og við vitum að guð vakir yfir þér á þessari erfiðu stund. Þín afabörn, Kristín Hrund, Tinna og Birkir. Elsku Ingólfur afi, það eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig, afi minn. Þegar ég var lítill og eyddi nokkrum dögum á sumrin hjá ykkur ömmu til að vinna í garð- inum, við fórum á hestbak og þú sagðir okkur sögur á kvöldin. Bú- kollu kunnirðu utan að og sagðir svo skemmtilega frá að maður sá söguna fyrir sér ljóslifandi þegar maður hlustaði á frásögnina. Þú safnaðir saman barnablaðinu úr Tímanum og sendir mér í pósti merkt „Ingólfur Örn Finnsson“ en oftast kallaðirðu mig „Nafni“. Ég gleymi því aldrei að á hverjum afmælisdegi gafstu mér alltaf einhver verkfæri, réttir þau laumulega að mér og sagðir: „Hérna, Nafni“. Þetta voru verkfæri eins og hamar, skrúfjárn, síll, verkfæra- taska o.fl. verkfæri sem ég hafði ekkert að gera við þá en það kom sá tími að ég gat loksins byrjað að nota þau og geri enn í dag. Ég fékk fljótlega áhuga á raf- magni og ákvað að læra rafvirkjun eins og „Ingólfur afi“. Ég naut þeirra forréttinda að fá að búa hjá ykkur ömmu í Hólastekknum er ég nam við Fjölbraut í Breiðholti. Tvö ár bjó ég hjá ykkur og lærði sjálfsagt meira um lífið á þessum tveimur ár- um hjá ykkur en nokkurn tíman, það var hægt að tala um allt við ykkur og alltaf var stutt í grínið inn á milli. Seinna þegar ég ákvað að hefja nám í meistaraskólanum kíkti ég inn í Hólastekkinn og spurði þig hvort ég mætti endurvekja fyrirtæki þitt sem þú rakst á sínum tíma. Andlit þitt breyttist í dularfullt bros, horfð- ir niður á borðið og leist loks á mig og jánkaðir því. Þetta einstaka bros á vörum þínum hjálpaði mér við að einbeita mér að því að klára námið og endurvekja fyrirtækið sem þú hafðir með miklum dugnaði og elju haldið úti í fjöldamörg ár. Þú kenndir mér svo ótal margt á þessum tíma, heiðarleika, sanngirni, vandvirkni, dugnað o.fl. Þetta eru bara brot af þeim orðum sem lýsa þér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir alla og studdir okkur öll í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú unnir skepnum jafnt sem plöntum, og landið þitt að Hellum átti sérstakan stað í hjarta þínu. Þar komst þú upp mikilli trjárækt og annaðist þann gróður líkt og fjölskyldu þína. Fylgdist með þeim og annaðist frá smáum hríslum af mikilli alúð þar til þau urðu að stórum trjám, sem vaxa og dafna í landinu þínu að Hellum. Nú tökum við fjölskyldan við og önn- umst plönturnar þínar líkt og þú hef- ur gert hingað til. Hlúum að þeim sem á því þurfa að halda og leggjum rækt við það sem þú hefur annast í gegnum tíðina. Í dag grátum við góðan mann en þökkum um leið fyrir allan þann tíma sem hann gaf okkur. Minningarnar um þig munu lifa í hjarta mér alla ævi. Kveðja, Ingólfur Örn (Nafni). Elsku afi. Nú ert þú ekki lengur á meðal okkar og við vitum ekki alveg hvern- ig við eigum að fara að án þín. Það er tómarými sem enginn getur fyllt. Þótt við höfum alist upp langt í burtu frá þér hefur þú alltaf verið svo nálægur í okkar hjarta. Við höf- um haft heppnina með okkur að eiga þig sem afa. Að við fengum að hafa þig hjá okkur þangað til við sjálf urð- um fullorðin og eignuðumst okkar eigin börn. Þvílík gjöf það hefur ver- ið fyrir okkur og okkar börn að fá að þekkja þig. Afi, í hvert skipti sem við komum til Íslands, lést þú okkur alltaf finna fyrir því, hversu mikið við vorum velkomin. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur. Ef þú bjóst ekki til húla- húla hringi úr rafmagnsröri fórst þú með okkur í útreiðartúra. Manstu þegar þú skutlaðir Ingu á sveitaball og sast fyrir utan í bílnum og beiðst þangað til ballið var búið, þá var klukkan orðin hálffjögur um morguninn. Þú vildir ekki fara heim af því þú vildir vera til staðar fyrir Ingu ef hún yrði leið. Við vitum að það er bara einn afi í heiminum sem myndi gera eitthvað svona lagað. Þín umönnun fyrir okkur var ein- stök. Við vitum líka að allt sem þú gerðir fyrir okkur gerðir þú af ást. Alltaf varstu tilbúinn að sýna okk- ur þitt elskaða Ísland, sem þér þótti svo vænt um og sem þú vildir að við elskuðum líka. Þú kenndir okkur öll- um það. Betri ferðaleiðsögumann gat maður ekki haft. Sumar eftir sumar varst þú alltaf tilbúinn í skemmtileg og spennandi ferðalög með okkur. Þú gerðir það með gleði, stolti og kærleika. Við viljum þakka fyrir að þú varst afi okkar og fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Við elskum þig að eilífu og þú ert alltaf í hjarta okkar. Við söknum þín, þú ert ómissandi. Elsku amma, þið afi hafið alltaf verið ein eining, en nú er annar helmingurinn farinn. Við vitum að þetta er erfitt fyrir þig, elsku amma, en við erum alltaf með þér í hug- anum og reynum að standa með þér. Afi, við sjáumst. Anna Katrin, Eva Maria, Inga Karin og Róbert Sven Ingólfur. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Elsku Ingólfur afi, í dag kveðjum við þig með miklum söknuði og trega. Við erum sorgmædd og ósátt við það hvernig þú varst tekinn frá okkur. En við vitum að nú líður þér vel og ert ekki lengur í baráttu við óvin þinn sem heltók þig. Þú varst svo góður afi og mikill vinur okkar. Við munum þegar við vorum öll saman uppi í landinu þínu á Hellum að byggja sumarbústaðinn og þar er líka skógurinn þinn sem þú lagðir mikla rækt við og hugsaðir vel um. Þegar þú veiktist gerðir þú Söru Björk að skógarverði í skóginum og ætlar hún að sinni því starfi af alúð og Arnar Freyr, litli vinur þinn, ætl- ar að hjálpa henni. Við eigum líka alltaf eftir að finna fyrir þér þar með okkur. Arnar Freyr hvíslaði að mömmu: „Ég vil ekki að afi sé dáinn.“ Karen Birta bendir upp í loft og segir: „Afa Ló (Ingólfur afi) hjá guði.“ Elsku besti afi, við þökkum þér allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum með þér. Þú og minn- ingarnar um þig munu lifa í hjarta okkar að eilífu. Við biðjum góðan guð að styrkja Önnu ömmu í sorginni. Við ætlum líka að vera hjá henni og veita henni styrk. Þín langafabörn og vinir Sara Björk, Arnar Freyr og Karen Birta. Hann Ingólfur sagði þegar hann hafði gengið frá bréfi með hnita- gögnum á landi okkar systkinanna. „Ef þau verða ekki ánægð með okk- ur þá verðum við að bíta í það súra epli.“ Og hann brosti í sjúkrarúminu. Hann sem hafði mælt löndin okkar svo nákvæmlega að ekki skeikaði. Allir skyldu fá jafnt. Hann sem hafði séð um skiptingu á dánarbúi for- eldra okkar, á sínum tíma, með þeim hætti að allir voru ánægðir. Það ríkti friður og sátt. Hann gat þetta svo vel, af því að hann var sanngjarn og réttlátur. Það hafði upplitast í sól- inni erindið úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann setti und- ir gler og stillti upp á landinu sínu á Hellum þegar hann byrjaði að gróð- ursetja í frístundabyggðinni. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Hann átti til nýtt eintak. Hann ætlaði að skipta um og bera á ramm- ann. En tíminn er stundum naumur. Þakka þér fyrir samveruna, Ingólf- ur. Þakka þér fyrir að koma mér í gegnum eðlisfræðiprófið í gamla daga og að glæða hjá mér réttlæt- iskennd. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt, bróð- ir minn. Margrét. Hið sterka tré er fallið. Innviðirnir brustu. Það féll með reisn til jarðar. Já, ættarhöfðinginn Ingólfur er all- ur. Það er gleði á vorin þegar brumið á trjánum springur út og ljósgræn blöðin opnast. Vaxtarsprotar teygja sig til himins til að ná sem mestri birtu og yl sólar. Skógurinn allur lifnar við og einstaklingarnir, trén í skóginum, keppast við hvert eftir sínum mætti að ná til birtu sumars- ins. Sum tré í skóginum eiga erfitt uppdráttar. Þar eru ekki styrkir stofnar, jarðvegurinn grýttur og vantar frjósama mold. Önnur eru styrk, eru gott kvæmi, falla í frjó- sama mold vaxa upp tignarleg og bein, standa upp úr í skóginum. Ég sé Ingólf í minningunni sem sterka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.