Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eldri borgarar í Hafnarfirði
Föstudaginn 29. sep. var spilað á
12 borðum. Meðalskor var 216. Úr-
slit í N/S
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 264
Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 251
Jón Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 244
A/V
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 267
Björn Björnsson – Haukur Guðm.s. 258
Jón Pálmason – Eyjólfur Ólafsson 241
Á föstudögum er spilað um stig til
verðlauna fram að jólum. Staðan í
stigakeppninni er þessi.
Guðrún Gestsdóttir 60 stig
Bragi V. Björnsson 42 stig
Oliver Kristófersson 40 stig
Rafn Kristjánsson 40 stig
Spilað var þriðjudaginn 3. okt á 12
borðum. Úrslit urðu þessi í N/S
Ragnar Björnsson – Eysteinn Einarsson 260
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 251
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 233
A/V
Sigurður Hallgrímsson – Anton Jónsson 249
Jón Ó Bjarnas. – Skarphéðinn Lýðss. 247
Jón Gunnarss. - Sigurður Jóhannss. 243
Þá fer fram stigakeppni á þriðju-
dögum og staðan eftir 8 umferðir er
þessi:
Ragnar Björnsson 62 stig
Björn Björnsson 59 stig
Ólafur Ingvarsson 56 stig
Sigurberg Elentínusson 56 stig
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 1/10 var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Úrslit
voru eftirfarandi í Norður-Suður:
Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 247
Garðar Jónsson – Guttormur Vik 242
Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 222
Austur-Vestur
Þorleifur Þórarins. – Haraldur Sverris. 225
Jórunn Kristinsd. – Stefán Óskarsson 224
Þórir Jóhannss. – Sigurður Sigurðss. 224
Sunnudaginn 8/10 hefst fjögurra
kvölda tvímenningskeppni.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Starfsemi Bridgefélags Borgar-
fjarðar hófst í Logalandi mánudag-
inn 2. okt. með 16 para tvímenningi.
Borgnesingar voru venju fremur
áberandi í hópnum og alltaf gaman
að fá þá í heimsókn. Hins vegar er nú
óþarfi hjá þeim að vera jafnáberandi
í efstu sætum eins og þetta kvöld.
Úrslit urðu annars þessi í
N-S
Annar Einarsdóttir – Kristján Axelsson 172
Guðm.Þorsteinsson – Flemming Jessen 156
Guðm. Jónsson – Elín Þórisdóttir 154
A-V
Dóra Axelsdóttir – Jón H. Einarsson 144
Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 141
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 139
Næst verður spilað mánudaginn 9.
október og þá verður einskvöldství-
menningur. Bridsspilarar nær og
fjær eru velkomnir og sérstaklega
tækjum við vel á móti nýliðum.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, mánud. 2. okt.
Meðalskor 216 stig.
Sindrakeppnin 1. umferð af 7.
Árangur N-S.
Jón Hallgrímss. – Magnús Oddsson 256
Gísli Víglundss. – Olíver Kristófersson 249
Jóna Magnúsd. – Sigrún Pétursd. 224
Árangur A-V.
Jóhann Lúthers – Ægir Ferdinands. 279
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 246
Magnús Ingólfsson – Ólafur Ingvarsson 243
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 5. okt. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S.
Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 282
Pétur Antonss. – Ragnar Björnss. 244
Gísli Víglundss. – Olíver Kristófersson 243
Árangur A-V.
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 251
Eggert Þórhallss. – Jón Árnason 242
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 236
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Raðauglýsingar 569 1100
Húsnæði í boði
Hólmaslóð – Grandar
Vinnustofa/skrifsfofa til leigu
Höfum til leigu pláss undir vinnustofu/
skrifstofu við Hólmaslóð sem er um 67 fm.
Húsnæði í góðu ástandi. Laust nú þegar.
Nánari uppl. veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4, s. 570 4500.
Félagslíf
MÍMIR 6006100919 I Kjör á
nýjum Stm.
HEKLA 6006100919 VI
GIMLI 6006100919 III
I.O.O.F. 19 1871098 F.L.
I.O.O.F. 10 1871098
tréð í skóginum. Auða svæðið er nú
stórt. Þetta tré var alltaf í forystu,
hafði sterkan bol og lét til sín taka.
Þegar vorið endar og sumarið tekur
við dökkna og þroskast hin ungu lauf
trjánna. Þau safna forða til komandi
kynslóða, opna sig betur og láta frjó-
korn af sér falla sem eru framtíð
skógarins þar sem sterkir einstak-
lingar endurnýjast og eiga komandi
vor og sumar til vaxtar. En það
haustar að á ári hverju og í ævi hvers
manns. Laufið tekur á sig liti hausts-
ins og flóran skartar sínu fegursta.
Að lokum kemur vindurinn og feykir
laufinu til jarðar. Moldin tekur við.
Hið sterka tré hefur lagt sitt til í líf-
ríki jarðar. Það hefur unnið og
frjóvgað jarðveginn og gefið kom-
andi kynslóðum heilnæmt loft til
andardráttar.
Ég vil þakka Ingólfi mági mínum
fyrir margar góðar stundir sem við
höfum átt saman. Þar fór sterkur
maður.
Ástvinum öllum sendi ég mínar
bestu óskir og samúðarkveðjur.
Sjöfn Árnadóttir.
Sumir menn sem við þekkjum eru
svo vel af Guði gerðir að bara það að
heyra nafnið þeirra fyllir mann
trausti, gleði og væntumþykju. Þetta
á við um Ingólf móðurbróður minn
Björgvinsson sem við kveðjum í dag
með söknuði en þökkum almættinu
fyrir að hafa gefið okkur hann.
Í mínum bernskuminningum er
mikill ljómi yfir heimsóknum þeirra
Ingólfs og Önnu með krakkana til
okkar í sveitina að Svanavatni, þar
sem pabbi og mamma stunduðu bú-
skap. Ingólfur og Anna voru búsett í
Reykjavík og ferðir milli þessara
staða ekki eins tíðar og er í dag.
Gjarnan var látið vita með nokkrum
fyrirvara um fyrirhugaðar heim-
sóknir í sveitina og hófst þá tilhlökk-
unartímabil, því öruggt var að nú
yrði gaman.Ekki spillti það tilhlökk-
uninni að elsta dóttir þeirra hún
Þrúður er jafngömul mér og dvaldi
hún stundum hjá okkur á sumrin og
varð okkur og er enn mjög vel til
vina. Það var engin lognmolla í gangi
þegar þau voru mætt á svæðið. Ing-
ólfur lét til sín taka í orði og verki. Í
fermingarveislum okkar systkina
stjórnaði hann útileikjum, hann
skipulagði Þórsmerkurferðir, var
hrókur alls fagnaðar í umræðum við
eldhúsborðið um landsins gögn og
nauðsynjar og stundum æstist leik-
urinn þegar pólitík bar á góma en
Ingólfur var mikill framsóknarmað-
ur og lét ekki halla á sína menn. Það
var einmitt í sambandi við pólitík,
sem ég mörgum árum síðar fékk
mína einu aðfinnslu frá Ingólfi. Það
var þegar ég hafði nýlega hafið minn
stutta stjórnmálaferil og gengið í
stjórnmálaflokk, ekki þó Framsókn.
Hann hringdi og spurði með sín-
um þróttmikla málrómi: „Ertu geng-
in í Alþýðubandalagið?“ Ég játaði.
„Og hvað á það að þýða?“ Við ein-
hvern annan viðmælanda hefði ég
reynt pólitísk rök eða hækkað róm-
inn, – en ekki við hann Ingólf Björg-
vinsson – af og frá.
Nú er þetta og svo margt, margt
fleira dýrmætar minningar um stór-
an, sterkan og bráðskemmtilegan
mann.
Í síðasta samtali okkar Ingólfs
sagði hann: „Ég bið að heilsa þínu
fólki, það er mitt fólk líka, ekki
satt?“ Það er sannarlega hans fólk –
sem kveður nú höfðingja sinn með
virðingu og hjartans þökkum fyrir
allt. Guð blessi Önnu og stóra hópinn
þeirra Ingólfs.
Ingibjörg Marmundsdóttir.
Sumt í lífinu finnst manni ein-
hvern veginn bara eiga að vera. Ing-
ólfur frændi var þannig í mínum
huga. Hann var. Teinréttur og flott-
ur kominn á níræðisaldur. Frændi
sem stundum gat gustað af á yfir-
borðinu en gull af manni og fullur
hlýju. Frændi sem átti stóru fjöl-
skylduna og þótti ekkert leiðinlegt
að eiga almennilegan amerískan bíl í
den. Frændi sem var foringi en líka
maður samvinnu. Frændi sem hló
með öllum líkamanum og var með
bumbu sem öll börn vildu kúra við.
Frændi sem var gott að vinna með
og gaman að vera með. Frændi sem
var traustur eins og klettur og með
svo stóran faðm að allt virtist geta
rúmast þar. Frændi sem blés á kyn-
slóðabilið og naut þess að syngja og
vera með sínum. Frændi sem nú er
saknað.
Úr Sigluvogi sendum við Olla og
börn, innilegustu samúðarkveðjur
Ingólfsfjölskyldunni. Guð blessi ykk-
ur öll og minningu um góðan mann.
Helgi.
Þó að Austur-Landeyjar séu nú
búsældarlegar og jarðirnar hentug-
ar og þurrlendi mikið og gjöfult hef-
ur svo ekki ávallt verið. Landeyjarn-
ar voru áður fyrr afar blautlendar og
víða erfiðar yfirferðar. Við þær að-
stæður fluttu árið 1923 að Voðmúla-
staða-Suðurhjáleigu hjónin Jarþrúð-
ur Pétursdóttir og Björgvin
Filippusson og þetta sama ár fædd-
ist þeim sonurinn Ingólfur. Hann
var næstelstur þeirra systkina sem
ólust upp á Bólstað en það hét bær-
inn eftir að nafninu var breytt árið
1941 og bæjarheitið Bólstaður lög-
fest.
Verkefnin sem blöstu við hinum
ungu hjónum voru óþrjótandi.
Smám saman voru mýrarnar ræstar
fram, landið brotið til túnræktar og
byggingar reistar. Þó að flest verk
væru unnin með handafli einu saman
var hesturinn réttnefndur þarfasti
þjónninn sem létti þyngstu byrðun-
um af búendum. Börnin léttu undir
með foreldrum sínum og lærðu
snemma að vinna. Ingólfur var elsti
sonurinn og varð fljótlega liðtækur
við bústörfin og síðar röskur verk-
maður á Bólstað. Ungur gekk hann
til flestra útiverka, verklaginn, út-
sjónarsamur og glöggur. Vinnusem-
in sem Ingólfur tamdi sér í æsku ein-
kenndi hann æ síðan.
Samheldni og glaðværð fylgja
systkinunum frá Bólstað. Þau ólust
upp við ástríki og trygglyndi á
sveitaheimili þar sem lífsgildin voru
samviskusemi, hjálpsemi og heiðar-
leiki. Í Voðmúlastaðahverfinu og á
næstu bæjum voru barnmargar fjöl-
skyldur. Leikfélagar voru á hverju
strái og náttúran allsherjar leikvöll-
ur með Eyjafjallajökul, Tindfjöll og
aðrar rangæskar náttúruperlur í
bakgrunni og Vestmannaeyjar í
suðri. Á góðum stundum mátti heyra
systkinin frá Bólstað minnast æsku-
vinanna sem margir reyndust föru-
nautar á vegi lífsins síðar meir. Ing-
ólfur var trúr sínu æskuhéraði og
ræktaði alla tíð sambandið við Rang-
árþing og Rangæinga og ekki síður
við þá sem fluttir voru brott úr hér-
aði. Þeirra vettvangur hefur meðal
annars verið Rangæingafélagið í
Reykjavík.
Án efa hefði Ingólfi búnast vel
sem bónda en hann kaus annan
starfa. Hann var harðduglegur til
allra verka og hlífði sér hvergi, alla
tíð dýravinur og hestamaður og mat
ávallt einstaka eðliskosti íslenska
hestsins og átti margan gæðinginn á
langri ævi. Um áratuga skeið átti
hann hesthús í Reykjavík. Það má
sjá fyrir sér taumatökin traustu þeg-
ar Ingólfur tók klárana til kostanna
á björtum vorkvöldum eða kyrrum
vetrardögum þar sem ísinn brast og
kastaðist undan hófaslættinum. Á
sumrin tóku við reiðtúrar austur í
Rangárþingi. Mér eru einmitt minn-
isstæðar slíkar ferðir Ingólfs í góðra
vina hópi frá því ég var gutti á Hellu.
Hann var þá manna höfðinglegastur
í fasi, glaðbeittur vel og hrókur alls
fagnaðar.
Fyrir allmörgum árum erfðu
systkinin frá Bólstað hluta úr föð-
urleifðinni, jörðinni Hellum á Landi.
Þar fæddist Björgvin faðir þeirra og
átti sín æsku- og uppvaxtarár þar til
hann fluttist búferlum austur í
Landeyjar. Skarðsfjallið rís tignar-
legt mót þeim vegfarendum sem leið
eiga upp Landsveitina og undir fjall-
inu hafa í aldanna rás staðið bæir í
skjóli fyrir nöprum austlægum vind-
um og norðlægum og þeim eyðing-
aröflum náttúrunnar sem leikið hafa
Rangárþing grátt. Jörðin Hellar er
nú gróin og búsældarleg þó að víða
standi grjótið upp úr hraunkápunni
sem vitnisburður um þau reginum-
brot sem skópu þetta land. Á þess-
um slóðum forfeðranna undi Ingólf-
ur sér vel. Hann gekk sporléttur um
landið og þótt kominn væri af létt-
asta skeiði fannst Ingólfi létt verk og
gott að ganga á Skarðsfjall til að
huga að vatnsbólinu eða skyggnast
um. Dóttir og tengdasonur Önnu og
Ingólfs hafa byggt sér reisulegt
sumarhús í landi Hella þar sem fjöl-
skyldan getur komið saman og átt
sínar gleðistundir í kyrrð og fegurð
sveitarinnar. Ég trúi því að ljóð-
skáldið Grétar Fells sem ólst upp í
Fellsmúla á Landi hafi átt við
Skarðsfjall þar sem hann yrkir í ljóð-
inu Fjallið eina: – Einbúinn þögli, ég
elska þinn frið, óska mér hjá þér að
búa –.
Ingólfur var gæfumaður í einkalífi
og átti að lífsförunaut þá yndislegu
eiginkonu Önnu Tyrfingsdóttur. Í
heimsóknum til þeirra hjóna hafa
móttökur alla tíð verið afburða hlýj-
ar og gestrisni þeirra og vinátta ein-
læg. Anna reiðir fram góðgjörðir af
bestu sortum og spyr frétta enda
annt um hagi og heilsu þeirra sem
nærri henni standa. Hún býr yfir
ríkri góðvild og manngæsku sem og
Ingólfur, en hann var líka ákveðinn
og rökfastur þá honum þótti henta
og stundum hvatskeyttur og fastur
fyrir. Ingólfur var ætíð veitull höfð-
ingi heim að sækja, kveðjuhandtakið
traust, brosið milt og blikið blítt í
auga. Þau hjónin áttu fimm dugmikil
mannkostabörn. Samheldni fjöl-
skyldunnar er mikil og áhugi Önnu
og Ingólfs fyrir velferð afkomend-
anna tær og sannur. Það var bjartur
og hlýr haustdagur þegar Ingólfur
kvaddi þennan heim. Farfuglarnir
voru að ferðbúast til fjarlægra slóða
og hann lagði sjálfur af stað í sína
hinstu för. Það er bjart yfir minning-
unni um þennan höfðinglega vin
minn og kæran frænda. Hann var
hlýr maður og drengur góður.
Við Hrafnhildur og börnin okkar
vottum Önnu, afkomendum þeirra
og öðrum ástvinum dýpstu samúð.
Þeirra missir er mikill.
Fannar Jónasson
Ingólfur Björgvinsson
FRÉTTIRMINNINGAR
FRAMKVÆMDIR við fyrsta fram-
haldsskólann sem Þróunarsam-
vinnustofnun byggir í Malaví í sam-
vinnu við heimamenn eru hafnar í
grennd við fiskimannaþorpið
Malambo. Skólinn á að þjóna um það
bil fjórtán nærliggjandi þorpum.
Stefnt er að því að skólinn verði fok-
heldur fyrir upphaf regntímans, um
mánaðamótin nóvember og desem-
ber, en framkvæmdum á að ljúka um
áramót.
Skólinn heitir Nankhwali Comm-
unity Day Secondary School og hef-
ur verið án húsnæðis um hríð. Skól-
inn hafði yfir að ráða einni
skólastofu en húsnæðið var í eigu
klausturs á staðnum. Stella Sam-
úelsdóttir, starfsmaður ÞSSÍ, hefur
yfirumsjón með byggingafram-
kvæmdunum. Í fréttatilkynningu
kemur fram að klaustrið vildi end-
urheimta aðstöðuna og þar af leið-
andi var skólinn orðinn algjörlega
húsnæðislaus.
Aðrir framhaldsskólar eru í
margra kílómetra fjarlægð og vegna
skorts á aðstöðu voru nemendur að-
eins um eitt hundrað talsins og að-
eins kennt í tveimur fyrstu bekkjum
framhaldsskólans. Þróunarsam-
vinnustofnun er núna að byggja tvær
skólablokkir með samtals fjórum
kennslustofum, einni stofu fyrir
hvern árgang, sem tekur um eða yfir
fimmtíu unglinga. Einnig verður að-
staða í nýja skólanum fyrir bókasafn,
sérstök stjórnunarbygging verður á
staðnum, salernisaðstaða, auk þess
sem byggð verða tvö kennarahús og
grafinn brunnur við skólann. Þá er
verið að smíða húsgögn fyrir skól-
ann fyrir íslenskt fé. Þróunarsam-
vinnustofnun byggir nú í fyrsta sinn
með nýrri umhverfisvænni aðferð
með svokölluðum „soilblocks“ en það
eru kubbar úr sementsblöndu sem
látnir eru þorna í sólinni.
Þegar skólinn verður fullbúinn
verður unnt að bjóða framhalds-
skólanemum á þessu svæði í suður-
hluta Malaví kennslu á öllum stigum
framhaldsmenntunar á grunn-
skólastigi.
Ljósmynd/Stella Samúelsdóttir.
Framkvæmdir Sólþurrkun byggingarefnis í nýja framhaldsskólann sem
Þróunarsamvinnustofnun byggir í Malaví.
Þróunarsamvinnustofnun
byggir framhaldsskóla í Malaví