Morgunblaðið - 09.10.2006, Qupperneq 32
Lokamynd Alþjóðlegrarkvikmyndahátíðar, For-stjóri heila klabbsins (Di-rektören for det hele) var
sýnd á laugardagskvöldið í Há-
skólabíói að viðstöddu fjölmenni.
Heiðurinn af ræmunni á Lars Von
Trier. Því miður sá hinn danski
óþekktarangi og snillingur sér ekki
fært að mæta á frumsýninguna á Ís-
landi þar sem blessaður karlinn þjá-
ist af svakalegri flughræðslu en vinur
hans og kollegi, Friðrik Þór Frið-
riksson kvikmyndagerðarmaður,
spjallaði í staðinn við áhorfendur á
léttum nótum. Friðrik, sem fer með
rullu í myndinni, við-
urkenndi að hann væri
ansi stressaður, þó ekki
vegna frumsýning-
arinnar, heldur vegna
yfirstandandi fótbolta-
leiks Íslendinga og
Letta. Kvikmyndamó-
gúllinn okkar krúttlegi
var flottur í svörtum
jakkafötum og æf-
ingaskóm og kom saln-
um í viðeigandi húm-
orgír áður en kómedían
hófst. Eðli málsins sam-
kvæmt voru fagmenn
innan kvikmyndageira
landans mættir í stórum
stíl auk þess sem hið
danska spróg heyrðist ,,snakkað“
víða í salnum. Mætt voru hjónin Sig-
urður Pálsson skáld og Kristín Jó-
hannesdóttir kvikmyndagerðarkona
og myndlistarmennirnir Hrafnkell
Sigurðsson og Haraldur Jónsson
voru hipp og kúl. Úr röðum íslensks
kvikmyndaaðals voru meðal annarra
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri, og fyrir hönd Hollywood
var vesturfarinn Sigurjón Sig-
hvatsson. Birgir Andrésson lista-
maður kom sér líka notalega fyrir á
fremsta bekk. Það voru brosmildir
gestir sem mættu síðan á lokahófið
sem fór fram í húsi Landsbankans í
Austurstræti og þar var maður
manns gaman undir skífuþeytingum
DJ Thomas Bangalter. Fluga hitti
m.a. þýskan blaðamann í teitinu sem
var hugfanginn af fjörugum og létt-
lyndum Íslendingum og sagðist hafa
lært eina setningu í tungumálinu
eða: ,,Þetta reddast“. Hann mun
komast langt á því. Það vitum við.
Annars er Fluga að spekúlera í hvort
einstaklingum sé kleift að leigja
marmarahöllina Landsbankann und-
ir hina ýmsu atburði? Næsta víst er
að það myndi slá í gegn í vinahópn-
um að hafa aðgang að slotinu þegar
gjöra skal góða veislu. Eða fermingu.
Erfidrykkju?
Á föstudagseftirmiðdag fór fram
styrkjaafhending Myndstefs að
Hafnarstræti 16 og forvitin Fluga
smeygði sér þar inn á meðal gesta,
nartaði í konfekt og dreypti á rauð-
bleiku freyðivíni á meðan Knútur
Bruun hæstarréttarlögmaður af-
henti glöðum myndlistarmönnum
styrki. Kannaðist ekki við ýkja mörg
andlit en gladdist við að koma auga á
hina íðilfögru Steinunni Þórarins-
dóttur, ,,skúlptúrista“. Síðar um
kvöldið var spretturinn tekinn á
Sirkus þar sem Krummi í Mínus var
DJ en olli nokkrum vonbrigðum og
gerðist sekur um að vera einum of
poppaður og ,,meinstrím“. En það
stöðvaði ekki stuðið og dansað var á
fullu og myndlistarkonan Gabríela
Friðriksdóttir lét sig ekki vanta. Nú
er hún Nonnabúð stekkur, líkvöku
hennar á Klapparstíg er lokið og
upprisin í hennar stað er tískubúllan
Liborius sem opnuð var nýlega á
Mýrargötu. Hugmyndasmiðirnir á
þeim bænum eru myndlistarmað-
urinn og hönnuðurinn Jón Sæmund-
ur Auðarson, eða Nonni Dead, og
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, stíl-
isti og fatahönnuður. Nafnið er kom-
ið frá prússneskum rótum Jóns Sæ-
mundar. Nonni Dead er sem sagt
upprisinn og heyrst hefur að vilji nú
vera kallaður Liborius greifi …
| flugan@mbl.is
Flugan
Er góða erfidrykkju gjöra skal
Steinunn Knútsdóttir, Margrét Rún
Guðmundsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
Ragnheiður Reynisdóttir
og Björgvin Halldórsson.
Morgunblaðið/Golli
Helgi Valur Ásgeirsson og Erpur
Eyvindarson. Georg Bjarnason og Auður Zoëga.
Ágústa Johnson og Guð-
laugur Þór Þórðarson.
… kvikmyndamógúllinn okkar krúttlegi var flottur í svörtum jakkafötum og æfingaskóm …
Morgunblaðið/Eggert
» Í Háskólabíói var Yoko Ono viðstödd sýningumyndarinnar, the US vs. John Lennon,
á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Jóhann Sigurðsson og
Páll Eyjólfsson.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir og
Valbjörg Þórðardóttir.
Dagný Ósk Símonardóttir og
Heiðar Logi Jónsson.
Morgunblaðið/Eggert
Stella Aradóttir, Guðlaug Bergmann, Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir og
Dagrún Fanný Liljarsdóttir.
» 20 ára afmælisveisla Stöðvar 2var haldin á Kjarvalsstöðum.
Bryndís Björgvinsson og Orri Jökulsson.
Erna Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Grímsson og
Guðjón Rúnar Sveinsson.
Helgi Þorsteinsson, Páll Óskar, Ellý, Einar Bárðarson
og Helgi Björn Kristinsson.
Jafet Ólafsson, Úlfar Steindórsson og
Magnús Kristinsson.
» Bubbi hélt tón-leika á NASA.
|mánudagur|9. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Verði Kínverjum að góðu þegar
fjórmenningarnir í Austur-
landshraðlestinni halda þar
tónleika á næstunni. » 35
tónlist
Kate Moss telur víst að ein leið-
in til að halda kærastanum sín-
um frá eiturlyfjum sé að eign-
ast með honum barn. » 34
fólk
Eyjólfur Eyjólfsson syngur í
fyrstu færeysku óperunni sem
frumsýnd verður í Þórshöfn á
fimmtudaginn. » 34
ópera
Listakonan Yoko Ono ætlar að
láta 40 ára gamlan draum ræt-
ast og reisir friðarsúlu úti í Við-
ey, fulla af bænum. » 34
fólk
Sæbjörn Valdimarsson gefur
kvikmynd Aleksandrs Sokurov,
Solntse, fjórar stjörnur af fimm
mögulegum. » 41
kvikmynd