Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 35

Morgunblaðið - 09.10.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2006 35 menning Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður Munið 50 ára afmæli rokksins á Íslandi 1956-2006 í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 10. október og miðvikudaginn 11. október. Miðasala Salurinn, Kópavogi, sími 570 0400. salurinn@salurinn.is MÖRGUM hermönnum hefur reynst erfitt að ná áttum eftir að þeir snúa aftur til borgaralegs lífs, gjarnan stigmagnast vandræðin í samræmi við reynsluna í þjónust- unni fyrir föðurlandið. Þeim, sem hafa lent í fremstu víglínu, barist í návígi, drepið andstæðinginn eða jafnvel gert eitthvað verra við hann, er mest hætta búinn. Jim (Bale) er nýkominn úr Íraks- stríðinu og hefur verið að sækja um framtíðaratvinnu ásamt Mike (Ro- dríguez), besta vini frá blautu barns- beini. Þeir ólust upp saman í ill- ræmdu hverfi í Los Angeles og eru engir englar. Mike hefur stutt kær- ustuna sína (Longoria) til náms, nú er hún útskrifuð og gefið honum lausan tauminn um sinn. En nú er tími til kominn að hugsa um framtíð- ina. Félögunum er alls staðar hafnað og þeir taka því illa, einkum Jim sem er ör og ofstopafullur. Að endingu fær hann hálfopinbert óþverrastarf niðri í Kólombíu og nú ætla vinirnir að mála bæinn rauðan í síðasta sinn og standa við það, bókstaflega. Ein og ein mynd er svo óþægileg að það er raun að sitja undir henni. Harsh Times er ein slíkra. Frá upp- hafsmínútunum finnur áhorfandinn á sér að verulega vondir hlutir liggja í loftinu, jafnvel þó að framvindan taki ófáar, óvæntar hliðarbeygjur. Aðalpersónan, Jim, gerir Harsh Times síst þægilegri áhorfs. Hann virðist vera algjört skítseyði og mað- ur botnar ekki í hvernig stendur á því að hann á vin, hvað þá heldur kærustu niðri í Mexíkó. Sannleik- urinn síast fram á sjónarsviðið, Jim var í sérsveitum hersins í Íraksstríð- inu og er búinn á því. Ayer (Training Day) gengur allt of langt í að tíunda skepnuskap Jims, sem Bale leikur af sannfær- ingarkrafti, hlutverkið sem sniðið fyrir leikarann. Það er útilokað að fá minnstu samúð með manninum, hann er fráhrindandi, snarruglaður gallagripur og skiptir litlu máli hvort Sámur frændi á þátt í því að framkalla bresti hans eður ei. Óláns- menn eins og Jim enda fyrr en síðar í vondum málum. Harla óvenjuleg mynd og vel leikin en kann sér ekki hófs í vonskunni. Þegar Jim kom heim úr stríðinu KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: David Ayer. Aðalleikarar: Christian Bale, Freddy Rodríguez, Eva Longoria, J.K. Simmons. 115 mín. Bandaríkin 2005. Harsh Times  Óþægileg „Ein og ein mynd er svo óþægileg að það er raun að sitja undir henni. Harsh Times er ein slíkra.“ Sæbjörn Valdimarsson EF þið hafið séð aulagrínmynd- irnar Super Troopers, eða Club Dread, kannist þið við fyrirbærið Broken Lizard, leikhóp sem sam- anstendur af fimm körlum á fer- tugsaldri. Þeir eru til sem hafa ánægju af uppátækjum þeirra sem flest eru tilraunir til að ganga fram af áhorfendum með öllum til- tækilegum ráðum og dáð. Að þessu sinni halda þeir með öskuna af afa sínum til Munich, þaðan sem þeir eru ættaðir og lenda á Oktoberfest, og síðan á Beerfest, þar sem bjórsvelgir keppa um meistaratitil í drykkju og drykkjulátum. Fimmmenningarnir eru niðurlægðir og hunskast heim með rófuna á milli lappanna, ákveðnir í að koma aftur að ári og verja heiður ættarinnar og Banda- ríkjanna. Beerfest er eingöngu fyrir aðdá- endur hópsins og þeir skáru sig úr í salnum, hlógu og skríktu eins og þeim væri borgað fyrir það, aðrir þögðu nokkurn veginn þunnu hljóði. Myndin höfðar fyrst og fremst til yngri áhorfenda, þess áhyggjulausa aldurs þegar allt er fyndið ef það er klúrt. Leikararnir eru óneitanlega sér- stakur hópur og full mikið að segja þá leiðinlega, öllu frekar þreytandi þegar líða tekur á ógnarlanga myndina. Cloris Leachman og Ju- ergen Prochnow skjóta upp koll- inum og breyta ekki dellunni til eða frá. Sæbjörn Valdimarsson Öl er böl Beerfest „Myndin höfðar fyrst og fremst til yngri áhorfenda, þess áhyggjulausa aldurs þegar allt er fyndið ef það er klúrt.“ KVIKMYNDIR Sambíóin Aðalleikendur: Jay Chandrasekhar, Kevin Heffernan, Steve Lemme, Paul Soter, Er- ik Stolhansk, Will Forte, Ralf Moeller, Er- ic Christian Olsen. 110 mín. Bandaríkin 2006. Beerfest  FJÓRMENNINGARNIR í Austur- landahraðlestinni eða Oriental Ex- press eru á leiðinn til Kína að spila djass og það er ekki ónýtt að senda slíka virtúósa til að kynna íslensku útgáfuna af þeirri tónlist og gott að hafa tvo saxófónmeistara því Kín- verjar eru trylltir í saxafóndjass. Að vísu verður ýmislegt öðruvísi á Kínaefnisskránni en spilað var á NASA – bæði þjóðlegra og kín- verskara – en á þessum loka- tónleikum djasshátíðarinnar ( að vísu verður Útlendingahersveitin á NASA 14. október) lék kvartettinn gömul verk eftir þá Sigurð og Jóel, en í nýjum útgáfum þó. Þeir byrjuðu á „Proximity“ Jóels af Klifi og síðan kom „Heimboð í Havana“ eftir Sig- urð þar sem Einar Valur var í lyk- ilhlutverki enda þjálfaður í Karab- íuhryninum. „Stikur“ af dúettskífu Sigurðar og Jóels gekk í endurnýj- un lífdaga með fallegum bogabassa Valda Kolla og í New Orlenska gangstéttarópusnum, „Allir í röð“, var hrynsveitin skemmtilega hug- myndarík. Ballöður Sigurðar, „Und- ir kvöldhimni“ og „Stjörnur“, runnu undurfagurt fram og þegar best lét var einsog blásararnir byggju yfir hinni áreynslulausu sveiflugáfu Hodges og Websters. Það var sér- deilis gaman að heyra röddun saxó- fónanna í gamla ópusnum hans Sig- urðar, „Gengið á lagið“ og í „Gisp“ Jóels var keyrt á fullu og Sigurður kominn á gamla flugið. Það lag er af fyrstu skífu Jóels, Prim, eins og „Skriplað á skötum“ og „Bakþank- ar“ sem þeir blésu mjúklega í lokin. Sigurði og Jóel hefur báðum tek- ist að eignast eigin rödd, en það er það sem allir djassleikarar keppa að; það fer ekki á milli mála þegar þeir blása. Valdi Kolli vex með hverju verkefni og er eini ungi bassaleikarinn hér sem getur geng- ið inní hvaða hljómsveit sem er. Ein- ar Valur er fluttur heim frá New York og er óefað einn fremsti trommuleikari sem við höfum eign- ast. Stíll hans er fullþroskaður og eflir hverja þá hljómsveit sem hann leikur með. Verði Kínverjum að góðu. Endurnýttir ópusar Tónlist NASA – Jazzhátíð Reykjavíkur Jóel Pálsson tenórsaxófón, Sigurður Flosason altósaxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Einar Valur Schev- ing trommur. 1. oktober 2006 kl. 22:00. Austurlandahraðlestin Vernharður Linnet ELZTA og virðulegasta tónlist- arhátíð Norðurlandanna, Norrænir músíkdagar sem haldnir hafa verið með jöfnu millibili síðan 1888 í hverju landanna til skiptis, hófst á fisléttustu nótum í kjallarasal Ráð- húss Reykjavíkur um miðaftansleyti sl. fimmtudags. Stemningin var nokkuð eins og í hanastélsveizlu; standandi hlustendur með rauðvíns- glas í hendi. Í miðjum klíðum og mannakliði röðuðu söngfélagar Fóstbræðra sér í hring og þuldu ýmsar rímur Alþingismanna ásamt slitrum úr öðrum áttum í oftast hrynföstum kvæðamannarytma Atla Heimis Sveinssonar a la „Hani, krummi, hundur, svín“ við undirleik píanós, 4 pákna og aukaslagverks. Nefndist verkið „Alþingisrapp“ [7’] og vakti sýnilega kátínu jafnt inn- lendra sem erlendra gesta, enda skörulega flutt undir stjórn Árna Harðarsonar. Við tók stutt ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra í tilefni dagsins. Er hún hafði lýst hátíðina setta upphóf- ust álíka karlarokur úr fimm manna sveit undir forystu Guðna Franzson- ar væddri ásláttarhljóðfærum, raf- úkúlele, sópran saxofóni og ástr- ölskum urrlúðri í verki eftir Svíann Sten Melin, „Seven Heaven“ [5’], þar sem saxinn lengst af hljómaði eins og tyrkneskt zúrnu-óbó í grængolandi janissarastíl, þótt eftir heyranlegum textabútum að dæma mætti annað veifið kenna uppákomuna við e.k. raggarakantötu, svo minnt sé á vél- hljólagengi Svía á 8. áratug. Var góður rómur gerður að hvoru- tveggja sprelli, er ugglaust hefur losað rækilega viðtökustíflur úr vit- und nærstaddra undir alvarleika lífsins á þeim liðlega sautján tón- leikum sem í vændum eru næstu níu Norrænu tónlistardaga. Ríkarður Ö. Pálsson Rappafengir drengir Tónlist Ráðhúsið Atli Heimir Sveinsson: Alþingisrapp. Sten Melin: Seven Heaven. Karlakórinn Fost- bræður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anó, Frank Aarnink slagverk, Guðni Franzson diddsérídú o.fl. Fimmtudaginn 5. október kl. 18. Norrænir músíkdagar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.