Morgunblaðið - 29.10.2006, Side 4

Morgunblaðið - 29.10.2006, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða tæknimann til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins. Starfið felur aðallega í sér viðgerðir og þjónustu á tannlæknabúnaði og öðrum tengdum búnaði, ásamt aðstoð við sölu o. fl. Leitað er að röskum og sjálfstæðum rafeindavirkja, rafvirkja eða einstaklingi með sambærilega menntun, sem vill takast á við áhugavert og krefjandi starf og hefur mikinn áhuga á þjónustu og mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi eru skilyrði. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru beðnir að senda umsókn til Smith & Norland með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir þriðjudag 7. nóvember. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Smith & Norland og þau má einnig nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, www.sminor.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is  Grétar Þorsteinsson var sjálfkjörinn í emb- ætti forseta ASÍ til næstu tveggja ára. Þá var sjálfkjörið í miðstjórn til tveggja ára. Miðstjórn Björn Snæbjörnsson, Einingu-Iðju (SGS), Finnbjörn A. Hermannsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur (Samiðn), Örn Friðriksson, VM (bein aðild), Sigurður Bessason, Eflingu – stéttarfélagi (SGS), Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, FVSA (LÍV), Stefanía Magnúsdóttir, VR (LÍV), Ragna Larsen, Bárunni stéttar- félagi, (SGS); er til ársfundar 2007. Varamenn: Georg Páll Skúlason, Félagi bókagerðarmanna (bein aðild), Guðbrandur Einarsson, Verslunarmannafélagi Suðurnesja (LÍV), Kolbeinn Gunnarsson, Vlf. Hlíf (SGS), Kristín Björns- dóttir, Verslunarmannafélagi Austurlands (LÍV), Níels S. Ol- geirsson, MATVÍS (bein aðild ), Hilmar Harðarson, FIT (Sam- iðn). Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Vökull (SGS); er til ársfundar 2007. Forseti ASÍ endurkjörinn Grétar Þor- steinsson var endurkjörinn forseti ASÍ. Launavísitala í september 2006 er 298,9 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísital- an hækkað um 10,8%. Launavísitala fyrir helstu launþegahópa á öðrum ársfjórðungi 2006 er 157,8 stig og hækkaði um 3,0% frá fyrri ársfjórðungi. Sambærileg vísitala fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn er 160,1 stig og hækkaði um 1,7%. Vísitala fyrir almennan markað er 156,2 stig og hækkaði um 3,9%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fast- eignaveðlána í nóvember 2006 er 6.539 stig. Launavísitala í september 2006 Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 22,3 milljarða króna og inn fyrir 29,9 milljarða króna fob (32,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,6 milljarða króna. Í september 2005 voru vöru- skiptin óhagstæð um 12,0 milljarða króna á föstu gengi. Þetta kemur fram í yfirliti Hagstofunnar um utanríkisverslun. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 173,2 milljarða króna en inn fyrir 275,4 milljarða króna fob (298,5 milljarð króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 102,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 75,2 milljarða á sama gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því 27,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Útflutningur Verðmæti vöruútflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 11,1 milljarði eða 6,8% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 54,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,4% meira en á sama tíma árið áður. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski, frystum flökum og söltuðum og/eða þurrkuðum fiski en á móti kom samdráttur í útflutningi á frystri rækju. Út- fluttar iðnaðarvörur voru 38,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 21,7% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkunar álverðs. Á móti kom samdráttur í útflutningi á kís- iljárni. Einnig varð samdráttur í útflutningi skipa og flugvéla. Innflutningur Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 38,0 milljörðum fob eða 16,0% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Rúman helming af þeirri aukningu, eða 21,0 milljarð, má rekja til aukins innflutnings á fjárfestingarvöru sem jókst um 40,1%. Innflutningur hrá- og rekstrarvöru jókst um 29,4%, eða um 16,8 milljarða. Verðhækkun á eldneyti og smurolíu leiddi til 14,4% aukningar, eða um 3,4 milljarða. Innflutningur á neysluvöru, annarrar en mat- og drykkjarvöru, jókst um 9,2% eða 3,4 millj- arða en hverfandi aukning varð í innflutningi á mat- og drykkjarvöru. Aftur á móti dróst innflutningur á flutningatækj- um saman um 13,7%, eða um 7,0 milljarða, aðallega vegna minni flugvélainnflutnings. Óhagstæður vöru- skiptajöfnuður Morgunblaðið/Árni Sæberg Innflutningur Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verð- mæti, voru óhagstæð um 7,6 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.