Morgunblaðið - 29.10.2006, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HB Grandi hf. stundar vei›ar og vinnslu á
botnfiski og uppsjávarfiski. Félagi› gerir út
15 skip og er me› starfsemi í Reykjavík, á
Akranesi og á Vopnafir›i. Hjá félaginu starfa
um 700 starfsmenn til sjós og lands. Afur›irnar
eru seldar ví›a en helstu marka›irnir eru í
Evrópu, Nor›ur-Ameríku og Asíu.
www.hbgrandi.is
A›albókari
HB Grandi óskar a› rá›a a›albókara.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 10. nóvember nk.
Númer starfs er 5929.
Uppl‡singar veita fiórir fiorvar›arson og Kristín Gu›mundsdóttir.
Netföng: thorir@hagvangur.is, kristin@hagvangur.is
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Ábyrg›ar- og starfssvi›
Umsjón og ábyrg› me› færslu og
vinnslu bókhalds
Umsjón me› afstemmingum og
frágangi prófjöfnu›ar
Sk‡rsluger›
Sta›gengill yfirmanns reikningshalds
Menntun og hæfniskröfur
Vi›skiptafræ›imenntun og/e›a gó›
starfsreynsla úr bókhaldi
fiekking á Navision Financials og gó›
almenn tölvuflekking
Mikil samskiptahæfni og frumkvæ›i
Viltu líflega og gefandi
aukavinnu hjá traustu fyrirtæki?
SPRON leitar að dugmiklum og traustum einstaklingum til starfa hjá úthringiveri SPRON.
Vinnutími er frá kl. 17:30-21:30 og er hægt að vinna 2-4 kvöld í viku – allt eftir því sem hentar
hverjum og einum! Frábær vinnuaðstaða, góður starfsandi og frekari atvinnumöguleikar eru
í boði hjá SPRON fyrir þá sem standa sig vel!
Starfið felst í þátttöku í skemmtilegum átaksverkefnum hjá SPRON þar sem góð laun fást fyrir
góðan árangur. Hvetjum fólk á öllum aldri til að sækja um starfið (lágmarksaldur 20 ára).
Hæfniskröfur:
Reynsla og/eða áhugi á sölu
Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknir óskast sendar til starfsmannaþjónustu
SPRON á netfangið starfsmannathjonusta@spron.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Óli Sigurðsson,
verkefnastjóri úthringivers, á netfanginu jonoli@spron.is.
SPRON er handhafi viðurkenningar Jafnréttisráðs 2006.
AR
G
US
/0
6-
05
85
„SA sjá enga ástæðu til þess að takmarka aðgang rúmenskra og
búlgarskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði í kjölfar
þess að umrædd ríki gerast aðilar að ESB og EES um næstu
áramót.“
Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins, www.sa-
.is.
„Þvert á móti ber okkur að taka vel á móti þessum nýju aðild-
arríkjum EES með öllum þeim réttindum og skyldum sem aðild
hefur í för með sér. Þenslan á íslenskum vinnumarkaði er lík-
lega sú mesta í allri álfunni og greiður aðgangur erlends starfs-
fólks hefur verið grundvallarforsenda þess hagvaxtar og þeirra
lífskjarabóta sem Íslendingar hafa notið undanfarin ár.“
Samkvæmt vefsíðunni var þetta meðal þess sem fram kom í
erindi Ragnars Árnasonar, forstöðumanns vinnumarkaðssviðs
SA, á ráðstefnu EES vinnumiðlunar um íslenskan vinnumarkað
í kjölfar stækkunar ESB, sem haldinn var 29. september síðast-
liðinn.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Opið Samtök atvinnulífsins vilja opna íslenskan vinnumarkað
fyrir nýjum EES-löndum. Myndin er af St. Alexander Nevskí-
kirkjunni í Sofíu.
SA vilja opinn
vinnumarkað
Hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir árin 2007 og 2008 gerir ráð fyrir
að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri
lendingu sem felur í sér að ekki verður harkalegur samdráttur
þó verulega hægi á, segir á vefsíðu ASÍ.
Aðlögunin að jafnvægi er hins vegar alls ekki sársaukalaus
því kaupmáttur margra dregst saman og gjaldþrotum fjölgar.
Á árinu 2007 verður hagvöxtur lítill og atvinnuleysi eykst. Þá
mun gengið veikjast, stýrivextir lækka samhliða lækkandi
verðbólgu og draga úr viðskiptahallanum.
Spáin gerir ráð fyrir að hagkerfið verði fljótt að jafna sig.
Strax á árinu 2008 verður hagvöxtur ágætur, verðbólga hófleg,
stýrivextir lægri og gengið stöðugra.
Samkvæmt spánni nær hagkerfið jafnvægi á árinu 2008 eftir
mikið ójafnvægi liðinna ára.
Hagdeildin hefur einnig skoðað hvaða áhrif það hefði á hag-
kerfið að hefja frekari stóriðjuframkvæmdir í beinu framhaldi
af núverandi framkvæmdum. Niðurstaðan er sú að fái hag-
kerfið ekki að jafna sig áður en ráðist er í nýjar framkvæmdir
kalli það á áframhaldandi ójafnvægi næsta áratuginn. Því fylgir
mikil verðbólga, háir vextir og miklar gengissveiflur. Við slíkar
aðstæður þrengir mjög að launafólki, sprotafyrirtækjum og
fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinunum.
Hagkerfið fær
mjúka lendingu
Morgunblaðið/Ásdís
Góð spá Hagdeild ASÍ telur að hagkerfið fái mjúka
lendingu. Myndin er frá Kauphöllinni.