Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is É g fer ekki með Isabellu til indíánaættbálksins. Ég fer ekki til hellisins „Guacharo“, fegursta staðar í heimi. Guachoro heitir fuglinn sem býr í flokkum í þeim helli. Hann er blindur og flýg- ur út þegar dimmir í leit að ávöxtum ákveðinna pálmategunda og trjáa. Kemur aftur í morguns- árið og unir sér yfir daginn í hellinum við að spýta út úr sér fræjum og að melta fenginn. Af fræjum og fuglaskít vex svo áttatíu metra hár gróður því það rennur lækur um hellinn. Að vaka og bíða þess að fuglarnir snúi aftur í flokk- um er það sem við vildum sjá. Ég fer nokkrum dögum fyrr en ætlað var til Caracas. Caracas „Við höldum kyrru fyrir, querido hermano, í nokkra mánuði í Caracas. Hér erum við í guðdómlegu og auð- ugu landi. Undursamlegar plöntur,skröltormar , tígr- isdýr, apar, páfagaukar og margir hálfvilltir indíánar, mjög fallegur og áhugaverður kynstofn. Í Caracas vegna þess hve nálægt hún liggur snæviþöktum fjöll- um er svalasta og heilsusamlegasta loftslag í Am- eríku.“ (Alexander Humboldt fyrir 200 árum) Ég hef komið hér áður að kvöldi. Við ókum þá upp frá flugvellinum, ströndinni upp í 900 metra hæð inní dalinn þar sem Caracas teygir sig 25 kílómetra löng milli lágra brattra fjalla á bökk- um árinnar Guaire. Þjóðvegurinn dimmur, um- ferðin þung, bílarnir margir, sumir gamlir, ryðgaðir, að hruni komnir,frá sjötta áratugnum. Flutningabílarnir einnig komnir til ára sinna. Flutningar allir á þjóðvegum eða á skipum því í fjallendu og skógivöxnu landinu er ekkert lest- arkerfi og flugvélar ekki mikið notaðar. Það er líka ódýrt að aka, 300 krónur íslenskar kostar að fylla tankinn á Pajerojeppa. Á hæðunum meðfram veginum dreifast dauf rafmagnsljós einsog litlar stjörnur eða eld- flugur, „belti eymdarinnar“ segir Símon. Fá- tæklingarnir sem streymt hafa alla tuttugustu öldina til höfuðborgarinnar og hvergi fengið inni hafa numið þarna land. Í fyrstu hrúguðu þeir upp pappa eða bárujárni til hafa eitthvert skjól en nú hefur mörgum þeirra tekist að breyta hreysunum í múrsteinssmáhýsi. Þetta eru fjöl- mennustu fátækrahverfi í Rómönsku–Ameríku og nefnd barrios, braggahverfi. Smáhýsin standa hvert upp við annað í snarbröttum hlíð- um og hefur ekki verið þjónað af opinberum orku eða vatnsveitum; hér eru engar lagðar göt- ur og frárennsliskerfi er ekkert. Menn hafa orð- ið sér úti um rafmagn með því að tengja ólög- lega í næsta finnanlegan ljósastaur í nærliggjandi hverfum og vatn með því að brjót- ast niður í vatnsleiðslur er liggja milli borg- arhluta. Stuldurinn á vatni leiðir til þess að vatnið streymir út, þjóðvegir bólgna upp og brotna undan þrýstingnum. En alvarlegast er þó að byggingarnar í hlíðunum hafa eytt öllum gróðri er bindur jarðveginn. Á regntímabilinu í miklum rigningum gerast því hér skelfilegir hlutir. Lækir verða að stórfljótum og aur- skriður velta fram sem sópa með sér húsum, fólki og dýrum. Á akstri okkar til Barcelona verðum við áþreifanlega vör við afleiðingarnar af stórfelldri gróðureyðingunni. Við lendum í mikilli umferðarteppu á stað þar sem und- irstöður stærstu brúar í Rómönsku-Ameríku hafa gefið sig vegna jarðvegsskriðs og hún hrunið. Á lúsarhraða er ekið eftir krókaleiðum og gegnum vinnusvæði því verið er að end- urreisa brúna; í skini bílljósanna birtast þá í hrönnum íbúar hæðanna með fangið fullt af vörum: vatni í plastdunkum, vasaljósum, blæ- vængjum,lyklakippum, geisladiskum; fólk á öll- um aldri, mest þó ungt, myndarlegt fólk klætt í einkennisbúning alþjóðavæðingarinnar, galla- buxur og bol, sem þræðir lipurlega á milli bílanna, öruggt í fasi, augnaráðið vökult, sumir kallandi upp vörur sínar. – Feldu myndavélina, segir Simon skipandi. Og ég hlýði án þess að spyrja í þetta fyrsta skipti sem ég varð var við óttann við glæpi. Óttann við þá fátæku. Óttann við þá sem koma ofan úr hæðunum. Sá ótti á sér djúpar rætur. Alveg frá því Spánverjar ruddu sér land meðfram ánni á sextándu öld og hröktu frumbyggjana, indíánaþjóðflokkana sem þar bjuggu, uppí hæðirnar. Gömul þjóðsögn er til um „Daginn þegar fjallstopparnir koma niður“. Caracas sem fyrir þremur áratugum taldist til öruggustu stórborga allt þar til olían féll í verði og þjóðin hrapaði niður í fátækt, er nú sögð ein af hættulegustu borgum í Rómönsku- Ameríku. Líkt og í Barcelona hafa einstaklingar brugðist til varna: öryggisþjónustu fyrirtæki hafa sprottið upp, öryggisbúnaður, ljóskastarar, lásar og múrar og rafmagnsgirðingar. Heilu hverfunum og götunum er lokað með varð- stöðvum og ókunnugum bannað að fara um hverfið. Flest eru þetta marmarahvít hverfi efri stéttar en líka fátækari hverfi. Og á tímabili skiptist borgin í nær tvo hluta. Í austurbænum bjó fólk Chavezar og þangað máttu engir and- stæðingar hans koma, og í vesturbænum vörð- ust menn með því að koma sér upp einkaher- sveitum og íhuguðu jafnvel að nota aðferðir miðalda ef ráðist yrði á þá og hella heitri olíu úr tunnum yfir andstæðingana. Mexíkóski fé- lagsfræðingurinn Pedro García Sanches, sem gert hefur rannsókn á Caracas, hefur reynt að skilgreina hvaða áhrif þessi uppskipting og ein- angrun hefur haft á félagslega sýn borgarbúa: Hún hefur haft í för með sér sundrungu hins opinbera rýmis, myndað djúpa gjá í upphaflegu hugmyndina um borgina sem lýðræðislegt rými samveru og hreyf- ingarfrelsis. Ný form félagslegrar aðgreiningar hafi verið búin til, samfélag skapast sem einkennist af gagnkvæmu eftirliti. Því má lýsa sem einkavæðingu borgarlífsins. Borgarhlutar og hverfi leita til baka til sjálfra sín vegna þeirra hugmyndar að hvert hverfi og hver bústaður verði sem lokað samfélag að vernda sig gegn ógninni að utan. Sá siður að loka sig af vegna ótta viðheldur sér þar sem hann eykur á ótt- ann við aðra. Í birtu og við fyrstu sýn er Caracas, þessi sjö milljóna manna borg, skelfileg. Skelfilega ljót. Sundurskorin af hraðbrautum þar sem allir keyra með hávaða og látum. En komast aldrei nema örlítinn spöl í einu, svo mikil er umferðin. Hundar og mannfólk, börn gangandi við veg- arkanta þar sem rusl liggur í hrönnum. Ljótir skýjakljúfar stinga sér upp úr byggðinni; risa- stór pepsimerki trónandi einsog frelsisstytta á einum, súkkulaðikanna merkt Nescafe á öðrum. Það var byrjað að byggja þá á sjötta og sjöunda áratugnum þegar heimsmarkaðsverð á olíu steig í himinhæðir og verktakar og fjárfestar gripnir gullgrafaraæði, rústuðu miðbæinn og rifu niður flest lágu húsin frá nýlendutímanum. Hús hjúkrunarfræðingsins Patriciu Valdiviu og manns hennar arkitektsins Juan Jose Perez Rancels stendur efst í fjallshlíð er snýr frá Caracas og í þessu landi þar sem allir hafa sinn afmarkaða bás þá tilheyrir þetta fjall lægri millistétt. Hér er hvorki loftkæling, né jeppar, stálháfar og leðursófasett en hér er dásamlegt útsýni frá veröndinni, úr hengirúminu, yfir endalaus skógivaxin fjöll, fjölbreytt tónlist, bækur og umræður frá morgni til kvölds um Dalai Lama, Jesú Krist, sorgir fjölskyldunnar, byggingarlist og heilsugæslu og Chavez auðvit- að sem er gagnrýndur harkalega; fjarlægð þessa húss frá miðbænum svipuð og úr Mos- fellsbæ á Lækjartorg en það getur tekið tvo tíma að komast þangað ef dagurinn er slæmur. Það er því erfitt en öruggt að búa hér. Juan Jose gerist leiðsögumaður minn til þeirra vinja og fallegu staða sem þrátt fyrir allt leynast í þessari borg, sem reynist svo einsog mörg ógn áhugaverð – og mest skoðum við hús. Þegar komið er niður af fjallinu er keyrt í gegnum fyrsta barriosa-hverfið. Þar alveg við veginn áttstrent tveggja hæða rautt múrsteins- hús, með bláum listum og þaki. Á því borði sem á stendur: Mision barrio adentro. Sem hægt er að útleggja: aðgerð innan hverfisins en merkir í reynd heilsugæslustöð. Það var ein fyrsta að- gerðin sem hrint var í framkvæmd af Boliv- arhreyfingunni. Í barriosa-hverfunum hafði aldrei verið nein heilsugæsla, innlendir læknar sem allir eru í einkarekstri þorðu ekki þangað inn af ótta við skæruliða sem áttu þar athvarf, glæpaklíkur og eiturlyfjasjúklinga. Þeir þorðu ekki heldur eða hugnaðist ekki launin þegar heilsugæslustöðvar voru reistar í öllum hverf- unum. Þær eru reknar af íbúum sjálfum en í þeim starfa nú kúbanskir læknar og hjúkr- unarfræðingar og í staðinn fær kúbanska þjóðin niðurgreidda olíu. Á þeim átta árum sem þær hafa starfað hefur ungbarnadauða nær verið út- rýmt. Mision Robinson,Mision Ribas, Mision Sucre, Mision Mercal, Mision Habitat, Mision Guaicaipuro, Mision Zamara, Mision Vuelta al Campo, Mision Arbol, Mision Ciencia, Mision Vuelvan Caras,Mision Madres de Bar- rio… Mision Madres de Barrio er beint sérstaklega að fátækt meðal einstæðra mæðra. Samkvæmt stjórnarskránni hafa konur rétt á hús- mæðralaunum og geta tekið lán í sérstökum kvennabönkum. Fátækustu húsmæðurnar eiga rétt á 16.000 kr í laun á mánuði. (Í fyrsta skipti í sögunni eiga einnig allir íbúar Venezúela rétt á eftirlaunum þó lág séu.) Mision Robison er að- gerð þar sem sjálfboðaliðar um allt land kenna ólæsum á öllum aldri að lesa og skrifa og var sett á laggirnar 2003 – í dag er talið að ólæsi sé útrýmt í landinu svo mikill var áhuginn. Mision Ribas reynir að virkja þá sem dottið hafa út úr skólakerfinu og veitir framhaldsskólamenntun. Alþýðuháskólar, nokkurs konar skemmri skírn, hafa verið opnaðir í sagnfræði, tónlist, bók- menntum og listum. Mision Mercal sér um að útvega nauðsynlega gæðamatvöru á viðráð- Er eitthvað að óttast? Í þriðju og síðustu ferðagrein höfundar um Venesúela er dvalið í höfuðborginni Caracas, einni af hættulegustu borgum Suður- Ameríku. En hvað er að óttast? Þegar vel er að gáð er unnið að ýmiss konar umbótum og börn eru að leik. Fólk segir líka skoðanir sín- ar óhrætt, ekki síst á Chavez sem sumir óttast kannski meira en annað. Venesúela

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.