Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 8
Eftir Ásdísi Ólafsdóttur asdis@club-internet.fr B ræðurnir Ronan og Erwan Bouro- ullec eru meðal skærustu en jafnframt sér- stæðustu stjarna á himni alþjóð- legrar hönnunar í dag. Þrátt fyrir að þeir séu aðeins rétt um og yfir þrítugt eiga þessir Bretónar að baki ríkan feril í hönnun húsgagna, nytjahluta, skartgripa og innanhússarkitektúrs, svo eitthvað sé nefnt, fyrir stærstu fyrirtækin innan hönnunarheimsins. Auk þess hafa þeir haldið einkasýningar í virtum söfnum eins og Design Museum í London, Museum of Contemporary Art í Los Angeles og Boijmans Museum of Art í Rotterdam; þar njóta þeir sömu virð- ingar og nútímalistamenn. Þrátt fyrir stíft prógramm í vinnu og ferðalögum féllst Erwan góðfúslega á spjall á vinnustofu þeirra í París. Skrifstofu- og sýningarhúsnæði bræðranna er í Kínahverfi norður- hluta Parísar sem er kennt við Belle- ville. Fyrst er gengið inn í stórt húsa- sund, en þar á jarðhæð eru gömul verkstæði sem snúa háum gler- gluggum út í portið og hefur nú verið breytt fyrir ýmsa starfsemi. Það er vel við hæfi að húsgagnahönnuðir taki við vinnustofum snikkara og viðhaldi framleiðsluhefðum hverfisins. Ronan, eldri bróðirinn, tekur alúðlega á móti mér, biðst afsökunar á að hann þurfi að sinna aðkallandi verkefni en segir að Erwan muni ræða við mig. „Þú ert heppin, því hann er mikið klárari en ég,“ segir hann brosandi og hverfur til samstarfsfólks síns, en þeir bræður hafa góðan tug fólks í vinnu. Erwan virkar aðeins strangari í háttum, en lumar á hlýju og skopskyni. Það er heldur ekki ofsögum sagt að hann er eldklár og hefur skarpa sýn á hönnun og listir dagsins í dag. Eftir að hafa alist upp á Bretagne- skaga fór Ronan Bouroullec (f. 1971) í École nationale des Arts décoratifs í París og hefur starfað sem iðnhönn- uður frá 1992. Erwan (f. 1976) lærði í Listaháskólanum í Cergy Pontoise og hóf að vinna með bróður sínum með náminu. Síðan 1999 eru þeir báðir skrifaðir fyrir öllu sem frá þeim fer. Samvinna þeirra byggist á sam- felldum skoðanaskiptum, á virðingu fyrir viðhorfum hins og á sameig- inlegum kröfum varðandi gæði og út- komu. Ljóðrænn galdur Hönnun Bouroullec bræðra getur virst naumhyggjuleg við fyrstu sýn, því línur eru hreinar, form einföld og skýr. Aðspurður segir Erwan að þeir stefni ekki gagngert að því að einfalda hluti, heldur megi fremur skilgreina hugsun þeirra sem kerfislega, þ.e. þeir einbeita sér að fáum þáttum eða eiginleikum hlutarins, sem þeir leitast við að draga fram. Hann tekur sem dæmi stólinn sem ég sit á (Striped chair fyrir Magis) þar sem pólýamíd- fjalir eru festar á málmgrind að aftan með plasthnöppum í ljósari lit. „Mini- malisti hefði reynt að hylja þessa tengingu, en við drögum hana þvert á móti fram, til að sýna hvernig stóllinn er gerður og til að gefa honum sterk- ari nærveru.“ Erwan er aðdáandi naumhyggju listamanna eins og Donalds Judd og Roberts Morris og segist sækja vissa nákvæmni og strangleika í smiðju minimalista, en þeir bræður leitast við að ganga lengra í leitinni að nýju tákn- máli eða tjáningu og finnst að gald- urinn eigi sér líka sinn stað innan iðn- hönnunar. Einingin Algues (Þang) er gott dæmi um leit sem endar í ljóðrænum galdri, en hún er lífrænt form gert úr plastefni sem tengja má við aðrar ein- ingar út í það óendanlega. „Þetta form varð til út frá tveimur forsendum: Í fyrsta lagi vildum við búa til eitthvað sem líktist útsaumi, væri fullt af smá- atriðum og hefði vissan þéttleika; í öðru lagi vildum við gera einingu sem hægt væri að margfalda á frjálsan hátt og aðlaga notkun hverju sinni. Ef þú biður manneskju um að setja sam- an ferhyrnd form leitast hún alltaf við að gera eitthvað í beinni línu, en ef hún fær í hendur lífræn form eru möguleikarnir óendanlegir og óút- reiknanlegir. Í upphafi þróuðum við þangið fyrir sýningu og héldum að þetta yrði frekar eitthvað óhlutbundið og tilraunakennt, en þegar fólk sá það í raun vildu allir leika sér með það og það reyndist auðvelt að búa til áþreif- anlega hluti eins og skilrúm, vegg- myndir o.fl.“ Erwan segir að einn af höfuðgöllum hönnunar í dag sé bókstafstrúar- nálgun. „Allir leitast við að búa til hinn fullkomlega lýðræðislega hlut, sem er hagkvæmur og hentugur fyrir alla, sem er hægt að leggja saman, sem fer lítið fyrir, sem hefur enn margþættara notagildi en hluturinn á undan... Út- koman er oft þurr form og dauðir hlutir. Í Bauhaus, á sínum tíma, hélt fólk að hægt væri að finna hina einu sönnu lausn fyrir hvert vandamál. Við Ronan álítum að til séu ótal lausnir og að heimurinn sé frekar eins og stór frumskógur fullur af skrýtnum dýrum og hlutum. Þessi blanda og hnattvæð- ingin, það að hvað sem er getur farið hvert sem er, hentar mér ansi vel. Þetta er kannski vegna þess að ég ólst upp í sveit, þar sem hugurinn venst alls kyns óreglulegum stúktúrum sem blandast saman. Ég býst við að hugur fólks sem vex upp í borg og í beinum línum þróist öðruvísi. Umhverfið hef- ur afgerandi áhrif á okkur og við Ron- an reynum að gera það skrýtnara, óreglulegra og göldróttara, þannig að það geti komið á óvart.“ Frelsi til að leita Ég spyr Erwan hvort vinna þeirra við sýningar gefi þeim einmitt frelsi til að þróa þennan þátt hönnunar og hann segir að það sé tvímælalaust mjög mikilvægt. „Iðnhönnun hefur mjög af- markaðar skorður sem við þurfum stöðugt að taka mið af. Í fyrsta lagi er það daglegi veruleikinn: Hvað þurfum við hafa í kringum okkur? Þar tökum við mið af notagildi, haganleika og út- liti, hnífur á t.d. að skera, fara vel í hendi og vera fallegur. Síðan er það iðnaðarveruleikinn: Vélar, fram- leiðsla, dreifing, verslanir og verð. Þessir tveir veruleikar eru í sjálfu sér mjög ólíkir. Ef við spyrjum t.d. barn hvort allir stólar eigi að vera eins svarar það neitandi, fyrir því ættu stólar að vera ólíkir eins og leikfélag- arnir og fólkið í kringum það. Sé sama spurning lögð fyrir iðnaðinn svarar hann umyrðalaust játandi vegna hag- ræðingar, verðs og til að hægt sé að framleiða hinn „lýðræðislega“ hlut. Tímahugtakið er líka talsvert langt í hönnunarheiminum, miðað við til að mynda tískuheiminn eða listheiminn sem getur þróst mjög hratt, vegna þess að hann er ekki háður neyslu og venjum fólks, heldur listastofnunum. Til að gera tilraunir og leita að nýjum hlutum er því mjög mikilvægt fyrir hönnuði að vinna jafnframt að fram- leiðslunni, innan listasafna eða gall- ería, það veitir okkur frelsi sem nýtist síðar í framleiðslubundinni sköpun.“ Erwan tekur sem dæmi þangein- inguna sem var einmitt fyrst gerð fyr- ir sýningu. „Á þremur árum höfum við selt 300 þúsund einingar, sem sýnir að Hönnun fyrir draumken Ronan og Erwan Á myndinni sést hangandi áklæði Facett hægindastóls (Ligne Roset, 2005) svo og Hole ál-stóll. „Ronan og Erwan Bouroullec eru eins og ferskur andblær innan hönn- unarheimsins, hefur Issey Miyake sagt en þessi tveir bræður hafa á skömm- um tíma orðið meðal skærustu stjarnanna á himni alþjóðlegrar hönnunar. Hér er rætt við Erwan um hönnun þeirra bræðra. Ljósmynd Paul Tahon Assemblage sería Málmur og Corian. Kreo Gallery, París, 2004. Stribed stólar Til notkunar utandyra: Stál og pólýamíd. Magis, 2005. 8 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.