Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það felst viss siðferðisleg rotnuní því að afneita þjóðarmorði þó að slík afneitun eigi sér stað allt um kring. Tyrkneski rithöfundurinn Elif Shafak virðist til að mynda vera þeirrar skoðunar að sitthvað sér rotið í heimalandi hennar, en sjötta skáldsaga hennar The Bast- ard of Istanbul, sem er önnur bókin sem Shafak ritar á ensku, hefur vakið hörð viðbrögð íhaldssinna í heimalandi hennar enda margir sem vilja neita harðri meðferð Tyrkja á Armenum. Í The Bastard of Istanbul fer hin armenska Arm- anoush, sem búsett er með for- eldrum sínum í Bandaríkjunum, sem ferðamaður til Istanbúl og uppgötvar þar myrka sögu fjöl- skyldu sinnar sem hún hafði litla sem enga hugmynd um. Tyrkland og ferðamenn koma líka við sögu í bók Christoph Peters, Das Tuch aus Nacht sem þýdd hefur verið á ensku sem The Fabric of Night, en þessi saga, sem lítur um margt út fyrir að vera spennusaga, þver- brýtur hins vegar hefðbundnar spennusagnareglur og kemst vel upp með það.    Ferðalög koma líka við sögu íferðadagbók Ingólfs Ein- arssonar Í náttúrunnar stórbrotna ríki sem Ferðafélag Íslands gefur út. Þar segir frá ferðum Ingólfs um Brúaröræfi og í Öskju sumarið 1954 og er ferðin, sem var farin í árdaga ferða á fjallabílum inn á há- lendi Íslands, örugglega ein af þeim fyrstu sem farnar voru í Kára- hnjúka.    Fræðibókmenntir lenda sjaldnastofarlega á metsölulistum en gegna engu að síður þörfu hlutverki fyrir háskóla- og fræðimanna- samfélagið og komu tvær slíkar ný- lega út á vegum Háskólaútgáf- unnar. Af er- lendri rót – Þýð- ingar í blöðum og tímaritum á íslensku 1874– 1910 – Studia Is- landica 59 eftir Svanfríði Larsen tekur á miklum vexti í útgáfu prentmiðla á síðustu áratugum 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. En útgáfunni fylgdi stóraukin þýðingastarfsemi, jafnt á skáldsögum, smásögum, ljóðum og hagnýtum textum. Saga stærðfræðináms hér á landi frá 13. öld til 20. aldar er þá rakin í bók Kristínar Bjarnadóttur Mathemati- cal Education in Iceland in Hi- storical Context – Socio-Economic Demands and Influences og og fá þar sérstaka athygli straumhvörfin sem urðu er stærðfræðingarnir Björn Gunnlaugsson og Ólafur Daníelsson mótuðu kennslu Reykjavíkurskóla hvor á sinni öld.    Skáldsagan The Glass Books ofthe Dream Eaters eftir G. W. Dahlquist er frumraun höfundarins á skáldsagnasviðinu. En gagnrýn- andi Daily Telegraph segir Da- hlquist, sem sýnir mikið ímynd- unarafl í skrifum sínum, óumdeilanlega vera hæfileikaríkan höfund. Í þessari fyrstu sögu nái efnistök hans, sem lýsi í smáat- riðum ógnvænlegri tilraun til heimsyfirráða, hins vegar ekki fylli- lega að skila því sem lesandinn ætl- ast til. Bækur Elif ShafakChristoph Peters Svanfríður Larsen Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Seinasta bókaflóð var mikið ljóðabókaflóð ogljóðið virðist rata til fleiri en sinna. Þettasagði Þorgerður E. Sigurðardóttir í erindisem hún flutti á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða sl. miðvikudagskvöld í húsi Sögu- félagsins. Erindið nefndi hún Eftir flóðið en þar dró hún, að eigin sögn, „tíu misáreiðanlegar ályktanir um bókaárið 2006“. Til merkis um uppgang ljóðsins benti Þorgerður á bók Ingunnar Snædal, Guðlausir menn: hugleið- ingar um jökulvatn og ást, sem naut mikillar at- hygli, var vinsæl meðal dómnefndarmanna ýmissa verðlauna og seldist að auki vel, óvenjulega vel mið- að við ljóðabækur yfirleitt. Þorgerður taldi bók Ingunnar sanna að það væri markaður fyrir ljóðabækur, þvert ofan í það sem bókaútgefendur hefðu gefið í skyn. Þorgerður, sem er bæði gagnrýnandi og starfsmaður í bókabúð, benti hins vegar á að engin ljóðabók hefði verið meðal söluhæstu bóka síðasta árs. En síðasta ár var sannarlega ljóðaár, það komu út óvenjulega margar ljóðabækur, að minnsta kosti rötuðu fleiri þeirra inn í umræðuna. Og tvær þeirra voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverð- launanna sem er óvenjulegt. Hvort þetta segir eitt- hvað til um stórbætta stöðu ljóðsins er erfiðara að segja. Fundarmenn voru á því að ljóðið hefði fengið aukinn byr allra síðustu ár, meðal annars fyrir til- komu Nýhil-hópsins sem hefði efnt til ljóða- upplestra en þeir hafa lengi ekki verið mjög algeng- ir. En er í raun hægt að segja að ljóðið rati til fleiri en sinna? Ljóðabækur eru ekki meðal mest seldu bókanna. Sjálfur verð ég ekki mikið var við það að fólk vilji ræða um ljóðabækur, en það eru allir að spyrja út í nýjustu bókina hans Arnaldar. Og reyndar Braga Ólafssonar líka. Þorgerður sagði að Bragi hafi orðið óskabarn íslenskra lesenda á síð- asta ári. En kannski er það enn meiri frétt að Þorgerður sagði að tími innbundinna þýddra bókmennta gæti verið liðinn, að minnsta kosti í bili. Af nýjum þýð- ingum komust aðeins þrjár á lista Eymundsson yfir fimmtíu mest seldu bækurnar: Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup, Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd og Stutt ágrip úr sögu trak- torsins á úkraínsku eftir Marina Lewycka. Stórhöf- undar á borð við Paul Auster, Ian McEwan, Emily Brontë og Mary Shelley komast ekki á listann. Fyr- ir nokkrum árum seldust innbundnar þýddar bæk- ur eftir Auster, McEwan, Kundera, Allende, Mar- quez og fleiri mjög vel. Skýringin er óljós. Þorgerður hafði hana ekki á takteinum en benti á að þýðingar í kilju fylla stóran hluta metsölulistans svo sem eins og Flugdrekahlauparinn, Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, Skuggi vindsins, Hroki og hleypidómar, Alkemistinn og fleiri og fleiri. Margar þessara bóka eiga það sameiginlegt að hafa komið út innbundnar en selst lítið í því formi. Hluti skýringarinnar kann að vera sá að fólk lesi þessar bækur á frummálinu eða ensku. En Þorgerður benti á að það hefði venjulega haldist í hendur að þýddar bækur seldust einnig sem enskar bækur. Þarna virðist ekki vera um sama markhóp að ræða. Vonandi verður þessi þróun ekki til þess að þýð- ingum á erlendum bókmenntum fækki enn frekar á útgáfulistum forlaganna. Og jafnvel enn meiri frétt er að Þorgerður benti á að gildi bókmenntaverðlauna væri að rýrna veru- lega. Einkum taldi hún að tilnefningar skiptu minna máli en áður, ekki síst til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Sagðist hún hafa orðið vör við að gullni miðinn sem límdur væri á tilnefndar bækur hefði lítil áhrif á sölu bókanna. Það hefði hins vegar sýnt sig að sú bók sem hlýtur verðlaunin sjálf selst talsvert meira en ella. Dró Þorgerður þá ályktun að aðstandendum Íslensku bókmennta- verðlaunanna, bókaútgefendum, væri óhætt að hætta að tilnefna bækur til verðlaunanna í kapp- hlaupi við tímann um mánaðamótin nóvember- desember. Bókaútgefendur sem voru viðstaddir er- indið tóku undir þetta sjónarmið. Svo virðist sem fjöldi verðlauna sé orðinn það mikill að bókakaup- endur og lesendur séu hættir að velta þeim mikið fyrir sér, verðlaunamarkaðurinn virðist hafa ofmet- tast. Líklega væri þó hægt að endurvekja ákveðinn spenning í kringum Íslensku bókmenntaverðlaunin með því að endurhugsa framkvæmd þeirra, færa tilnefningar fram yfir áramótin, jafnvel fram í mars. Þá gætu þær fengið meiri athygli og afhend- ing verðlaunanna gæti til dæmis orðið einn af há- punktunum á Degi bókarinnar 23. apríl. » Og jafnvel enn meiri frétt er að Þorgerður benti á að gildi bókmenntaverðlauna væri að rýrna verulega. Einkum taldi hún að tilnefningar skiptu minna máli en áður, ekki síst til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. ERINDI Uppgjör á flóði Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is D avid Foster Wallace hefur á rúm- um áratug orðið einn af helstu rithöfundum Bandaríkjanna. Velgengnina á hann einkum að þakka skáldsögunni Infinite Jest sem kom út árið 1996. Með henni skrifaði hann sig inn í hefð langra og breiðra skáldsagna sem eru varla skrifaðar annarsstaðar en í Bandaríkjunum um þessar mundir. Bókin er 1079 blaðsíður og erfið aflestrar. Wallace skrifar langar málsgreinar, notar flókið orðfæri og mikið af útúrdúrum og formlegum tilraunum þannig að oft er ekki hlaupið að því að átta sig á framvindu textans. Að þessu leyti hefur bókinni verið líkt við móderníska klassík eftir Musil og Joyce en líka skrif Williams Gaddis sem, ásamt Thomas Pync- hon og fleirum, hefur mótað hið bandaríska harð- kjarnapómó. Svo óárennileg hefur Infinite Jest þótt að það hefur talist ótvírætt gáfumerki að geta sagt eitthvað um innihaldið. Hér verður ekki ráð- ist í það verkefni en þess í stað skoðað glænýtt greinasafn eftir Wallace, Consider the Lobster (2006), sem er ekki næstum því jafn hart undir tönn en ber þó mörg af einkennum höfundarins. Tennisleikari með nef fyrir stærðfræðilegri rökfræði Eins og margir bandarískir rithöfundar hefur Wallace stundað ritgerðasmíð með skáldskapnum og þannig tekið virkan þátt í umræðu um bæði þjóðfélagsmál og bókmenntir. Þessi hefð fyrir rit- gerðaskrifum bandarískra rithöfunda er senni- lega ekki síst til komin af því að í landinu er gefinn út fjöldi tímarita og blaða sem leita mjög mikið til rithöfunda um skrif (greinarnar í Consider the Lobster birtust allar fyrst í tímaritum á borð við Rolling Stone, Harpers Magazine og Atlantic Montly). Í bókmenntatímaritum og menning- arblöðum af ýmsu tagi er til dæmis algengt að starfandi rithöfundar séu fengnir til þess að skrifa ritdóma eða annars konar umfjöllun um bækur. Nokkrar slíkar greinar eru í greinasafni Wallace, meðal annars hörð gagnrýni á John Updike sem Wallace kallar narkisískan stórkall en líka gríð- armikil grein um nýja orðabók um bandaríska málnotkun og öllu styttri en ekki síður áhugaverð grein um bókmenntategund sem Wallace segist lesa mikið, ævisögur íþróttamanna. Í greininni fjallar hann um ævisögu ungrar tennisstjörnu og reynir að útskýra hvers vegna bækur af þessu tagi eru nánast und- antekingarlaust arfa- vondar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þessar bækur forðist í mörgum tilfellum að fjalla um hinar drama- tísku og dökku hliðar íþróttalífsins, erfiðleik- ana sem tengjast lík- amlegum meiðslum og kannski ekki síst álag- inu sem er á stjörn- unum. Áherslan sé fyrst og fremst á að viðhalda eða búa til stjörnuímynd viðkomandi íþróttamanns með því að lýsa í þaula lík- amlegum yfirburðum, andlegum styrk og óbilandi sigurviljanum. Þetta sé það sem dragi lesendur að þessum bókum, þeir vilja lesa hetjusögur. Það liggur með öðrum orð- um sama markaðshugsun á bak við þessa tegund bóka og Hollywoodmynda. En áhugi Wallace á þessari bókmenntategund kemur fyrst og fremst til af því að hann var sjálfur mjög efnilegur tennisleikari á námsárum sínum. (Af myndum að dæma lítur hann reyndar miklu frekar út fyrir að vera leikmaður í amerískum fót- bolta en tennis.) Námshæfileikar hans voru hins vegar meiri. Hann útskrifaðist með láði frá Am- herst College í Massachusetts 1985, lauk síðan meistaraprófi í skapandi skrifum frá Arizona- háskóla og stundaði að endingu framhaldsnám í heimspeki við Harvard. Lengi vel leit reyndar alls ekki út fyrir að hann legði skáldskap fyrir sig vegna þess að stærðfræðileg rökfræði virtist liggja mjög vel fyrir honum. Upp úr tvítugu fékk hann þó leiða á þeirri kúnst og settist við skriftir eins og upp úr þurru. Sérkennileiki Bandaríkjanna Rökfræðin hefur eigi að síður sett mark sitt á bækur Wallace. Stundum er talað um stærð- fræðilega byggingu sagna hans sem takist samt að ögra rökrænni hugsun. Í greinunum sem birt- ast í Consider the Lobster birtist þessi útpælda nákvæmni ekki síst í óvenjulega mörgum og viða- miklum neðanmálsgreinum en þær má finna í mörgum bóka hans (og hafa þaðan smitast inn í skáldverk annarra höfunda á borð Paul Auster og Dave Eggers). Neðanmálsgreinarnar eru oft ansi sérviskulegar staðreyndatalningar, stundum orð- skýringar eða eins konar útúrsnúningar á orðum en í sumum tilfellum mynda þær hreinlega annan heim undir yfirborði textans eins og í síðustu greininni, Host, sem fjallar um útvarpsmanninn John Ziegler. Í þeirri grein eru athugasemdirnar reyndar ekki neðanmáls heldur innan ramma í meginmálinu sem gerir yfirbragð greinarinnar vísindalegt eða tæknilegt. Þessar formlegu tilfæringar eru ekki einar um að gera skrif Wallace frumleg. Hann nálgast fjöl- breytt viðfangsefni svo sem kynlífsiðnaðinn, hum- arhátíð í Main, fyndni Kafkas og John McCain forsetaframbjóðanda á þann hátt að þau virðast innihalda nýja möguleika. Bandarísk stjórnmál hafa lengi verið sérstakt áhugamál Wallace en í greininni um forseta- frambjóðandann leitar hann meðal annars að svari við því hvers vegna ungt fólk hafi ekki áhuga á að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum. Ein ástæðan virðist ósköp einfaldlega vera sú að ungt fólk sér í gegnum mælskufræðina sem beitt er í pólitík og handan við hana sé afskaplega lítið að sjá eða finna sem gæti hugsanlega vakið áhuga þessa fólks á að taka þátt í kosningum. Innihalds- leysi sé með öðrum orðum að ganga af banda- rískri pólitík dauðri. Það virðist reyndar líka vera nokkuð góð skýring á því hvers vegna íslensk póli- tík er fremur óaðlaðandi og lítt áhugaverð. Þeir sem hafa lesið eða reynt að lesa Infinite Jest hafa ef til vill ekki þá tilfinningu fyrir Wallace að hann sé fyndinn höfundur. Þar villir sennilega erfiðleikastigið nokkuð sýn en umrætt greinasafn er tvímælalaust hinn mesti skemmtilestur. Af þeirri ástæðu er það líka ágætur inngangur að Wallace um leið og það er tvímælalaust mjög góð- ur lykill að bandarísku samfélagi nú um stundir, að minnsta kosti er mjög áhugavert að sjá lestur eins af fremstu og skörpustu rithöfundum lands- ins á sérkennileika þess. Sérkennileiki Bandaríkjanna David Foster Wallace er meðal áhugaverðustu rithöfunda Bandaríkjanna um þessar mundir en hann sendi nýlega frá sér greinasafnið Consider the Lobster. Bókin er eins konar lykill að banda- rísku samfélagi og sérkennileika þess en um leið er það ágætur inngangur að þessum sér- kennilega en heillandi rithöfundi. David Foster Wallace „Lengi vel leit reyndar alls ekki út fyrir að hann legði skáldskap fyrir sig vegna þess að stærðfræðileg rökfræði virtist liggja mjög vel fyrir honum.“ Consider the Lobs- ter Greinasafnið er góður inngangur að skrifum Wallace.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.