Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 13 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það er Brian gamli Eno, hljóð-listamaðurinn virti og áhrifaríki sem mun sjá um áferðina á næstu Coldplay plötu, sem verður fjórða hljóðversplata sveitarinnar. Coldplay hefur nú náð að halda góðum dampi á þremur plötum, staðfesta sem hef- ur skapað henni stöðu sem ein vin- sælasta hljómveit heims. Talað er um að aðeins U2 sé vinsælli, og hafa Coldplay- liðar oftsinnis lýst því yfir að þeir sækist eftir þeirri krúnu. Það er því ekki óvitlaust að lóðsa Eno inn, en hann vann að plöt- unum The Unforgettable Fire og The Joshua Tree með U2, en hin síð- arnefnda skaut U2 hátt upp á stjörnuhimininn, og hafa þeir verið þar meira og minna síðan. Eno hefur staðfest í samtali við BBC að þessi fjórða plata Coldplay verði mjög frá- brugðin síðustu plötum, og það er at- hyglisvert í þessu samhengi að Un- forgettable Fire var og fjórða plata U2 á sínum tíma, og bar einnig með sér mikla stefnubreytingu. Ný plata Coldplay kemur hugsanlega út í enda þessa árs. Í millitíðinni geta aðdáendur ornað sér við smáskífusafnið The Singles 1999-2006, en það kemur út í endaðan mars. Innihaldið eru fjórtán plötur, allar á sjötommu vínylformi. Maður hlýtur að spyrja, hversu margir Coldplayaðdáendur eiga enn til græj- ur til að spila slíkt?    Það er til merkis um gott nef (eðaeyru réttara sagt) Airwaves skipuleggjenda fyrir sjóðandi heitum böndum að hin breska Klaxons er þvílíkt að slá í gegn um þessar mund- ir. Sveitin, sem spilar einslags reif- rokk, lék á síðustu Airwaveshátíð, og var þá ennþá bubblandi undir yfir- borðinu. Í byrjun vikunnar kom svo fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Myths of the Near Future, út og er Kaninn nú farinn að missa sig yfir Klaxons, sem munu heimsækja vestrið í apríl komandi. Klaxons hafa þegar gert það gott í Evrópu, Ástralíu, Japan og í heimalandinu, Bretlandi og hefur framinn verið allskyndilegur. Fyrsta smáskífan kom út í apríl í fyrra en fljótlega gerði sveitin samning við Polydor, og var svo hampað af BBC og NME. Þá hefur Matt Bellamy, leiðtogi Muse, lýst yfir mikilli aðdáun og hefur beðið sveitina um að hita upp fyrir Muse á stórtónleikum á Wembley í    Goðsögnin um Nick Drake vex aðburðum með hverju árinu, en tónlistarmaðurinn, sem lést langt fyr- ir aldur fram árið 1974, er með helstu „költ“ listamönnum samtímans, dáð- ur og dýrkaður af ört stækkandi aðdáendahóp. Slíka hópa þarf að sjálf- sögðu að mata, og skiptir engu þó að Drake sé óstarf- hæfur. Í vor eða sumar hyggst Isl- and gefa út plötuna Family Tree, og innihaldið verður afar sjaldgæft efni með Drake, eitthvað sem aldrei hefur heyrst áður. Ýmsar ólöglegar plötur með viðlíka efni eru á „markaðnum“ og því spennandi að heyra hvort að það hafi verið grafið eitthvað dýpra eftir efni á þessari opinberu útgáfu. Kannski að Drake reyni í framhald- inu að ná í skottið á rapparanum Tu- pac Shakur, sem fyrst fór að taka til hendinni er hann var kominn handan grafar. TÓNLIST Brian Eno The Klaxons Nick Drake Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Ég er hvorki djass-sérfræðingur néFÍH-menntuð en ég elska CharlesMingus. Ást mín á djassi hefur varaðum nokkurt skeið. Einn veturinn gat ég ekki sofnað án þess að vorkenna mér aðeins yfir Miles Davis og eitthvert sumarið þóttu mér allir dagar leiðinlegir ef ég heyrði ekki í Dizzy Gillespie, en það er önnur saga. Mingus Ah Um kom út árið 1959 og er líklega aðgengilegasta verk Charles Mingus. Hann hafði slæmt orð á sér og réttilega svo. Mingus var skaphundur og lét öllum illum látum við fólkið í kringum sig. Oft kom til handalögmála og hann var ekki yfir það hafinn að stöðva tónleika til þess að skeyta skapi sínu á þeim sem með honum spiluðu. Sagt er að hann hafi verið eini maðurinn sem Duke Ellington rak úr hljómsveit sinni vegna hegðunarvandamála. Mingus var hár og mikill maður að vexti og hikaði ekki við að nota stærð sína til þess að ógna öðrum. Þrátt fyrir þetta gat hann verið hinn mesti ljúflingur sem kemur bersýnilega í ljós í verkum hans. Plötuna Mingus Ah Um má líta á sem áhuga- verðan minnisvarða um þá stemmingu sem lifði í Bandaríkjunum á þessum gullaldarárum djass- tónlistar. Mingus var undir miklum áhrifum frá gospeltónlist, hörðu bee-bopi og jafnvel avant garde djassi. Það má einnig greina swing-áhrif auk þess sem blús og suður-amerísk tónlist koma upp í hugann. Mingus spilaði á kontrabassa og gerði það svo vel að hann gat lyft hljóðfærinu á hærri stall en það átti vanda til að vera og keyrt hljóm þess fram eins og um sóló-hljóðfæri væri að ræða. Hann var einnig lunkinn píanóleikari og lék á píanó með hljómsveit sinni um nokkurt skeið á sjöunda áratugnum. Þessir eiginleikar ásamt þeirri sérstöku hæfni að geta nýtt skap sitt til þess að undirstrika sprengikraft djasstónlistar gerðu hann að sérstaklega góðum lagahöfundi og útsetjara. Á Mingus Ah Um er að finna gott og gerð- arlegt safn laga. Boogie Stop Shuffle er í miklu uppáhaldi hjá mér. Að hlusta á það er eins og að stíga út úr tímavél undir lok sjötta áratugarins og ganga inn á tónleika sem eru vel æfðir en þó spunnir á staðnum í hita leiksins. Tónlistin er boogie og það er gaman að vera til. Mingus og hljóðfæraleikarar hans ná að fanga hita augna- bliksins, svita og dans, án þess að blikka auga. Sjálfur sagðist hann leggja grunninn að lögunum í huganum, spila þau á píanó fyrir hljómsveit- armeðlimi og að því loknu reyna að finna leið til þess að leyfa hverjum og einum að njóta sín. Mingus tileinkar Duke Ellington og Charlie Par- ker sitt lagið hvorum á plötunni en hann sagði að þau ættu ekki að líkjast tónsmíðum þeirra, heldur hans sjálfs – eða þeim hugmyndum sem hann hafði um þá. Charles Mingus tók þátt í réttindabaráttu svartra af mikilli ástríðu og bera titlar laga hans þess merki. Fables of Faubus er nefnt eftir al- ræmdum ríkisstjóra Arkansas frá þessum tíma en hann var andvígur sameiginlegum skóla svartra og hvítra. Þar sameinast grófur bassa- leikur og dyntóttur trommuleikur á dulúðugan hátt. Ég ætla ekki að halda því fram að aðrar plötur Mingus séu að neinu leyti slakari en Mingus Ah Um en það er krafturinn og eldmóðurinn sem gerir þessa sérstaklega spennandi. Hún minnir á að djass þarf ekki alltaf að vera flókinn, hann get- ur líka verið hressandi og lifandi gleðihljómur, verðugur sinnar voldugu tegundar. Mingus Ah Um er aðgengileg fyrir byrjendur, unaður fyrir lengra komna og takmarkalaus uppspretta inn- blásturs fyrir þá sem elska að spila góða tónlist. Blóðheitt undrabarn POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ý mislegt hafa menn deilt um í gegn- um tíðina og flest fánýtt. Eitt af því sem tekist var á um fyrir nokkrum árum var það er liprir lagasmiðir nýttu sér búta úr lögum annarra, textabrot, hluta af viðlagi, takt eða kannski bara brot úr gítarriffi, eins og umdeilt dæmi var um hér á landi. Nú er það ekkert nýtt að menn hafa nýtt sér verk þeirra sem á undan komu, má rekja það langt aftur í aldir, en nýrra að útgáfufyrirtæki siga her lögmanna á listamenn. Önnur deila, og skyld þeirri hvort fá megi að láni hugmyndir, er hvort það geti talist list að sníða úr tónlist annarra nýja flík, er það eins frumlegt og frumsemja? Þessari síðustu spurningu er fljót- svarað – ekki þarf annað en að spila fyrir efa- semdarmenn síðustu breiðskífu J Dilla, Donuts, sem kom út fyrir tæpu ári, 7. febrúar 2006, en þrem dögum síðar var höfundur hennar allur. James Dewitt Yancey, sem tók sér nafnið Jay Day og síðar J Dilla, eða bara Dilla, var rétt rúm- lega 32 ára þegar hann lést, Donuts kom út á af- mælisdegi hans. Hann hafði verið lengi að í hip- hopinu þó fáir hafi þekkt til hans, enda setti hann ljós sitt undir mæliker. Trommurnar aðalhljóðfærið Dilla fæddist í Detroit og hóf tónlistarnám á unga aldri nauðugur viljugur. Hann fékk þó fljótt áhuga á tónlist og ekki skorti hann hæfileikana, lærði á selló, píanó, trompet, gítar og trommur, en trommurnar voru hans aðalhljóðfæri alla tíð þó hann hafi lengstaf sett saman takta og tónlist í tölvum. Tónlistin sem heillaði pilt var fönk, djass og hip- hop og eftir að hafa fiktað við upptökustjórn fór hann að rappa með félögum sínum. Það áhugamál varð að síðan að rappsveitinni Slum Village og heimahljóðveri sem piltur kom sér upp þó ekki hafi hann verið vel græjaður. Vendipunktur í sögu Dilla var þegar hann komst í kynni við hljómborðsleikarann Joseph „Amp“ Fiddler, sem var meðal annars þekktur fyrir samstarf við svo ólíka (og þó skylda) tónlist- armenn sem Prince, Ramsey Lewis og George Clinton. Fiddler þótti Dilla svo bráðger að hann tók hann undir sinn verndarvæng, kenndi honum á trommuheila og kynnti hann fyrir félögum sín- um, þar á meðal Q-Tip úr A Tribe Called Quest. Fyrsti plötusamningurinn kom svo 1995 þegar Dilla og félagi hans gerðu útgáfusamning undir nafninu 1st Down, en það entist ekki nema í eina smáskífu. Næstu ár var hann síðan upptekinn við upptökustjórn, enda leituðu til hans ekki ómerk- ari rapparar en Pharcyde-liðar, félagarnir í De La Soul, Common, Busta Rhymes og Q-Tip / A Tribe Called Quest. Hann vélaði einnig um lög eftir D’Angelo og Janet Jackson, en þess var hvergi getið á þeim tíma. Dilla lagði reyndar litla áherslu á að koma sjálfum sér að og kærði sig yfirleitt kollóttan hvort nafn hans kæmi fram í höf- undalista laga sem hann hafði tekið þátt í setja saman. Fyrir vikið urðu stílbrögð hans snemma vel þekkt en höfundurinn ekki. Fyrsta skífan Slum Village, Fan-Tas-Tic, Vol. 1, kom út í takmörkuðu upplagi 1996, en sökum anna Dilla bar lítið á sveitinni næstu árin og Fan-Tas- Tic, Vol. 2 kom ekki út fyrr en fjórum áður síðar. Um líkt leyti og sú kom út hætti Dilla að vinna með sveitinni að mestu, en lagði í þess stað áherslu á sólóferil sinn meðfram því sem hann vann að fjölmörgum verkefnum með ólíkum tón- listarmönnum. Banvænt sjálfsofnæmi Fyrsta smáskífa Dilla undir eigin nafni, Fuck the Police, kom út 2001 og stuttu síðar breiðskífa Wel- come 2 Detroit, en um svipað leyti tók hann sér nafnið J Dilla, eftir að hafa starfað sem Jay Dee fram að því. Á næstu mánuðum og árum komu út nokkrar skífur með bútum og hugmyndum, en hann gerði einnig skífu með Madlib undir heitinu Jaylib og kom út haustið 2003. Um líkt leyti tók aftur á móti að bera á sjúkdómi þeim sem varð Dilla að aldurtila, sjálfsofnæmissjúkdómnum rauðum úlfum eða lupus, og næstu tvö árin var hann að mestu bundinn við hjólastól og þurfti að nota ýmis tæki til að halda lífi. Hann lét þó ekki deigan síga í tónlistinni, fór meðal annars í tón- leikaferð um Evrópu, og sat við takkana í hljóð- verinu flestum stundum. Eitt af þeim verkefnum sem hann fékkst við þar var breiðskífa sem hann kallaði Donuts og þó þrekið færi ört þverrandi auðnaðist honum að ljúka við þá skífu snemma á síðasta ári og hún kom svo út 7. febrúar, en á þeim degi varð Dilla 32 ára. Þrem dögum síðar var hann allur. Donuts fékk fína dóma, enda frábær plata, og sannar það að Dilla var með hæfileikamestu tak- smiðum og upptökustjórum sem hiphopið hefur alið af sér, en félagar hans kölluðu hann Coltrane hiphopsins, eftir djassrisanum magnaða. Þó Dilla hafi ekki komið frá sér mörgum eig- inlegum sólóskífum um dagana þá liggur eftir hann mikið af upptökum og líklegt að þær verði gefnar út smám saman á næstu mánuðum og ár- um. Þannig kom út platan The Shining síðasta haust sem einn af helstu samstarfsmönnum Dilla bjó til útgáfu og á næstu dögum kemur út tvöfald- ur diskur, Ruff Draft, sem er að stofninum til skífa sem áður var aðeins fáanleg í litlu upplagi, en talsvert er af aukalögum á disknum. Lykillinn að öllu saman er þó Donuts – snilldarskífa. Genginn snillingur Upptökustjórinn J Dilla varð mörgum harm- dauði, enda var hann einn fremsti upptökustjóri hiphopsögunnar. Snjall James Dewitt Yancey, sem tók sér nafnið Jay Day og síðar J Dilla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.