Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Trúarsamtökin Opus Dei eru sögðvera í herferð til að bæta þann skaða sem Da Vinci lykill Dans Brown olli ímynd samtakanna. Meðal þess sem í herferðinni felst er kvikmynd sem byggist á ævi stofnanda Opus Dei, Saint Josemaría Escrivá de Ba- laguer. Það er ítalska fram- leiðslufyrirtækið Lux Vide sem kemur til með að framleiða mynd- ina en samkvæmt talsmanni fyr- irtækisins er ver- ið að reyna að fá þá Robert de Niro og Antonio Banderas í að- alhutverk myndarinnar. Ítalska dagblaðið La Repubblica greindi frá því fyrir skemmstu að Opus Dei hygðist verja tugum millj- óna dollara til að lappa upp á ímynd sína. Talsmaður Opus Dei sagði hins- vegar að fyrirhuguð kvikmynd væri ekki hluti af þeirri vinnu. „Opus Dei kemur ekki til með að fjármagna myndina á nokkurn hátt, en við munum vera þeim innan hand- ar til leiðsagnar ef á þarf að halda,“ sagði hinn ónefndi heimildarmaður. Þetta er ekki fyrsta verkefnið sem Lux Vide framleiðir sem byggist á trúarlegum grunni en meðal verka fyrirtækisins var nýgerð sjónvarps- mynd byggð á ævi Jóhannes Páls páfa II, þar sem þeir John Voight og Christopher Lee fóru með aðal- hlutverkin.    Nú er í bígerð kvikmynd byggð ásögu hljómsveitarinnar Milli Vanilli. Fyrir þá sem ekki muna var dúettinn skipaður þeim Fabrice Morvan og Rob Pilatus og áttu þeir félagar smelli á borð við „Girl You Know It’s True“. Hljómsveitin átti miklu fylgi að fagna og seldi 30 milljónir smáskífa og 11 milljónir platna á ferlinum. En hin skjótfengna frægð dalaði hratt þegar upp komst að hvorugur hljóm- sveitarmeðlima söng inn á plötur sveitarinnar. Milli Vanilli fengu því ekki Grammy-verðlaunin sem besti nýliðinn, sem þeir höfðu verið til- nefndir til, og sveitin lagði upp laup- ana fljótlega eftir þetta. Það er Universal Pictures sem ætla að framleiða myndina en leikari og handritshöfundur og leikstjóri verður Jeff Nathansson (sem skrif- aði handritið af Catch Me If You Can). „Svik og prettir hafa alltaf heillað mig og í tilfelli Milli Vanilli voru þetta hin fullkomnu svik. Þeir fóru frá því að vera brjálæðislega vinsælir yfir í að vera aðal aðhlátursefni poppiðnaðarins,“ sagði Nathanson í viðtali við kvikmyndatímaritið Var- iety. Myndin er sögð vera gerð með fullu samþykki Morvan en Pilatus lést sökum ofneyslu eiturlyfja árið 1998.    Kvikmyndahátíðin í Cannes íFrakklandi verður haldin í 60. sinn í vor. Af því tilefni hafa marg- ir af þekktustu leikstjórum sam- tímans verið fengnir til að leik- stýra hver um sig þriggja mínútna stuttmynd sem allar eiga að fjalla um bíóferðir fólks á einhvern hátt. Meðal þeirra sem taka þátt í verk- efninu eru Roman Polanski, Cohen- bræðurnir, Lars von Trier, Alej- andro Gonzales Inarritu og Gus Van Sant. KVIKMYNDIR Robert De Niro Roman Polanski. Milli Vanilli. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Fyrir tíu árum átti Jonathan Rosenbaum,líklega virtasti kvikmyndarýnir Banda-ríkjanna, í bréfaskiptum við nokkrayngri kollega sína víðsvegar að úr heim- inum. Bréf þessi (sem síðar birtust í franska kvik- myndatímaritinu Trafic) voru hugsuð sem ákveðið andsvar við hugmyndinni um að cinephilia, eða ást- in á kvikmyndinni, væri öll. Þið þekkið þessa hug- mynd: „Þetta er nú meira draslið sem fjölda- framleitt er í dag. Það var annað upp á teningnum í Frakklandi á sjöunda áratugnum [má skipta út fyr- ir Ítalíu á fimmta áratugnum, Japan þeim sjötta og Þýskalandi þeim áttunda]. Það var sko alvöru kvik- myndagerð, uppfull af listrænu innsæi.“ Viðlíka fullyrðingum eiga Rosenbaum og félagar auðvelt með að svara, en þær byggjast einfaldlega á van- þekkingu vestrænna áhorfenda á framsæknustu kvikmyndagerðarmönnum heimsins í dag. Rosen- baum tekur sem dæmi að engri mynd leikstjóra á borð við Hou Hsiao-hsien, Edward Yang, Abbas Kiarostami og Mohsen Makhmalbaf hafi verið dreift af neinu viti í Bandaríkjunum (auk þess sem halda mætti að hætt hafi verið að gera kvikmyndir í Frakklandi þegar nýbylgjan leið undir lok). Ef ástandið hefur verið slæmt í Bandaríkjunum, þá hefur það auðvitað verið miklu verra hér heima. Ég rifja upp þessi bréfaskipti núna þar sem tilefni er til bjartsýni í fyrsta skipti í langan tíma – kannski leynast glæður í ástinni þrátt fyrir allt. Á morgun hefjast í Tjarnarbíói reglulegar sýn- ingar kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins sem stofnað er til af aðstandendum Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík. Sýndar verða bæði sígildar og samtímamyndir víða að úr heiminum og lofar dagskráin góðu. Sérstakur fengur er að myndum Zhang Ke Jia, Dong og Still Life,sem báð- ar unnu til verðlauna á síðustu Feneyjahátíð. Ef marka má enn fremur nýliðna hátíð í Berlín er as- ísk kvikmyndagerð greinilega í mikilli sókn og von- andi munu einhverjar vinningsmynda hátíðarinnar skila sér á klakann. Nú þá hefur Græna ljósið einn- ig kryddað bíóflóruna í borginni með sýningum sín- um í Regnboganum. Það er þó ekki síður sýning- arfyrirkomulag Græna ljóssins en sjálfar myndirnar sem glatt hefur áhorfendur, ekki síst að hléið skuli hafa verið fellt niður. Eitt er það þó sem fer ekki minna í taugarnar á mörgum áhorfendum en hléið en það er hið nýja textafyrirkomulag kvik- myndahúsanna þar sem textanum er varpað á tjaldið með myndvarpa þannig að miðflötur tjalds- ins lýsist allur upp. Þetta er sérstaklega hvimleitt í mynd á borð við Völundarhús Pan sem gerist að talsverðu leyti í myrkri en þá blikkar myndin á tjaldinu jafnvel nokkrum sinnum á mínútu – ekki ósvipuð áhrif og þegar sýning er stöðvuð fyrir hlé nema hvað ástandið varir alla myndina. Ef Græna ljósið gæti beitt sér fyrir því að þetta yrði lagfært með einhverjum hætti yrðu margir kvikmyndaunn- endur þakklátir. Gera má ráð fyrir að dagskrá bæði Græna ljóss- ins og Fjalakattarins eigi eftir að taka mið af áhuga áhorfenda. Hinn 14. febrúar síðastliðinn hefur Sæ- björn Valdimarsson í Morgunblaðinu eftir Ísleifi Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Græna ljóssins, að aðsóknin hafi verið heldur slæm og „að þeir sem hafi kvartað yfir ástandinu láti ekki mikið á sér bera á sýningum“. Sérstaka athygli vekur að aðeins 700 manns hafa séð hina stórskemmtilegu mynd Lars von Trier Direktøren for det hele – einhvers merkasta kvikmyndagerðarmanns seinni tíma. Framtíð sýninga hvort heldur er Græna ljóssins eða Fjalakattarins veltur auðvitað á því að almenn- ingur sæki þær. Lengi hafa kvikmyndaunnendur í borginni beitt fyrir sig þeirri aumu afsökun (og er ég sjálfur engin undantekning) að það sé helst til langt á ágætar sýningar Kvikmyndasafnsins í Bæj- arbíói. En nú reynir á – nú duga engar afsakanir lengur. Nú kemur í ljós hvort á Íslandi búi kvik- myndaþjóð, líkt og við höfum lengi talið okkur trú um, eða þetta sé helbert Hollywoodland. SJÓNARHORN » Framtíð sýninga hvort heldur er Græna ljóssins eða Fjala- kattarins veltur auðvitað á því að almenningur sæki þær. Kvikmyndaþjóð eða Hollywoodland? Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Ö lvað ungmenni kemur gangandi í jakkafötum í átt að linsunni sem staðsett er við jörðu. Það lætur sig falla fyrir framan lítinn leik- fangabangsa sem það tekur að leika sér með. Að lokum leggur það bangsann til hvílu og býr um hann með pappírsrusli og hjúfrar sig svo upp að honum. Sírenur taka að hljóma. Þetta er James Dean í upphafssenu Rebel Without a Cause – hin fullkomna ímynd viðkvæma einfarans. James Dean fæddist 8. febrúar árið 1931 í mið- vestrinu ameríska – fylkinu Indíana nánar tiltekið – en eyddi líka nokkrum uppvaxtarárum sínum í Kaliforníu. Það var þó á austurströndinni sem Dean steig fyrsta mikilvæga skrefið á framabraut- inni þegar hann hlaut inngöngu í hið virta Leik- arastúdíó (e. Actors Studio) í New York. Undir handleiðslu Lee Strasberg hlaut Dean þar góða skólun í „aðferðinni“ (e. the method), sem var þegar byrjuð að bylta kvikmyndaleik í Hollywood með kraftmikilli frammistöðu Marlon Brando í A Streetcar Named Desire. Í stuttu máli gekk aðferð- in út á það að leikarar beittu eigin reynslu og til- finningum í túlkun persóna sinna. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort sú tækni henti betur ákveðnum hlutverkum/leikurum en öðrum, en þátt- ur ungra, tilfinningabældra og uppreisnargjarna karlpersóna er óneitanlega áberandi og mætti hér nefna auk Brando og Dean leikarana Montgomery Clift, Paul Newman, Al Pacino og Robert de Niro. Á fyrri hluta sjötta áratugarins lék Dean auka- hlutverk á sviði og í sjónvarpi og birtist jafnvel á hvíta tjaldinu í nokkrum ör-hlutverkum. Frami hans var þó það óvæntur og skyndilegur að þegar East of Eden var frumsýnd í marsmánuði 1955 var það sem hann hefði stigið niður á jörðina sem full- skapaður leikari enda hlutverkið allajafna nefnt hans fyrsta. Hálfu ári síðar var hann látinn eftir harðan árekstur á Porsche-bifreið sinni, og átti þá enn eftir að frumsýna Rebel Without a Cause og tökum rétt nýlokið á The Giant. Í þessum þremur myndum og dramatísku en stuttu lífshlaupi varð til Dean-ímyndin langlífa: Andóf, tilfinningaólga og viðkvæmni (undir yfirborði töffaraskapar). East of Eden Leikstjórinn Elia Kazan, einn þriggja stofnenda Leikarastúdíósins, hafði þegar gert Marlon Brando að stórstjörnu, þegar hann tók James Dean fram yfir Paul Newman í hlutverk Cal í East of Eden. Það er ekki ofsögum sagt að Dean sýni undraverð- an þroska í hlutverkinu – og svo mjög að á köflum er sem hann eigi ekki heima í sama söguheimi og aðrar persónur myndarinnar. Sannarlega er hann utangarðs, líkt og í öðrum hlutverkum sínum, en hann er líkt og persóna úr samtímanum fremur en sveitapiltur á öðrum áratug 20. aldarinnar. Hefur það án efa haft margt að gera með það hversu mjög Dean höfðaði til ungs fólks strax í þessu fyrsta hlut- verki sínu. Annars er þetta ægifalleg mynd, ein af fyrstu myndunum sem teknar voru í breiðmynd og litrík með eindæmum. Hvað það varðar, og reyndar einnig dramatískt samband Cal við bæði móður og föður, gaf hún tóninn fyrir næstu og frægustu mynd hans. Rebel Without a Cause Ef Kazan töfraði fram undraverða frammistöðu hjá Dean, þá var það leikstjórinn Nicholas Ray sem lagði umfram aðra leikstjóra kvikmyndalegan grunn að Dean-ímyndinni í Rebel Without a Cause. Ray er sér á báti þegar kemur að Hollywood leik- stjórum klassíska skeiðsins, og varð um margt tákngervingur hins skapandi leikstjóra sem berst gegn Hollywood-maskínunni. Í kvikmyndum sínum stúderaði hann einmana karlmenn í tilfinn- ingakreppu sem beittu oft fyrir sig tilgangslausu ofbeldi. Mætti hér nefna Humphrey Bogart í In a Lonely Place (1950), Robert Ryan í On Dangerous Ground (1951) og Sterling Hayden í Johnny Guitar – þetta voru þó allt fullorðnir karlmenn á meðan Dean lék óharðnaðan ungling. Ef það er rétt sem stundum er sagt að táningurinn hafi verið fundinn upp í Bandaríkjunum á 6. áratugnum, birtist það kannski hvergi skýrar en einmitt í Rebel Without a Cause. Persóna Dean er í upphafi myndarinnar ný- flutt, á erfitt með að eignast vini, fellur fyrir stúlku í hverfinu, lendir upp á kannt við gengið í hverfinu, og nær engu sambandi við foreldra sína. Allt brýst þetta út í mikilli tilfinningaólgu og uppreisn- arkennd sem á sér þó ekkert ákveðið viðfang – samanber titil myndarinnar. Giant George Stevens var leikstjóri af annarri og eldri kynslóð en bæði Kazan og Ray og dæmigerðari af- urð stúdíókerfisins. Hann hóf ferilinn sem töku- maður á miðjum 3. áratugnum og tók til við að leik- stýra á þeim fjórða, og mætti tína til afbragsmyndir á borð við Alice Adams (1935), Gunga Din (1939) og Shane (1953). Giant er stórmynd að hætti Holly- wood – dramatísk saga um áratugalöng átök sem skartaði auk Dean stórstjörnunum Elizabeth Tay- lor og Rock Hudson. Þótt þeir hafi reyndar báðir verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki (önnur tilnefning Dean eftir dauða sinn), hefði hlutverk Dean í dag líklega verið flokkað sem aukahlutverk. Hann leikur sem fyrr uppreisnargjarna persónu, sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Munurinn er sá að hér er per- sónan fullorðin og býr því ekki yfir sama sakleysi og eldri persónurnar, og þótt hún sé þannig vitn- isburður um leikhæfileika Dean er hún, eins og reyndar myndin sjálf, öllu hefðbundnari að gerð en þær fyrri. Giant er enn fremur áminning um að Dean-ímyndin hefði getað þróast á aðra vegu hefði áreksturinn afdrifaríki ekki komið til 30. september 1955. Uppreisnargjarni einfarinn Á næstu dögum sýnir Fjalakötturinn í Tjarn- arbíói þrjár myndir sem skarta James Dean í að- alhlutverki auk nýlegrar heimildarmyndar um ævi hans. Að því tilefni eru hér rifjaðar upp myndirnar sígildu og ýmislegt tínt til frá stuttum en litríkum ferli goðsins. Dean-ímyndin Andóf, tilfinningaólga, og viðkvæmni (undir yfirborði töffaraskapar). TENGLAR ............................................................... filmfest.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.