Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Síða 13
Íslendingum er tamara að koma sagnamegin að veru- leikanum, að segja sögu. Öf- ugt við Frakka flosnuðu þeir ekki upp frá sínum miðalda- bókmenntum, málæðin fór ekki í sundur, heldur hitaði upp hugarfylgsnin sem voru athvarf þeirra út ísöld alls- leysisins. Það er undarlegt til þess að hugsa að kynslóðirn- ar skuli hafa megnað að smygla þessum varningi í gegn um hið stranga landa- mæraeftirlit fátæktarinnar. Aftur á móti var fáu þyrmt af því sem mölur og ryð fá grandað. Öfugt við Frakka hljótum við að skila auðu þegar kemur að glæsibygg- ingum, þar eiga enn við orð Adams frá Brimum sem í riti frá 11. öld segir um Íslend- inga: „Fjöllin eru þeim í stað borga.“ Enn í dag er það hin vold- uga náttúra sem gerir að verk- um að Ísland blaktir í vitund nútímamanna: öræfin, víð- ernin, ógrynnin. Og svo svörin við spurning- unni sem fá lönd ganga jafn eindregið eftir við þjóð sína: af hverju ertu hér? Franskir verslunardagar Í fimmta sinn skipuleggur Fransk-íslenska versl- unarráðið franska verslunardaga á Íslandi 08.03 - 18.03. Yves Coppens Coppens er forstöðumaður þróunarmannfræðideildar Collège de France og talar á vísindaráðstefnu í Há- skóla Íslands 24.04. Höfundur er rithöfundur. Ófrönsk? Dionysos syngur orðið aðalega á ensku. henni á eftir Bretlandi. Emilíana Torrini náði einnig góðum árangri í Frakklandi með fyrstu breiðskífu sína, gekk reyndar hvergi eins vel og þar. Sama má segja um Barða Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang, Frakkar hafa tekið honum opnum örmum, ekki síst eftir að hann tók upp samstarf við Keren Ann, og Sigur Rós nýtur mikillar hylli þar í landi. Af þessu má ráða að Frakkar kjósa helst tónlist sem er öðruvísi, ef svo má segja, tón- list sem vekur mann til umhugsunar - und- irspil undir heimspekilegar vangaveltur og djúpar pælingar yfir kaffibolla eða rauðvíns- glasi. Þetta hafa Íslendingar svo sem kunn- að að meta þótt tungumálið hafi staðið í þeim. Þannig hefur franskur vísnasöngur notið nokkurrar hylli hér á landi; nefni sem dæmi vinsæla skemmtun sem byggði að nokkru á slíkri músík fyrir fáum árum og ekki má gleyma frábæru leikriti um Edith Piaf sem fékk metaðsókn í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og varð til þess að menn rifjuðu upp þá merku söngkonu sem átti ömurlegri ævi en orð fá lýst en gat þó sungið svo fal- lega. Franskt vor á Íslandi Þrátt fyrir þetta má þó segja að frönsk mús- ík hafi ekki náð verulegum vinsældum hér á landi fyrr en Etienne de Crécy hrinti af stað bylgju af franskri danstónlist fyrir áratug með tveimur frægum plötum; Pansoul, sem hann gaf út undir nafninu Motorbass, og Su- per Discount, sem hann gaf út undir eigin nafni, en á þeirri skífu koma ýmsir við sögu. Í kjölfarið fylgdu svo fleiri franskir dans- tónlistarmenn, ólíkrar gerðar og ekki allir beinlínis samherjar; Cassius, Air, Alex Gop- her, St. Germain, Dimitri from Paris og Daft Punk, svo dæmi séu tekin. Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar og vel fram yfir aldamót hafa franskar hljómsveitir náð langt í Bretlandi og víðar. Sumpart er þar vegna þess að tungumál skiptir litlu máli þegar danstónlist er annars vegar en einnig hafa frönsk stjórnvöld lagt hljómsveitum lið og rekið sérstaka kynning- arskrifstofu í Lundúnum. Gott til eft- irbreytni! Liður í öllu saman er svo menn- ingarhátíðir á við "Pourquoi Pas? – Franskt vor á Íslandi" sem hófst sl. fimmtudag. Klokochazískur Labyala Fela Da Ja-wid Fel leiðir hljóm- sveiytina Nosfell. Hljómsveit Monade varð til sem einskonar angi af Stereolab en breyttist svo í hljómsveit. »Um leið og frönsk tónlist sker sig úr í evrópsku poppi, þá er hún í senn alþjóðlegri en til að mynda það sem gefur að heyra í Bretlandi eða Þýska- landi eða hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 13 Þeir frönsku tónlistarmenn sem hingað koma á menningarhátíðina Pourquoi pas? eru úr ýmsum áttum, ólíkir listamenn sem gefa góða mynd af frönsku poppi, auk- inheldur sem margir þeirra eiga sér ís- lenska skírskotun. Fyrsta franska poppsveitin á hátíðinni, Dionysos, er þó eiginlega dálítið ófrönsk, ef svo má segja, syngur að mestu á ensku og hefur leitað til Englands og Bandaríkj- anna að upptökustjórum og –aðstöðu. Hún er ekki verri fyrir það, betri jafnvel finnst einhverjum sem eiga erfitt með frönsk- una. Dionysos hefur gefið út fimm breið- skífur og verið afskaplega iðin við kolann frá því sveitin var stofnuð 1993. Höf- uðpaur hennar og helsti lagasmiður er Mathias Malzeu. Dionysos leikur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld 24. febrúar. Söngkonan Emilie Simon er hámenntuð í músík, lærði söng og tónsmíðar árum saman, var meðal annars við nám í IRCAM stofnuninni í París áður en hún sneri sér alfarið að poppinu, rafeindapoppi. Simon hefur iðulega verið líkt við Björk, til- raunakennd og tilfinningarík raftónlist og einlægur og tær söngur. Emilie Simon syngur í Háskólabíói 4. mars. Monade varð til sem einskonar angi af Stereolab, enda stofnaði Lætitia Sadier, helmingur Stereolab, sveitina sem dægra- styttingu. Ýmsir komu við sögu í sveitinni framan af en smám saman hefur liðs- skipan tekið á sig skýrari mynd og jafn- framt hefur Monade breyst í eiginlega hljómsveit. Monade leikur í Þjóðleikhúskjallaranum 28. mars. Nosfell er hljómsveit furðufuglsins La- byala Fela Da Jawid Fel sem er að sögn frá landinu Klokochazia. Hann syngur ým- ist á ensku, klokobetz, sem er heimsmíðað tungumál eða á frönsku. Tónlistin er sér- kennileg blanda af rokki og ótilgreindri þjóðlegri tónlist, kannski frá Klokochazia þar sem menn eru greinilega fornir í lund. Nosfell kemur fram á Ísafirði 7. apríl. Eins og sjá má á heiti sveitarinnar Nou- velle Vague leikur hún sér með hugtök því ekki er bara vísað í frönsku nýbylgjuna í kvikmyndaleik heldur er líka ýjað að bras- ilísku nýbylgjunni bossa nova. Sveitin hóf nefnilega feril sinn með breiðskífu þar sem ýmsar lummur breskrar nýbylgju voru framreiddar í nýjum búningi, glænýjum, enda svo búið um hnútana að hver söng- kona sveitarinnar syngi aðeins lög sem hún hafði ekki áður heyrt til að tryggja að fyrri flutningur hefði engin áhrif á hana. Nouvelle Vague treður upp á Nasa 26. apríl. Franska söngkonan Françoiz Breut lagði stund á myndlist framan af en tók síðan upp gítarinn vegna áhrifa frá Leon- ard Cohen og Neil Young. Framan af ferl- inum var hún í nánu samstarfi við Dom- inique Ané, söng bakraddir á plötum hans og á tónleikum, en ákvað svo að hefja sóló- feril. Á fyrstu breiðskífunni samdi Ané öll lög og eins obbann af annarri plötunni en smám saman hafa fleiri lagasmiðir slegist í hópinn. Françoiz Breut syngur í Þjóðleikhúskjall- aranum 10. maí. Franskt poppréttahlaðborð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.