Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Rögnu Sigurðardóttur ragnahoh@gmail.com H vað var það sem sameinaði lista- menn frá Dan- mörku, Hollandi og Belgíu um miðja síðustu öld, fékk þá til að standa saman í erfiðu streði við að gefa út tímarit og sýna saman myndlist, vinna saman, tala saman og mála saman, já, mála heil- an sumarbústað saman – og hætta svo samstarfinu jafnsnögglega og það byrjaði, samstarfi sem var virkt í þrjú ár en lifði áfram í þrjátíu, eins og einn stofnenda Cobra orðaði það? List Cobra-hópsins sem starfaði frá 1948 til ’51einkenndist af leitinni að óheftri tjáningu, með áherslu á hið sjálfsprottna og tjáningu tilfinn- inganna. Listamennirnir voru undir áhrifum frá súrrealisma og ab- straktlist en vildu engu að síður fara sínar eigin leiðir. Takmarkið var að yfirfæra hina ósjálfráðu teikningu súrrealistanna yfir í málverkið sjálft, finna það sjálfsprottna á mal- erískan máta, í litum, formum og uppbyggingu. Cobra-listamennina dreymdi um nýja alþýðulist og þeir skoðuðu jafnt hellaristur, aldagömul kalkmálverk í dönskum kirkjum, teikningar barna og list frá Afríku og Suðurhafseyjum. Mikil breidd og ólík nálgun einkenndi verk þeirra, tvö nærtæk dæmi eru ólík málverk Else Alfelt og Svavars Guðnasonar sem tengdist hópnum óbeint. En hvað gerði það að verkum að listamenn frá þessum þremur lönd- um sameinuðust í áformum sínum árið 1948? Dönsku abstraktmálararnir „Linien var hópur ungra listamanna í Danmörku sem sýndu saman og gáfu út tímarit á fjórða áratugnum, nokkrir urðu síðar hluti af Cobra- hópnum. Þessir listamenn voru upp- teknir af frjálsri tjáningu, súrreal- isma og abstrakt og þeir störfuðu saman í nokkur ár. Gríman kom inn á myndflöt þeirra undir 1940 en hafði m.a. verið notuð af Picasso þó nokkuð áður. En nú gerðu þeir grímuna að samheiti fyrir málverkið. Hlutverk grím- unnar var að veita innsýn, vera sam- nefnari allra andlita en hún tók á sig ólíkar myndir í verkum málaranna, síðar varð hún einkenni Cobra.Vet- urinn 1937-8 bjó Egill Jacobsen, einn af hópnum, í litlu herbergi uppi á hanabjálka og málaði sjálfsmyndir með grímumótífi undir áhrifum frá Munch og litrófi Max Ernst. Styrj- öld var yfirvofandi. Hér málaði hann myndina Uppsöfnun sem síðan hef- ur orðið að lykilverki sem vísar til komandi stríðs – og tilurðar Cobra. Sjá má áhrifin frá Munch í myndinni og er til marks um þau norrænu áhrif sem dönsku málararnir komu með inn í listheim Evrópu í gegnum Cobra. 1939 varð uppbrot innan dönsku abstraktmálaranna, yngri menn lögðu áherslu á hið sjálfsprottna og alþýðulist en höfnuðu konstrúktív- isma, þeirra á meðal var Asger Jorn. Út kom tímaritið Helhesten sem einbeitti sér að því að kynna sam- tímamyndlist.Tímaritið átti sér er- lendar fyrirmyndir, bæði franskar og þýskar. Í alþýðutrúnni er Helj- arhestur hvítur þrífættur drauga- hestur sem boðar ógæfu og dauða sjái maður hann, nú varð hann tákn fyrir ógnir stríðsins. Fátæktin varð Helhesten að bana árið 1944. Fé- lagsskapurinn sem kenndi sig við Helhesten setti aðeins upp eina sýn- ingu, Tjaldsýninguna á Bellevue 1941, þar tók Svavar Guðnason þátt. Fáir gestir komu, enn var langt í land að almenningur tæki verkum listamannanna með opnum hug. Þáttur Svavars í Cobra Nokkuð er jafnan gert úr hlut Svav- ars í Cobra-hópnum, en Svavar af- þakkaði þó ítrekað boð um samstarf og gagnrýndi hugmyndir hópsins. Hann var í nánum tengslum við mál- ara í Helhesten, þau Carl-Henning Pedersen, Else Alfelt og Egil Jacob- sen en var gagnrýninn í garð Asger Jorn. Svavar neitaði þátttöku í fyrstu Cobra-sýningunni 1949 en tók þátt í sýningu í París 1950 og fleiri sýningum síðar. Svavar hefur sjálfur skrifað um samstarf sitt við Cobra, líkt tímaritinu við við- urstyggilega slönguókind og lýst yf- ir kærleik sínum við Helhesten. Tengsl Svavars voru því fyrst og fremst við suma dönsku listamann- anna á fjórða og fimmta áratugnum, síður við Cobra-hópinn eins og hann starfaði í kringum 1950. Dönsku listamennirnir áttu það sameiginlegt að sækja innblástur til bókmennta og tónlistar. Í bók Hall- dórs Laxness um Svavar Guðnason kemur fram sú skoðun að Svavar hafi leitað til íslenskra ljóða þegar hann gaf myndum sínum nöfn og að tengja mætti næstum hverja einustu þeirra við íslenskt ljóð. Egill Jacob- sen nefnir einnig ást Svavars á ljóð- um og að hann hafi sagt mikið af ís- lenskum þjóðsögum og ævintýrum. Um Svavar Guðnason sagði Egill Jacobsen að eitthvað sameiginlegt hefði verið að finna í myndum hans og þeirra en þó voru þær ólíkar, í þeim mátti sjá náttúrusýn sem var ólík Dananna, skörp og tær. Cobra- hópurinn þreifst á andstæðum og því þurftu þeir á honum að halda, þó ekki væri hann samstarfsfús. Meðganga og fæðing Einangrun stríðsins varð til þess að list danska hópsins og Svavars náði að þroskast án truflana en á sama tíma var mikið rætt og ritað um ab- straktlistina. Konstrúktívisminn vann á eftir stríð, hann kom með hreina og klára stefnu sem var vel þegin eftir ringulreið og hörmungar. Richard Mortensen og Robert Ja- cobsen, sem Gerður Helgadóttir kynntist í París, aðhylltust hann. Asger Jorn lagði því enn meira í að koma stefnu frjálsrar tjáningar áfram. 1945 reyndi hann að koma dönsku abstraktlistamönnunum inn á MoMA í New York en án árang- urs. Strax eftir stríð ferðaðist hann mikið og hitti listamenn hvar sem hann fór, árið 1946 hollenska lista- manninn Constant Nieuwenhuys. Þeir tóku strax að leggja á ráðin um útgáfu alþjóðlegs listatímarits. Jorn stakk upp á að stofnaður yrði hol- lenskur félagsskapur sem yrði hluti af hinum alþjóðlega. Landslagið í Hollandi var móttækilegt því 1947 var stofnaður félagsskapurinn Ref- lex, m.a. með Karel Appel og Cor- neille. Hópurinn gaf út tvö tölublöð af tímariti, 1948 og ’49. Þar skrifar Constant að listin verði að frelsast frá fortíðinni og að hin nýja list geri ekki greinarmun á fallegu og ljótu. Fagurfræðin á að tilheyra liðinni tíð. „Málverk er ekki samsetning lita og forma segir hann, heldur skepna, nótt, óp, maður – eða allt þetta í einu. Christian Dotremont og Asger Jorn hittust í Brussel 1947, árið sem Dotremont tók þátt í stofnun Sur- réalisme-Révolutionnaire í Brussel. Hann var á þeim tíma á bandi kommúnista, en André Breton vildi engin pólitísk tengsl. Dotrement var sjóaður í útgáfu listatímarita sem kom Cobra vel. Í raun var það upplausn innan súrrealistahópsins í París sem varð óbeint til þess að Cobra-hópurinn varð til, annars vegar var áhersla á konstrúktívisma og aðskilnað við pólitík, en hins vegar á frjálsa tján- ingu og kommúnisma, eins mót- sagnakennt og það hljómar í dag, það var lína Dotremont. Asger Jorn tók afstöðu með Dotremont, en Christian Mortensen og Robert Jacobsen með hinum. Hópur þeirra síðarnefndu hélt fund í París 1948, andsvar við fundi Surréalisme Ré- volutionnaire í Brüssel árið áður. Undir niðri snerist fundurinn um að taka afstöðu til Breton og kommún- isma, það var því ekki hjá því komist að listamennirnir yrðu ósammála. Belgísku, hollensku og dönsku lista- mennirnir komu saman daginn eftir að ráðstefnunni lauk og settu saman skjal sem markaði upphafið að Cobra-samstarfinu, með áherslu á lífrænt samstarf sem segði skilið við líflausar og kreddufastar hugmynd- ir. Stuttu síðar stakk Dotremont upp á nafninu Cobra, samsettu úr stöfum höfuðborganna þriggja. Ekki er vafi á að það tók hinum uppástungum hans fram, Isabelle, Doris eða Lou! Þar með fór boltinn að rúlla. Hol- lendingar og Belgar sýndu sem gestir á Haustsýningunni í Dan- mörku 1948 og urðu fyrir áhrifum af list dönsku málaranna. Starfsemi Cobra 1948-51 Á þessum tíma var engin listhreyf- ing án tímarits, Asger Jorn fór strax að vinna að útgáfu fyrsta tímaritsins með Agli Jacobsen og Carl-Henning Pedersen, í allt voru gefin út tíu tölublöð og var Dotremont lykilmað- ur í útgáfunni. Stærsta sýning Cobra-hópsins á meðan á starfseminni stóð var hald- in í Stedelijk-safninu í Amsterdam 1949 – sú sem Svavar hafnaði þátt- töku í. Sýningin var skandall, litlu munaði að safnstjórinn Willem Sandberg missti stöðuna en fyrir vikið fór fjöldi áhorfenda fram úr öllum væntingum. Einn salur af sjö á sýningunni innihélt limlestar ljóðabækur hefð- bundinna hollenskra skálda. Við opnuna voru listamennirnir að- skildir frá áhorfendum sem þurftu að horfast í augu við skær ljós. Fyrsta tímaritið var komið út, for- síðuna prýddi mynd sem minnir marga í dag meira á hljómsveitina Rolling Stones – munnur sem sting- ur tungunni út. Frumskógar- trumbur drundu undir opnuninni. Skömmu síðar var haldið fyrir- lestrakvöld þar sem Dotremont hélt fyrirlestur á frönsku sem olli mikilli reiði og misskilningi, m.a. vegna þess að hann minntist ítrekað á Sov- étríkin, orð sem flestir skildu þó fæstir skildu afganginn sem var á frönsku. Kvöldinu lauk í hópslags- málum, líklega þeim fyrstu og síð- ustu á Stedelijk Museum. En ekki löngu eftir að Cobra fór af stað gerðust ófyrirsjáanlegir at- burðir. Það var Asger Jorn sem stakk svo illa undan Constant Nieu- wenhuys að þeir töluðust ekki við lengi, en kona Constant hljópst á brott með Jorn. Margir listamenn sögðu skilið við Jorn vegna þessa. Þetta varð þó óbeint til þess að áhugavert listaverk var skapað í sumarbústað í Bregneröd í Dan- mörku. Hér máluðu m.a. Asger Jorn og Carl-Henning Pedersen vegg- málverk á alla veggi hússins að inn- anverðu. Börnin máluðu líka og skáldin Dotremont og Edouard Jaguer. Þessi sjálfsprottna og frjálsa samvinna málara, skálda og barna lýsir takmarki Cobra-hópsins vel. Endalok Cobra nálguðust, ekki síst vegna uppgjörsins milli Con- stant og Jorn, sem þó endurnýjuðu vinskapinn síðar á ævinni. 1950 voru haldnar tvær sýningar í París – Svavar tók þátt í annarri þeirra – en þær vöktu ekki mikla athygli, Frakkarnir gátu ekki lifað sig inn í þennan villta, norræna heim. Jorn og Dotremont voru veikir af berkl- um og skyrbjúg, svo bág voru kjörin á þessum tíma og þeir enduðu á heilsuhæli í Silkiborg um tíma. 1951 var síðan ákveðið að hætta starf- seminni með pomp og pragt og Pierre Alechinsky skipulagði sam- sýningu í Liege. Það einkenndi þessa sýningu að ekki tóku aðeins Cobra-listamenn þátt, heldur líka ma. Giacometti og Miro. Síðar hafa varð haldnar ótal Cobra sýningar – þá fyrstu skipu- lagði Dotremont 1956. Strax þá voru meðlimir hópsins farnir að fara sín- ar eigin leiðir í svo miklum mæli að ekki var lengur hægt að tala um hóp. En flestir þeirra héldu áfram að vinna verk sín í anda Cobra, þó að sumir breyttu algerlega um stíl, t.d. Constant sem sneri sér að borg- arskipulagi í anda situationistanna. Svavar Guðnason sneri heim til Ís- lands, þó síðar væru verk hans oft sýnd með verkum Cobra-hópsins, þá helst myndir frá fimmta áratugnum. Andi Cobra í samtímanum Andi Cobra hefur síðan svifið yfir vötnum í mörgum listhreyfingum á síðari hluta 20. aldar. Flúxus- hreyfingin lagði líka áherslu á hið sjálfsprottna, þverfaglega vinnu myndlistar, texta og tónlistar og mikilvægi listarinnar í hversdeg- inum eins og Cobra. Nýja málverkið sótti ekki svo lítið til Cobra í frjálsri tjáningu sinni og enn í dag má sjá áhrif margra Cobra-listamanna í málverkinu. Ekki síst gætir þeirra í hugsunarhætti nýrrar kynslóðar sem leggur áherslu á frjálsa, óhefta sköpun, lausa við kreddufastar hug- myndir og mikilvægi listarinnar í hversdeginum...  Cobra Reykjavík, Listasafn Íslands 2007 Jean Clarence Lambert, Cobra, Sotheby Publications 1983. Gunnar Jespersen, De abstrakte, Palle Fogtdal, 2. reviderede udagve 1991. Halldór Laxness, Svavar Guðnason, Vor tids kunst, Gyldendal 1970. Hraunblóm, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, 2005. Skepna, nótt, óp, maður Nú stendur yfir sýningin Cobra Reykjavík á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Cobra var skammlíf en ákaflega áhrifamikil hreyfing í myndlist á miðri síðustu öld. Svavar Guðnason var meðal Cobra-manna en hér er rýnt í sögu hópsins. Svavar Guðnason: Íslandslag „Nokkuð er jafnan gert úr hlut Svavars í Cobra-hópnum, en Svavar afþakkaði þó ítrekað boð um samstarf og gagn- rýndi hugmyndir hópsins.“ Egils Jacobsen: Ophobning Verkið hefur orðið að lykilverki sem vísar til seinna stríðs sem var yfirvofandi þegar það var málað – og tilurðar Cobra. Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.