Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 19. 5. 2007 81. árg. lesbók ÍSLENSK HÖNNUN ER ÍSLENSK HÖNNUN VILLT, FRUMLEG OG AFSKIPT? HVAÐA MÖGULEIKA Á HÚN Í ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI? >> 8 Hvernig væri saga Jesú Krists ef hún væri sögð frá sjónarhóli Júdasar » 11 Skírnir er aftur kominn á ról eftir þónokk-urn slappleika undanfarin ár. Það vareins og þetta gamla og virðulega tímaritfyndi sig ekki í samtímanum, þessari stríðhærðu, svipljótu, andstuttu, kenjóttu og önugu skepnu. Það var engu líkara en það forð- aðist að horfast í augu við hana, þreifa á henni, hvað þá takast á við hana. Skírnir var svo að segja í andarslitrunum þegar hann allt í einu reis upp við dogg og sagði: Þetta gengur ekki! Halldór Guðmundsson tók við ritstjórn Skírnis á síðasta ári og hefur á skömmum tíma blásið nýju lífi í hann. Hann hefur tekið upp þráðinn þar sem Jón Karl Helgason og Ró- bert H. Haraldsson skildu við hann seint á síðasta áratug en það voru Ástráður Eysteinsson og Vilhjálmur Árnason sem höfðu hafið nútímagervingu tímaritsins á níunda áratugnum. Samtímamenn- ing, samfélag okkar og samtímaleg fræði fengu þá aukið vægi í því. Nokkurt bakslag kom í þessa ágætu þróun í ritstjórnartíð Sveins Yngva Egils- sonar og Svavars Hrafns Svavarssonar en Hall- dór hefur náð að snúa aftur á sömu braut á skömmum tíma. Áherslur Halldórs eru þó ekki að öllu leyti hin- ar sömu og fyrrnefndra fjórmenninga. Halldór hefur – að minnsta kosti í fyrstu heftunum sínum – lagt meiri áherslu á að fá fleiri skáld til þess að skrifa í tímaritið, ekki bara skáldskap heldur einnig greinar um skáldskap og fleira. Í vorheft- inu 2007, sem kom út í gær, er til dæmis að finna sérstakan bókmenntaþátt þar sem ungir höf- undar eru kynntir og Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar grein um Halldór Laxness. Af öðru forvitnilegu efni má nefna grein Þor- valdar Gylfasonar um fylgni líkamshæðar, vel- ferðar og jafnaðar og ber hann þar saman Am- eríku og Evrópu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um réttlæti, jöfnuð og öfund. Helga Kress skrifar um Matthías Jochumsson og skáldkonurnar og Alda Valdimarsdóttir skrifar um Veru Hertzsch og Halldór Laxness. Skírnir kominn á ról MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Morgunblaðið/Kristinn Kjartan og María Huld Þau hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár með hljóm- sveitum sínum Sigur Rós og amiinu. Nú eru þau útskrifuð úr tónskáldanámi. » 4-5 Í Sögustríði berst hópur hug-rakkra einsögufræðinga viðilla sögustofnun, að því ervirðist undir forystu Gunn- ars Karlssonar. Þeir sem ekki eru í liði með Sigurði geimgengli í þeirri orrustu eru svikarar við málstað- inn.“ Þannig kemst Jón Yngvi Jó- hannsson að orði í harðorðri grein um nýja bók Sigurðar Gylfa Magn- ússonar sagnfræðings, Sögustríð, sem kom út fyrir rúmri viku. Jón Yngvi gagnrýnir það að Sig- urður Gylfi skuli draga fræðimenn í íslenskum hugvísindum í fyrirfram- skilgreindar kvíar. Hann segir að það sem Sigurður Gylfi kallar „ís- lenska sögustofnun“ sé „furðueins- leitur hópur sagnfræðinga sem allir eru ósammála Sigurði Gylfa og þar með gamaldags og íhaldssamir“ en það er einkum gegn þessari svo- kölluðu stofnun og því sem hann segir meginaðferð hennar, yfirlits- ritið, sem Sigurður Gylfi skrifar í riti sínu. » 12 Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Gylfi Magnússon Er „sögustofnunin“ á móti honum? Hin illa sögu- stofnun Sögustríð Sigurðar Gylfa Magnússonar hafið? „Boltamenn“ Velkomin á málverkasýningu Sigurþórs Jakobssonar Sýningin er í Kirkjuhvoli, Akranesi Opið kl. 15 – 18 alla daga nema mánudaga til 28. maí Heilagir KR-ingar 2007 Olía á striga (50 x 100 sm)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.