Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 9
aðila í mennta- l einnig uppi á einstakir leggja nú si mikla hönn- ðvitað jákvæð eð sér sam- starf og deilt fjárhagslegri ábyrgð. En því er sjaldn- ast að heilsa. Þeir sem staðið hafa í samningaviðræð- um við ráðuneytisfólk vegna hönnunarverkefna vita að vilji ráðuneytin á annað borð koma að þeim, vilja þau hafa þau fyrir sig. Einkum ef um er að ræða svo- kölluð „prestige“-verkefni, sýningar á fínum stöðum í útlandinu, þangað sem óhætt er að senda ráðherra til að halda opnunarræðu. Í utanríkisráðuneyti hefur það gerst að sendiherrar hafa skipulagt hönnunar- uppákomur á svipuðum tíma, án þess að vita (eða vilja vita) hvor af frumkvæði hins. Þrautseigja og fórnarlund Að hönnuðum okkar skuli nokkurn tímann hafa tek- ist að lifa mannsæmandi lífi af hönnun sinni, jafnvel að gera hana að arðbærri útflutningsvöru, má ein- ungis þakka þrautseigju þeirra og fórnarlund. Með því að eyða þriðjungi starfævi sinnar í söluferðalög tókst Pétri Lútherssyni að koma húsgagnahönnun sinni á erlenda markaði; sjálfsagt hefði hann viljað hafa þau hlutföll öðruvísi. Valdimar Harðarson þurfti einnig að eyða mörgum árum og miklum pen- ingum í að vekja athygli útlendinga á stólnum Sól- eyju, einu mesta – og ábatasamasta – afreki ís- lenskrar húsgagnahönnunar. Og ef litið er til þeirra hönnuða og fyrirtækja sem eru í þann mund að mala gull höfundum og þjóð: leikjaframleiðandans Eve Online, ELM fatahönn- uða, Össurar, Marels, Steinunnar Sigurðardóttur o.fl., þá eru þetta allt aðilar sem hafist hafa upp af sjálfum sér. Aðrir íslenskir hönnuðir sem gert hafa sig gild- andi á erlendri grund hin seinni ár hafa hlotið braut- argengi fyrir milligöngu erlendra starfsbræðra sinna eða fyrirtækja, ekki gegnum íslensk átaks- verkefni, sjá t.d. Siggu Heimis, Hlyn Vagn Atlason, Sigurð Gústavsson, Katrínu Pétursdóttur, Margréti Adolfsdóttir, Hjalta Karlsson og Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur. Því miður er eins og áhrifamenn mistúlki vel- gengni þessa fólks af ásettu ráði. Þannig er frum- kvæði dugandi hönnuða lagt út sem sönnun þess að Íslendingar, þessir eitilhörðu einstaklingshyggju- menn, muni ávallt pluma sig, hvað sem öllum styrk- veitingum líður. En hafi menn séð jafn mörg ágæt hönnunarverkefni koðna niður vegna vöntunar á styrkjum og annarri fyrirgreiðslu eins og undirrit- aður, er ekki ólíklegt að þeir færu að hugsa sinn gang. Ég nefni aðeins þær mörgu og athyglisverðu hugmyndir sem urðu til meðal íslenskra hönnuða eftir að álverið í Straumi tók til starfa fyrir mörgum áratugum. Vilji menn vera jákvæðir, eins og aðstandendur „Kviku“, hinnar nýju og glæsilegu yfir- litssýningar á íslenskri hönnun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum nú um helgina, gætu þeir sagt sem svo að langvarandi andstreymi og vönt- un á hefðum hefði hert íslenska hönnuði, aukið á útsjónarsemi þeirra og ýtt undir frumleika. Það er kannski skammgóður vermir fyrir hönnuði sem ekki hefur tekist að koma verkum sínum í framleiðslu, en um- sagnir erlendra sérfræðinga sem hafa kynnt sér hönnunina og handverkið í landinu eru allar á þann veg að hvorttveggja einkennist af villtri og frumlegri sköpunargáfu sem eigi sér fáar hliðstæður. Þetta kemur m.a. fram í bók Katherine Nelson: New Scandinavian Design (2004), bók Ingrid Sommar: Skandinavisk Design (2004), sýningarskrá eftir Jordönu Pomeroy fyrir sýninguna Nordic Cool í Washington (2004) og loks yfirlitsriti um grafíska hönnun á Norðurlöndum, 55ºNorth, eftir Patrick Sundqvist (2002). Eitthvað hlýtur þetta veraldarvana fólk að hafa fyrir sér. Að íslensk hönnun væri frábrugðin hönnuninni annars staðar á Norðurlöndum varð mér ljóst þegar ég fylgdist með þýskum safnamönnum losa úr gám- um norræna hönnun sem fara átti á sýninguna Scandinavian Design-Beyond the Myth í Listiðn- aðarsafninu í Berlín haustið 2003. Hönnunargrip- irnir voru ekki merktir eftir löndum, en safnamenn- irnir voru alltaf með það á hreinu hverjir þeirra væru íslenskir. „Þeir eru bara öðruvísi,“ sögðu þeir að- spurðir. Ímynd landsins Það er líka deg- inum ljósara að ekki er öll íslensk hönnun jafn villt og frum- leg, enda hafa hinar ýmsu greinar hönnunar ekki staðið jafnt að vígi. Í kjöl- far EFTA-samninganna sem opnuðu fyrir stór- felldan innflutning á ódýrum erlendum húsgögnum á sjöunda áratugnum, hefur húsgagnaiðnaðurinn í landinu ekki talið svara kostn- aði að vinna náið með íslenskum hönnuðum. Það eru því erlend fyrirtæki sem tryggt hafa velgengni þeirra húsgagnahönnuða sem mest hafa látið að sér kveða hin síðari ár, hins „sígræna“ Péturs Lúthers- sonar, Erlu Sólveigar Óskarsdóttur, Sigurðar Gúst- avssonar, Leós Jóhannssonar og Siggu Heimis. Nú þegar íslenskur markaður virðist þola dýr húsgögn – annars staðar í heiminum fjárfesta menn í hús- gögnum – væri e.t.v. lag fyrir húsgagnaframleið- endur að breyta um taktík. Vöruhönnun hefur einnig átt undir högg að sækja. Þrátt fyrir bullandi frumleika, sem ræktaður hefur verið upp af ágætum kennurum í hönnunardeild Listaháskólans, eru ungir vöruhönnuðir mjög upp á framsýni fyrirtækja komnir. Og eins og nefnt er hér að framan vantar enn töluvert upp á þá sýn hjá þeim. Ljósið í myrkrinu er skipuleg viðleitni þessara hönn- uða til að „vinna“ með ímynd landsins í breiðasta skilningi sem getið hefur af sér ýmislega smávöru fyrir ferðamannaiðnaðinn. Ég nefni til dæmis ný- stárlega prjónavöru, merkt Vík Prjónsdóttur og „Súkkulaðifjöll“ þeirra Brynhildar Pálsdóttur og Hafliða Ragnarssonar, en hvorttveggja má sjá á „Kviku“ að Kjarvalstöðum. Ég held samt að fáum blöðum sé um það að fletta að sú „heimatilbúna“ hönnun sem borið hefur hróður lands og lýðs víðar en nokkur önnur og á e.t.v. mesta framtíðarmöguleika er fatahönnunin, þar með talin hönnun ýmiss konar fylgihluta. Og hér er „heima- tilbúin“ innan gæsalappa, því fatahönnunin hefur notið meiri velvildar hins opinbera en nokkur önnur grein. Velgengni ELM-þríeykisins er ekkert eins- dæmi, 66º Norður er í mikilli sókn, Steinunn Sigurð- ardóttir er fyrir löngu orðin “klassíker“ á erlendum markaði, og önnur íslensk fatafyrirtæki eru reglu- lega kynnt í erlendum tískublöðum: Spaksmanns- spjarir, María Footwear, Farmers Market, Aftur, Nakti apinn, Nikita … Ég sé ekki betur en Nafnlausi Svarti Stenslarinn, sem nefndur er hér í upphafi sé nú farinn að hanna fótboltaauglýsingar fyrir Landsbankann. Fleiri fyrirtæki mættu virkja sér til framdráttar villta og frumlega sköpunargáfu íslenskra hönnuða. ipt? Höfundur er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ. Skór eftir Egil Kalevi Karlsson. » Það er líka deginum ljósara að ekki er öll íslensk hönnun jafn villt og frum- leg, enda hafa hinar ýmsu greinar hönn- unar ekki staðið jafnt að vígi. Stóll eftir Guð- rúnu Lilju Gunn- laugsdóttur Vík Prjónsdóttir Unnið með ímynd landsins. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 9 SUMARBÓKIN Í ÁR! 17 skemmtilegar og spennandi sakamálaþrautir sem þú spreytir þig á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.