Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is K jartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa verið áberandi í íslensku tón- listarlífi á undanförnum árum, hann sem einn liðsmanna Sigur Rósar og hún sem ein af stöll- unum í amiinu. Þessar hljómsveitir hafa og starfað náið saman í gegnum árin, amiina hef- ur spilað með Sigur Rós á tónleikum og á plötum, en samband þeirra Kjartans og Mar- íu er enn nánara því þau hafa búið saman í nokkurn tíma. Fyrir skemmstu luku þau síð- an tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands með tónsmíðum sem fluttar voru í kirkjum tveim; verk Maríu í Fríkirkjunni en verk Kjartans í Seltjarnarneskirkju. Þau Kjartan og María eru einmitt rétt laus við skólann þegar við tyllum okkur í borðstof- unni hjá þeim á Lindargötunni, hún var ein- mitt í síðasta tímanum þá um daginn, en hann hafði lokið sínu námi fyrir tveimur dögum. Þau eru að vonum ánægð með að vera búin með námið og ekki á því að fara strax í fram- haldsnám, í það minnsta ekki í bili. Þannig segir María að það eigi eflaust eftir að líða einhver tími þar til hana langi í skóla aftur. „Á meðan maður er í skólanum finnst manni það erfitt og hlakkar til að hætta, en svo lang- ar mann kannski aftur þegar nógur tími hefur liðið, kannski sex mánuðir eða ár. Það er allt- af ótrúlega gott að bæta við sig, hvort sem það er í skóla eða ekki, að læra á nýtt hljóð- færi eða eitthvað annað nýtt.“ „Já, eða bara stúdera hvað sem er,“ segir Kjartan og bætir við að þessi vetur hafi verið erfiður, mikið að gera í hljómsveitinni og fyrir vikið „aðeins of mikið í gangi“, eins og hann orðar það. „Ég fann það þó þegar ég byrjaði í skólanum hvað það var gaman að vera aftur kominn í skóla, gaman að reyna almennilega á hausinn á sér. Ég var vissulega oft að læra eitthvað sem ég hafði engan sérstakan áhuga á en samt var maður að reyna aðeins á haus- inn á sér, að nota heilann, sérstaklega þessar stöðvar sem maður notar ekki dagsdaglega,“ segir Kjartan og nefnir til útskýringar að í Sigur Rós snúist allt um flæði og spuna, það séu engar djúpar pælingar á bak við það sem hljómsveitin gerir og því hafi verið gott og gagnlegt að komast í annars konar vinnu. Tónlist er spírall María tekur undir þetta og segir að fyrir sitt leyti sé það besta við skólanám að þar læri maður oft ýmislegt sem maður hefði ekki val- ið sér sjálfur, eins og til að mynda að rýna í verk annarra; „að reyna að setja sig í spor einhvers í tónlistarsögunni og reyna að skilja hvers vegna hann gerði það sem hann gerði, spyrja spurninga eins og hvað voru seríalist- arnir að pæla og síðan að spegla sig í stærra samhengi í sögunni. Ég held það sé rosalega mikilvægt að vera meðvitaður um það sem mannkynið á sameiginlegt og er sífellt að end- urtaka sig í sögunni og það er líka svo margt sem verður áhugavert af því að maður er að pæla í því.“ „Mér fannst einmitt skemmtilegast í því sem ég var viss um að yrði leiðinlegast,“ segir Kjartan, „sem var Wagner- og Debussy- greining. Ég var búinn að kvíða fyrir því lengi og var viss um að það yrði bæði erfitt og leið- inlegt, en svo var þetta það skemmtilegasta sem ég gerði í skólanum.“ „Það á svo eftir að koma í ljós hvort það að sitja og semja tónlist verður til þess að mann langar í meira nám,“ segir María og Kjartan bætir við: „Ég held að ég eigi ekki eftir að fara í meira tónsmíðanám, en mig langar að læra eitthvað meira. Mér finnst mjög gaman að læra, en það er takmarkað hvað er hægt að kenna manni, það kennir manni enginn að semja tónlist, hún bara kemur eins og hún kemur.“ Einhvers konar post-endurreisn „Það geta allir garfað og lesið bækur sjálfir, en það val verður alltaf dálítið einhliða, á með- an skólinn ýtir manni í fleiri áttir og er þess vegna mjög mikilvægur,“ segir María og held- ur svo áfram: „Það er líka magnað og hollt að fatta hvað maður kann lítið í rauninni þegar maður kemur í skólann og sér að allir eru búnir að gera allt og allir hafa farið í sömu hugsunarspíralana endalaust. Fyrir mér er tónlist ekki einhver framþró- un, að stefnt sé að einhverju lokatakmarki, heldur er hún spírall og alltaf verið að endur- skoða og sjá frá öðru sjónarhorni í staðinn fyrir að vera alltaf upptekinn af því að finna upp eitthvað nýtt.“ „Í dag er þetta miklu frekar spurning um afstöðu, að finna sig í músíkinni,“ segir Kjart- an, „ekki það að læra af „meistaranum“ og þróa það áfram, heldur að finna sjálfan sig. Það má segja að það sé einhverskonar post- endurreisn í gangi, eins og einhver orðaði það,“ segir hann og María tekur undir það: „Það er magnað að uppgötva að tónlist- arsagan hefur alltaf farið í mynstur og þegar einhver tónlistarstefna er orðin hæfilega flók- in kemur andsvar sem leggur áherslu á meiri einfaldleika. Ég held að við séum einmitt á svoleiðis skeiði núna, afturhvarfi til einfald- leika, og svo á það eflaust eftir að verða flókn- ara. Sú tónlist í dag sem er hvorki klassísk tónlist né popp, tónlist sem gerir út á einfald- leikann, er stefna sem verður kannski flóknari og byggir meira utan á sig með tímanum. Svo getur það líka verið að við séum að upp- lifa tíma sem við höfum ekki séð áður, þegar listgreinar eru að opnast og múrar að hrynja á milli klassíkur og popps – kannski eru að- stæður nú öðruvísi en þær hafa nokkurn tím- ann verið,“ segir María og bendir á að nú séum við með söguna innan seilingar, með tónlist frá öllum tímum á geisladiskum og í tölvunni, meira sé hlustað á tónlist í dag en nokkru sinni og eins geri tölvutæknin einfald- ara og fljótlegra að búa til tónlist, auðveldara sé að dreifa henni og svo megi áfram telja. Tónlistarnámið skiptir máli Erlendir blaðamenn gera gjarnan mikið úr því að íslensk tónlist sé einstök, að í henni megi greina þætti sem ekki sé að heyra í tón- list annarra þjóða, og fabúlera um það fram og aftur, gjarnan með tilvísun í Sigur Rós og amiinu. Þau Kjartan og María segjast og oft fá þá spurningu hvað það sé sem geri íslenska tónlist svo einstaka og segja að því sé erfitt að svara. Þegar ég varpa fram þeirri tilgátu blaðamanns franska dagblaðsins Liberation að það sé vegna þess hve tónlistarnám sé al- mennt hér á landi tekur Kjartan í fyrstu dræmt í það. „Það er rétt að vissu leyti, það er mikið tón- listarnám úti á landi, en ekki gott að segja hversu mikil áhrif það hefur, það eru allir krakkar í Noregi í lúðrasveitum en það er langt síðan maður hefur heyrt eitthvað skemmtilegt frá Noregi.“ María tekur annan pól í hæðina, bendir á að tónlistarnámið skili ekki endilega fullt af framúrskarandi listamönnum, en það sem mestu skipti sé að það haldi tónlist á lofti í samfélaginu. „Ég veit ekki með Norðurlöndin, en í Mið- Evrópu hittir maður iðulega fólk sem þekkir engan eða á engan ættingja sem fæst við tón- list. Hérna getur maður spurt nánast hvern sem er á Laugaveginum og allir eru tengdir tónlist á einhvern hátt, hvort sem það er í gegnum ættingja eða kunningja eða þeir eru sjálfir að fást við hana, eru í kór, spila í hljóm- Í miðjum tónlistarspír Samrýnd Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir í garðinum sínum í Skuggahverfinu. Fyrir stuttu luku þau Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir tónsmíð- anámi, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi. Það setur það þó óneitanlega í forvitni- legt ljós þegar í ljós kemur að þau eru í heimsþekktum hljómsveitum hvort fyrir sig, Kjartan í Sigur Rós og María í amiinu, og hafa að auki ruglað saman reytum. Hér er rætt við þau Kjartan og Maríu um tónlistina sem er líf þeirra og yndi. » „Tónlist ekki einhver framþróun, að stefnt sé að einhverju lokatakmarki, heldur er hún spírall og alltaf verið að endur- skoða og sjá frá öðru sjónarhorni í staðinn fyrir að vera alltaf upptekinn af því að finna upp eitthvað nýtt.“ … „Í dag er þetta miklu frekar spurning um afstöðu, að finna sig í músíkinni.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.