Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Yngva Jóhannsson jyj@akademia.is U ndir lok nýrrar bókar sinnar, Sögustríðs, víkur Sigurður Gylfi Magnússon að útkomu fjórða og fimmta bindis Ís- lenskrar bókmenntasögu sem komu út síðastliðið haust. Um þessi bindi sem Sigurður nefnir „síðari hluta bókmenntasögunnar“ segir hann meðal annars: Mér er engin launung á að þetta verk á eftir að hafa skaðvænleg áhrif á alla umræðu um bókmenntir í framtíðinni og múlbinda hana í ramma þessa yfirlits sem bókmenntastofnunin hefur kosið að gefa út […]1 Sigurður Gylfi er auðvitað frjáls að þeirri skoðun að skrif okkar í Íslenskri bókmennta- sögu muni hafa skaðvænleg áhrif á umræðu framtíðarinnar, þótt gaman hefði verið að fá fyrir því frekari rök en þau að yfirlitsrit séu í eðli sínu af hinu illa, sem er leiðarstef í bókinni allri. Á hinn bóginn er ástæða til að staldra við þau orð að „bókmenntastofnunin“ hafi ákveðið að gefa ritið út, þau bera vitni um einfaldan og einkennilegan skilning á fyrirbærinu bók- menntastofnun. Nú get ég alveg gengist við því að vera hluti af íslenskri bókmenntastofnun. Ástæðurnar eru fjölmargar, ég kenni við Háskóla Íslands, m.a. yfirlitsnámskeið um íslenska bókmennta- sögu, ég hef skrifað og flutt gagnrýni í fjöl- miðlum í rúman áratug, gefið út greinar um bókmenntir, starfað við hagsmunagæslu fræði- bókahöfunda og tekið þátt í starfi Reykjavík- urAkademíunnar. Síðast en ekki síst hef ég líka skrifað hluta af þeirri íslensku bókmenntasögu sem Sigurður Gylfi gerir að umtalsefni. Allt þetta geri ég með fullri vitund um að ég tek þar með þátt í gangvirki bókmenntastofnunarinnar og sýsla með vald í margvíslegum skilningi. Þetta held ég að flestum sem koma að bók- menntaheiminum sé ljóst og öllum sé hollt að hafa í huga. Ástráður Eysteinsson orðar þetta vel í grein um Halldór Laxness og aðra höf- unda: Ég mæli hér ekki fyrir hönd stofnunar, en ég get ekki svarið af mér vissa stofnun, í þessu tilfelli „bók- menntastofnunina“ íslensku, þetta dularfulla kerfi sem hvergi er til á firmaskrá en er samt sívirkt í mót- un sinni á bókmenntalífi og bókmenntamati þessarar þjóðar. Stofnunina er að finna á víð og dreif, þótt hún eigi sér gleggstan samastað í skólum, útgáfufyr- irtækjum, á ýmsum fræðilegum vettvangi og í fjöl- miðlum; hver sá sem tekur til máls um bókmenntir á opinberum vettvangi er „þátttakandi“ í bókmennta- stofnuninni. Löngun mín hneigist öðrum þræði til andófs gegn þessari stofnun, en ég hlýt líka að vera á varðbergi gegn þeirri löngun, því hún stjórnast vafalaust af annarri „stofnun“ eða orðræðuafli – nefnilega rómantíkinni eða nánar tiltekið rómantískri uppreisnargirni.2 Rík ástæða er til að gera athugasemd við það hvernig Sigurður Gylfi beitir stofnunar- hugtakinu í umfjöllun um Íslenska bókmennta- sögu og almennt í skrifum sínum. Sigurði Gylfa verður tíðrætt um íslensku sögustofnunina en sú stofnun er greinilega allt annars eðlis en bókmenntastofnunin sem bókmenntafræð- ingum hefur orðið tíðrætt um allt síðan á átt- unda áratugnum. Viðhorf Sigurðar Gylfa mætti orða með út- úrsnúningi úr Sartre: „Stofnunin – það eru hin- ir“. Sögustofnunin sem Sigurði er svo hugleikin er með öðrum orðum annað nafn yfir sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands, þá sem sitja í föstum stöðum við eina háskólann á Íslandi sem starfrækir hugvísindadeild. En með því að slá saman Sagnfræðistofnun og útþynntri útgáfu af hugtakinu bókmenntastofnun verður til í skrifum Sigurðar Gylfa „Íslenska sögustofn- unin“, furðueinsleitur hópur sagnfræðinga sem allir eru ósammála Sigurði Gylfa og þar með gamaldags og íhaldssamir. Þessi stofnun stend- ur að mati Sigurðar Gylfa vörð um þjóð- ernismiðjaða sögu, karlaveldi, stórsögur og fleira vont. Helsta vopn stofnunarinnar er yfir- litsritið, en sú grein fræðirita er í eðli sínu hættuleg framþróun og viðhaldi fræðanna að mati Sigurðar Gylfa. Af dilkum og kvíum Þótt Sigurður gagnrýni víða tilhneigingu ann- arra fræðimanna til að draga í dilka fer í bók hans fram markviss dilkadráttur og í því rétt- ahaldi fyrirfinnast engir ómerkingar eða vafa- gemlingar. Íslenskir sagnfræðingar eru ýmist markaðir sögustofnuninni eða standa utan hennar og rétt eins og yfirleitt er raunin með andstæðuhugsun af þessu tagi fylgir dilka- drættinum sjálfkrafa gildismat: Þeir sem standa utan stofnunarinnar eru hugprúðir sam- herjar Sigurðar í baráttunni en þeir sem teljast til stofnunarinnar eru skilningsvana varðmenn ríkjandi hefða og hugmynda. Andstæðuhugsun Sigurðar Gylfa gerir sjaldan ráð fyrir þriðju leiðinni, yfirlitsrit er ekki hægt að skrifa án for- pokunar og þá væntanlega gulltryggð leið til þess að öðlast hinn æðri skilning að standa utan stofnunarinnar. Í þeim fáu orðum sem eytt er á Íslenska bók- menntasögu í bók Sigurðar Gylfa er þetta líkan svo yfirfært á bókmenntafræðina, bókmennta- stofnunin er í huga hans áþreifanlegt fyrirbæri með kennitölu og lögheimili í Síðumúlanum að því er virðist. Engu máli skiptir að höfundar bókmenntasögunnar koma úr ólíkum áttum, sumir eru (eða voru) starfsmenn Háskóla Ís- lands, margir eru sjálfstætt starfandi, einn starfar nú fyrir forsetaembættið og annar fyrir Listaháskólann. Þessir höfundar eru ósammála um margt, og það sjá þeir sem lesa bækurnar tvær án þess að ákveða það fyrirfram að í yf- irlitsriti sé allt fellt í einn farveg. Yfirlitsrit, rétt eins og önnur fræðirit, gefa höfundum tækifæri til að taka þátt í samræðu um túlkun sögunnar, formið setur höfundunum ákveðnar skorður, eins og öll bókmenntaform, en þeir hafa engu að síður sjálfstæði til að vinna innan þess. Ef menn vilja sannreyna þetta geta þeir t.d. prófað að bera saman 4. og 5. bindi Ís- lenskrar bókmenntasögu og yfirlitsritið A Hi- story of Icelandic Literature sem nýlega kom út vestur í Bandaríkjunum.3 Og auðvitað er bókmenntastofnunina víðar að finna en á milli spjalda þessara bóka eða á ritstjórnarskrifstofum Eddu, hún er ekki bara samansett af þeim sem stýra útgáfu forlaga eða starfa við háskóla. Það sama gildir auðvitað um íslensku sögustofnunina. Ef það hugtak á að hafa einhverja merkingu hlýtur hana að vera að finna víðar en á fjórðu hæðinni í Árnagarði. Eða hvernig getur jafn áhrifamikill og afkastamikill fræðimaður og Sigurður Gylfi Magnússon látið eins og hann sé öldungis valdalaus og standi ut- an við stofnunina? Það skiptir engu máli í þessu samhengi að Sigurður Gylfi starfi ekki við Há- skóla Íslands. Það felst líka vald í stöðu þess sem er utangarðs og heldur uppi gagnrýni. Á þetta benti Hermann Stefánsson meðal annars í nýlegri netgrein.4 Umfjöllun Sigurðar Gylfa um grein Hermanns í Sögustríði er slá- andi og sýnir hversu svarthvít heimsmynd bók- arinnar er. Í fyrsta lagi er Hermann kynntur sem rithöfundur, bókmenntafræðingur og fyrr- um félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Hvort þetta síðasta á að gefa í skyn að Hermann sé genginn stofnunum á vald og tilheyri ekki leng- ur sömu herdeild og Sigurður Gylfi veit ég ekki – síðast þegar ég vissi var hann fullgildur með- limur í ReykjavíkurAkademíunni rétt eins og við Sigurður. Hitt er verra að Sigurður svarar alls ekki gagnrýni Hermanns sem vissulega er hörð, þess í stað segir hann: Óhætt er að segja að viðhorf Hermanns hafi komið nokkuð á óvart, einkum vegna þess hve niðurnjörvuð þau voru í íhaldssamar kvíar akademíunnar, en Her- mann er nú þekktur fyrir allt annað en að fara hefð- bundnar leiðir í viðfangsefnum sínum, eins og bók hans Sjónhverfingar ber með sér.5 Hér er á lítt dulinn hátt gefið í skyn að Her- mann hafi svikið sín fyrri verk með því að leita skjóls í íhaldssömum kvíum akademíunnar. Gagnrýni hans er á hinn bóginn algerlega látið ósvarað. Það er verulega miður, gagnrýni Her- manns var nefnilega ekki bara harkaleg heldur líka málefnaleg og það hefði verið fróðlegt að sjá Sigurð Gylfa bregðast við henni. Ég leyfi mér meira að segja að fullyrða að það hefði ver- ið honum mjög hollt. Hermann bendir í grein sinni á það hvernig Sigurður Gylfi smættar hugtök eins og stofnun og vald úr því að vera greiningartæki á stórar heildir í menningu og samfélagi niður í barefli til að lumbra á ein- staklingum. Í meðförum hans verða fræði manna eins og Foucault og Bordieu, þvert á skrif þeirra sjálfra, til að staðfesta þá tvíhyggju sem gegnsýrir öll skrif Sigurðar um íslenska sagnfræði og íslensk fræði almennt. Verður stríð? Sigurður Gylfi kýs að segja sögu íslenskrar sagnfræði frá aldamótum sem sögu stríðs, ekki sem sögu deilna um hugmyndir, eða til dæmis fjölskrúðugrar samræðu ólíkra hópa. Þetta er mikilvægt. Það skiptir öllu máli hvaða frásagn- arsnið menn leggja til grundvallar þegar þeir segja sögu, þar er ekkert sjálfgefið. Í stríði takast yfirleitt á tvö andstæð öfl – þar er ekki rúm fyrir þriðju leiðina. Sá sem lendir á milli fylkinganna er staddur á einskismanns- landi, sá sem gagnrýnir sína fylkingu innan frá er svikari og sá sem skiptir um skoðun lið- hlaupi. Titill bókar Sigurðar Gylfa minnir óneit- anlega á annað stríð: Í Stjörnustríði berst hóp- ur hugrakkra uppreisnarmanna við hið illa heimsveldi og hershöfðingja þess, Svarthöfða. Í Sögustríði berst hópur hugrakkra einsögufræð- Ég er ekki fótgönguliði Sigurður Gylfi Magnússon „Í Sögustríði berst hópur hugrakkra einsögufræðinga við illa sögustofnun, að því er virðist undir forystu Gunnars Karlssonar. Þeir sem ekki eru í liði með Sigurði geimgengli í þeirri orrustu eru svikarar við málstaðinn.“ Sögustríð nefnist ný bók eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Verkið er fræðileg sjálfsævisaga höfundar en jafnframt úttekt hans á hræringum í sagnfræði og hugvís- indum hérlendis á síðustu árum. Greinarhöf- undi þykir Sigurður Gylfi horfa á þessa hluti út frá ansi þröngu sjónarhorni og gagnrýnir hann harðlega fyrir. »En með því að slá saman Sagnfræðistofnun og útþynntri út- gáfu af hugtakinu bókmenntastofnun verður til í skrifum Sig- urðar Gylfa „Íslenska sögustofnunin“, furðueinsleitur hópur sagnfræðinga sem allir eru ósammála Sigurði Gylfa og þar með gamaldags og íhaldssamir. Sögustríð eða samræða?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.