Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 15
Eilífðarhugtakið verður í ljóðinu eins konar
tilvistarstefna. Það er staðfast og vill vera flökt,
endurtekning sem fer sínu fram.
Líklega er til einskis að spyrja skáld hvað ljóð
þeirra merki. Ljóðin lifa sínu lífi, orðin líka.
Stundum eru ljóð mín talin svartsýn en þetta ljóð, Flökt, er
bjartsýnt.
Eða svo sýnist mér.
Eilífðarhugtakið er líkt og flökt
en þó svo staðfast.
Í hvítum janúarblænum
greinirðu þrjósku daganna,
endurtekninguna sem vill ekkert annað vera
en þetta sífellda flökt.
Flökt
Ljóðskáldið | Jóhann Hjálmarsson fæddur í Reykjavík 1939
Morgunblaðið/Kristinn
Ljóðabækur Jóhanns Hjálmarssonar: Aungull í tímann 1956, Undarlegir fiskar 1958, Malbikuð hjörtu 1961, Fljúgandi næturlest: ljóð og myndir 1961, Mig hefur dreymt þetta áður 1965, Ný lauf, nýtt myrkur 1967, Trúarleg ljóð
ungra skálda 1972, Athvarf í himingeiminum 1973, Til Landsins: Ísland í ljóðum sautján nútímaskálda 1974, Myndin af langafa 1975, Dagbók borgaralegs skálds 1976, Frá Umsvölum 1977, Lífið er skáldlegt 1978, Ákvörð-
unarstaður myrkrið 1985, Ljóðaárbók 1988, Gluggar hafsins 1989, Blá mjólk 1990, Skuggar 1992, Rödd í speglunum 1994, Marlíðendur 1998, Animónur til Ragnheiðar 1999, Hljóðleikar 2000, Með sverð gegnum varir: úrval ljóða
1956-2000 2001, Vetrarmegn 2003.
Grúskarinn
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Það er óendanlega gaman að spá í hitt kyn-ið, og þannig hefur það víst örugglega
alltaf verið. Ömmur mínar báðar kunnu
skemmtilegan spádómsleik sem tvær mann-
eskjur leika. Önnur spyr og er stjórnandinn –
hin svarar, og fær að velja úr því framboði
þriggja sveina eða meyja sem spyrjandinn
býður upp á. Spyrjandinn verður að hafa lag á
að lýsa sveinum eða meyjum sem hann grunar
að leikfélaginn þekki, og sé annaðhvort bál-
skotinn í eða alls ekki skotinn í. Hann þarf að
geta lýst þeim á einhvern hátt, þó ekki of vel,
svo valið verði ekki of auðvelt fyrir leikfélag-
ann. Og hér kemur þrautin:
Skip mitt kom að landi
– Hvað hefur það að færa?
Þrjá unga sveina.
– Hvernig voru þeir í hátt?
Sá fyrsti síðast
þegar ég sá hann
var: (og nú byrjar stjórnandinn að lýsa) í
grænum buxum, og með hatt.
Annar síðast þegar ég sá hann var í vaðstíg-
vélum og með úfið hár.
Sá þriðji síðast þegar ég sá hann var í jakka-
fötum og flókaskóm.
Hverjum viltu spássera með?
Hverjum viltu lifa og deyja með?
Og hverjum viltu kasta?
Og nú hefst þrautin hjá þeirri sem á að velja.
Hún gæti sagt:
– Ég vil spássera með þeim í jakkafötunum,
lifa og deyja með þeim með hattinn og kasta
þeim með úfna hárið.
Og þá er bara að vona að maður hafi rambað á
líf og dauða með þeim rétta! Ef ekki, þá snýst
bara leikurinn við, og maður reynir að hefna
sín á leikfélaganum, og lokka hann í hjóna-
band með lúða og til að kasta kyssilega
stráknum.
Lesarinn
Vegna anna kemurþað varla fyrir nú-
orðið að ég hafi tíma til
að lesa bók. Í staðinn
hef ég vanið mig á að
hlusta á hljóðbækur og
nota þá hverja stund
sem gefst. Það fer mjög
vel að hlusta á ferðalög-
um, í göngutúrum, við
heimilisstörf eða í lík-
amsrækt. Með þessu
móti kemst ég yfir tvær
bækur á mánuði að með-
altali. Bækurnar kaupi
ég í áskrift á vefsíðunni
audible.com og hleð
þeim niður í iPodinn
minn.
Nýlega hlustaði ég á
bókina The Professor
and the Madman eftir
Simon Winchester. Hún
fjallar um gerð The Ox-
ford English Dictionary
í lok næstsíðustu aldar.
Athyglinni er beint að
tveimur einstaklingum
sem komu þar við sögu.
Prófessor James
Murray vann að orða-
bókinni í 40 ár en náði
ekki að sjá hana tilbúna,
þ.e.a.s. öll bindin í fyrstu
útgáfu. Dr. W.C. Minor
var hins vegar einn af
fjölmörgum áhuga-
mönnum sem aðstoðuðu
ritstjórn orðabókar-
innar við að leita uppi
orð í gömlum prent-
gripum. Þar sem dr. Minor var snargalinn og
lokaður inni á geðveikrahæli stóran hluta æv-
innar hafði hann meiri tíma en margir til að
sinna þessari orðasöfnun og reyndist mjög vel
í því starfi. Saga þessara tveggja manna er
sérlega áhugaverð og sögð af nærgætni á
mjög góðu máli. Í lok hljóðbókarinnar, þ.e.
eftir lestur sögunnar, er samtal höfundarins
við einn ritstjóra OED því enn er stöðugt ver-
ið að vinna að endurbótum á orðabókinni.
Viktor Arnar Ingólfsson
rithöfundur.
Viktor Arnar Það fer mjög vel að hlusta á hljóðbækur á ferðalög-
um, í göngutúrum, við heimilisstörf eða í líkamsrækt, segir Viktor
Arnar sem kemst þannig yfir tvær bækur á mánuði.