Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 13
inga við illa sögustofnun, að því er virðist undir
forystu Gunnars Karlssonar. Þeir sem ekki eru
í liði með Sigurði geimgengli í þeirri orrustu eru
svikarar við málstaðinn.
Viðhorf mitt um að hægt sé að vinna innan
yfirlitsformsins, og að höfundar geri best í því
að gera sér takmarkanir þess og möguleika
ljósa án þess að láta það stýra skrifum sínum al-
gerlega kallar Sigurður Gylfi „tragíkómískt“6 –
ég geri ráð fyrir því að það eigi að vera heldur
niðrandi. En ég skal alveg gangast við því. Ólíkt
öðrum merkimiðum sem hengdir eru á fólk í
bók Sigurðar Gylfa hefur sú einkunn nefnilega
þann kost að hún einkennist ekki af rammri tví-
hyggju – er ekki annaðhvort eða – og þess
vegna lýsir hún kannski ágætlega stöðu fræði-
manns sem liggur ekki lífið á að finna sér fylk-
ingu í stríði Sigurðar Gylfa.
Ég held að það sé óhemjuóhollt að vilja lifa í
stríði, og almennt óhollt að láta myndmálið taka
öll völd. En væri ég spurður hallaðist ég frekar
að því að gera eins og sumir samverkamenn
okkar Sigurðar í ReykjavíkurAkademíunni og
reyna að blása nýju lífi í sveitamenninguna en
að ana út í stríð. Menn geta haft ýmsar skoð-
anir á dilkadrætti og annarri sveitamennsku, en
dilkarnir í réttum eru alltént fleiri en tveir og í
almenningnum mætast menn yfirleitt til að
skiptast á skoðunum. Ég er ósammála Sigurði
Gylfa um margt, og ég er líka ósammála Her-
manni Stefánssyni um ýmsa hluti sem og með-
höfundum mínum að Íslenskri bókmenntasögu,
en ég kýs frekar að ræða við þetta fólk í al-
menningnum en að fljúgast á við það út undir
réttarvegg.
1 Sigurður Gylfi Magnússon: Sögustríð. Greinar og frásagn-
ir um hugmyndafræði. Miðstöð einsögurannsókna og
ReykjavíkurAkademían. Reykjavík 2007, 353–54.
2 Ástráður Eysteinsson: „Halldór Laxness og aðrir höfundar.
Skáldsagan og bókmenntasagan.“ Umbrot. Bókmenntir og
nútími. Háskólaútgáfan 1999, 14.
3 Daisy Neijmann (ritstj.): A History of Icelandic Literature
(Histories of Scandinavian literature 5). University of
Nebraska Press 2006.
4 Hermann Stefánsson: „Klukk (gegn einsögu)“. www.kist-
an.is, 6. september 2006.
5 Sigurður Gylfi Magnússon: Sögustríð, 415.
6 Sigurður Gylfi Magnússon: Sögustríð, 354.
…
Morgunblaðið/Ásdís
Höfundur er bókmenntafræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 13
Eftir Önnu Jóa
annajoa@simnet.is
M
á ég spyrja þig grundvallar-
spurningar; hvers vegna
nekt, og nánar tiltekið,
hvers vegna fjöldanekt?
„Nekt vegna þess að ég
er hrifinn af sögu nektar-
og „listaperformansa“-listamanna á borð við
Carolee Schneemann, Yoko Ono, Chris Burdin
og Yves Klein, og „fjöldi“ vegna þess að ég er
mikill aðdáandi Roberts Smithsons, Richards
Longs og Nancy Rubins, þannig að hrifning
mín á landlist (land art) og gjörningalist sam-
einast einhvern veginn þessari mannlegu líf-
heild sem er svo ótrúlegt að vinna með og þar
sem mikið er um tilfinningar.“
Verkum þínum hefur verið lýst sem líkams-
landslagi („bodyscapes“).
Tunick snýr sér að mynd sem tekin er í Chile
þar sem nakinn mannfjöldinn fyllir út í borgar-
rýmið. „Verkið lýsir andartaki mikilla breyt-
inga í sögu Chile og er í senn skráning á augna-
bliki og afstraksjón sem felur í sér „litaflæmi“
fólks.“ Tunick ræðir nánar um litaflæmi eins og
það birtist í málverkum listamanna á borð við
Barnett Newmann, Rothko og Ellsworth Kelly.
Máli sínu til stuðnings bendir hann mér á að
píra augun og sjá hæga stígandi í lit mannhafs-
ins. „Ég skoða staðinn fyrst og ímynda mér svo
hvernig ég geti fyllt hann með miðli mínum, þ.e.
fólki.“
Sagt hefur verið um verk þín að þau eigi ræt-
ur í hugmyndum um borgaralega óhlýðni eða
jafnvel andófi gegn reglum þjóðfélagsins. Hvað
finnst þér um hugmyndir um vald þjóðfélags-
þegnsins til að móta menningarlegt rými?
Tunick heldur sig við verkið frá Chile og vík-
ur sér undan beinu svari við spurningunni.
„Þetta verk snýst að minnsta kosti alls ekki um
það hvernig menningarrými mótar þjóðfélags-
þegninn.“ Hann beinir umræðunni því næst að
þætti hins nakta líkama. „Verkið fjallar ekki svo
mikið um líkamann sem slíkan heldur um það
hvernig líkaminn skapar nýja merkingu fyrir
baksviðið á ákveðnu augnabliki og hugsanlega
fyrir framtíðina – a.m.k. fyrir fólkið sem tekur
þátt í viðburðinum og kannski fyrir svæðið líka.
Þessi mynd fjallar um viðbrögð við Pinochet-
stjórninni og sögu Chile og fólkið notar verkið
sem hvata til að tjá sig – t.d. sést í bakgrunni
myndarinnar að fólkið er að fagna, en ekki að-
eins að fagna því að það sé með á myndinni,
heldur vegna þess að fyrir því verður hún tákn-
ræn fyrir nýtt upphaf Chile.“
verkin frá Akureyri sem Tunick fæst til að ræða
svolítið um táknlegt gildi verkanna eða þá hugs-
anlegu gagnrýni sem í verkunum felst og nefnir
hann að í einni myndinni sjáist „ummerki um
iðnað í bakgrunni“ og að sér finnist „myndin
vísa til ábyrgðarinnar sem maðurinn ber, ekki
síst gagnvart framtíðinni.“ Aðspurður um hvort
hann þekki til umræðu hérlendis um stóriðju og
nýtingu náttúrunnar svarar hann því neitandi
en telur mikilvægt að mennirnir fari vel með
jörðina svo unnt sé að lifa á henni. Ein mynd-
anna sýnir konu á stiga úti í náttúrunni og hann
segir hana táknræna fyrir það hvert fólk stefni í
lífinu. Í tengslum við mynd af nakinni konu á
hæð eða fjallstindi ræðir Tunick um kraft og að
fjallið minni sig á eldfjall. „Ég hef myndað kon-
una mína á Hawaii og þá varð hún eins og gyðja
eldfjallsins. Það tengist hugmyndum þar um að
konur hafi sértakan kraft, að þær eigi eigið eld-
fjall, eigi jörðina og framtíð jarðarinnar.“ Af
orðum Tunicks að dæma virðist andlegt inntak
verkanna skipta hann talsverðu máli.
Eru verk þín af andlegum, jafnvel trúar-
legum toga?
„Þær eru tvímælalaust andlegar en ekki
trúarlegar.“ Hér tengir hann umræðuna aftur
við litaflæmismálverkið og bendir á andlegt,
jafnvel trúarlegt inntak sem verk afstraktmál-
ara á borð við Barnett Newmann, Rothko og
Kelly geta haft. „Maður sér alltaf fyrir sér
kirkju með verkum þeirra en þú munt aldrei sjá
kirkju með verkum mínum. Það er þó aldrei að
vita, tveir prestar hafa setið fyrir á myndum
mínum og þeir gætu viljað verk þangað inn.“
Tunick hlær við.
Þarna er stórt verk þar sem hópur nakins
fólks situr og horfir á eitthvað handan við
myndflötinn – eitthvað sem áhorfandi verksins
sér ekki hvað er.
Spyrli virðist fólkið býsna alvarlegt á svip,
jafnvel andaktugt, en Tunick slær umræðunni
um andleg málefni upp í grín. „Já, það gæti ver-
ið að horfa á eins konar risageimskip eða eitt-
hvað beint út úr vísindaskáldsögu. Eitthvað
sem er um það bil að lenda,“ segir hann og
hlær.
Það er ákveðin innbyggð spenna eða mót-
sögn í verkum þínum; annars vegar upplifir
fólkið á myndunum frelsi – nakið í opinberu
rými – en um leið er það orðið að hlutgerðu við-
fangi þínu.
„Það er rétt, fólkið er miðill minn. Hver ein-
asti einstaklingur horfir á mig og ég reyni að
gefa hverjum og einum eins mikla athygli og ég
mögulega get. Það fá allir verk eftir mig að
launum, líka stóru söfnin. Um er að ræða ein-
staklinga sem eiga sér sögu eins og þú, sumir
eru rithöfundar eða eru í skóm með hermanna-
mynstri eins og þú ert í – þetta eru annars flott-
ir skór. Ég hef mikla ánægju af starfi mínu og
mér finnst stórkostlegt að starfa með svona
kraftmiklu fólki. Hin sameiginlega reynsla er
frábær.“ Síðustu orðin lýsa ef til vill ágætlega
því sem Tunick lætur uppi um viðhorf til eigin
verka. „Mér finnst mikilvægt að verkin breyti
viðhorfi fólks til eigin nektar. Þessi reynsla
breytir í flestum tilvikum afstöðu fólks til um-
hverfisins og stöðu sinnar í heiminum, tilfinn-
ingum þess í garð annarra, ekki aðeins á líkam-
legan, heldur einnig vitsmunalegan hátt.“
Rætt hefur verið um myndir þínar sem alle-
góríur, svo sem um hörmungar stríðs. Í sumum
verka þinna minnir útafliggjandi fólkið á lík í
fjöldagröf.
„Ætlun mín er að fara handan slíkra hug-
mynda með þá vitneskju að fólkið sem unnið er
með er á lífi og er að skapa listaverk. Ég vil fá
áhorfendur til að sjá líkamann sem náttúrulegt
form, sem lífheild að því leyti að fólkið á mynd-
unum er að vinna saman, það er að búa til form.
Ég sé þetta sem ákveðna hugmynd, eða
konsept.“
Hér er mynd af fólki sem stendur í marg-
faldri röð framan við byggingu. Mér virðist
verkið fjalla um hið röklega – hvernig við skipu-
leggjum umhverfið og okkur sjálf, eða ertu
fyrst og fremst að hugsa um samspil lífrænna
forma líkamans og byggingarinnar?
Spyrill hefur hér í huga önnur verk lista-
mannsins, svo sem færibandalegar raðir nakins
fólks í rúllustigum stórverslana, verk sem virð-
ast lýsa firringu. „Mér finnst þetta tvennt sem
þú nefnir vera sami hluturinn,“ segir Tunick og
á líklega við að hvorttveggja felur í sér ákveðna
hlutgervingu mannslíkamans en hann fer þó
ekki nánar út í þá sálma og ræðir myndina á
fagurfræðilegum grundvelli og skírskotar aftur
til litaflæmis bandarísku afstraktmálaranna frá
því um miðja síðustu öld. „Þessi mynd var frá-
bært tækifæri fyrir mig til að búa til litaflæmi
með líkamanum. Hér höfum við stórt, eintóna
form sem skapar ákveðið rými. Byggingin hef-
ur aðra lögun en t.d. vegurinn en í myndinni er
ég í grundvallaratriðum að vinna með þrjú eða
fjögur ólík form og ég reyni að takmarka mig
við ákveðna litatóna.“
Ertu að einhverju leyti undir áhrifum frá
hugmyndum um firringu nútímamannsins í iðn-
væddu samfélagi og um afturhvarf til náttúr-
unnar og glataðs sakleysis, eins og þær birtast
t.d. í nektarhreyfingunni sem kom fram í
Þýskalandi um 1900?
Tunick gefur lítið fyrir slíkar hugmyndir eða
sögulegt samhengi. „Nei, ég hef engan áhuga á
nektarhreyfingum eða lífstíl slíkra hópa. Ég
held þó að hægt sé að hverfa til náttúrunnar á
virðulegan hátt en í því samhengi þekki ég eng-
ar nektarhreyfingar sem eru nægilega áhuga-
verðar. Það gæti hins vegar verið gaman að
bregða sér í heita hveralaug með hópi vina,
kannski nöktum,“ segir Tunick og hlær.
Þú vinnur yfirleitt með fjölda manns í verk-
um þínum og það vakti athygli mína að fyrir
þessa sýningu auglýstir þú í blöðunum eftir átta
manns – en ekki hundrað eða fleiri – og mynd-
irnar sem teknar eru á Íslandi sýna ein-
staklinga en ekki fjölda.
„Venjulega krefjast innsetningar mínar gríð-
arlegrar skipulagningar, margra sjálfboðaliða,
öryggisgæslu, fjölda salerna o.s.frv. Oftast er
þar um stóran viðburð að ræða og í flestum til-
vikum er um viðburði á vegum safna að ræða.
Safnið sér þá um að fjármagna verkefnið. Þótt
ég sé áhugasamur um innsetningar á stórum
skala þá er slíkt erfitt í samstarfi við gallerí. Í
þessu tilviki átti ég ljósmyndir sem ég hafði tek-
ið á Akureyri sem mér þykja fallegar.“
Myndirnar sem þú tókst á Akureyri eru
eiginlega portrettmyndir.
„Já, stóru verkefnin mín eru svo umfangs-
mikil að stundum gleymist að ég hef sett saman
annars konar myndraðir.“ Það er í umræðu um
Nektarsamvinna
Spencer Tunick „Ég vil fá áhorfendur til að sjá líkamann sem náttúrulegt form, sem lífheild að því leyti að fólkið á myndunum er að vinna sam-
an, það er að búa til form. Ég sé þetta sem ákveðna hugmynd, eða konsept.“ Tunick alklæddur við eitt af verkum sínum í i8.
Hann vekur alls staðar athygli, bandaríski
myndlistarmaðurinn Spencer Tunick sem vel-
ur sér staði – á opinberum vettvangi borgar-
lífsins eða úti í náttúrunni – víðs vegar um
heiminn og að fengnu leyfi umbreytir þeim
með hjálp hundruða sjálfboðaliða sem reiðu-
búnir eru að varpa af sér klæðum og koma sér
naktir fyrir. Gjörningana skráir hann í formi
sérstæðra og áhrifamikilla ljósmynda en slík-
ar myndir sjást nú á sýningu sem hann opnaði
um helgina í Galleríi i8 við Klapparstíg sem
viðburð á Listahátíð í Reykjavík. Þar sýnir
Tunick einnig ljósmyndir af nöktum ein-
staklingum sem hann tók norður á Akureyri á
síðasta ári. Blaðamaður hitti Tunick að máli.
Höfundur er myndlistagagnrýnandi við Morgunblaðið.