Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Sænska rokksveitin The Hives ermeð nýja skífu í burðarliðnum. Samkvæmt trymblinum Chris Dan- gerous var platan tekin upp í Lond- on, Miami, Oxford og Mississippi. Platan kemur út í kjölfar Tyr- annosaurus Hives (2004). Þá hefur söngvarinn, Howlin’ Pelle Almqvist, nýlokið vinnu fyrir sveit Jack White, Raconteurs, en hann er gestasöngv- ari í laginu Footsteps. Einnig kemur fram að hann og White hafi snætt saman morgunmat en ekkert er hin vegar sagt um hvaða áhrif það hafði á framvindu samstarfsins og þróun þess. Þá er nýbúið að taka upp myndband við lag Hives og Timba- land, „Throw It On Me“ en sveitin kemur fram á nýútkominni sólóplötu ofurupptökustjórnandans, Shock Value.    Annar ofurupptökustjórnandi,Rick Rubin, er genginn til liðs við Columbia Records en ekki liggur enn fyrir með hvaða hætti ná- kvæmlega hann muni starfa fyrir útgáfuna, eða hvar hann muni hafa bækistöðvar. Fram er þó kom- ið að hann og Steve Barnett, stjórnarformaður Columbia muni forma eins slags listrænt teymi und- ir stjórn Rob Stringer, sem er einn af æðstu stjórnendum Sony, en Col- umbia er undirmerki þar. Rubin, sem hefur rekið eigin útgáfu Am- erican Recordings með mikilli far- sæld, tekur það með sér til Columbia en Columbia sá áður um að dreifa plötum Rubin. Warner Music Group hefur hins vegar séð um þann þátt að undanförnu. Þessi ráðning mun þó ekki hafa áhrif á vinnu Rubin fyr- ir listamenn sem eru ekki undir hatti Sony.    Að öðrum skeggbrögum. Hin velskeggjaða búggírokksveit ZZ Top iðar nú í skinninu (eða klæjar í skeggið?) eftir því að fara að taka upp nýja plötu. Sveitin er samnings- laus eins og stendur en bassaleik- arinn Dusty Hill segir þá félaga í miklum gír og ekki geta beðið eftir því að fara að taka upp. Síðasta plata, Mescalero, kom út 2003. Hill segir að þeir félagar séu upp fyrir haus í lögum, alls fimmtíu stykkjum, en þau séu mislangt á veg komin. Persónulega sting ég upp á Rick Rubin sem upptökustjóra fyrir nýju plötuna. Skeggin æpa hreinlega á það samstarf.    Nýja Smashing Pumpkins platan,Zeitgeist, kemur út 10. júlí. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar í sjö ár en hún kom saman að nýju fyrir tveimur árum. Umslagið hefur nú verið opinberað (sjá mynd) en fyrsta smáskífan, „Tarantula“, kem- ur út 22. maí. TÓNLIST Hives Rick Rubin ZZ Top Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Sannfæring mín er sú, að Hot Rats sé þaðverk sem markaði tímamót á ferli FranksZappa. Platan kom út árið 1969 – stuttueftir að hann sleit samstarfinu við upp- runalegu meðlimi Mothers of Invention. Í fyrsta sinn blandar Zappa saman djassi og rokki á þá lund sem varð honum töm á áttunda áratugnum. Þrjú af lögunum sex eru stutt en í hinum þremur dettur hann í flókna spuna ásamt meðspilurum sínum. Það er aðeins lagið „Willie the Pimp“ sem er sungið, þó ekki af Zappa sjálfum heldur Capta- in Beefheart. Hot Rats er ekki aðeins mjög fram- bærilegt verk – hún braut blað í upptökutækni síns tíma. Upptökurnar eru skemmtilega lag- skiptar, sextán rásir voru notaðar og finnur hlust- andinn fyrir gífurlegri dýpt í lögunum. Platan var ein hinna fyrstu sem bauð upp á svo margar rásir en undir lok sjöunda áratugarins voru fjögurra og átta rása upptökutæki enn ráðandi. Í stað þess að taka upp mörg hljóð á eina rás sem bitnaði á hljómnum, var hægt að dreifa þeim og taka hvert hljóð upp á eigin rás án þess að tapa gæðum. Hæfileikar Zappa sem tónsmiðs voru miklir og á Hot Rats sýnir hann hve yfirgripsmikla þekk- ingu hann hafði á vinnslu tónlistar, tónfræði og lagasmíðum. Fyrsta lag plötunnar, „Peaches en Regalia“ er ein glæsilegasta tónsmíð sem Zappa lét frá sér. Lagið er skemmtilegur melódíu- hringur sem hleður utan á sig mismunandi hljóð- um án þess að víkja frá laglínunni en hún er létt og grípandi í senn. Hann fékk bassaleikarann Shuggie Otis, sem þá var aðeins 16 ára, sér til full- tingis en í hinum lögunum á plötunni leikur Max Bennett. Þrátt fyrir gífurlega hæfileika Otis er bassaleikur Bennetts alls ekki síðri. Í „Willie the Pimp“ og reyndar öllum hinum lögunum, má heyra glæsilega meðhöndlun Bennetts á bass- anum. Hann veitir rokk-gítar Zappa skemmtilega mótspyrnu með djössuðum bassaleik. Þetta má sérstaklega heyra í lengri lögunum, þau eru full af glaðlegri baráttu á milli þessara tveggja stíla. Saxófónleikarinn Ian Underwood fylgdi Zappa úr Mothers of Invention. Hann var náinn sam- starfsmaður hans og lék með honum um árabil. Framlag Underwoods á Hot Rats er víðfeðmt en hann leikur á saxófón, orgel, þverflautu, klarinett og píanó. Hljóðfæraleikur hans rímar full- komlega við hljóm plötunnar og gefur henni aukna dýpt og fjölbreytileika. Það eru þó tón- smíðar Zappa sem gera Hot Rats að þeirri skyldueign sem hún er. Fullkomnar laglínur sem hafa alltaf yfirbragð leikgleði hans, leyfa spunan- um, sem hann er svo þekktur fyrir, að flæða yfir sig. Auk þess eru lögin vel uppbyggð og er Zappa þeim trúr þegar hann leyfir einföldum smáatrið- um að gefa þeim eitthvað örlítið meira. Gott dæmi um þetta er fiðluleikur Sugarkane Harris sem ljáir „Willie the Pimp“ og „The Gumbo Var- iations“ hráslagalegan blæ á sama tíma og lögin eru djössuð og melódísk. Blanda djass og rokks á Hot Rats gengur upp fyrir þær sakir að báðar stefnurnar eru virtar. Eins og heyrist einna best í „Peaches en Regalia“ þá heldur Zappa sig við uppbyggingu úr djassi en skreytir með rokkinu sem hann var svo skotinn í. Þess ber að geta að Frank Zappa var einn af fjöl- hæfustu gítarleikurum sem rokktónlistin hefur alið af sér – bæði hvað varðar tækni og stíl. Á Hot Rats etur hann hæfileikum sínum og rokkgirni saman við grunnhugmyndir djassins og tekst það upp á áður óþekktan hátt. Óhefðbundnar hug- myndir Zappa í bland við einstaka færni hans og leikgleði gera Hot Rats eina af dýrgripum tónlist- arsögunnar. Rokk og djass mætast POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is A ndleysi, áfengissýki, efasemdir. Allt þetta og meira til hefur plagað Mike Scott reglubundið und- anfarin ár. Í raun má segja að þetta hafi fylgt honum alla tíð, Scott er að mörgu leyti hið dæmi- gerða plagaða skáld og hefur því brotnað reglu- lega undan óhóflegri rómantíkinni. Sveit Scott, Waterboys, reis þannig hæst með fyrstu þremur breiðskífunum, The Waterboys (1983), A Pagan Place (1984) og This Is The Sea (1985), gríðarleg þrekvirki allt saman og má segja að þetta texta- brot úr frægasta lagi Scott, „The Whole Of The Moon“ segi allt um útgangspunktinn: „Every pre- cious dream and vision underneath the stars/you climbed on the ladder/with the wind in your sails/ you came like a comet/blazing your trail/too high too far too soon/you saw the whole of the moon.“ Scott var að yrkja til guðlegrar fullkomnunar sem hann bar svo miskunnarlaust saman við mann- legan breyskleika. Er nema von að hann hafi stungið af til Írlands eftir síðustu plötuna í leit að … ja einhverju. Þessi flótti markaði upphafið að tónlistarlegum endalokum sveitarinnar, aldrei hefur Scott náð að jafna árangurinn sem hann náði með áðurnefndri þrennu en alltaf bíður mað- ur þó með þá von í brjósti um að Scott nái að ræsa út snilldina á nýjan leik. Samtímarokk Írlandsdvölin gaf reyndar af sér eina stórkostlega plötu, Fisherman’s Blues (1988), sem nagar ákveðið í hælana á áðurnefndri þrennu. Frábært verk, en á allt öðrum forsendum. Scott sneri svo aftur í faðm rokksins með plötunni Dream Harder (1993) og var hún gefin út af Geffen-risanum, sem segir sitthvað um það traust sem Scott naut. Það traust fékkst þó ekki endurgoldið, hvorki í plötu- sölu (platan bombaði með miklum stæl) eða þá í tónlistarlegu tilliti, slagaði ekki til hálfs upp í það sem „við“ (aðdáendurnir) vissum að Scott hefði í sér. Hljómsveitin, sem var reyndar bara eins manns þegar hér var komið sögu, var leyst upp í kjölfarið og Scott lagðist í kar um tíma. Árið 1995 kom út sólóplata, Bring ’em all in, og önnur til tveimur árum síðar, Still Burning. Æði snautlega báðar tvær og gárungarnir uppnefndu þá síðari Not Burning. Það var svo árið 2000 sem Waterboys var endurreist að nýju sem hljómsveit með plötunni A Rock In The Weary Land, einkar Waterboys-legur titill. Á henni gerir Scott tilraun til að endurspegla það sem var að gerast í sam- tímarokki á þeim tíma með misjöfnum árangri. Þremur árum síðar bakkaði hann svo út úr öllu slíku og gaf út hina þjóðlagaskotnu Universal Hall, undir nafni Waterboys sem fyrr, en hljóð- myndin þar er tilkomin vegna plötunnar Too Close to Heaven (2001) sem inniheldur lög sem voru tekin upp í kringum Fisherman’s Blues. Ógrynni laga voru tekin upp á því tímabili og þeg- ar Scott var að grisja safnið fyrir safnplötuna fékk hann á nýjan leik áhuga fyrir hinu berstrípaða þjóðlagarokki sem Fisherman’s Blues bar með sér. Þess má geta að enn fleiri lög frá þessu frjóa tímabili komu út á endurútgefinni Fisherman’s Blues í fyrra og er brunnurinn víst ekki enn með öllu tæmdur. Hratt Allt frá Universal Hall hefur Scott verið duglegur við að túra en á tímabili var hann alveg hættur slíku. Upphaf tíunda áratugarins fór í þunglyndi og drykkju, hvort heldur á Írlandi eða í New York. Scott segir um Book of Lightning að hann hafi viljað ná fram þeirri sjálfssprottnu spilagleði sem einkenndi Fisherman’s Blues en Scott kom að þeirri plötu enn og aftur þegar lagst var í end- urútgáfuna sem minnst er á hér að framan. Upp- tökur fyrir Book of Lightning gengu því hratt fyr- ir sig, lögin voru svo gott sem spiluð beint inn af hljómsveitinni, sem æfði lögin því meira fyrir fram en mörg þeirra voru tilkeyrð á tónleikum. Platan nýja kemur út á merkinu W14, sem er undir Unviersal-risanum. Síðustu plötur hafa hins vegar komið út á vegum rassvasafyrirtækis Scott’s, Puck. Scott segist ánægður með þetta nýja fyrirkomulag og hann vilji sjá plötuna fara sem víðast. Þá er búið að bóka tónleikaferðalag út árið og Scott virðist, nú um stundir, sæmilega hamingjusamur. Platan hefur þá verið að fá góða dóma og vonandi að titill opnunarlagsins, „The Crash of Angel Wings“ (enginn nema Mike Scott getur kokkað upp svona titla) hafi sem minnst for- spárgildi. Niður við vatnið Mike Scott, leiðtogi Waterboys, keyrir sveit sína ótrauður áfram í dag þrátt fyrir misjafnan inn- blástur en á tíma var búið að leggja sveitina nið- ur með öllu. Ný hljóðversplata, Book of Lig- htning, leit dagsins ljós í síðasta mánuði. Waterboys Það var svo árið 2000 sem Waterboys var endurreist að nýju sem hljómsveit með plötunni A Rock In The Weary Land, einkar Waterboys-legur titill.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.