Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Blaðsíða 8
Eftir Aðalstein Ingólfsson adalsteinn@honnunarsafn.is Á hvítum vegg í útskoti við Lauga- veginn – og sennilega víðar um bæinn – er að finna eitt af mörgum gagnrýnum yfirlýs- ingum Nafnlausa Svarta Stenslarans. Þar er brugðið upp mynd af Völu Matt sem var til skamms tíma helsta „íkon“ hönnunarinnar á landinu, ásamt texta þar sem stendur eitthvað í þessa veru (búið var að mála yfir herlegheitin þegar ég grennslaðist fyrir um ná- kvæmt orðalag): Reynir að pranga inn á okkur vörum sem við þurfum ekki á að halda og höfum ekki efni á. Bragð er að þá barnið finnur, kynni einhver að segja. Það hefur ekki farið framhjá neinum Íslend- ingi með ótrufluð skilningarvit hversu mjög hug- takið „hönnun“ hefur breitt úr sér í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Og raunar merkilegt til þess að hugsa að það skuli ekki hafa verið til í málinu fyrr en um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Heilsíðuaug- lýsingar á margvíslegri hönnun birtast nú í dagblöð- unum upp á hvern dag, auk þess sem viðtöl við hönn- uði, hönnunartengt upplýsingaefni og margháttuð ráðgjöf varðandi hönnun ratar inn í helgarútgáfur blaðanna, auglýsingapésa sem bornir eru í hvert hús og ólíklegustu tímarit, jafnvel þau sem stíluð eru á börn. Þar að auki mun vera rífandi sala í útlendum hönnunartímaritum á borð við Wallpaper. Þá er ógetið sjónvarpsins, helsta áróðurstækis hönnunarinnar og vettvangs Völu Matt (sem nú er í þann mund að gera úttekt á „æðislegum“ mat- arvenjum þekktra Íslendinga). Þar er mest áberandi þátturinn Innlit/Útlit þar sem mikill tími fer í að sýna hvernig hreint ótrúlega ungum Íslendingum hefur tekist að búa sér heimili með hreint ótrúlega miklum tilkostnaði – sérteiknuð eldhús með stál- vöskum og graníthellum eru „möst“ – og fjárfesta í mublum eftir þá hönnuði sem áðurnefndir fjölmiðlar hafa mesta velþóknun á: Jacobsen, Starck, Panton og Eames. Er von að maður spyrji sig, eins og áðurnefndur Svarti Stenslari gerir óbeint, að hve miklu leyti þessi hringekja hönnunarinnar sé til hagsbóta hönnunar- umhverfinu í landinu. Er hún ekki hluti af einhverju öðru: lífsgæðakapphlaupinu, ásókn nýríkra Íslend- inga í smekk sem er nógu pottþéttur til að hægt sé að bjóða Húsum og híbýlum eða Innliti/Útliti í heim- sókn og öðlast þannig virðingarsess í þjóðfélagi sýndarinnar? Það er að minnsta kosti lítið samræmi milli græj- anna, innréttinganna og heimsfrægu hönnunargrip- anna sem viðmælendur tímaritanna og sjónvarps- þáttanna eru búnir að sanka að sér til að sýna okkur og annars sem íbúarnir vilja hafa í kringum sig til marks um menningarlegan staðal sinn. Ef myndlist er einhvers staðar að finna í kirfilega sérhönnuðu umhverfinu sem við sjáum, þá er hún ýmist yfir- borðsleg/viðvaningsleg eða undarlega gamaldags, a.m.k. miðað við nýtískulega hönnunina. Bækur virð- ast yfirleitt ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim smekkvísu einstaklingum sem tímaritin og sjón- varpið sækja heim. Fag eða föndur Síðan er eins og þessir miðlar geri ekki upp við sig hvort hönnun sé í eðli sínu fag eða föndur. Annars vegar halda þeir á lofti merki fagmanna í aðskilj- anlegum greinum hönnunar, sýna hvernig þeir hugsa og bera sig að, hins vegar er ámóta miklum tíma og plássi eytt í að fjalla um fólk sem telur sig hafa þegið í vöggugjöf náðargáfuna að geta um- breytt híbýlum og útliti fólks, án viðkomu í nokkrum skóla, sjálfskipaða „stílista“ eða útlitshönnuði. Ekki færi maður að agnúast út í þessa lausgopa- legu hönnunarvæðingu íslensks samfélags ef hún hefði í för með sér faglega umræðu um eðli og til- gang hönnunar, hlutverk hennar á hinum breiða sjónmenntavettvangi, í viðskiptalífinu og í útflutn- ingsiðnaðinum. Ég tala nú ekki um ef sú umræða leiddi af sér stóraukinn áhuga hins opinbera á því að virkja hönnun með svipuðum hætti og nágranna- þjóðir okkar hafa gert, t.a.m. í Danmörku og Bret- landi, þar sem hún stendur undir útflutningstekjum upp á hundruð milljarða. Menn gætu ýmislegt lært af þeim faglegu skoðanaskiptum sem oft eiga sér stað í málgögnum íslenskra arkitekta. Vissulega berst tal að ýmsum þáttum hönnunar víða í þjóðfélaginu, innan Listaháskólans, innan samtaka á borð við Form Ísland og Hönnunarvett- vang, á viðræðufundum samtaka atvinnurekenda og/ eða útflutningsaðila og ýmissa talsmanna hönn- unargeirans. Stundum komast menn að einhverjum niðurstöðum og þá eru búin til tveggja-þriggja ára prójekt sem eiga að stuðla að framgangi tiltekinna hönnunarverkefna, t.d. fatahönnunar, en að þeim loknum eru þátttakendur látnir sigla sinn sjó, hvort sem þeir hafa náð markmiði sínu eður ei. Saga ís- lenskrar hönnunar á undanförnum áratugum er slóði meira og minna misheppnaðra verkefna, sýn- inga eða samkeppna, sem ýmist hafa ekki skilið neitt eftir sig eða hefur ekki verið fylgt eftir. Allt stafar þetta af því að raunhæf langtímamark- mið, grundvölluð á vel grundaðri heildarstefnu, hafa aldrei verið skilgreind til hlítar af þeim sem mestan hag gætu haft af íslenskri hönnun: atvinnuvegunum og ríkisvaldinu. Kannski hafa fulltrúar íslenskra hönnuða ekki verið nógu fylgnir sér í viðskiptum sín- um við þessa aðila, hvað veit ég. Smákóngaviðhorfin hafa einnig verið til trafala í þeirra hópi, eins og ann- ars staðar í menningargeiranum. Að sumu leyti hefur fulltrúum hönnuða verið vor- kunn, því viðsemjendur þeirra hafa verið sem marg- höfða þurs, sérhver haus með eigið „agenda“ eins og segir á útlensku. Meðal hagsmunaaðila hönnunarinnar á frjálsum markaði eru t.a.m. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu, Útflutningsráð, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli og sjálfsagt einhverjir fleiri. Enginn þeirra hefur komið sér upp sjóðum sem hægt væri að nota til brýnna hönnunarverkefna. Nú þegar útlitsbreytingar á fyrirtækjum eins og Bláa lóninu og 66º Norður hafa sannarlega stóraukið hagnað þeirra, hljóta þessir aðilar að fara að draga rökréttar ályktanir af því. Í opinbera geiranum þurftu hönnuðir til skamms tíma einungis að biðja ásjár velviljaða a málaráðuneyti, en nú eru hönnunarmál borði iðnaðarráðuneytis, auk þess sem e sendiherrar í utanríkisráðuneyti skipul hönnunarviðburði í löndum sínum. Þess unarvakning hjá hinu opinbera væri au og merkileg, ef ráðuneytin gætu átt me Villt, frumleg og afski Í tilefni af opnun sýningarinnar Kviku – íslenskrar samtímahönnunar í Listasafni Íslands í dag veltir greinarhöfundur fyrir sér stöðu íslenskrar hönn- unar og segir: „Vilji menn vera jákvæðir, eins og aðstandendur „Kviku“, hinnar nýju og glæsilegu yfirlitssýningar á íslenskri hönnun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum nú um helgina gætu þeir sagt sem svo að langvarandi andstreymi og vöntun á hefðum hefði hert íslenska hönnuði, aukið á út- sjónarsemi þeirra og ýtt undir frumleika.“ Hugleiðing um íslenska hönnun Steinunn Sigurðardóttir Er fyrir löngu orðin „klassíker“ á erlendum markaði. Ull Klippimynd eftir Gúnda og Huldu Helgadóttur. 8 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.