Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Eystein Björnsson eystb@ismennt.is ! Þegar maður er farinn að trúa því í alvöru að allt sé að fara til andskotans á plánetunni Jörð þá er sannarlega kominn tími til að staldra við og íhuga málið. Ég verð að viðurkenna að und- anfarna mánuði hef ég oft og einatt verið þessarar skoðunar. Ég fór að velta fyrir mér hvernig á þessu gæti staðið og þurfti reyndar ekki lengi að leita orsakanna. Dag hvern rignir yfir mann frétta- dembu af styrjöldum, stórslysum, morð- um, ránum og nauðgunum. Ekki er nóg með að þessi holskefla ógnarfrétta steypist stanslaust yfir mann úr fjöl- miðlatrektinni. Í ofanálag er fram borin gagnrýn samfélagsumræða, svokölluð, sem oftar en ekki samanstendur af ómerkilegu karpi, kvarti og kveini, skít- kasti út í náungann og neikvæðri umfjöll- un um hvaðeina sem aflaga fer. Þetta er nú ekki mjög gott ofan á brauð enda er sá sem þessar línur ritar búinn að fá sig full- saddan af slíkum trakteringum. Hvað með góðu fréttirnar? Getur verið að það séu engar góðar fréttir lengur? Ég klóra mér í hausnum og hugsa mig um. Hvað með dagblöðin? Það hljóta af og til að slæðast með góðar fréttir í blöðin. Þær týnast bara í öllu moldviðrinu. Og í þess- um rituðum orðum rennur það upp fyrir mér. Til að bjarga sálarheill minni þarf ég sjálfur að leita uppi góðu fréttirnar, finna eitthvað verulega gott og gleðilegt sem er að gerast í samfélaginu. Ég brýst um á hæl og hnakka en hvernig sem ég reyni dettur mér ekkert í hug. Kannski er ráð að fara í sund og vita hvort heilasellurnar frískast ekki við snarpan sundsprett. Ég skelli mér á hjól- ið og áður en ég veit af er ég að afklæðast í búningsklefanum. Ég snarast út og ofan í heita pottinn. Um leið hríslast sælu- tilfinningin um mig. Þetta er einmitt það sem mig vantaði. Ylvolgt vatnið leikur um allan líkamann, vaggar mér og gælir við mig. Eins og ég sé aftur í móðurkviði, óvitandi um harðneskju heimsins. Af hverju geri ég þetta ekki oftar? Hvenær sem tækifæri gefst? Það er ein- falt og ódýrt og stendur öllum til boða frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin. Og það lýkst upp fyrir mér. SUNDLAUGARNAR. Eru þær ekki eitthvað til að gleðjast yfir og tilvalið efni í góðan pistil? Þvílíkt afbragð, þvílíkt hnossgæti. Að geta komið hingað eftir vinnu, dýft sér of- an í, fundið streituna og erfiði dagsins líða úr sér í heitu vatninu. Setjast síðan á bekk, spjalla við kunningjana á léttu nót- unum, gleypa gúlsopa af súrefni sem mann sárvantaði svo á básnum í vinnunni, líta ljósa rönd á himni, hlæja að grátbroslegum uppákomum í samfélag- inu, rifja upp gamlar minningar, fá fréttir og segja sjálfur. Í Danmörku og á Írlandi fara menn gjarnan á krá að afloknum vinnudegi til að slappa af og spjalla. Ég sé ekki betur en að laugarnar okkar gegni sama hlut- verki og hvernig sem á því stendur get ég ekki varist þeirri hugsun að vatnið, hvort sem það er heitt eða kalt, henti okkur Ís- lendingum betur en bjórinn. Ég spenni greipar og þakka almættinu fyrir að hafa geymt heita vatnið í iðrum landsins okkar, að við megum nýta og njóta í vetrarhörkum og myrkri til að mýkja lund og limi að afloknu striti hversdagsins. Þakklætið streymir um mig allan og laugar sál mína. Einhver skellir sér ofan í pottinn við hlið mér. Þegar ég lít upp sé ég að það er Siggi. – Er það satt sem ég var að heyra að þú sért farinn að skrifa enn einn nöldurp- istilinn í Moggann? segir hann um leið og hann tekur fyrir nefið og fer með hausinn í kaf. Finndu lausnina Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur anna.kristin.jonsdottir@gmail.com Þrjátíu á móti sjötíu, þrír, þrjár á mótisjö. Þetta er kunnuglegt hlutfall ogtölur sem oft sjást þegar fjallað erum jafnréttismál. Þetta er nokkurn veginn hlutfallið milli kynjanna á þingi, nú að loknum kosningum. Sama hlutfall og hefur birst í könnunum sem gerðar hafa verið á hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum. Það sást í könnun sem var gerð fyrir átta ár- um, tveimur árum síðar hafði ekkert breyst og enn stungu þessar tölur upp kollinum í könnun sem gerð var í hittifyrra. Reyndar eru íslenskir fjölmiðlar ekkert einsdæmi í þessu, hlutfallið sést víða um heim. Það hnussar stundum í fólki þegar þessar tölur ber á góma, talað er um hausatalningar sem litlu máli skipti, það sé ekki málið hvers kyns talandi hausar í kjaftaþáttum séu. Vissulega má færa að því rök að margt fleira skipti máli í jafnréttisbaráttunni en hverjir tjá sig í fjöl- miðlum, en skiptir það engu máli þegar það er staðfest enn og aftur að þar hallar á kon- ur? Er það bara allt í lagi að það sé orðið við- kvæðið þegar vinsæla umræðuþætti ber á góma að þar séu alltaf fleiri karlar en konur? Er þá ekki orðið tímabært að bregðast við gagnrýninni og sækjast eftir því að fjölga konum í hópi viðmælenda? Mér þykir nú lík- legt að einhverjir séu farnir að hugsa til þáttastjórnandans Egils Helgasonar og þeirr- ar gagnrýni sem oft hefur heyrst í vetur vegna þáttar hans, Silfurs Egils. Silfrið er þáttur sem oft er vísað til í heimi hinna kjaftandi og bloggandi stétta og þar talinn til skylduáhorfs. Þangað koma þeir sem kallaðir eru álitsgjafar og í pólitísku spjalli er oft vísað í þáttinn. Í vor hefur hann notið eða þurft að þola mikla umfjöllun vegna flutnings frá Stöð 2 til RÚV. Egill er ágætur og reyndur fjölmiðlamaður. Það er heilmikið mál að halda úti spjallþætti árum saman, finna viðmælendur og halda umræðunni lif- andi. En þegar ítrekað er bent á kynjaslag- síðu hjá skynsömum manni, skil ég ekki af hverju hausatalning á viðmælendum sýnir enn og aftur þetta margnefnda hlutfall, þrjá- tíu prósent konur, sjötíu prósent karlar. Ágæt kona, Sóley Tómasdóttir, hefur meira að segja haft fyrir því að telja og kyngreina viðmælendurna fyrir Egil og birti samantekt á blogginu sínu í vor. Þegar kvennafæðin var borin undir Egil í viðtali við Kolbrúnu Berg- þórsdóttur í Blaðinu um síðustu helgi sór hann af sér alla karlrembu. Nefndi bara þetta hlutfall 30/70. Svona væri nú skiptingin í sam- félaginu, í ríkisstjórn, á Alþingi og í yf- irmannastöðum á fjölmiðlum. Má á Agli skilja að hann fái lítið við það ráðið. En hann getur alveg ráðið því hverjir koma í þáttinn hjá honum, hann er stjórnandinn og hefur verið einn að stússast þetta, eins og fram hefur komið. Það er erfitt að skilja þessar tölur öðruvísi en svo að honum finnist þetta bara í lagi. Stjórnmál, aðalviðfangsefni þáttarins, séu vettvangur karla og þannig skuli það vera. Auðvitað má alltaf gagnrýna val á við- mælendum og ábyggilega er það víða eins- leitt, en það ætti ekki að vera svo erfitt að tryggja það að kyn sé tekið með í reikning- inn. En talandi um stjórnmál og kynjamál, þá las ég nýlega um rannsókn sem gerð var í Noregi, á mati ungra kjósenda á málflutningi karla og kvenna í stjórnmálum. Þar hefur verið gengið langt til að jafna hlut kvenna og karla í stjórnmálum. Enginn hörgull er á kon- um í ráðherrastöðum og í aldarfjórðung hafa ríkisstjórnir fylgt mjög ákveðinni jafnrétt- isstefnu. Þess vegna velta rannsakendur vöngum yfir viðhorfum ungra Norðmanna til stjórnmála. Tveir leikarar, karl og kona, voru fengnir til að flytja ræður sem fimm for- ystumenn norskra stjórnmálaflokka höfðu áð- ur flutt í Stórþinginu. Ræðurnar voru teknar upp í flutningi leikaranna og umgjörðin öll eins og í venjulegum útsendingum frá þinginu. Ræðubútarnir voru svo sýndir átján ára norskum nemendum og þeim sagt að leik- ararnir væru lítt þekktir þingmenn. Ung- mennin voru svo beðin um að gefa ræðunum einkunn. Þá kom í ljós að ekki var hægt að greina mun hjá stúlkum eftir kyni flytjand- ans. Það var ekki að sjá að það réði mati þeirra á því hvort ræðurnar sýndu þekkingu á málefninu,væru traustvekjandi, sannfær- andi, hrífandi, boðuðu bjartsýni eða svartsýni, væru leiðinlegar eða kæmu málinu ekkert við. Drengir sem spurðir voru gerðu hins vegar greinanlegan mun eftir kyni ræðumanns og sömu ræðurnar fengu jákvæðari dóma úr munni karlleikarans en konunnar. Ræða var frekar talin leiðinleg eða ekki koma málinu við þegar hún var flutt af leikkonunni. Þetta eru ekki upplífgandi niðurstöður fyr- ir þá sem telja að innihaldið skipti meira máli en hver mælir. Við skulum vona að þátta- stjórnendur séu almennt ekki sama marki brenndir og norskir menntaskólastrákar. 30/70 Morgunblaðið/Golli Egill Helgason „Þegar kvennafæðin var borin undir Egil í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Blaðinu um síðustu helgi sór hann af sér alla karlrembu. Nefndi bara þetta hlutfall 30/70. Svona sé nú skiptingin í samfélaginu, í ríkisstjórn, á Alþingi og í yfirmannastöðum á fjölmiðlum.“ FJÖLMIÐLAR »En þegar ítrekað er bent á kynjaslagsíðu hjá skyn- sömum manni, skil ég ekki af hverju hausatalning á við- mælendum sýnir enn og aft- ur þetta margnefnda hlut- fall, þrjátíu prósent konur, sjötíu prósent karlar. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.