Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Svein Einarsson Þ að var á björtum degi upp úr 1980 að ég var beðinn að halda ræðu. Ég man reyndar ekk- ert hvernig veðrið var, en bjartur er dag- urinn eigi að síður í minningunni. Ræða mín átti að koma í framhaldi af vakningargrein eftir Ármann Örn Ármannsson viðskiptafræðing sem birtist fyrr í sömu viku og í kjölfarið hafði Jón Þórarinsson tónskáld hnykkt á efninu. Mína ræðu átti ég að halda að afloknum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands þar sem flutt var níunda sinfónía Beethovens – í annað sinn vegna mikillar aðsókn- ar. Ég valdi ræðu minni leiðarstefið „Það vantar eitt hús“. Hugmyndin um að byggja tónlistarhús fór að mótast þessa daga. Þetta voru glæsi- legir tónleikar með Sinfóníunni, kór og úrvalseinsöngvurum. Mér var heiður að því að vera valinn til að flytja þessa ræðu. Sinfónían hafði oft veitt mér unaðsstundir og gerir enn, því að hafi hún átt skilið betri sama- stað fyrir tuttugu og fimm árum, á hún hann enn betur skilinn í dag, svo mjög hefur henni vaxið ásmegin. Og auðvitað átti húsið að vera fyrir söngvarana líka – alla íslenska tón- listarmenn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en góðu heilli hafa stjórnvöld, menntamálaráðuneyti og borg- arstjórn nú tekið af skarið: Glæsilegt tónlistarhús liggur á teikniborðinu. En því miður hefur vegurinn verið svolítið grýttur og svolítið hefur bor- ið á því að þeir listamenn sem þar vilja starfa hafa ekki verið á eitt sátt- ir um nýtingu hússins, viljað sjá of lítið út fyrir sín eigin gleraugu. Þær fregnir hafa borist í sam- tölum og greinum, að nauðsynlegt sé að fá skýr svör um ýmis atriði. Ég er svo heppinn að hafa engra persónu- legra erinda að ganga, þó að ég búi reyndar yfir nokkurri reynslu af rekstri menningarstofnana um 24 ára skeið og hafi auk þess verið óp- eruleikstjóri bæði hér og erlendis, meðal annars í húsum af svipaðri gerð og hér er fyrirhuguð. Þegar tónlistarhúsið kemst í gagnið verð ég nefnilega dauður og gleðst aðeins úr fjarska. Sinfóníuhljómsveit Íslands er flaggskip íslenskrar tónlistar og engum hefur nokkurn tímann bland- ast hugur um að í húsinu eigi að vera heimkynni hennar og að sveitin eigi að hafa þar fyrsta rétt í öllum grein- um, þar á meðal hvað hljómburð snertir, að svo miklu leyti sem slíkt verður séð fyrirfram; reynslan er- lendis frá er að vísu margvísleg. Að- sókn að tónleikum sveitarinnar hef- ur á undanförnum árum verið mjög viðundandi og viðbúið að hún fari vaxandi við nýjar og betri aðstæður, jafnvel þó að hlutfallslega fleiri áhorfendur komist í salinn. En sveitin kemur ekki til með að hafa allar sínar æfingar í stóra saln- um, og ekki leikur hún þar á hverju kvöldi. Því hefur og verið litið á það sem réttlætismál að aðrar tegundir tónlistar – og sviðslistar þar sem tónlist er í stóru hlutverki – eigi þar einnig heima. Og gefur augaleið, að meiri nýting hússins rennir stoðum undir tryggari rekstur hljómsveit- arinnar, því að þannig þarf vitaskuld að binda um hnútana fjárhagslega, að hljómsveitin njóti góðs af annarri starfsemi í húsinu. Um hvaða tónlist erum við þá að tala? Með fullri virðingu fyrir sígildri tónlist og innlendri tónsköpun á því sviði, sem er eitt helsta tákn menn- ingar í hverju landi, þá er önnur teg- und tónlistar sem höfðar meira til fjöldans um þessar mundir, og ein- mitt þar, í geira svokallaðrar léttari tónlistar – hvort sem það er nú rétt- nefni eða ekki – hefur mikið verið að gerast, mikil og athyglisverð sköpun sem ekki síður endurspeglar okkar tíma. Ég þarf varla að telja upp allt sem þar er að gerjast, en nefni þó Björk og Sigur Rós sem eru vænt- anlega þekktustu tónlistarmenn Ís- lendinga í dag, með fullri virðingu fyrir Kristjáni og Kristni og Sinfóní- unni. Flutningur margvíslegrar tón- listar nútímans krefst allstórs sviðs og fullkomins tæknibúnaðar hvað snertir ljós og hljóð; það á að vera þarna stöðugt fyrir hendi og ekki á að þurfa að setja það upp með ærn- um kostnaði hverju sinni, eins og tíðkast hefur. Annar kostur þess, að gert er ráð fyrir stórum áhorfendasal og stóru sviði, er sá að nú er loks hægt að taka á móti stórum erlendum gesta- leikjum, hverrar tegundar sem þeir eru, t.d óperusýningum, listdanssýn- ingum og stórum söngleikja- „showum“. Ég hef fylgst með starfi Listahátíðar í Reykjavík frá upphafi og oft verið þar í forsvari og ég veit í fyrsta lagi hversu dýrir slíkir gesta- leikir hafa reynst, vegna þess hve salir hér eru litlir, og sviðin líka; ég get nefnt bæði dæmi og tölur ef ósk- að er; sýningarkostnaður og ferða- kostnaður er hinn sami, en of lítið kemur inn til að mæta þeim út- gjöldum. Í öðru lagi veit ég hversu oft við höfum þurft að hafna glæsi- legum menningarviðburðum að ut- an, vegna þess að aðstæður hér hafa verið of frumstæðar. Og ég get nefnt tölur um milljónakostnað æ ofan í æ sem hægt hefði verið að spara ef al- mennilegt hús hefði verið til staðar. Í þriðja lagi átti sér stað mikil um- ræða um óperuflutning eða ekki fyr- ir einum tuttugu árum, og varð það sjónarmið ofan á, að ekki væri stætt á öðru en að sjá til þess að óp- eruflutningur gæti farið fram í hús- inu; ella þyrfti þegar að byggja full- komið óperuhús. Óperufólkið var hógvært í kröfum sínum og rétti fram sáttahönd. Aldrei var farið fram á að húsinu yrði breytt í eig- inlegt óperuhús, og var þarna verið að fara bil beggja í hagkvæmniskyni, líkt og gert hefur verið víða erlendis í bæjarfélögum af sömu stærð og Reykjavík. Sem dæmi má nefna Olavshallen í Þrándheimi, sem er að- setur Sinfóníuhjómsveitar borg- arinnar sem þar hefur forgang að öllu því sem sveitin telur sér henta; en jafnframt er mikil önnur starf- semi í húsinu sem tekur um 1500 manns í sæti og hefur svið sem er 22 metrar á breidd og hátt í annað eins á dýpt: Þarna eru óperusýningar, gestaleikir, popptónleikar og norska sjónvarpið tekur þarna upp flestar sínar stærri útsendingar. Ég hef starfað í þessu húsi og sett þar upp tvær óperusýningar og sambýlið er hið besta. En það er reiknings- skekkja að ímynda sér að hægt sé að reka óperuhús með 700 sætum. Hvað óperuflutning snertir var tónlistarhúsið okkar því hugsað sem viðbót, því að mikill kostnaður fylgir því að setja upp stærri óperusýn- ingar og kvöldtekjur þurfa að vera sem mestar. Eftir sem áður yrði miðstöð óperuflutnings í Íslensku óperunni – hvort sem er í Gamla bíói eða í Kópavoginum ellegar í Þjóð- leikhúsinu – mörg bestu óperuverk eru í kammerformati og njóta sín vel í návígi. En þegar ráðist yrði í stærri verk, yrði að vera hægt í önnur hús að venda. Í því sambandi má benda á, að undanfarin ár hefur aðgangs- eyrir ekki einu sinni staðið undir kvöldkostnaði í Íslensku óperunni – sem sagt tap af hverri sýningu, þó að framleiðslukostnaðurinn sé frá- reiknaður. Öll framleiðslan yrði utan tónlist- arhússins – en hægt yrði að koma inn með sýningar tilbúnar, og höf- uðskilyrði eru einfaldlega ljós og rými, enda er umbúnaður óperusýn- inga oftast annar í dag en þegar menn byggðu þung og mikil leiktjöld og höluðu upp í turna. Nú er mynd- um varpað á gegnsæja dúka, og bæði umstang og kostnaður mun minni. En þá þarf rými, myndum verður að vera hægt að varpa upp á tjöldin bæði að framan og aftan. Gert er svo ráð fyrir gryfju í húsinu og okkur var sagt að öllum þessum skilyrðum hefði verið fullnægt. En nú eru einhverjar blikur á lofti, og rétt að vekja athygli á þeim áður en farið er að byggja. Í fyrsta lagi er allt í einu farið að tala um einhverjar „semi-staged“- óperusýningar. Ef átt er við eitthvað sem líkist því sem Sinfónían stóð fyr- ir í Laugardalshöll fyrir nokkrum árum, þá er best að segja það strax, að þá er verið að stíga stórt skref aft- urábak; þetta var listrænt séð hvorki fugl né fiskur, og eiginlega móðgun við fimmtíu ára óperustarfsemi í landinu. Vilji Sinfónían hins vegar flytja óperur í hreinu konsertformi er það auðvitað bara af hinu góða, og má í því sambandi minna á þann mikla fjölda ágætra íslenskra söngv- ara sem nú starfar erlendis og sjald- an heyrist í. Hitt skýið á himninum vekur all- mikla furðu. Mér skilst að einhverjir ímyndi sér að heppilegt sé að koma fyrir risaorgeli á bakvegg sviðsins. Er vitnað til útlendra tónleikahalla eins og Wiener Musikverein; þetta sé glæsilegt! En hvar og á hvaða öld lifa menn? Sá salur var gerður fyrir hundrað og fimmtíu árum og fyrir voru í borginni að minnsta kosti tvö óperuhús. Auk þess er það fremur sjaldgæft hérlendis að fluttir séu konsertar fyrir orgel og sinfón- íuhljómsveit. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt slíkan flutning nema tvisvar hér frá því ég fór að sækja hér tónleika. Hið fyrra tilvik var þegar fluttur var í Hallgrímskirkju á það frábæra klais-orgel konsert Jóns Leifs og kom í ljós að hljómburður kirkj- unnar hentaði mjög vel fyrir þann flutning. Hitt skiptið var þegar Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Hörður Áskelsson fluttu orgelkonsert Cés- ars Franck, hljómsveitin í Há- skólabíói og organistinn við hljóð- færið í Hallgrímskirkju, en tónleikagestum gafst tækifæri svona í eitt skipti til að fylgjast með þess- um frábæra listamanni á skermi í návígi, og var það einkar gaman. Hér verður einfaldlega að for- gangsraða. Ef menn vilja orgel í hús- ið verður að koma því fyrir annars staðar; ekki stoðar þó að hægt verði að loka fyrir það; fyrir óperuflutning þarf allt það rými sem þarna hefur verið gert ráð fyrir, annars er allt hitt unnið fyrir gýg. Og þá kemur krafan um fullkomið alvöru óperu- og listdanshús fram af auknum krafti. Og megi nú friður og sátt haldast um öll þessi atriði. Ópera? „Hvað óperuflutning snertir var tónlistarhúsið okkar því hugsað sem viðbót, því að mikill kostnaður fylgir því að setja upp stærri óperusýningar og kvöldtekjur þurfa að vera sem mestar.“ Um tónlistarhús GREINARHÖFUNDUR telur rétt að önnur tónlist en sú sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands flytur fái að hljóma í nýja Tónlistarhúsinu, þar á meðal rokktónlist, sem hann segir hafa blómstrað hérlendis, og ópera. Hann telur hins vegar hugmyndir um að koma fyrir orgeli í húsinu furðulegar. »En sveitin kemur ekki til með að hafa allar sínar æfingar í stóra salnum, og ekki leikur hún þar á hverju kvöldi. Höfundur er leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. UPPLIFÐU NÁTTÚRUNA Einstakar bækur sem allir áhugamenn um íslenska náttúru ættu að lesa. NÝ!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.