Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 15
Þórir Hann lét verða af því að lesa í einni striklotu höfuðverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um
Pál Jónsson blaðamann og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Lesarinn
Í vor lét ég loksins verða af því sem lengihefur verið á dagskrá, að lesa í einni strik-
lotu höfuðverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
um Pál Jónsson blaðamann: þríleikinn Gang-
virkið (1955), Seið og hélog (1977) og Dreka og
smáfugla (1983). Verkið reyndi að sönnu á þol-
rifin, enda í senn viðamikið og á köflum tíð-
indalítið á yfirborðinu. Frásagnarlist höf-
undar og sá áhugaverði heimur sem hann
leiðir lesandann inn í, árin um og eftir seinni
heimstyrjöldina, ollu því hins vegar að erfitt
var að slíta sig frá textanum þegar fyrstu
málsgreinunum sleppti. Eftir því sem á verkið
leið kom líka æ betur í ljós að þessi aldarspeg-
ill er fjarri því farinn að rykfalla heldur skír-
skotar jafnt til vanda samtímans sem þeirrar
kynslóðar sem óx úr grasi á fyrstu áratugum
síðustu aldar, m.a. spurningarinnar um að
þekkja uppruna sinn og vera sjálfum sér trúr.
Lestur gæðabókmennta af þessu tagi er okk-
ur þörf áminning um að láta ekki árviss bóka-
flóð fleyta út í hafsauga ýmsum höfuðskáldum
íslenskrar bókmenntasögu.
Þórir Óskarsson bókmenntafræðingur
Gláparinn
Á íslenskum sjónvarpsstöðvum er sí og æverið að sýna sama þáttinn.
Sagan sem þar er sögð er, með smávægileg-
um afbrigðum, eitthvað á þessa leið: Morð
er framið, tveir lögreglumenn rannsaka
glæpinn, hinn grunaði er handtekinn, starfs-
menn saksóknara undirbúa málið fyrir
ákæru og réttarhöld, málið er dómtekið og
dómur felldur. Það er oft höndlað með líf og
dauða. Hinum grunaða gefst einstaka sinn-
um kostur á að kaupa sér líf með því að
sýna saksóknara samstarfsvilja. Niðurstaðan
er þó gjarnan sú að dauðadómur er felldur
og löggan, saksóknari og aðrir sem koma að
málinu kætast, því „réttlætinu“ hefur jú ver-
ið fullnægt. Þáttur þessi er undantekn-
ingalítið framleiddur í tilteknu landi sem er
eitt fárra ríkja heims þar sem ríkisvaldið
hefur umboð til að fremja morð. Ég furða
mig ávallt á því að íslenskar sjónvarps-
stöðvar skuli sýna þennan þátt aftur og aft-
ur og ég velti því fyrir mér hvaða áhrif hann
hefur á hugmyndir áhorfendanna um rétt-
læti.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur
og framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Amnesty International
Jóhanna „Niðurstaðan er þó gjarnan sú að dauðadómur er felldur og löggan, saksóknari og
aðrir sem koma að málinu kætast, því „réttlætinu“ hefur jú verið fullnægt.“
EFTIR áramót 2007 fór ég að lesa bók eftir WG Sebald sem ég
hafði árum saman átt upp í hillu, og margoft opnað en aldrei get-
að brotist inn í. Nú galopnaðist bókin og fór strax að virka á ein-
hverjar stöðvar í mér sem bækur eiga yfirleitt ekki aðgang að.
Bókin heitir Schwindel, Gefühle (Svimi, tilfinningar) og lýsir
meðal annars leiðum sem liggja til Gardavatnsins á Ítalíu, en
þær höfðum við Tinna dóttir mín kannað í löngu liðnum ágúst-
mánuði. Einn af stöðunum var Limone, þar sem við höfðum
dvalist öll þrjú. Ég gekk inn í heim Sebalds eins og ég hefði verið
á staðnum með honum – fór svo að spinna ímyndunarvef um
ferðlag hans og um hann sjálfan. Um leið þyrluðust upp mínar
eigin minningar úr ferðinni með Tinnu unglingi og ég sópaði
þeim til mín og orti, um stemningar og atvik sem voru annars
komin í glatkistu gleymskunnar.
Unglingurinn ferðast á hvissandi sjóskíðum
framhjá pallinum þar sem útsmognir tæknimenn raða saman ljósum.
Í kvöld verður flugeldasýning á Gardavatni, Galdravatni,
sem getur þó aldrei orðið eins skrautleg og orðið sjálft er á ítölsku.
Og diskótekið, jæja þá, mamma skal fara með þér þegar allar rakettur
eru orðnar að reyk,
þótt hún sé enn bullsveitt og máttfarin eftir matareitrunina.
Hver veit nema hún dansi þá líka unglingnum sínum til samlætis.
Mamma telur það ekki eftir sér, þótt hún sé hætt að dansa, formlega séð.
Ljóðskáldið | Steinunn Sigurðardóttir fædd í Reykjavík 1950
Unglingurinn
í Ljóðinu
Limone í ágúst 1989
Morgunblaðið/KristinnLjóðabækur eftir Steinunni Sigurðardóttur: Sífellur (1969), Þar og þá (1971), Verksummerki (1979), Kartöfluprinsessan (1987),
Kúaskítur og norðurljós (1991), Hugástir (1999), Ljóðasafn: frá Sífellum til Hugásta (2004).