Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 9
leggst yfir borgina; þetta er hið glaðbeitta frelsi til að búa til auð og eyðileggja hann, frelsi til að mynda hópa morðingja og strá- drepa óvinina, frelsi til að sprengja hús í loft upp og leggja borgir í eyði, það er frelsið með þúsundum blóðugra handa sem eru að kveikja í heiminum í hinsta sinn. En allt þetta er enginn spádómur; skáld- sagnahöfundar eru ekki spámenn; heimsend- irinn í Hinsta andvarpi márans er samtíð okk- ar, einn möguleika hennar sem situr fyrir okkur í fylgsni sínu, sem fylgist með okkur, sem er þarna. Fyndinn skortur á fyndni Með hegðun sinni varpar Fávitinn hjá Dostoj- evskí ljósi á ýmsar tegundir hláturs sem eiga ekkert skylt við fyndni. O rðabókin skilgreinir hlátur sem viðbrögð „við einhverju skemmtilegu eða fyndnu“. En er það rétt? Með því að leita fanga í Fávitanum eftir Dostoj- evskí mætti búa til heilmikið safnrit ólíkra tegunda hláturs. Svo undarlegt sem það kann að hljóma, þá hafa persónurnar í bókum hans sem mest hlæja ekki mesta skopskynið, þvert á móti hafa einmitt þær ekkert skopskyn. Hópur ungs fólks kemur út af sveitasetri og er á leiðinni í gönguferð; með- al þeirra eru þrjár stúlkur sem „hlógu svo að orðagjálfrinu í Evgení Pavlovits að hann fór loks að gruna þær um að hlusta jafnvel ekki lengur á það sem hann var að segja“. Sá grun- ur „varð til þess að hann skellti skyndilega uppúr“. Mjög vel athugað: fyrst hlátur í hópi ungra stúlkna sem hlógu og gleymdu því hvers vegna þær voru að hlæja og héldu áfram að hlæja án neinnar ástæðu; síðan hlátur (og sá er afar sjaldgæfur, afar dýrmætur) í Evení Pavlovits sem áttar sig á því að hláturinn í ungu stúlkunum er algerlega laus við að vera sprottinn af fyndni, og andspænis þessum fyndna skorti á fyndni fer hann að skellihlæja. Það er í gönguferð í þessum sama garði sem Aglæja bendir Myshkín á grænan bekk og segir að þarna komi hún alltaf og tylli sér um sjöleytið á morgnana þegar allir eru enn í fastasvefni. Um kvöldið er haldið upp á afmæli Myshkíns; samkomunni, sem var átakamikil og erfið, lýkur ekki fyrr en liðið er langt á nótt; í stað þess að fara að sofa fer Myshkín yfir sig spenntur út úr húsinu og eigrar fram og til baka um garðinn; þar sér hann aftur græna bekkinn sem Aglæja hafði bent honum á; þeg- ar hann sest þar rekur hann „skyndilega upp hrossahlátur“; þessi hlátur er greinilega ekki sprottinn af einhverju skemmtilegu eða fyndnu; raunar staðfestir næsta setning þetta: „hann var stöðugt angistarfullur“. Hann situr þarna áfram og sofnar. Síðan vaknar hann við „glaðlegan og frísklegan“ hlátur. „Aglæja var þarna fyrir framan hann skellihlæjandi ... hún hló hneyksluð.“ Þessi hlátur er því ekki heldur sprottinn af einhverju skemmtilegu eða fyndnu; Aglæja er hneyksluð á því að Myshkín skuli vera svo smekklaus að sofa meðan hann beið hennar; hún hlær til að vekja hann; til að láta hann vita að hann sé fáránlegur; hún er að vanda um fyrir honum með alvarlegum hlátri. Mér kemur í hug annar hlátur sem ekki er sprottinn af neinu fyndnu; þegar ég stundaði nám við kvikmyndaháskólann í Prag sá ég hvernig aðrir nemendur í kringum mig ólm- uðust og hlógu; meðal þeirra var Alois D., ungur maður sem hafði mikinn áhuga á ljóð- list, elskulegur, aðeins of sjálfhverfur og und- arlega til baka. Hann galopnaði munninn, gaf frá sér afar há hljóð og baðaði út öllum öng- um: hann var semsagt að hlæja. En hann hló ekki á sama hátt og hinir: hlátur hans var eins og einhvers konar afrit innan um frumrit. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að gleyma þessu minningabroti er sú að á þessum tíma varð ég fyrir aldeilis spánýrri reynslu: ég varð þarna vitni að því að maður sem hafði ná- kvæmlega ekkert skopskyn hló og hló aðeins til að vera eins og hinir, svona eins og njósnari sem klæðist einkennisbúningi erlends hers til að skera sig ekki úr hópnum. Kannski er það Alois D. að þakka að kafli úr Söngum Maldoror hafði djúpstæð áhrif á mig á þessum sama tíma: forviða tekur Maldoror eftir því dag einn að fólk hlær. Hann skilur ekki hvað þessi undarlega gretta þýðir og langar að vera eins og hinir, tekur því hníf og sker út úr munnvikunum á sér. Ég sit fyrir framan sjónvarpsskjáinn; þátt- urinn sem þar er verið að sýna er mjög há- vaðasamur, þarna er sjónvarpsfólk, leikarar, stjörnur, rithöfundar, söngvarar, fyrirsætur, þingmenn, ráðherrar, eiginkonur ráðherra og öll bregðast þau við af minnsta tilefni með því að galopna munninn, mynda ógnarhávaða og baða út öllum öngum; með öðrum orðum, þau hlæja. Og ég sé Evgení Pavlovits fyrir mér þar sem hann mætir skyndilega í þeirra hóp og sér þennan hlátur sem ekki er sprottinn af neinu fyndnu; fyrst í stað er hann skelfingu lostinn, síðan jafnar hann sig á hræðslunni og loks verður þessi skortur á fyndni til þess „að hann skellir skyndilega uppúr“. Þá slappaði hláturfólkið, sem stundarkorni áður hafði horft á hann tortryggið, af og býður hann velkominn í heim þeirra, heim ófyndna hlátursins, þar sem við erum dæmd til að búa. © Milan Kundera Friðrik Rafnsson þýddi. sspeki skáldsögunnar Milan Kundera er skáldsagnahöfundur, tékk- neskur að uppruna, búsettur í París. Nýjasta bók hans er ritgerðasafnið Tjöldin (JPV, 2006), en ein þekktasta skáldsasga hans, Brandarinn, er vænt- anleg á íslensku í haust. Þessar þrjár greinar birt- ust í bókakálfi franska dagblaðsins Le Monde föstudaginn 25. maí síðastliðinn og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi höfundar. ndera grein fyrir hugmyndum sínum um sögu evrópsku skáldsögunnar, kafar ofan í verk höfunda ur viðtölum hvernig hans eigin skáldsögur hafa orðið til. Bókin er nýkomin út hjá Máli og menn- utans, sem nefnist Samtal um list skáldsögunnar. mynd í upplýsingar Fjodor Dostojevskí „Með því að leita fanga í Fávit- anum eftir Dostojevskí mætti búa til heilmikið safnrit ólíkra tegunda hláturs.“ Salman Rushdie „Heims- endirinn í Hinsta andvarpi márans er samtíð okkar, einn möguleika hennar sem sitja fyrir okkur í fylgsni sínu, sem fylgist með okkur, sem er þarna.“ Gabriel Garcia Marquez „Þegar ég las Hundrað ára einsemd enn og aftur fékk ég undarlega hugmynd: aðal- persónurnar í miklum skáld- sögum eru barnlausar.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.