Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 11 Bannfæring og dómstólar kirkj-unnar á miðöldum eru við- fangsefni Láru Magnúsardóttur sagnfræðings í bók hennar og doktorsritgerð, Bannfæring og kirkjuvald á Ís- landi 1275- 1550: Lög og rannsókn- arforsendur, sem gefin er út af Háskóla- útgáfunni. Þar setur Lára sér það markmið að skapa nýjar forsendur til rannsókna á heimildum um bannfæringu og dómstóla kirkjunnar á tímabilinu 1275 til 1550, með því að rannsaka sögu íslenskra miðalda með hlið- sjón af evrópskum viðmiðum og þróun í álfunni.    Trúin kemur einnig við sögu íbókinni Eldur á ís: Saga hinna íslensku Síðari daga heil- ögu heima og að heiman eftir Fred E. Woods, sem út kemur hér á landi í þýðingu Friðriks Rafns Guðmundssonar og gefin er út af Háskólaútgáfunni. Í bókinni er leitað svara við spurningum á borð við: Hvernig barst boðskapur mor- mónismans til Íslands? Hverjir voru fyrstu trúboðar Síðari daga heilagra sem fluttu með sér hið endurreista fagnaðarerindi, og hvaða andstöðu mættu þeir á landi elds og ísa? Auk þess er í bókinni leitast við að draga upp mynd af þeim Íslendingum sem tóku morm- ónatrú í kjölfar trúboðsins og flutt- ust í framhaldi búferlum til Utah í Bandaríkjunum.    Vorhefti Skírnis og þar með 181.árgangur þessa tímarits, sem telja má með elstu menningar- tímaritum Evr- ópu, er komið út. Ritið er að þessu sinni bæði efnismikið og fjölbreytt, en einar ellefu ritgerðir eru í þessu tölublaði. Má þar meðal annars nefna að Helga Kress skrifar um Matthías Jochumsson og skáldkonurnar, Alda Björk Valdimarsdóttir fjallar um þau Veru Hertzsch og Halldór Laxness og Þorvaldur Gylfason skrifar um mismunandi hagkerfi í Bandaríkj- unum og Evrópu og rekur óvænt tengsl milli velferðar og jafnaðar og meðallíkamshæðar fólks.    En þá að spaugilegra umfjöll-unarefni. Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bók Sigurgeirs Jónssonar, Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, sem hefur að geyma 150 gamansögur af Eyja- mönnum. Segir þar m.a. af Guðjóni líkkistusmið á Oddstöðum sem slær máli á látna og lifandi og Munda í Draumbæ sem ekur með prestfrúna og fleira drasl. Flaggað er hjá Bjarnhéðni Elíassyni á „kommúnistadaginn“ og kona hans, Ingibjörg Johnsen, geymir jólaveltu blómabúðarinnar á óvenjulegum stað. Og Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur ann- arri í Kaupmannahöfn.    Teiknimyndasaga KristjánsJóns Guðnasonar, Edensgarð- urinn, sem höfundurinn gefur sjálfur út, er hugsuð sem teikni- myndasaga fyrir alla. Umfjöllunar- efnið er barátta góðs og ills – þar sem hið góða er í nafni gróðurs og hið illa í nafni mengunar og bíla- menningar. Kristján hefur áður gefið út teiknimyndasöguna Óhugnanleg pláneta og átt sögur í tímaritinu Bleki. BÆKUR Lára Magnúsardóttir Helga Kress Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það er ekki erfitt að verða ósammála þvísem Rorty hefur skrifað, en um leið eralveg ómögulegt að hrífast ekki af skrif-um hans. Kannski hrífst lesandinn að einhverju leyti af því sem kalla mætti aðdáun- arverða ósvífni, en öðrum kann að þykja lítið ann- að en ólíkindi. Kunnasta bók Rortys er áreiðanlega Heim- spekin og náttúruspegillinn, sem kom út 1979, þar sem hann andæfði þeirri viðteknu skoðun að verkefni vísindanna – og heimspekinnar – væri að endurspegla náttúruna eins og hún er í raun og veru. Þetta hefur mörgum þótt fela í sér algjöra höfnun á hinu hefðbundna sannleikshugtaki og þar með ávísun á afstæðishyggju. Enda var sumum ákaflega brugðið. Rorty sagði frá því í viðtali við tímaritið Lingua Franca fyrir einum sjö árum, að bókin hefði valdið vin- slitum. Carl Hempel, landflótta Þjóðverji og fyrr- verandi kennari Rortys, virtur heimspekingur og holdgerving alls þess besta í hinni vísindalegu, lýðræðislegu og sannleiksleitandi heimsmynd engilsaxneskrar heimspeki, „las bókina og skrif- aði mér bréf þar sem hann sagði eiginlega: Þú hefur svikið allt sem ég hef stutt. Og honum var virkilega í nöp við mig eftir þetta. Ég er enn ákaf- lega leiður yfir þessu,“ sagði Rorty. Þótt hann hafi verið óhræddur við að gera lítið úr heimspekinni og haldið því fram að heim- spekideildir bandarískra háskóla séu eiginlega al- veg tilgangslausar hefur hann þó líklega haft meiri áhrif á yngri kynslóðir heimspekinga en nokkur annar samtímaheimspekingur, og bækur hans eru áreiðanlega með mest lesnu heim- spekiritum, fyrir utan klassísk rit. Reyndar er ekki ólíklegt að Heimspekin og náttúruspegillinn verði klassík – ef hún er ekki þegar orðin það. Rorty var samkvæmur sjálfum sér og sneri baki við akademíuheimspekinni. Hann var síðast prófessor í samanburðarbókmenntum við Stan- ford. En akademíuheimspekin hefur svo sann- arlega ekki sleppt hendinni af Rorty – það er að segja hugmyndum hans – og þær eru áreiðanlega ófáar, doktorsritgerðirnar sem mora af tilvís- unum í hann og andmælum gegn honum. Að hafna hugmyndinni um hlutlægan sannleika virðist líka hafa víðtækar afleiðingar langt út fyr- ir raunvísindi. Grefur það ekki undan mögu- leikanum á algildum mannréttindum, svo dæmi sé tekið? Er þá yfirleitt hægt að fullyrða að lýð- ræði sé eitthvað betra en einræði? Við þessu átti Rorty það svar, að lýðræði væri betra en einræði vegna þess að lýðræðinu fylgdu minni þjáningar fólks. Lýðræði verður ofan á vegna þess að þeir sem hafa þann eiginleika að geta fundið til sam- úðar með öðrum verða ofan á. Lýðræðislegt sam- félag er skilvirk leið sem þeir hafa fundið til að stemma stigu við miskunnarleysi illmenna. Það er eitthvað verulega sennilegt við þetta, verður að segjast. En þótt auðvelt sé að heillast af skrifum Ror- tys líður ekki á löngu áður en óþægilegar spurn- ingar fara að láta á sér kræla, og það er sama hvernig leitað er, aldrei finnst hjá honum svar við þeim. Bandaríski heimspekingurinn Paul Bog- hossian sagði við Lingua Franca að Rorty hafi hafnað hugmyndinni um hlutlægan sannleika, en alltaf komið sér undan því að útskýra hvers vegna bæri þá að taka orð hans sjálfs trúanleg. Mig grunar líka að það hafi pirrað marga hvað Rorty var gjarn á breiðar strokur. Menn vildu meiri nákvæmni og hefðbundna röksemdafærslu. Annars væri ekki að marka þennan mann sem heimspeking, og ekki hægt að fallast á sjónarmið hans. Líklega hefði Rorty bara yppt öxlum yfir þess- um andmælum. Þetta hefði ekki verið spurning um að hann hefði satt að mæla og lesandanum nauðugur einn kostur að fallast á orð hans. Það væri algjörlega undir lesandanum sjálfum komið hvort honum líkaði við það sem Rorty hafði fram að færa og kysi að vera í liði með honum. Óvissa er óhjákvæmilegur fylgifiskur heimspeki Rortys, og aldrei kostur á röklegri fullvissu. Kannski ekki nema von að ýmsum hafi orðið spurn hvers konar heimspeki þetta væri eiginlega. Ef til vill hefði Rorty svarað því til, að þetta væri heimspeki sem endurspeglaði það eina sem áreiðanlega væri óhjákvæmilegt. Þýski heim- spekingurinn Jürgen Habermas sagði í minning- arorðum um Rorty að hann hefði „aldrei gleymt því að heimspekin má ekki – hvað sem öllum fag- legum andmælum líður – virða að vettugi þau verkefni sem lífið fær okkur í hendur“. „Svikari“ deyr »Richard Rorty er látinn. Hann var einn umdeildasti heimspekingurinn á síðari hluta 20. aldar, ekki síst vegna óvæginnar gagnrýni á sann- leikshugtakið og það yfirlýsta markmið vísindanna að end- urspegla náttúruna. ERINDI Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is M anngerðir eftir Forn- Grikkjann Þeófrastos inni- heldur þrjátíu stutta kafla sem lýsa lyndiseinkunnum á borð við ólíkindi, nísku og málæði. Allt eru þetta held- ur neikvæðar einkunnir, þótt Þeófrastos hafi líklega verið of mikill fræðimaður til að leyfa sér að fella siðferðislega dóma um þá sem haldnir kunna að vera þessum skapgerð- arbrestum. Hann lætur sér nægja að skilgreina hverja lyndiseinkunn fyrir sig, segja í hverju hún er fólgin og taka síðan dæmi um hvernig hún birtist í framkomu þeirra sem hana hafa. Ólíkindi eru „látalæti til skaða í háttum og tali. Ólíkindatólið er einhver þvílíkur: Hann er vanur að fara til óvina sinna og spjalla við þá án þess að sýna þeim nokkurn fjandskap […] Hann talar sefandi til þeirra sem þola ranglæti og eru reiðir. Þeim sem liggur mikið á að ná fundi hans snýr hann frá“ (bls. 69-70). Við hlutlausa lýsingu Þeófrastosar á ólíkindatólinu bætti útgefandi Manngerðanna á miðöldum þeim dómi að ólíkindatólin væru „svikular manngerðir“ sem maður verði að gæta sín bet- ur á en nöðrum. Þeófrastos mun hafa fæðst á eynni Lesbos í Eyjahafi árið 370 f.Kr., eða þar um bil, og síð- ar orðið nemandi Platóns í akademíunni í Aþenu. Manngerðir er hann talinn hafa skrifað í kringum 320, og hafa þær farið langa og flókna leið í íslenska þýðingu Gottskálks Þórs Jenssonar, sem rekur meðal annars sögu þessa rits í ítarlegum og góðum formála. Almennu skilgreiningarnar á lyndiseinkunn- unum koma nútímafólki kunnuglega fyrir sjón- ir, þótt einstök dæmi um hegðun manna virðist svo bundin stað og tíma að þau eru næsta óskiljanleg nú á tímum. Samt virðist sem lyndi manna á Íslandi á 21. öld svipi ótrúlega mikið til lyndis manna í Grikklandi fyrir 25 öldum. Hér eru til sveitamenn, ólíkindatól, heiglar og smjaðrarar, svo dæmi séu tekin, og munu lýs- ingarnar á þeim koma kunnuglega fyrir sjónir, þótt þær séu frá allt öðrum tíma og umhverfi. Ef til vill má hafa þetta til marks um að mað- urinn hafi eðli, þrátt fyrir allt. Líklega fer þó misjafnlega mikið fyrir þess- um manngerðum núorðið, og vísast dettur les- aranum í hug einhver ný. Þannig má kannski segja að núna sé blessunarlega lítið um smjaðrara, en kannski fullmikið um blygð- unarlausa og blaðrara, en lýsing Þeófrastosar á þeim síðastnefndu er alveg stórkostleg. Við hana hefur svo miðaldaútgefandinn bætt heil- ræði til þeirra sem lenda í klónum á blaðrara: „Hver sá sem ekki vill brenna sig á slíkum mönnum verður að forða sér á hlaupum til þess að renna úr greipum þeirra“ (bls. 76). Manngerðaskrif hafa verið talin sérstakt bókmenntaform, eins og fram kemur í formála Gottskálks, og voru gríðarvinsæl í Englandi á sautjándu öld. Það gæti verið hin ágætasta skemmtun, trúi ég, að fá lánað form Þeófra- stosar (byrja á almennri skilgreiningu, gefa því næst almenna lýsingu og taka síðan einstök dæmi, en gæta þess jafnan vandlega að fella enga siðferðisdóma) og reyna að setja saman fleiri manngerðir. Jafnvel einhverja sem talist getur einkennandi fyrir samtímann. Maður verður þó að gæta þess vel í svona lynd- iseinkunnarlýsingu að verða ekki meinfýsinn. Það er engin sérstök þörf á að reyna að útskýra nákvæmlega hvers konar rit Manngerðir eru. Það má líta á þetta sem siðfræðirit í anda aristótelískrar dyggða- hyggju, og segja þá að þær lynd- iseinkunnir sem lýst er séu lestir, og lýsingarnar á þeim geti þannig verið lesandanum víti til varnaðar. Í siðfræði Aristótelesar eru dyggð- ir meðalhófið á milli tveggja öfga. Lestirnir eru þannig of eða van, en dyggðin það sem er mátulegt. Ef litið er á ólíkindin, sem að ofan eru nefnd, sem löst má segja að sam- svarandi dyggð sé sannmæli. Hinn lösturinn sem samsvarar þeirri dyggð er raupsemin, sem einnig er útskýrð í bókinni, og er einfaldlega það sem kallast á góðri íslensku karlagrobb. Gottskálk segir í formálanum að til séu ýmsar kenningar um Mann- gerðir, og ein sé sú að Þeófrastos hafi þar verið að lýsa ákveðnum einstaklingum í Aþenu, en hafi gætt þess vandlega að ekki yrði augljóst við hverja hann ætti. Þótt ekki sé heldur hægt að líta á Manngerðir sem sálfræðirit er eins víst að bera megi kennsl á ein- hverjar „raskanir“ í mannlýsing- unum. Mætti þannig kannski segja að ýmislegt í fari ólíkindatólsins gæti bent til að slíkur maður væri haldinn því sem nefnt hefur verið „mótþróaröskun“. Auðvitað er manngerðunum lýst á fábrotinn og einfaldan hátt, og manneskjur eru í raun og veru mun flóknari en svo að þeim verði lýst með svona einlitum stimplum. Þess vegna væri kannski nær að tala um lyndiseinkunnir en manngerðir, en það er þó óþarfi að fara út í slíkar hártoganir. Þeófrastos virðist vel hafa gert sér grein fyrir því að hann væri að ein- falda málin gróflega, því að hann segir jafnan sem svo, að tiltekin einkunn sé „einhvern vegin þannig,“ eða „virðist vera,“ og undirstrikar að lýsingarnar sem á eftir fylgja séu ekki nema „í stórum dráttum“. Sem fyrr segir standa Manngerðir alveg undir sér sjálfar, og þarf ekki að skilgreina rit- ið til að hafa gagn og gaman af lestrinum. Lýs- ingin á hverri manngerð fyrir sig er stutt, ein til þrjár síður, og skemmtilegar teikningar af hverri fyrir sig. Upplagður skemmtilestur fyrir þá sem aldrei ná nema í mesta lagi nokkrum síðum áður en þeir sofna. Blygðunarlausir blaðrarar HIÐ íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út í þriðja sinn bókina Manngerðir eftir Þeófrastos í þýðingu Gottskálks Þórs Jónssonar. Þýðingin kom fyrst út 1990. Ólíkindatólið „Hann er vanur að fara til óvina sinna og spjalla við þá án þess að sýna þeim nokkurn fjandskap. Hann lofar þá viðstadda sem hann áður rægði og samhryggist þeim sem tapað hafa máli fyrir sér.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.