Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 5
rössuð í nýlendunni að hætti foreldra sinna. Spænska konan Inmaculada frá Bilbao býr í kúlulaga strákofa með bambusþaki. Hún segir Beneficio frábæran stað fyrir börn. „Við hjónin komum hingað fyrir sex árum síðan og eign- uðumst öll okkar börn í nýlendunni. Við erum að þróa samfélagið hérna meira og meira fyrir og í kringum börnin, koma á ákveðnu kerfi. Hér eru haldnar sérstakar hátíðir fyrir þau, vorhá- tíð og fleira, og þegar barn á afmæli hér þá taka allir þátt, allir hjálpast að við að baka og sam- félagið hér snýst að miklu leyti um börnin.“ Umhverfisvæn hreinlætisaðstaða? Í miðri nýlendunni tekur á móti mönnum stórt heimatilbúið skilti þar sem stendur skrifað stórum stöfum: „Welcome Home.“ Hér eru auglýsingar af ýmsu tagi: tilkynningar um líf- rænt ræktað grænmeti til sölu, fyrirlestra og námskeið sem haldin eru í nýlendunni, byrjend- anámskeið í shamanisma, fyrirlestur um búdd- isma, framhaldsnámskeið í permakúltur o.s.frv. og efst á skiltinu er stórt plakat frá Regnboga- fjölskyldunni: „Við erum regnbogafólkið sem hefur í hávegum ástina og ljósið“. Á einum stað er svo aðvörun með voveiflegri upphrópun: „Shit-alert!“ Flugur hafa borið með sér óhrein- indi og valdið sýkingum meðal einhverra í ný- lendunni. Menn eru beðnir um að huga að úr- gangi sínum og hylja hann vel með laufblöðum. – Hvernig er með hreinlætisaðstöðu á staðn- um? Fyrir svörum verður þýska konan María sem býr ein með ellefu ára dóttur sinni í ind- íánatjaldi. „Þá farið þið bara á staðinn þar sem stendur „shit-pit“ og þar er kamar. Annars eru flestir sem búa hér með sinn eigin „shit-pit“ og svo má labba bara eitthvað út í náttúruna og grafa litla holu.“ – Hvað með baðaðstöðu? „Sjálf fer ég í heita uppsprettu sem er nálægt Granada af því ég er á bíl en sumir hérna taka vatn úr ánni og þvo sér þannig. Sumir eru með venjuleg baðker sem þeir setja eld undir og þeir taka svo vatn úr ánni og hita það þannig. Við notum ekki mikla sápu hér, sápa er ekki góð fyrir náttúruna og trén. Ég var búin að vita um þennan stað lengi. Ég kom fyrst í mörg ár sem ferðamaður til Spánar á veturna og dvaldi hér í lengri eða skemmri tíma, fór svo til baka til Þýskalands á sumrin. En svo kom ég hingað og mér leist vel á staðinn og hugsaði sem svo að þetta væri góður staður til að dvelja á, svo ég ákvað bara að vera áfram.“ Lifað létt Hipparnir skipuleggja sameiginlega máltíð í samkomutjaldi staðarins á hverju kvöldi fyrir þá sem vilja. Þar hittast þeir og borða saman, biðja saman og spjalla, þar eru barðar bumbur og maríjúana látið ganga. „Við erum búin að bera fram um tvö hundruð þúsund máltíðir hér ókeypis á þessum fimmtán árum sem við höfum verið hér,“ segir Perúmaðurinn Edgar sem er einn af fyrstu íbúum nýlendunnar og einn að- altalsmaður íbúa. „Þannig að ef þú átt ekki fyrir mat þá kemur maturinn til þín. Og ef þú hefur ekkert að reykja, þá kemur tóbakið til þín. Svo skjótum við skjólshúsi yfir þá sem ekki eiga þak yfir höfuðið. Við erum eins og ein stór fjöl- skylda og þeir sem eru nýir hér verða strax hluti af samfélaginu.“ Flestir í nýlendunni tilheyra Regnbogafjöl- skyldunni sem eru alþjóðleg samtök fólks sem hefur það að markmiði „að friður og ást ríki á þessari jörð“. Þjóðverjinn Walter býr einn í litlu bláu tjaldi í gróðursælli laut. Hann segir það vera stefnu regnbogamanna að „lifa létt,“ og hafa eins lítil áhrif á jörðina og hægt er. „Það er okkar trú að þetta sé það eina sem geti bjargað jörðinni úr því sem komið er. Við rækt- um okkar eigið grænmeti og ávexti og erum að miklu leyti sjálfbær, þannig viljum við lifa og leggja okkar af mörkum.“ Walter er búinn að vera á flakki síðan hann man eftir sér, faðir hans var byggingaverkfræðingur og fjöl- skyldan ferðaðist landa á milli. „Ég þekki ekki annað,“ segir hann. „Við vorum aldrei nema tvö ár á hverjum stað. Ég tók sjálfur upp á að flakka um heiminn þegar ég fór að heiman. Þetta er gott líf …“ Endurvinnsla úr ruslatunnum Nýlendan er sögð búa yfir miklum krafti og margir leita þangað í von um lækningu á hinum og þessum kvillum. Töluvert er um að þar losi menn sig við áfengi og/eða önnur fíkniefni, en er nýlendan kannski eins konar meðferð- arstofnun? „Það má kannski segja að við séum öll eins konar flóttamenn,“ segir Edgar, en hann starf- ar sem heilari í nýlendunni. „Ég er t.d. um- hverfisflóttamaður. Svo er hér fólk sem er kannski að flýja foreldra sína, nútímasamfélög o.s.frv. Við erum hér í sterkum tengslum við jörðina og jörðin hefur lækningamátt. Öll erum við eins og lifandi stjörnur, pósítíf og negatíf at- óm. Fólk í borgum hefur ekkert jarðsamband. Og þegar við tölum um að verða heil þá getum við ekki bara talað um geðheilsuna og lík- amlegu heilsuna sem aðskilda hluti. Við verðum að tala um almenna heilsu og það verður að fást alhliða lækning en ekki bara lækning á ein- hverju einstöku atriði. Og við verðum að hafa jarðsamband til þess að vera heil.“ Edgar segir helsta vandamál nútímaþjóð- félaga vera neyslu. „Við verðum að hætta þess- ari neyslu. Fólk kaupir og kaupir, hendir og hendir. Nú er jörðin að gera uppreisn gegn þessu. Það sjá allir núna. Við verðum að fara að hætta.“ Hann segir að margir í nýlendunni stundi „endurvinnslu“ (þ.e. leiti í ruslatunnum eftir mat eða einhverju nýtilegu), sem sé ein leið þeirra til að lifa af, en endurvinnslan sé líka hugsjón hjá þeim. „Mér er sama í hvaða fjárhagsstöðu fólk er, mér finnst að við þurfum öll að endurvinna. Ekki kannski af nauðsyn fyrir okkur sjálf, eða mannkynið, heldur fyrir jörðina. Jörðin var hérna á undan okkur og hún verður líka til eftir okkar dag. Við eigum að bera virðingu fyrir henni og það er okkar skylda að bjarga henni.“ Edgar er háskólagenginn og rak fyrirtæki á sínum tíma í Boston þar sem hann ólst upp. Hann segist einn góðan veðurdag hafa gefist upp á lífinu sem hann lifði þá og horfið til ein- faldari lifnaðarhátta. „Ég var hundrað þrjátíu og fimm kíló á þessum tíma, ríkur, feitur, amer- ískur bisnessmaður. Og óhamingjusamur. Nú lifi ég á eins litlu og ég get dag frá degi og krefst ekki mikils. Ég gæti ekki hugsað mér betra líf.“ Allir eru velkomnir Hippanýlendan Beneficio verður öllum opin þar til íbúafjöldinn nær 500 manns. Samkvæmt skilgreiningum Sameinuðu þjóðanna er „Eco- village“ 300-500 manna þorp og með þann fjölda er ekki þörf á hefðbundnu samfélags- formi. „Við þurfum því ekki bæjarstjóra eða neitt slíkt en nú eru hér um tvö hundruð og fimmtíu manns,“ segir Edgar. „En við höfum hér samt allt sem þarf til að komast af og sem samfélög hafa, það er hjúkrunarkona sem býr hér, ljósmóðir, sálfræðingur, ekki læknir að vísu en náttúrulæknir. Svo hér munu dyrnar vera opnar þar til fólksfjöldinn nær 500 manns og þá munum við loka og takmarka fjölda gesta. Ef menn vilja koma og búa hér eftir það verða þeir að setja nafnið sitt á biðlista.“ Börn og barnabörn hippakynslóðarinnar virðast lifa góðu lífi í Beneficio. Enn eru laus pláss fyrir þá sem kunna að hafa áhuga. Ný- lendan gæti hentað vel þeim sem vilja breyta um lífsstíl, taka sér frí frá önnum nútímasam- félags eða sannreyna hvernig það er að lifa á nánast engu úti í náttúrunni. Nánari upplýs- ingar um Beneficio er hægt að nálgast á heim- síðu nýlendunnar, http://icdb.org/ show.php?r=beneficio. Kvöldvaka Kvöld fyrir framan eldinn. Sjálfala Börnin ganga að mestu sjálfala í hippanýlendunni. Heimilislegt Hipparnir láta fara vel um sig í tjöldum. Höfundur er rithöfundur. Ljósmynd/Yvonne Ljósmynd/Yvonne Ljósmynd/Yvonne Ljósmynd/Yvonne MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.