Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Þýski stórframleiðandinn oghandritshöfundurinn Bernd Eichinger hefur nú hafist handa við framleiðslu myndarinnar Der Baader-Meinhof Komplex, en eins og nafnið gefur til kynna mun hún fjalla um fyrstu ár eins alræmd- asta hryðjuverka- hóps Þýskalands, Rauðu herdeild- ina. Eichinger skrifar sjálfur handritið en Moritz Bleibtreu og Martina Gedeck munu leika upphafsmenn og forsprakka hópsins, þau Andreas Baader og Ul- rike Meinhof, en til gamans má geta að nýlega léku þau saman í myndinni Elementarteilchen í leikstjórn Osk- ars Roehler, en hún var einnig fram- leidd af Eichinger. Þar var á ferðinni kvikmyndaaðlögun á þekktri skáld- sögu Michels Houellebecqs sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum sem Öreindirnar. En í myndinni um Rauðu herdeildina mun Johanna Wokalek leika Gudrun Ensslin, ann- an forsprakka og kærustu Baaders, en leikstjórinn er Uli Edel sem sum- ir minnast kannski fyrir kvikmynda- aðlögun hans á Dýragarðsbörn- unum, eða Christiane F (sem einnig var framleidd af Eichinger). Eich- inger hefur látið mikið að sér kveða í þýskri, evrópskri og bandarískri kvikmyndagerð undanfarin ár með myndum á borð við Hitler-dramað Der Untergang (Fallið), Parfum (Ilmurinn) og Resident Evil röðinni og er nú talinn með áhrifameiri mönnum í faginu í Evrópu.    Leikstjórinn Siddiq Barmak hef-ur nú hafist handa við að gera nýja mynd en í ljósi velgengni síð- ustu myndar leik- stjórans, Osama (2003), er óhætt að segja að nýja verksins sé beðið með nokkurri eft- irvæntingu. Á ensku ber mynd- in nafnið Opium War en segir þar sögu tveggja bandarískra her- manna sem taka þátt í innrásinni í Afganistan árið 2001. Hermennirnir komast fyrir tilviljun í kynni við afg- anska fjölskyldu sem búið hefur sér ból í yfirgefnum skriðdreka. Sam- skiptin sem þar fylgja í kjölfarið á milli hermannanna og fjölskyld- unnar mynda hornstein mynd- arinnar. Einkar athyglisverð er sú staðreynd að Barmak hefur fengið leyfi frá Afgönskum stjörnvöldum til að rækta ópíumekrur til að nota sem bakgrunn í myndinni. Skilyrðin voru þau að leikstjórinn eyddi ekrunum að kvikmyndun lokinni.    Nýjasta mynd Michael Moore,Sicko, var frumsýnd á nýlið- inni Cannes-kvikmyndahátið. Fjöl- miðlum ber sam- an um að þar hafi viðtökurnar verið framúrskarandi jákvæðar, sem kemur kannski ekki á óvart þar sem Moore hlaut Gullpálmann, eft- irstóttustu verð- laun hátíð- arinnar, fyrir þremur árum fyrir Fahrenheit 9/11. Nýja heimildarmyndin fjallar um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekur þar víst afar gagnrýna afstöðu og þarf engan að undra ef myndinni tekst að vekja sterk viðbrögð í heimalandinu. Nokkurn vísi að væntanlegum viðtökum má reyndar sjá á vefsíðunni Youtube en þar er sýnishorn myndarinnar að finna ásamt nokkrum blaðsíðum af við- brögðum. Þar gefur að líta ágæta samantekt á þeim gríðarsterku skoðunum sem fólk hefur á kvik- myndagerð Moore. KVIKMYNDIR Bernd Eichinger Michael Moore Siddiq Barmak Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Það er heilmikil hefð fyrir því að skáld-sagnahöfundar skrifi um kvikmyndir. Ogþótt ekki sé sú hefð jafn rík og sú semfjallar um skáldsagnahöfunda sem einn- ig skrifa kvikmyndahandrit er hún ansi merkileg. Gorki skrifaði eina fyrstu greinina um kvikmynda- upplifunina sem einhverju máli skiptir, Laxness skrifaði merkilega grein um Hollywood fyrir margt löngu, og nýlega skrifaði David Mamet heila bók um sama úthverfi Los Angeles borgar (svo örfá dæmi séu nefnd, en sá síðast nefndi er reyndar leikskáld). Sérstök undirgrein í þessum flokki eru svo skáldverk höfunda sem gera kvik- myndabransann að umfjöllunarefni en þar er sannarlega af miklu að taka. Samt verð ég hálf- partinn að gera ráð fyrir að skáldverk séu skrifuð um kvikmyndaiðnað annarra þjóðlanda en Banda- ríkjanna þar sem, einhverra hluta vegna, flestar þær bækur sem mér hafa áskotnast um þetta efni fjalla um Hollywood. What Makes Sammy Run eftir Budd Schulberg (handritshöfund On the Wa- terfront) er sígild, sama má segja um bók Fitzger- alds, The Last Tycoon. Önnur sígild, og ekki amer- ísk að uppruna, er Svikinn af Ritu Hayworth eftir Manuel Puig. I’m Losing You eftir Bruce Wagner er nýlegt og gróteskt, meistaraverk um Holly- wood (en Wagner fylgdi henni eftir með tveimur öðrum skáldsögum svo úr varð Hollywood- þríleikurinn) og jafnvel sjálfur Thomas Pynchon lætur efnið ekki í friði í sinni nýjustu bók, Against the Day. Þó verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei lesið viðlíka bók um Hollywood og þriðju nýjastu skáld- sögu Pauls Austers, The Book of Illusions frá árinu 2002. Bók þessi er harmleikur frá upphafi til enda. Hún hefst á því að bókmenntafræðingurinn David Zimmer missir fjölskyldu sína í flugslysi. Sorgin í kjölfarið reynist allt að því óyfirstíganleg. David er ónýtur maður, flosnar upp úr starfi og virðist ein- setja sér að drepa sig með drykkju. Kaldhæðnin er síðan sú að tryggingaféð sem honum áskotnast eftir slysið gerir hann að ríkum manni. Fyrir til- viljun sér David kvöld eitt þátt í sjónvarpinu um sí- gilda gamanleikara þögla tímabilsins. Í þættinum bregður fyrir brotum úr myndum eftir gleymdan kvikmyndagerðarmann frá skeiðinu, Hector Mann. Hector hvarf með dularfullum hætti um það leyti sem hljóðmyndirnar voru að ryðja sér til rúms og ekkert hefur spurst til hans síðan. Fram kemur að myndir þessa leikstjóra (og leikara) voru álitnar glataðar en nýverið hafa fullkomin eintök tekið að berast til kvikmyndasafna um víða veröld. David ákveður að rekja slóðina og horfa á allar þessar myndir, hvar svo sem þær séu geymdar. Að lokum skrifar hann bók um leikstjórann, bók sem reynist að hluta fjalla um yfirvaraskegg Hectors og er þannig kannski hápóstmódernísk. Zimmer heldur að málinu sé þar með lokið en undarleg orðsending fylgir í kjölfar útgáfu bók- arinnar. Orðsending sem virðist koma frá sjálfum leikstjóranum. David heldur þar með á vit æv- intýra í sögu Hollywood og upplifir heilmikla op- inberun varðandi það hlutverk sem kvikmyndir gegna í samfélagi manna. Auster tekst ansi margt ansi vel í þessari bók. Þar má telja lýsingar hans á kvikmyndalífi hins dálítið villta vesturs sem Hollywood ennþá var á öndverðum þriðja áratugnum. Þá lýsir hann snilld- arlega gangvirki þögulla gamanmynda eins og þær voru framreiddar af meisturum formsins, Chaplin, Keaton, Lloyd og hinum uppfundna Hec- tor. Það sem gerir bók Austers þó einkum mik- ilvæga er að hann tekur til umfjöllunar hið tví- benta hlutverk kvikmyndarinnar sem tækni varðveislunnar, sem eins konar arkívíska þrá- hyggju, eða það sem Derrida eitt sinn kallaði varð- veislusótt. Enda þótt miðillinn sjálfur sé einstakur hvað varðar varðveislu augnabliksins, hvort sem það er uppsett á skáldlegan hátt frammi fyrir kvikmyndavélum eða það sé fangað beint úr mannlífinu, þá er form varðveislunnar hverfult. Um 80% af öllu kvikmyndaefni sem gert var fyrir 1930 hefur glatast og allir þeir sem rannsaka bíó- árdaga kannast við þá tilfinningu sem fylgir því að komast að því að kvikmynd sem ritaðar heimildir eru til um sé í raun hvergi til. Ekkert safn í heim- inum kemur í stað ormsins og liggur á gullinu. Að hluta til er þetta hverfulleikin og sorgin sem Aus- ter fjallar um. En því mætti jafnvel velta fyrir sér hvort hann nái ekki að kveða upp nokkra drauga í þessari frábæru skáldsögu. Skáldaða Hollywood SJÓNARHORN »Um 80% af öllu kvikmyndaefni sem gert var fyrir 1930 hefur glatast og allir þeir sem rannsaka bíóárdaga kannast við þá tilfinn- ingu sem fylgir því að komast að því að kvikmynd sem ritaðar heim- ildir eru til um sé í raun hvergi til. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is V ið samsetningu yfirlits sem þessa spyr maður sig óhjákvæmilega hvernig sé best að flokka þær myndir sem út hafa komið á árinu. Jafnvel þótt einungis sé unnið með toppinn á ísjakanum er fjöldinn slíkur að erfitt er að halda skipulega utan um hann. Er best að flokka myndirnar eftir þjóð- löndum, kvikmyndagreinum, leikstjórum, leik- urum, upphaflegum framleiðendum eða dvd- útgefendum. Illgerlegt er að gera upp á milli nálgunarleiða því ólíkar útgáfur kalla á ólíka flokkun. Hér verður því oft vaðið úr einni útgáfu í aðra eftir hentugleik – hvort sem um er að ræða bestu nálgun eða einfaldlega hreina og klára upp- gjöf. Eðalútgáfur og lykilleikstjórar Ætli helstu fréttir vorsins hafi ekki verið innreið nýrra útgáfufyrirtækja á dvd-markaðinn. Ber þar hæst Eclipse sem er í raun ekki sjálfstætt fyrir- tæki heldur ný útgáfulína hjá hinni virtu banda- rísku útgáfu Criterion Collection, sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra dvd-framleiðendur. Undir merki Eclipse er gefið út mánaðarlega eitt sett með nokkrum myndum þar sem eitthvað er slegið af kröfum um mynd- og hljóðgæði móður- fyrirtækisins, og án nokkurs ítarefnis. Þetta er þó lítill fórnarkostnaður fyrir að berja augum gamlar myndir sem ellegar hefðu lengi beðið útgáfu, og prísinn er talsvert lægri en á Criterion-diskunum. Eclipse hefur þegar gefið út box með fimm af elstu myndum Ingmars Bergman, annað með heimildarmyndum Louis Malle og það þriðja snýr að verkum undir lok ferils Yasujiro Ozu og vænt- anleg box geyma verk Raymonds Bernard og fyrstu myndir Samuels Fuller. Á meðal eðal- útgáfa síðan sjálfrar Criterion-línunnar er að finna mynd Kenji Mizoguchi Sansho the Bailiff (1954) auk þess sem að Eclipse-sett með Japanan- um mun vera fyrirhugað á árinu. Þetta ætlar að verða gott ár fyrir Mizoguchi-aðdáendur þar sem helsti keppinautur Criterion hvað varðar gæði og íburð í dvd-útgáfum, enska útgáfulínan Masters of Cinema, hefur staðfest orðróm um að risavaxið Mizoguchi-sett muni líta dagsins ljós í haust. Frakkanum Jean Pierre Melville er einnig gert hátt undir höfði hjá báðum útgáfum, þar sem Masters mun gefa út Le Silence de la Mar (1949) og Criterion Les Enfants terribles (1950) auk þess sem í maí síðastliðnum hóf það dreifingu á viðhafnarútgáfu af Army of Shadows (1969). Með- al annarra leikstjóra sem Criterion nostrar við um þessar mundir eru Jules Dassin, Dusan Ma- kajevev, Kon Ichikawa og Hiroshi Teshigahara. Umtalaðasta leikstjórasett ársins er þá án efa geysivönduð útgáfa Anchor Bay á myndum Alej- andro Jodorowsky, þ. á m. El Topo (1970) og The Holy Mountain (1973) sem sýndar voru á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra. Þetta sett kom út í Bretlandi undir merkjum Tartan-útgáfunnar, sem einnig hefur sett á mark- að tvö sett með myndum Ítalans Piero Paolo Pa- solini og þannig bætt úr brýnni þörf. Þá hefur Lions Gate hafið útgáfu á sígildum myndum og ekki verður annað sagt en fyrirtækið hafi farið vel af stað með vandaðri útgáfu á þöglum myndum Alfreds Hitchcock og í framhaldi Jean-Renoir safni – hvoru tveggja á óvenju lágu verði. Risarnir og rökkurmyndir Hvað varðar útgáfu Hollywood-risanna ber War- ner höfuð og herðar yfir keppinautana sem fyrr. Á árinu hafa þegar komið út sett með stjörnum á borð við Katharine Hepburn, John Wayne, Robert Mitchum, Errol Flynn, Doris Day og James Cagney. Þótt að lykilmyndir þessara stjarna hafi þegar komið út fylla þessi box upp í margvíslegar eyður, og fengur að þeim fyrir unnendur stjarnanna sem um ræðir. Mikilsverðari voru þó myndasöfn Warners er sneru að bók- menntaaðlögunum og stríðsmyndum auk þess sem spennandi „költ“-box munu líta dagsins ljós í sumar. Fox er farið að leggja æ meiri metnað í útgáfu sígildra mynda og diskar fyrirtækisins jafnast nú oft á við þá frá Warner hvað varðar myndgæði og ít- arefni. Sérstaka eftirtekt vakti í ár útgáfa á ævintýramyndum með Tyrone Power, Hemingway-aðlögunum og þremur vestr- um um Jesse James (í leikstjórn Henry King, Nicholas Ray og Fritz Lang). Og tal- andi um vestra þá setti Universal á mark- að nýlega tvö afbragðssett á gjafaprís – og sambærileg bónus-sett með myndum kappa á borð við John Wayne, James Stewart, Clint Eastwood og Richard Pry- or. MGM kastar enn og aftur til hendinni við útgáfu sígildra mynda, en gladdi þó unnendur rökkurmynda nýlega þegar það tilkynnti um film noir-útgáfulínu sem hleypt verður af stokkunum í júlí og mun innihalda m.a. Edward G. Robinson- myndirnar The Woman in the Window (1944) og The Stranger (1946). Þá gaf útibú Universal í Englandi út tvær frábærar rökkurmyndir með Alan Ladd The Glass Key (1942) og The Blue Dahlia (1946). Hæst bar þó út- gáfu Criterion á Dassin-myndunum Brute Force (1947) og Naked City (1948). Þá er tíu mynda rökkursett væntanlegt frá Warner í lok júlí. Aðdáendur rökkurmynda hafa ekki haft það jafn gott síðan undir lok fimmta áratugarins. Heimilda-, teikni- og tilraunamyndir Í lokin er rétt að benda á að það er ekki síður blússandi útgáfa í heimilda-, teikni- og tilrauna- myndum. Hvað þær síðastnefndu varðar er vænt- anlegt nýtt Avant-Garde sett frá Kino sem inni- heldur myndir gerðar á árunum 1928-54, og þá hefur Fantoma hafið heildarútgáfu á myndum Kenneth Anger. Auk mynda Louis Malle, sem þegar hefur verið getið, ber hæst í heimi heimild- armyndanna myndarlega útgáfu Masters of Ci- nema á Shoah (1985) – öllum 550 mínútunum. Unnendur teiknimynda geta heldur ekki kvartað en á árinu setti Kino á markað stórt safn með sov- éskum áróðursmyndum, Warner keypti réttinn að Stjána bláa og hefur vandaða útgáfuröð á árinu, auk þess sem að Villi spæta mun láta kræla á sér. Dvd-miðillinn er sannarlega ekki dauður úr öll- um æðum. Góðar stundir. Útgáfa sígildra mynda í blóma ÞRÁTT fyrir að markaðsspekúlantar séu farnir að spá fyrir um endalok dvd-mynda blómstrar útgáfa þeirra sem aldrei fyrr. Hér er rennt yfir það markverðasta í útgáfu sígildra mynda það sem af er ári, auk spennandi titla sem er að vænta nú strax í sumar. Pasolini Tartan-útgáfunnar, sem einnig hefur sett á markað tvö sett með myndum Ítalans Piero Paolo Pasolini og þannig bætt úr brýnni þörf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.