Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Hiti UPPHRÓPUN Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com H eiðar snyrtir sagði eitt sinn að Akureyri væri eini stað- urinn á Íslandi þar sem æpt hefði verið „hommi!“ á eftir honum á götu. Og það var meira að segja áður en ey- firskur piltur bauð honum heim í herbergið sitt, tók myndir og skellti þeim á netið svo úr varð fyrsti stafræni stórskandall Íslandssög- unnar. Nú hefur ungur Seltirningur naumlega sloppið úr hinum eyfirsku klóm. Hið illa kem- ur að sunnan í höfuðstað Norðurlands. Það heyrðist hundgá úti í móum og eitt hinna mörgu vitna sem drifið hafa áfram atburðarás stóra Lúkasarmálsins sá hund af tegundinni Chinese Crested skjótast milli þúfna. Um leið tók furðulegasta mál þessa gúrkusumars al- gerlega óvænta stefnu. Vart er liðinn mánuður síðan Seltirningnum var lýst sem blóðþyrstum hundakvalara á hundruðum bloggsíðna. Netið glóði af reiði. Þetta er þarna allt inni ennþá. Þarf ekki annað en að slá inn leiðbeinandi leit- arorð til að tengja sig aftur við öll þau mörgu megavött tilfinninganna sem leyst voru úr læðingi. Þau voru asni mörg þessi vött og því liggja nú fyrir ákærur á hendur 70 manns fyr- ir meiðyrði. Hundurinn Lúkas er hins vegar aftur kominn til byggða eftir villilíf und- angenginna mánaða. Á hverju lifði hann eig- inlega allan þennan tíma? Ætli hann hafi étið fugla? Og þarf þá ekki að minnast þeirra? Í langfrægustu skáldsögu Milans Kundera, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, er fjallað um fyrirbæri sem Milan kallar „kits“. Hefði hann orðið vitni að minningarathöfunum um hund- inn Lúkas þann 28. júní síðastliðinn hefði hann séð þar hugmyndir sínar um „kitsið“ lifandi komnar. Fólk safnast saman til að mikla fyrir sjálfu sér og samfélaginu þá tilfinningu að vera göfugt, að því sé ekki sama, að það sé á þess ábyrgð að heimurinn verði betri. Jafnvel þá, áður en vitað var að hundurinn var á lífi, hnykkti manni við þessum uppákomum. Þeim fylgdi tilfinningakraftur sem var of mikill til að hann rímaði með eðlilegu móti við tilefnið. Ofsafengin reiði, tilfinningin að vera ofsóttur, áköf varnarkennd sem síðan fylgdi ákall um hefnd: Allt eru þetta einkenni þess þegar fólk ræðst á tákn fremur en það sem raunverulega er að plaga það. Hundamálið var stórkostleg tilfinningalosun, afsökun fyrir því að fá að slaka á taumunum. Múgurinn heimtaði blóð. Fórnarathafnir af þessum toga eiga að koma aftur á jafnvægi í samfélagi sem þegn- unum finnst hafa farið út af sporinu. Og þegar allt er farið úrskeiðis er ekki mikil trú á því heldur að fulltrúar almannavaldsins séu færir um að koma á reglu og skipulagi. Almennt virðist ríkja megn vantrú á lögum og laganna vörðum í íslensku samfélagi. Á múgæsing- arstundum eru flestir á því að lög sem ekki fullnægja ýtrustu hefndarskyldu séu „rugl“ og almenn refsiharka virðist gríðarleg ef marka má skrif nánast í kjölfar allra dóma í kynferð- isafbrota- og fíkniefnamálum og raunar upp á síðkastið líka í efnahagsbrotamálum. Sam- kvæmt könnunum telur æ stærri hluti ís- lensks almennings að sér stafi ógn af glæpa- mönnum þrátt fyrir að tíðni alvarlegra glæpa fari lækkandi sem og tíðni alvarlegra ofbeld- isverka. Fólk kemst upp með það að stíga fram í fjölmiðlum og fullyrða að ofbeldi og hömluleysi ungs fólks aukist nú mjög og sé orðið að vandamáli. Í samanburði við hvað? Friðsemd þessara 70 sem hótuðu að myrða ungan mann á Seltjarnarnesi? Óljósar tilfinn- ingar fyrir því að heimurinn sé farinn úr bönd- unum eru útbreiddar. Fjölmiðlarnir mega reyndar eiga það að þeir héldu „kúlinu“ í Lúk- asarmálinu, þeir hafa líklegast fundið ein- hverja hundalykt af því. Samhliða fréttinni um minningarathafnirnar tóku dagblöðin til að mynda fram að myndupptaka af drápi hunds- ins hefði aldrei komið í leitirnar. Engin sönn- unargögn lágu fyrir nema frásögn hinna ey- firsku „vitna“ sem virðast vera miklar mannlífsstúdíur og athugunarefni. Hinn meinti hundsmorðingi bar líka af sér sakirnar með of miklum þunga til að hægt væri að af- skrifa hann. Það var eins og alla grunaði að þarna lægi eitthvað að baki, eitthvað stærra og meira. Og það gerði það svo sannarlega. Lúkas var á lífi. Einhverjir gárungar ætla að halda kertafleytingarathöfn við Reykjavíkurtjörn á morgun í tilefni þess. Einhvers konar uppri- suhátíð. Þannig leysir samfélagið alltaf á end- ingu kreppur sínar og vandræði: Með hlátri, gleði og gríni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Minning „Á hverju lifði hann eiginlega allan þennan tíma?“ spyr greinarhöfundur um afdrif Lúkasar þá mánuði sem hann var að heiman, „Ætli hann hafi étið fugla? Og þarf þá ekki að minnast þeirra?“ Örlagahundurinn Lúkas » Fólk kemst upp með það að stíga fram í fjölmiðlum og full- yrða að ofbeldi og hömluleysi ungs fólks aukist nú mjög og sé orðið að vandamáli. Í samanburði við hvað? Friðsemd þessara 70 sem hótuðu að myrða ungan mann á Seltjarnarnesi? Óljósar til- finningar fyrir því að heimurinn sé farinn úr böndunum eru út- breiddar. Fjölmiðlarnir mega reyndar eiga það að þeir héldu „kúlinu“ í Lúkasarmálinu, þeir hafa líklegast fundið einhverja hundalykt af því. Samhliða fréttinni um minningarathafnirnar tóku dagblöðin til að mynda fram að myndupptaka af drápi hundsins hefði aldrei komið í leitirnar. Engin sönnunargögn lágu fyrir nema frásögn hinna eyfirsku „vitna“ sem virðast vera mikl- ar mannlífsstúdíur og athugunarefni. FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is ! Mér er sagt að það hafi verið hitabylgja á Íslandi og fólk hafi bókstaflega verið að kvarta undan hitanum og vonast eftir rigningu. Þetta er svo full- komlega öfugsnúið að ég fékk þennan sérstaka sting í mag- ann sem kemur þegar maður býr í útlöndum og fær skyndilega á til- finninguna að maður sé að missa tengsl- in og efast í kjölfarið um að maður muni nokkurn tímann aðlagast aftur. Ég fæ þennan sting þegar nýir barir og veit- ingastaðir í miðbænum berast kæruleys- islega í tal – við vorum á Boston og þá… – og eins nýjar hljómsveitir – æ, hann er vinur strákanna í Reykjavík… – líka þegar mér er sagt að stelpur sem ég þekki vel, en samt ekki nógu vel til að vera í stöðugu tölvupóstssambandi við, hafi eignast strák. Ha, var hún ólétt!? Nei, manni er aldrei sagt neitt. Og hvað gerir maður þegar maður fær óöryggistilfinningu? Nú, gerir sig breiða auðvitað. Og jeminn einasti, er ekki í lagi með ykkur, kallið þið þetta hitabylgju? Þið hafið greinilega ekki verið á hlaup- um á Manhattan í 35 stiga hita og RAKA. Raka sem er þannig að allt er svo sveitt og klístrað, alltaf, að það þarf að skipta um föt tvisvar á dag og fara í þrjár kaldar sturtur helst, en það breytir samt eiginlega engu þegar maður stend- ur á neðanjarðarlestarpalli hálftíma eftir sturtu númer þrjú og veltir því fyrir sér hvort tímanum hefði ekki verið betur varið í annað, þar sem húð, hár og föt eru aftur orðin gjörmettuð af svita og klístri. Og svo er það bjúgurinn; um sentímetra þykkt aukalag utan á lík- amanum, takk. Já, já, það er ofsa heitt á Íslandi. En allt í lagi, mér er reyndar sagt að þetta hafi ekki endilega snúist um hitann utandyra heldur innandyra. Íslensk skrifstofuhúsnæði eru ekki gerð fyrir svona hita; engin loftkæling, gluggalaus opin vinnurými og alltof stórir gluggar sem er ekki endilega alltaf hægt að opna af neinu viti. Og við sjálf erum heldur ekki gerð fyrir svona hita með okkar fölu húð og takmörkuðu reynslu, lík- amlega og andlega, af því að sinna dag- legum störfum og skyldum við hitastig sem fer mikið yfir 20 gráður. Hjá okkur er hiti = frí. Sjálf hef ég fundið fyrir því að ég virð- ist þola hitann verr en margir hérna. Heitasti dagur ársins fram að þessu var í síðustu viku og þegar ég kom inn á kaffihúsið mitt um miðbik dagsins og spegillinn birti mér mynd af þrútinni, bleikri konu með gult hár fannst mér ég verða að útskýra fyrir fólkinu að þetta sé ekki beinlínis það veður sem ég eigi að venjast og að ég sé oftast aðeins minna eins og ákveðinn karakter úr prúðuleik- urunum. Þegar ég yfirgaf kaffihúsið varð ég síðan fyrir þeirri fullkomlega öf- ugsnúnu reynslu að prísa mig sæla yfir því að vera ekki Cameron Diaz. Ég gekk framhjá henni á götu (name-drop eru líka klassísk óöryggisviðbrögð) og verð að viðurkenna að það hlakkaði aðeins í sjálfsvorkunnar-smásálarpúkanum í mér þegar ég sá að hún, með sitt norræna lit- arhaft, var líka frekar bleik og þrútin og með úfið gult hár. Fáránlega sæt auðvit- að, en alveg sveitt líka. Skyndilega vipp- ar sér að henni lítil papparazzi-stelpa með risastóra myndavél og byrjar að smella af. Fröken Diaz snýr sér undan og einhverjir gaurar í kringum hana biðja myndavélarstelpuna um að hætta en hún tvíeflist við það og eltir þau niður götuna. Allt í einu birtast svo fleiri ljós- myndarar og úr verður meiriháttar sena. Ég er sannfærð um að æsingurinn var vegna þess hversu sveitt og illa útlítandi hún var og nú vitum við hvernig greinar á borð við „Celebs looking bad“ verða til. Við hin getum þó þakkað fyrir að eiga okkar ólekkeru viðbrögð við hitabylgj- um, hvort sem þær eru almennilegar eða ekki, svona nokkurn veginn í friði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.