Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 5 svona endrum og eins. Það stórkostlegasta við Hómer Simpson, sem gerir það efalaust að verkum að hann er langvinsælasta persóna þáttanna er að hann er samansafn fjölmargra tilfinninga sem flestir geta tengt eigin reynslu að einhverju leyti við. Kynímyndum í Simp- sons-fjölskyldunni er snúið á hvolf en samt sem áður eru allir á sínum stað þ.e. Marge er húsmóðir og Hómer er fyrirvinnan. Í hnot- skurn sjáum við eftirfarandi mynstur í þátt- unum: Marge setur hamingju og velferð fjöl- skyldumeðlima ofar sinni eigin. Hins vegar er Hómer vanþroska og tilfinningadofinn gagn- vart sínum nánustu og hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Hann sýnir því sem Marge er að sýsla engan áhuga og er ónæmur á tilfinn- ingar hennar. Marge stendur hins vegar fórn- fús við hlið eiginmanns síns og ver gjörðir hans í hvívetna hversu fáránlegar sem þær eru. Hegðan Hómers endurspeglar viðteknar hugmyndir um karla sem sjálfmiðaða, tilfinn- ingasnauða og ábyrgðarlausa. Marge end- urspeglar svo hugmyndina um fórnfúsu hús- móðurina. En í þessu liggur einmitt gagnrýnin. Hún er beitt og árangursrík vegna þeirrar mjög svo ýktu myndar sem er sýnd af karlrembunni og húsmóðurinni. Þetta hreyfir við fólki og fær það til að hugsa um þessi hlut- verk. Til dæmis eru hefðbundin karlastörf öll í höndum karlmanna í Springfield. Lög- reglustjórinn er karlmaður, borgarstjórinn er karlmaður, skólastjórinn er karlmaður. En þeir eiga það líka allir sameiginlegt að valda starfinu engan veginn og það er ekki annað hægt en að efast stórlega um réttmæti þess að þeir séu í þessum störfum. Í þessu felst styrk- ur þáttanna og aðskilur þá frá íhaldssamri sjónvarpsþáttaframleiðslu níunda áratugarins sem gerði í því að styrkja feðraveldið með því að sýna karlmenn í styrkum stjórnunar- störfum. Það er sett spurningarmerki við hluti sem áður voru settir fram eins og þeir væru eðlilegur hluti af samfélagsskipaninni. Já- kvæða hliðin á aflýstu ástandi samtímans, þ.e. að efast er um að ein leið sé endilega sú rétta, hefur seytlað inn í vinnu handritshöfundanna. The Simpsons endurspegla og verða fyrir áhrifum frá umhverfinu um leið og þeir bregð- ast við því á markvissan hátt. Karlmennskan Gagnrýni á viðtekin gildi er sett fram á kald- hæðnislegan hátt og á þann veginn er áhorf- andinn vakinn til umhugsunar og bent á að svona þurfi hlutirnir ekki að vera, að kynja- hlutverk séu ekki einhver náttúrulegur fasti. Þessi leið til að koma „alvarlegum“ skilaboðum á framfæri er sprottin úr hinum svarta kímni- gáfuskóla sem einkennt hefur þennan áratug og þann síðasta með tilliti til gríns sem ætlað er fullorðnum. Í Simpsons er viðteknum gildum um „sanna“ karlmennsku storkað á markmiðsbundinn hátt og nærtækt að líta á nokkur dæmi um það. Það er t.d. algeng iðn í sjónvarpi að konur séu sýnd- ar sem hjálparlausir vesalingar sem er bjargað af hugrökkum karlmönnum. The Simpsons hafa tekið þetta einkenni sjónvarpsþáttagerðar í karphúsið eins og sjá má í eftirfarandi. Hér er Marge búin að vera að eltast við bandingja og handsama hann. Hómer er mættur á svæðið móður og másandi þar sem hann gafst upp ör- þreyttur í byrjun eltingarleiksins eftir að hafa hlaupið tvö skref: „– Homer: Marge, are you OK? – Marge: Uh, I think I’m OK. It was scary, but … in a weird way, it was also kind of exhil- arating. – Homer: Yes, it is exhilarating to see the police get their man and save a hysterical woman. – Marge: Oh, for crying out loud. – Homer: Easy now, sweetheart, Homey’s here. – Marge: Mmm …“ 3 Varðandi vin okkar Hómer þá sýnir hann mörg karllæg einkenni á fremur ýktan hátt. En því fer fjarri að hann sé að upphefja karl- mennskuna, víðs fjarri reyndar. Þó er það þannig með Hómer að barnsleg einlægni hans lætur engan þann sem fylgst hefur með þátt- unum ósnortinn. Persónuleiki Hómers minnir um margt á hina fornfrægu teiknisöguhetju Andrés Önd. Andrés er hin upprunalega and- hetja sem býr við eilífa kyrrstöðu líkt og Hóm- er gerir. Hjá honum breytist aldrei neitt. Hann flækist á milli ýmissa starfa og er iðulega kom- ið til bjargar fyrir tilstilli frænda sinna. Hómer treystir einatt á dóttur sína við mikilvægar ákvarðanir og hefur lagt ýmisleg störf fyrir sig en á þó fast skjól í kjarnorkuverinu. Andrés hefur einnig alltaf getað gengið að starfi vísu í smjörlíkisgerðinni eftir sitt flandur. Bæði Hómer og Andrés leggja á sig hina ýmsu æv- intýramennsku til þess að „meika“ það en þeim verður aldrei nokkurn tímann ágengt. Ef það gerist ná þeir einatt að klúðra því með ein- hverjum axarsköftum. Birtingarmynd karlpersóna í The Simpsons og viðlíka þáttum felur reyndar í sér endalok ákveðinnar ímyndar karlmennsku sem birtist venjulega í fjölmiðlum. Í vinnu t.d. er Hómer einstakt skoffín og þar koma fram andhetjueig- inleikar hans á hvað magnaðastan hátt. Honum er nákvæmlega sama og er án efa latasta fyr- irbæri sem stigið hefur inn á vinnugólf fyrr eða síðar. Hann gerir sér engar vonir um frama og kemur sér undan vinnu eins og kostur er. Í Simpsons verður Marge oft á tíðum að vera karlmaðurinn á heimilinu, bara svo að heimilislífið fari hreinlega ekki í vaskinn. Það er Marge sem er stoð og stytta heimilis- ins og sér til þess að hlutirnir virki. Þetta gerir hún bæði á bak við tjöldin og opinberlega. Hún fellur ekki undir hugmyndina um að á bak við farsælan mann standi kjarnakona. Hún stend- ur í raun fyrir aftan og framan Hómer. Gáfur eru vanalega af frekar skornum skammti hjá karlmönnum í Simpsons og karl- menn í Simpsons bera enga virðingu fyrir sjálfum sér sem manneskjum. Ýktasta dæmið um þetta er þegar Hómer reynir að þyngjast það mikið að hann verði dæmdur öryrki og þurfi því ekki mæta á vinnustað sinn: „– Bart: If you gain 61 pounds they’ll let you work at home? – Homer: Y’uh huh, that’s the deal. No more exercise program, no more traffic, no more blood drives or charity walks. – Bart: Dad, I know we don’t do a lot toget- her but helping you gain 61 pounds is somet- hing I want to be a part of.“ 4 Hómer slátrar síðan hugmyndinni um karl- manninn sem verndara fjölskyldunnar, stoð hennar og styttu, er hann tekur Billy Corgan, leiðtoga hljómsveitarinnar The Smashing Pumpkins, á tal: „– Homer: You know, my kids think you’re the greatest. And thanks to your gloomy mu- sic, they’ve finally stopped dreaming of a fut- ure I can’t possibly provide. – Corgan: Well, we try to make a diffe- rence.“ 5 Næsta setning sýnir þá glögglega að það er ekki fyrir staðfestu og ígrundaðri ákvarð- anatöku að fara hjá fulltrúa föðurveldisins: „– Marge: So … you want to go on tour with a traveling freak show. – Homer: I don’t think I have a choice, Marge. – Marge: Of course you have a choice. – Homer: How do you figure? – Marge: You don’t have to join a freak show just because the opportunity came along. – Homer: You know, Marge, in some ways, you and I are very different people.“ 6 Gagnrýnin í Simpsons byggist á því að áhorfendur séu upplýstir og virkir móttak- endur. Ýkt mynd af karlrembu og húsmóður er það sem gerir gagnrýnina beitta og sér til þess að hún hittir í mark samanber eftirfarandi samtal á milli Hómers og Marge þar sem hann er að reyna að telja hana á að koma í frí með sér: „– Marge: Er, I don’t know, Homer. We’re right in the middle of the busy housekeeping season. – Homer: But Marge, you deserve a vaca- tion. It’s a chance for you to clean up after us in a whole other state!“ 7 Þú nærð ekki Simpsons ef þú lítur á karl- rembuna Hómer sem staðfestingu á ein- hverjum gildum. Áhorfendur að Simpsons verða að horfa virkt á þá til þess að ná inni- haldinu og merkingunni á bak við þættina. Það er rangt að ætla að áhorfendur gleypi við öllu sem birtist á skjánum sem heilögum sannleika. Maður skyldi ætla að þetta eigi sérstaklega við þegar boðberar skilaboðanna eru ólögulegar, gular teiknimyndafígúrur. Afþreying? The Simpsons er því sannarlega „afþreying“ hins hugsandi manns, og hafa haldið ótrúlega vel sjó í öll þessi ár. Handritin eru á stundum svo úthugsuð hvað gagnrýni og tilvísanir varð- ar að maður horfir agndofa á, og í raun er enn magnaðra að þættirnir njóti slíkrar almanna- hylli. Það er t.d. klárt mál að höfundar Simp- sons taka afstöðu í málefnum sem varða sam- félag Bandaríkjanna og það skín oft í gegn að þeir eru ekki ánægðir með ríkjandi samfélags- mynd. Gagnrýni á málefni aldraðra, umhverf- ismál, efnahagslíf og ofbeldi eru algeng og í raun afar merkilegt að Fox-sjónvarpsstöðin, þaðan sem Simpsons-þættirnir eru sendir út, hafi ekki fyrir löngu gert alvarlegar at- hugasemdir við innihald þáttanna vegna hinn- ar baneitruðu gagnrýni á bandarískt samfélag sem þar þrífst. Níundi áratugurinn bauð upp á sjónvarps- þætti sem sýndu glans- og glæsilíf og einhvers konar frummyndir af hinu fullkomna fjöl- skyldulífi. Á tíunda áratugnum og þessum fyrsta áratug nýrrar aldar hafa þáttagerð- armenn snúið baki við þessu líkani og fram hafa komið þættir sem endurspegla ástand samtímamenningarinnar (Southpark, Beavis og Butt-head, The Simpsons). Það er frekar nýtilkomið að fólk sé farið að líta á afþreying- armenningu sem boðbera einhverrar pólitískr- ar hugmyndafræði enda felst það í orðinu að afþreyingarmenning er til þess að skemmta og á ekki að innihalda neinn boðskap. Fræg greining Dorfman og Mattelart á Andrés Önd frá árinu 1971 (How to read Donald Duck – Imperialist Ideology in the Disney Comic) var tilraun til að sýna fram á hvernig amerísk auð- valdshyggja birtist í þeim sögum og hefur sú greining verið töluvert áhrifamikil og þá kannski helst fyrir það að benda á að í raun er ekkert sem heitir saklaus afþreying. Gildi og hugmyndafræði þess sem skapar endurspegl- ast alltaf í afurðinni, hvort sem því var komið fyrir þar viljandi eður ei. The Simpsons koma þó að þessu á annan hátt en Andrés, höfund- arnir hæða og spotta gildi hins bandaríska samfélags t.d. ótt og títt á markmiðsbundinn hátt, eins og sjá má í eftirfarandi: „– Homer: It’s hard to believe there’s a place worse than America, but we found it. – Burns: Yes I do feel a new appreciation for the good old U.S. of A. Oppression and harras- ment are a small price to pay to live in the land of the free. – Smithers: But sir … aren’t you facing some serious jail time? – Burns: Well if it’s a crime to love one’s co- untry, then I’m guilty. And if it’s a crime to steal a trillion dollars from our government, and hand it over to communist Cubathen I’m guilty of that too. (Innblásinn) And if it’s a crime too bribe a jury, then so help me, I’ll so- on be guilty of that. – Homer (hrærður): God bless America!“ 8  1. – Wiggum: Járnið skíthælinn og varpið honum í grjótið. – Snake: Huh! Ég verð kominn aftur á kreik eftir sólarhring. – Wiggum: Við skulum reyna að hafa hann hálfan. 2. – Hómer: Marge, mætti ég … tala við þig? – Marge: Auðvitað. – Hómer: Æ, ég hef verið að hugsa. Allir eru að búa til hnetu- smjörs- og sultusamlokur en vanalega lekur sultan út um allt og hendurnar á manni klístrast. En sultan þín er alltaf ná- kvæmlega í miðjunni þar sem hún á að vera. Ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu. Þetta er víst einhver hæfileiki sem þú býrð yfir, það hefur mér alltaf fundist, ég hef bara aldrei minnst á það. En það er orðið tímabært að þú vitir hvernig mér líður. Mér finnst ekki rétt að byrgja tilfinningar inni. [andakt] Vertu bless, eiginkona. – Marge: … Bless Hómer. 3. – Hómer: Marge, er allt í lagi? – Marge: Uh, ég held það. Þetta var skelfilegt, en … á ein- hvern undarlegan hátt var þetta líka spennandi. – Hómer: Já, það ER spennandi að sjá lögregluna koma höndum yfir stigamenn og bjarga móðursjúkri konu. Marge: O!, Hómer! . Hómer: Svona svona, Hómí er hérna. – Marge: Mmm … (gremjulega). 4. – Bart: Ef þú þyngist um 30,5 kíló færðu þá að vinna heima? – Hómer: Jáhaá, þannig standa málin. Aldrei framar lík- amsæfingar, aldrei framar bílaumferð, aldrei framar blóð- gjafir eða friðargöngur. – Bart: Pabbi, ég veit að við gerum ekki mikið saman en að hjálpa þér að þyngjast um 30,5 kíló er eitthvað sem ég mun gera með glöðu geði. 5. – Hómer: Krakkarnir mínir fíla ykkur í botn. Hafið þökk fyrir þessa drungalegu tónlist ykkar, því þau er loks hætt að dreyma um þá björtu framtíð sem ég hefði aldrei getað fært þeim. – Corgan: Ja … við reynum að beita okkur fyrir einhverju sem skiptir máli. 6. – Marge: Jæja … svo þú ætlar að slást í för með hring- leikahúsi sem er yfirfullt af afglöpum og æringjum. – Hómer: Í þessu máli hef ég ekkert val, Marge. – Marge: Að sjálfsögðu hefur þú val. – Hómer: Hvað meinarðu með því? – Marge: Þú neyðist ekki til að slást í för með einhverri skrípasýningu bara af því að þér býðst það. – Hómer: Veistu Marge, að mörgu leyti erum við afar ólík. 7. – Marge: Ja, ég veit ekki Hómer, við erum í miðri tiltekt. – Hómer: En Marge, þú átt skilið að komast í frí. Þá færðu tækifæri til að taka til eftir okkur í allt öðru ríki! 8. – Hómer: Það erfitt að trúa því að til sé staður sem er verri en Bandaríkin en við fundum hann. – Burns: Já, ég er farinn að sjá að gömlu góðu Bandaríkin eru ekki svo slæmur staður. Kúgun og einelti eru bara smá- ræðis óþægindi úr því að maður fær að búa í landi hinna frjálsu. – Smithers: En herra … stendurðu ekki frammi fyrir þung- um fangelsisdómi er heim verður komið? – Burns: Ja, ef það er glæpur að unna fósturjörð sinni þá er ég sekur. Ef það er glæpur að stela trilljón dollurum frá rík- isstjórninni og afhenda þá kommúnískri stjórn Kúbu þá er ég einnig sekur um það. (Innblásinn) Og ef það er glæpur að múta kviðdómi, þá hjálpi mér, mun ég brátt verða sekur um það! – Hómer (hrærður): Guð blessi Bandaríkin!  – Greinin er að hluta til byggð á BA-ritgerð höfundar, The Simpsons og ímynd kynjanna í sjónvarpsþáttum, sem var lokaritgerð hans í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 1999. Apu Nahasapeemapetilon Afi Abraham J. Simpson Ned Flanders Handritin eru á stundum svo úthugsuð hvað gagnrýni og tilvísanir varðar að maður horfir agndofa á og í raun er enn magnaðra að þættirnir njóti slíkrar almannahylli Mr. Burns Krulli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.