Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 8
Manga-leiðin um Japan Litríkt Skiltið fyrir framan Kozan-ji musterið. Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is S agan segir frá ungum prinsi, Genji, sem er sonur keisarans, en þar sem móðir hans er ekki nægilega eð- alborinn fær Genji ekki að verða krón- prins, þrátt fyrir að vera öllum kostum gæddur, jafnt feg- urð og fágun sem menntun og gáfum. Í staðinn lendir hann í linnulausum ást- arævintýrum. Á tólftu öld var saga Murasaki færð í nýtt form, úr henni var unnið myndlýst handrit. Handrit þetta, sem er talið eitt það fyrsta sinn- ar tegundar, er í rúllu – skrollu – og þar eru það myndirnar sem skipta mestu máli, öfugt við vestræn mynd- lýst handrit þar sem textinn ræður og er skreyttur, þá eru japönsku mynd- lýstu handritin knúin áfram af mynd- máli, textinn er í aukahlutverki. Hand- ritið er gífurlega fallegt og það sem eftir er af því (rúmur þriðjungur) er varðveitt í Tokugawa-safninu í Nago- ya. Þar er það til sýnis einu sinni á ári, í nóvember, því það er orðið svo við- kvæmt. Tæpu árþúsundi síðar var Sagan af Genji enn færð í nýtt form (eftir að hafa í það minnsta einu sinni verið gefin út í enn annarri myndlýstri útgáfu, með tréristum frá 1650), að þessu sinni form myndasögunnar, en árið 1993 voru gefnar út nokkrar manga-bækur um Genji og félaga hans, í meðförum Waki Yamato. Þær birtust síðan í tvítyngdri kennsluút- gáfu árið 2000 sem Tale of Genji. Þannig er Sagan af Genji ákaflega gott dæmi um tengsl japanskra mynda- sagna, manga, við auðuga myndlist- arhefð Japana. Sagan af ekki-Genji Það rigndi októberdaginn sem ég tók hraðlestina frá Kýótó til Nagoya. Í ferðamanna-upplýsinga-bási var afar hjálpleg kona sem gaf mér góðar leið- beiningar um hvernig ég ætti að finna Tokugawa-safnið. Í því að ég stefni út á stoppustöð spyr konan útlending sem stóð við hliðina á mér niðursokk- inn í kort hvort hún geti aðstoðað hann en hann segir af bragði: ég elti hana bara. Pilturinn reyndist vera listamað- ur frá Toronto, sem í augnablikinu býr í Taívan og kennir þar börnum ensku. Hann virtist fullkomlega ófær um að bjarga sér sjálfur og hengdi sig því í mig þennan dag. Á leiðinni á safnið gengum við í gegnum einn af þessum fallegu görðum Japananna, sem reyndist fullt eins njóta sín í rigningu, og eftir að hafa skoðað eftirprentanir af Genji-skrollunni og mikið magn annarra myndlýstra handrita end- uðum við á írskum pöbb þar sem ég kom honum yfir á afskaplega glaðan afgreiðslumann sem hafði einu sinni verið í Toronto. Og kvaddi svo, fremur lítið uppnumin af samskiptunum, hann var sannarlega enginn Genji. Handritin heim Þegar þarna var komið hafði ég verið í næstum hálfan mánuð í Japan, fyrst í Tókýó en síðan í Kýótó. Markmið ferð- arinnar var að kynna mér manga og myndasögumenningu Japana. Elting- arleikur minn við myndlýst handrit var einn hluti af þessum rannsóknum en samkvæmt bókum um manga er hægt að rekja rætur þessarar japönsku út- gáfu myndasögunnar alveg aftur til þeirra, og jafnvel enn aftar, því margir vilja meina að ritmál Japana, mynd- letrið, sé í raun grunnurinn að mik- ilvægi þessa forms í japanskri menn- ingu. Ég spurði um þátt handritanna í Kýótó-háskóla, en þar tók ég viðtöl við manga-listamenn og fræðimenn í sér- stakri manga-deild innan þessa listaháskóla á ystu mörkum Kýótó- borgar. Viðtölin tók ég með hjálp túlks sem ekki vissi mikið um manga og því urðu samskiptin nokkuð skrautleg. „Það er ekki komin niðurstaða í því máli, við erum enn að ræða þetta,“ sagði Kazuma Yoshimura grafalvar- legur, en hann er doktor í manga- andlitum, manga-höfundurinn Keiko Takemiya og safnstjórinn Tomoyuki Omote kinkuðu ákaft kolli. Þau sýndu mér kópíu af hinu fræga handriti munksins Toba, sem á japönsku nefn- ist Ch-j-giga og mætti útleggja á ís- lensku sem dýra-spé. Handritið er frá tólftu öld og þar birtast dýr að leika menn, meðal frægra uppátækja er glíma milli froska og héra. Eftirprent- anir handritsins er hægt að kaupa í litlum rúllum og á söguflekum í safni helguðu verkum Osama Tezuka eru myndir úr þessu handriti fremstar í línulegri sögu manga. Glíman við teathöfnina Svo einn dag skellti ég mér uppí strætó og brunaði lengst út í annan út- jaðar Kýótó að finna Kozan-ji must- erið, en þar eru geymdar frumútgáf- urnar af dýra-skrollunum. Eftir nokkurt rölt um grónar hæðir kom ég að stíg með skilti og á því var myndin fræga af glímu frosksins og hérans. Hofið sjálft var nokkru ofar, lítið en ógurlega fallegt, og þar gat ég skoðað eina skrolluna í glerbúri. Alveg heilluð af þessu fallega umhverfi og leikjum dýranna dreif ég mig í afgreiðsluna og keypti mér skrollu-kópíur. Af- greiðslufólkið var svo ánægt með þessi miklu innkaup að mér var boðið te! Það er að segja te-seremoníu te, með tilheyrandi hneigingum og hnjásetum. Og nú voru góð ráð rándýr. Mér leið óneitanlega eins og froski að leika Jap- ana. Manga er pólitískt Eins og Yoshimura benti á eru ekki all- ir á eitt sáttir um hversu mikið er hægt að tengja manga við listræna fortíð Japana. Chigusa Ogino, sem stýrir Tuttle-Mori-umboðinu, sem sér um sölu manga erlendis, brosti svolítið út í annað þegar ég spurði um myndlýstu skrollurnar. Líkt og þau í Kýótó- háskóla átti hún dýraskrollu sem hún sýndi mér. Svo sagði hún að það mætti, með nokkurri einföldun, skipta við- horfum til manga í tvennt, pólitískt séð. Annarsvegar væri þjóðernissinn- aður vængur sem vildi endilega tengja myndasögur við fortíðina, myndlýstu handritin og önnur myndverk sem fylgdu á eftir þeim, eins og til dæmis Ukyo-e, hinar svokölluðu fljótandi prentmyndir. Hinsvegar væri fremur vinstri sinnað lið sem hafnaði þessari fortíðarhyggju og legði í staðinn áherslu á áhrif Disney-teiknimynda á frumkvöðul myndasögunnar í Japan, fyrrnefndan Osamu Tezuka. Hún lifn- aði hinsvegar við þegar ég spurði um tengslin við myndletrið og gaf mér stutta kennslustund í japönskum tákn- um, algerlega á þeirri línu að mynd- letrið væri mikilvægur grunnur fyrir þróun hins sérstæða stíls japanskra myndasagna og menningarlegs mik- ilvægs þeirra innan Japan. Anime-snillingur verður til Kazuma Yoshimura vildi skipta manga uppí tvo meginstrauma, frásagnar- manga og skopmynda-manga. Og sagði að Tezuka væri frumkvöðull frá- sagnarformsins. Vissulega umbylti Te- zuka forminu á sínum tíma – hann byrjaði feril sinn sem manga-höfundur seint á fimmta áratugnum – og notaði það til að skrifa langar sögur, fyrst að- allega ætlaðar börnum og unglingum eins og til dæmis Astró-strákurinn, en síðar meir þróaði hann sögur fyrir full- orðna, eins og Búdda. Tezuka fæddist í litlum bæ nærri Osaka, Takarazuka, sem er í dag aðallega frægur fyrir kvennaleikhús þar sem konur leika öll karlhlutverk (umskipti á hefðbundnu japönsku leikhúsi þar sem karlar leika kvenhlutverk). Í bænum er safn helgað Tezuka og verkum hans og þangað lagði ég leið mína, hinn rigningardag- inn í þessari þriggja vikna haustferð minni til Japan. Safnið er einstaklega vel heppnað, bæði fallega hannað (sem kom ekki á óvart) og stútfullt af skemmtilegu dóti og góðum upplýsingum. Eftir að hafa lesið mér til um þróun stíls Tezuka (allt á japönsku, en myndirnar töluðu sínu máli) og horft á teiknimyndir eftir hann rambaði ég niður í kjallara. Þar tekur á móti mér ein af þessum af- skaplega hjálplegu stúlkum og býður mér að gera teiknimynd – anime. Og áður en ég vissi var hún búin að koma mér fyrir við borð og sýnir mér aðskilj- anlega möguleika við teiknimynda- gerð, kemur með leiðbeiningar á ensku og allt. Skelkuð yfir þessari yfirþyrm- andi aðstoð ýti ég á einhvern takka og stúlkan kemur hlaupandi með tvö blöð sem hún festir á skapalón og skipar mér að teikna mynd og svo aðra aðeins öðruvísi ofaní. Þrátt fyrir afar tak- markaða teiknihæfileika lét ég mig hafa þetta og teikna borgarútlínur, ákveð svo að slamma Godzillu með. Það var mikið hlegið þegar stúlkan fer með þetta til annarrar og eftir smá tíma kemur hún aftur, með blöðin stimpluð með Astró-stráknum (þetta Genji monogatari eða Sagan af Genji eftir aðalsfrúna og hirðdömuna Murasaki Shikibu er af mörgum tal- in fyrsta skáldsagan, en hún var gef- in út á elleftu öld í Japan. » Á tólftu öld var saga Murasaki færð í nýtt form, úr henni var unnið myndlýst handrit. Handrit þetta, sem er talið eitt það fyrsta sinnar tegundar, er í rúllu – skrollu – og þar eru það myndirnar sem skipta mestu máli, öfugt við vestræn myndlýst handrit þar sem textinn ræður og er skreyttur, þá eru japönsku myndlýstu handritin knúin áfram af myndmáli, textinn er í aukahlutverki. Handritið er gífurlega fallegt og það sem eftir er af því (rúmur þriðjungur) er varðveitt í Tokugawa-safninu í Nagoya. Manga Vínlandssaga í Mangaútgáfu. 8 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.