Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 13
áfram í skóginum. Barnamenningin miðar einn- ig að því að minnka muninn á mönnum og dýr- um með því að manngera hegðun dýra. Í dýra- görðum geta borgarbörn komist í nálægð við alvöru dýr, en þau eru á bak við rimla svo eng- um stendur ógn af þeim. Sumum börnum finnst ljónið jafnvel krúttlegt og langar til að klappa því. Ljóninu er fært kjötstykki, sama mat og barnið borðar. Ímyndið ykkur ef vörður myndi t.d. hleypa antilópu inn í búrið hjá ljóninu og barnið myndi verða vitni að blóðugu drápi. Það kæmi sennilega flestum í uppnám. Við verndum þau til hins ýtrasta fyrir alvöru lífsins. Barna- menningin hefur ekki aðeins alið upp trúna á mannlegar og góðar sálir í dýrum, heldur einnig í leikföngum. Teiknimyndin Toy Story fjallar t.d. um leikföng sem eiga sitt eigið líf þegar eig- andinn er ekki nálægur. Skilaboðin um jöfnuð manna, dýra og leikfanga í barnamenningunni eru vel meint. Þau eru fyrst og fremst hugsuð sem myndlíkingar til að hjálpa barninu að rækta með sér samkennd með öllum mann- eskjum, óháð útliti þeirra og ímynd. Dýr og leik- föng fanga athygli barnsins en samhliða er brýnt fyrir þeim að koma vel fram við dýr og hugsa vel um hlutina sína. Börn eiga rétt á að viðhalda sakleysi sínu og óbeisluðu hugmynda- flugi eins lengi og mögulegt er. En hvaða áhrif ætli þetta hafi á manneskjur sem alast upp í þessari menningu? Hún hlýtur að eiga stóran þátt í að móta viðhorf þeirra til dýra í framtíð- inni. Hönnun og vörur Maðurinn hefur alla tíð haft löngun til að herma eftir náttúrunni. Forvitni rekur hann áfram í endalausri leit að skilningi á náttúrunni. Hann hefur smíðað og tálgað hluti í formi dýra frá upphafi í öllum þjóðfélögum jarðarinnar. Elstu málverk sem fundist hafa sýna nákvæmar teikningar af dýrum en menn eru einungis sýndir sem spýtukarlar. Því er ljóst að önnur dýr hafa fangað huga mannsins allt frá árdög- um mannkyns og hann hefur bæði nýtt dýrin sem efnivið í sköpunina og hermt eftir lögun eða hreyfingum dýranna. Fyrir örfáum árum þótti ekki óeðlilegt að hafa heilan refaham hangandi um hálsinn. Nú virðist þessi tíska hafa breyst töluvert, dingl- andi refahausar og -loppur virðast nánast alveg horfnar af fínum frúm. Margir telja það jafnvel siðferðilega rangt að flagga slíkum flíkum. Engu að síður hafa pelsar og allskyns fatnaður úr skinni sjaldan verið vinsælli en nú. Í kjöt- borðum landsins sést ekki lengur nein tenging við dýrið sjálft, búið er að skera í burtu allt nema vöðvann og fituna og smá bein. Maðurinn nýtti sér dýraskinn til að halda á sér hita áður en hann fann upp gerviefni. Nútíminn býður upp á endalausa möguleika við framleiðslu á textílefnum í fatnað og mætti því ætla að fólk gæti varpað öndinni léttar yfir því að þurfa ekki að drepa dýr einungis í þeim tilgangi að ná af þeim feldinum. Reyndin er önnur. Margir taka gæði náttúrulega efnisins fram yfir gerviefnin sem standast þeim sjaldan snúning, enda þurfa kaupendur ekki að vita af drápinu á dýrinu þar sem iðnaðurinn sér algjörlega um það fyrir lukt- um dyrum. Sístækkandi hópur fólks er þó á móti loðdýraræktun vegna frétta af slæmri meðferð á dýrunum. Keppni um sem mýkst og ódýrust efni sem höfða til sem flestra stjórnar markaðnum. Sumir framleiðendur hafa jafnvel farið þá leið að lauma dýrahárum í tuskudýr og fatnað sem þeir merkja svo með villandi nöfnum til að gefa í skyn að um sé að ræða gerviefni. Nýlega hefur meira að segja frést af hunda- og kattaræktun í Kína til framleiðslu á „gervifeldi“. Þarna hefur myndast athyglisverður hræri- grautur. Maðurinn slátrar dýrum, sker af þeim feldinn og sníður hann svo aftur til að geta saumað saman eftirlíkingu af dýrinu. Stundum er jafnvel sérstökum rafmagnsbúnaði komið fyrir innan í tuskudýrinu sem líkir eftir hreyf- ingum eða hljóði dýrsins. Maðurinn endur- hannar nánast dýrið og kastar frá öllum óþarfa eins og tilfinningum, hungri og sjálfstæðum vilja. Hann tekur dýrið úr líkamanum. Eftir stendur vél í hamnum. Hugmyndir Descartes um dýr sem sálarlausar vélar koma upp í hug- ann. Ef til vill erum við í nútímanum að reyna að uppfylla einhverskonar óskhyggju, ósk um að losna undan samviskubitinu, undan tilhugs- uninni um aðra sál sem finnur jafn mikið til og við. Við búum til dýr sem uppfyllir þarfir okkar til að umgangast það áhyggjulaust. Hönnuðir hafa hingað til þurft að lúta óskráð- um siðareglum. Hönnun verður að höfða til neytandans svo hann kaupi vöruna. Hönnuðir forðast eftir fremsta megni að særa blygð- unarkennd neytandans eða þröngva upp á hann pólitískum skoðunum. Ný kynslóð róttækra hönnuða leitast nú við að breyta þessum áherslum og eru verkin þeirra langt frá því að vera hlutlaus. Julia Lohmann hannar bekki sem eru leðurklæddir og í laginu eins og kýr. Í bekkjunum sést móta fyrir líkamsbyggingu dýrsins, svo sem rifbeinum og lærum. Fætur og haus hafa verið fjarlægð því það er fyrsta ferlið í slátrun á nautgripum. Leðrið er sniðið á búkinn og látið sitja á honum alveg eins og það var á lif- andi skepnunni. Auk þess má sjá ör og annað sem ber vott um lífsskeið skepnunnar, sem venjulega er reynt að skera í burtu þegar leður er notað til að bólstra t.d. sófa eða innviði bíla. Þessir bekkir hafa vakið mikla athygli, enda tengja þeir efnið á frekar óþægilegan hátt við upprunann. Michael Sans á heiðurinn að gauks- klukkunni sem prýðir forsíðu hönnunartíma- ritsins Icon í nóvember 2006. Gauksklukkan er gerð úr dauðum gauki sem er negldur upp á vegg og hefur stafræna klukku í keðju um háls- inn. „Þetta er alvöru fugl, en hann er samt ekki alvöru því hann er dauður. Ég sé ekki svo mik- inn mun á þessum dauða fugli og plastefni,“ seg- ir hönnuðurinn. Miriam van der Lubbe og Niels van Eijk hönnuðu heldur óvenjulega útgáfu af hinum hefðbundnu tuskudýra-inniskóm. Þau bjuggu til inniskó úr heilum moldvörpuham. „Flestum finnst í lagi að drepa þessi dýr ef þau eyðileggja garðinn þinn,“ segir van Eijk. „En ef við myndum búa til fína inniskó úr þeim, í stað- inn fyrir að henda þeim, myndi fólk segja að við höfum gengið of langt. Mér finnst það vera hræsni.“ Allir þessir hlutir eiga það sameig- inlegt að benda áhorfandanum eða neytand- anum á firringuna sem hefur skapast í sam- félaginu þar sem við höfum afmáð öll sönnunargögn um að dýraafurðir komi af skepnum. Þessir hlutir benda okkur um leið á ósýnileg mörk sem hafa skapast og aðskilja hrá- efni frá dýri, t.d. hvaða partar af dýrinu mega sjást. Þar að auki felast ákveðin skilaboð í hlut- unum um að það sé mikið magn af hráefni sem fer til spillis við að fylgja eftir þessum sið- fræðilegu reglum og það megi vel nýta, í stað þess að framleiða fleiri gerviefni. Ef dýrið er dautt þá er það orðið að hráefni, í mat, fatnað eða hluti. Þannig hefur það ávallt verið og er það líka í dag, þrátt fyrir að við sjáum fá merki um það. Iðnaðurinn gerir okkur auðveldlega kleift að sópa öllum sönnunargögnum um upp- runa afurðanna undir teppi og frelsar okkur þannig frá samviskubitinu yfir drápunum. Dýr eða hlutur? Dýrin eru okkur bæði innblástur og hráefni. Þegar við sköpum hlut í formi dýrs gefum við honum merkingu dýrsins og tengingu við ímynd þess í lifanda lífi. Innblásturinn nærist á áhuga okkar á lifandi dýrunum en nýtingin á hráefninu krefst þess að við horfum fram hjá sársauka dýrsins. Þetta er mótsagnakennt en skarast jafnvel í sama hlutnum. Skynjun okkar á fyr- irbærum í kringum okkur mótast af hug- myndum okkar um það hvort þau séu lifandi eða dauð: dýr eða hlutur. Tilfinningin fyrir lífi kveikir á samlíðun okkar með því og býður upp á möguleika á einhverskonar samskiptum eða umhyggju. Við höfum vald til að „sníða dýr að okkar eigin þörfum,“ hvort sem við fiktum við genin í náttúrunni eða búum til okkar eigin. Þessi dýr eru bæði afsprengi hugmynda okkar um hvernig dýr eiga að vera, en hafa sömuleiðis áhrif á viðhorf okkar til dýra almennt. Tilfinn- ingasamband okkar við hluti og dýr mótast af mismunandi viðhorfi okkar til hverrar dýrateg- undar og siðferðilegum hugmyndum okkar um nýtingu á dýrum. Þetta tvennt er ekki byggt inn í okkur heldur er það umhverfið, samfélagið og reynslan, sem mótar það.  Eftirfarandi heimildir voru notaðar við gerð greinarinnar: – Bates, Anna og Lucy James:). „Design is Evil.“ Icon: Monthly Magazine of the Year, No. 41, nóvember 2006. – Kleiner, Fred S., Christin J. Mamiya og Richard G. Tansey: Gardner’s Art through the Ages. Harcourt College Publishers, 2001. – Midgley, Mary: „Bridge-Building at Last.“ Animals and Human Society. Aubrey Manning and James Serpell ritstýrðu. Routledge, 1994. – Serpell, James: In the Company of Animals. Basil Blackwell Ltd, 1986. – Vefsíða Morgunblaðsins. „Tækni og vísindi: Selurinn Paro valinn vélmenni ársins í Japan“, frétt 22. desember 2006 á http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1243269. Sótt 22. desember 2006. dýra Höfundur útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í júní 2007. SÝNING á íslenskri samtímahönnun stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöð- um. Sýningin er samstarfsverkefni safnsins, Hönnunarvettvangs og Listahátíðar í Reykja- vík. Verkin eru sýnd í vestursal Kjarvalsstaða auk forrýmis vestursalarins og flæða inn í kaffi- stofuna í miðrými. Ef vel er athugað eru að auki verk í forrými austursalarins. Á sýningunni má sjá allt frá verkum reyndra hönnuða til út- skriftanema auk nýsköpunarverkefna. Ef vitn- að er í formála safnstjórans, Hafþórs Yngvason- ar, þá telur hann að titill sýningarinnar Magma/Kvika beri með sér að það kraumi í sköpunarkrafti íslenskrar hönnunar. Sama sinnis er sýningarstjórinn sem segir: Heiti sýn- ingarinnar Magma/Kvika endurspeglar að mínu mati stöðu íslenskrar hönnunar í dag, það kraumar undir – allt getur gerst. ,,Það kraumar undir – allt getur gerst“ gefur á ákveðinn hátt til kynna það afstöðuleysi sem einkennt hefur umræðu um íslenska hönnun og það almenna merkingarleysi sem íslensk hönn- un hefur haft í íslensku samfélagi. Segja má að afstöðuleysið endurspeglist einna helst í gömlu klisjunum ,,það getur allt gerst“ … þetta er allt að koma og við erum bara allt öðruvísi en allir aðrir. Þó að ekki sé hægt að segja að íslensk hönnun hafi á ríkri hefð að byggja þá mætti segja að hefð og stöðugleiki ætti að hafa skapast á ýmsum sviðum hönnunar ef litið er til aldurs greinarinnar. Ef hugað er til dæmis að nýrri fatalínu Stein- unnar Sigurðardóttur fatahönnuðar sem er af- rakstur af langri og markvissri þróunarvinnu, að þrautseigju Daggar Guðmundsdóttur, vöru- hönnuðar í þróun á hnífaparalínunni Heklu, og óbilandi elju og staðfestu Erlu Sólveigar Ósk- arsdóttur í að ná settu marki í stólahönnun verður að segjast að þeirra ímyndarsköpun, ör- yggi og fágun er langt frá því að vera á því stigi að ,,þurfa“ að falla undir skilgreininguna kraumandi og kvikt þó að ekki vanti hugmynda- auðgi. Þar ætti mun heldur við staðfast, stöðugt og sterkt. Hinsvegar er vitað mál að þeirra ár- angur hefur fyrst og fremst byggst á eigin bar- áttu og óbilandi trú á gildi góðrar hönnunar. Sama má segja um fjölmörg önnur verk á sýn- ingunni sem þrátt fyrir lítinn meðbyr fram til þessa hafa sprottið upp úr hugrekki, bjartsýni og útsjónasemi hönnuða sem að jafnaði hafa far- ið þá leið að leita út fyrir landsteina með fram- leiðslu. Með hnattvæðingu og samskiptum á veraldarvefnum hafa landamæri rofnað og hönnunarlandslagið orðið mun alþjóðlegra en áður. Slíkur samruni hefða og séreinkenna hef- ur kallað á það að margar þjóðir hafa hugað vel að því að styrkja eða endurskilgreina sjálfs- mynd sína og lagt alúð við þá merkingu sem hönnun getur haft til ímyndarsköpunar og varð- veislu hefða. Slík merking hönnunar hefur ekki enn náðst að skapast hér. Sannarlega er þó margt að gerast á sýning- unni Magma/Kvika. Sýningastjóranum Guð- rúnu Lilju hefur tekist að skapa mjög líflega og óformlega sýningu þar sem öll áhersla er lögð á upplifun sýningargesta en tækifærið til að miðla upplýsingum um hönnunina látið ónotað. Þetta tel ég miður því þá skapast ekki sá umræðu- grundvöllur sem merkingar og vandaður upp- lýsingatexti hefði kallað eftir né tækifæri nýtt til fulls til að efla almenna vitund og þekkingu. Það er talið einn erfiðasti hluti sýningarstjórn- unar að setja fram góðan texta með sýningu án þess að textinn taki of mikið frá verkunum sjálf- um sérstaklega ef markmið sýningar er það að verkin tali sínu „hlutlausa máli til áhorfenda. Mikilvægi texta versus mikilvægi þess hvort verkin/hönnunin nái að tala til áhorfandans er því háð því hvort markmið sýningar sé annars- vegar að vera yfirlitssýning eins og Magma/ Kvika eða hinsvegar upplifun á t.d. verkum og túlkun eins ákveðins hönnunarhóps eða hönn- uða. Magma/Kvika er yfirlitssýning á sam- tímahönnun og gefur því til kynna að sýningin hafi sögulega skírskotun þar sem búið er að flokka og greina hönnunina innan ákveðins sögulegs viðmiðs eða tímabils. Sýningarstjór- inn gerir þó enga tilraun til þess að skilgreina tímabilið nánar eða að tímasetja verkin. Það verður því ógjörningur fyrir áhorfandann að gera sér grein fyrir þróun í tíma. Verkin á sýn- ingunni spanna allt frá verkum reyndra hönn- uða til frumgerða hönnunarnema. Hinsvegar tel ég að ef sýningin ætti að gefa raunsæja mynd af því sem er að gerast í íslenskri sam- tímahönnun hefði styrkur hennar orðið mun meiri ef megin áherslan hefði verið á þá hönn- un sem er virk í samtímanum. Eða að flokkun sýningargripa hefði verið markvissari, þannig að t.d. bæði vaxtarbroddarnir og ennfremur nýsköpunarverkefnin hefðu verið skilgreind og merkt skýrar og gefið þannig raunsærri mynd. Hlutfall verka frá ólíkum hönnunar- greinum hefði mátt vera jafnara. ,,Og mig langaði til þess að áhorfandinn næði dýpri vitund um það hvað hönnun er, hvaðan hún kemur og hver hugsunin er að baki verkanna,“ segir sýningastjórinn í sýningar- skrá. Það er synd að þetta hafi ekki náð að skila sér né heldur tengsl hönnunar við við- skiptalífið sem safnstjórinn segir vera annað viðfangsefni sýningarinnar. Gott dæmi um það er t.d. áhugaverð samvinnu og þróunarvinna hópsins Vík Prjónsdóttir sem byggir sérstakar værðarvoðir á íslenskum hefðum og þjóð- sagnaarfi. Hér er samvinna hönnuðanna Bryn- hildar Pálsdóttur, Egils Kalevi Karlssonar, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, Hrafnkels Birgissonar og Þuríðar Rósar Sigþórsdóttur og prjónaverksmiðjunnar Víkurprjóns steypt saman í frumlega heild með því að nýta ís- lenskt hráefni og fagþekkingu þar sem form- kveikjan skírskotar til þjóðsagnarfsins með það að markmiði að styrkja íslenskan iðnað og gefa nýjan tón í framleiðslu fyrirtækisins. Fyr- ir utanaðkomandi sem ekki þekkja til og hafa því ekki forsendur til tengingar verður geng- isfelling á merkingu og gildi hönnunarinnar ef ekki nýtur útskýringa við. Þó að val verka á sýninguna sé innan nokkuð afmarkaðs sviðs hönnunar og oft á mörkum handverks verður að segja að töluvert sé þó um mjög áhugaverða hönnun. Mörg verkanna bera yfirbragð nostalgíu og rómantíkur sem einkennt hefur verk ungra hönnuða víða. Samt sem áður fela mörg þeirra í sér gamansemi og t.d. er heilmikill húmor í vel útfærðu nýsköp- unarverkefni Páls Einarssonar þar sem hann hannar rofa og dimma og nýtir kunnuglega hluti til annars brúks svo sem krana og tappa. Það er leikið á gamansaman hátt með gesti, þó að alvara hugmyndavinnu liggi að baki í mat- arhönnun Brynhildar Pálsdóttur þar sem bakstursaðferðir virkrar eldfjallaköku og súkkulaðifjöll taka á móti þeim á sýningunni. Hvort það sé réttur inngangstexti að sýning- unni læt ég gestum eftir að dæma um. Meiri al- vara liggur að baki langrar þróunarvinnu hjá fyrirtækinu Össuri sem er öfugt við önnur verk ítarlega kynnt með enskum texta á sýn- ingunni einskonar „stöðluð Össurarsýning“ innan Kviku sýningarinnar. Fatahönnun er áberandi enda eru fjölmörg fyrirtæki og hönn- unarteymi á því sviði löngu búin að vinna sér sess svo sem 66°norður, Nikita, Nakti apinn, Maria Footwear og Spaksmannsspjarir, áður- nefnd Steinunn svo eitthvað sé nefnt. Grafískri hönnun eru gerð nokkur skil á sýningunni en mætti þó vera meira áberandi. Sama gildir um allan arkitektúr sem hefur lítið sem ekkert vægi. Sýningin Magma/Kvika er verðugt framtak og hvatning til frekara áframhalds. Hún er um margt áhugaverð og er skemmtileg að skoða. Merkingarleysi íslenskrar hönnunar HÖNNUN Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Sýningarstjóri: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir. Stend- ur 19. maí-28. ágúst. Magma/Kvika – Íslensk samtímahönnun 2007 Elísabet V. Ingvarsdóttir Sofandi ,,Katla undir jök- ulbreiðu. Atvinnuskapandi sam- starfsverkefni og frumleg hönn- un í værðarvoðum frá Vík Prjónsdóttur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.