Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is G ott listaverk sem nær til þrjátíu milljóna manna og lætur þeim líða eins og þeir eigi eitthvað sameig- inlegt kann að hafa meira fram að færa en stórkost- legt listaverk sem nær til þrjú þúsund manns en skilur eftir sig lítið annað en einmanakennd. Á okkar tímum hafa staðlar listarinnar breyst, víkkað út. Framtíðin tilheyrir Bart Simpson.“ Þannig ritaði Tad Friend árið 1993, um það leyti sem Simpsons-fjölskyldan virtist vera að ná heimsyfirráðum. Völd hennar og áhrif áttu svo eftir að aukast enn frekar á næstu árum. Ekki eðlilegt Þegar höfundur þessarar greinar ákvað á sín- um tíma að skrifa fjölmiðlafræðilega ritgerð um þessar gríðarlega vinsælu teiknimyndir stökk mörgum bros á vör. Þó að það væri alveg klárt að þetta væru engar venjulegar teikni- myndir, stútfullar af meinfyndinni gagnrýn- inni á nútímasamfélagið, þótti það spreng- hlægilegt að einhver ætlaði sér að setjast í alvarlega stellingar yfir litríku skrípó, þar sem söguhetjurnar væru gular og með fjóra putta á hendi. Í Háskóla Íslands á þeim tíma (þetta var vorið 1999) höfðu rannsóknir á dægurmenn- ingu verið lítt stundaðar þrátt fyrir að nokk- urra áratuga hefð væri fyrir slíku erlendis, einkanlega í Bretlandi. Kannski þess vegna kom það einnig í opna skjöldu að fræðilegar greinar erlendis frá um þetta stórmerka menningarefni, þ.e. Simpsons, voru afskaplega fáar, og samt var þátturinn búinn að ganga í tíu ár og þegar búinn að slá ýmis met. Var t.a.m. sú teiknimynd sem hafði lengst verið sýnd á hinum svonefnda kjörtíma eða „prime- time“ (og sló þar met Flintstones). Nú ca tíu árum síðar er öldin hins vegar önnur. Heilu bækurnar hafa verið helgaðar Homer og co., og taka þær allt frá djúpfræðilegum grein- ingum til sögulegs yfirlits. Fáir komast í dag undan Simpsons-fjölskyldunni og æ fleiri eru farnir að gera sér grein fyrir því að hér er ekk- ert eðlilegt fyrirbæri á ferð. Breytt gildi Sjónvarpsfræðilega eru Simpsons-þættirnir nokkurs konar aðlagaðir „sit-com“ þættir, þætt- ir sem einkennast m.a. af því að áhorfendur eru í leiksal og heyra má hlátrasköllin er eitthvað fyndið gerist (sá þáttur á þó eðlilega ekki við um Simpsons). Margar af vinsælustu þáttaröðum sjónvarpssögunnar hafa fylgt þessu lögmáli, og einatt snýst söguframvindan um kjarnafjöl- skylduna, en þannig er og farið með Simpsons. Ástæða mikilla vinsælda slíkra þáttaraða felst m.a. í því hvernig áhorfendur geta séð sjálfa sig og líf sitt í persónum þáttanna. Þróun þessara þátta undanfarin ár hefur verið nokkuð athygl- isverð þar sem verkamenn og venjulega fólkið hefur tekið við af fullkomnu fjölskyldunum. Á níunda áratugnum var The Cosby Show (1984- 92) langvinsælasti þátturinn en þar lék Bill Cosby fæðingarlækni sem átti lögfræðing fyrir konu. Fleiri þættir á þessum tíma voru t.d. Fa- mily Ties (1982-89) og Growing Pains (1985- 1992), þættir þar sem hamingja og staðfesta ríkti meðal fjölskyldumeðlima. Þátturinn Mar- ried … with Children, í raun nokkurs konar undanfari Simpsons-fjölskyldunnar, braut þetta paradísarmynstur svo upp árið 1987 sama ár og Simpsons-fjölskyldan kom fyrst fram sem stutt innslög í The Tracy Ullman Show. Þar er að finna kjarnafjölskyldu eins og í hinum hefð- bundnu fjölskylduþáttum en nú er komið stórt spurningarmerki fyrir framan hin almennu fjöl- skyldugildi. Fjölskyldufaðirinn er hálfgerður aumingi sem virðist meira umhugað um bjórinn en börnin og móðurinni virðist hreinlega standa nokk á sama. Í kjölfarið komu þættir eins og Roseanne og Simpsons, þar sem viðfangið var firrtar verkalýðsfjölskyldur fremur en ham- ingjusamar miðstéttarfjölskyldur. Framúrstefna Beina arfleið þessa er að finna í nokkrum vin- sælustu grínþáttum tíunda áratugarins eins og Seinfeld („þátturinn um ekki neitt“) og Simp- sons en þeir brutu einfaldlega blað í sjónvarps- sögunni, og voru einkar framúrstefnulegir í efnistökum. Þættirnir eru fyndnir vegna þess að þar er fjallað um hversdagslega hluti sem við könnumst öll við, á gráglettinn og kald- hæðnislegan hátt, og einatt sjáum við sjálf okkur í einhverjum af persónunum. Í tilfelli Simpsons eru hin ýmsu samfélagslegu fyr- irbæri persónugerð á ýktan hátt, margar sögu- hetjurnar eru staðlaðar, ýktar ímyndir af ákveðnum þjóðfélagshópum. Gott dæmi væri Mr. Burns, eigandi kjarnorkuversins sem Hómer vinnur í, en hann er greinileg tákn- mynd fyrir hina gegndarlausu græðgi sem vestræn auðvaldshyggja byggist á. Oft kemur fram í einni setningu yfirgrips- mikil og beinskeytt gagnrýni á eitthvað til- tekið. Og grafalvarlegir hlutir eru dregnir fram í sviðsljósið á kíminn hátt. Til marks um þetta er dásamleg setning lögreglustjórans í Springfield, hins búlduleita Wiggum, sem er fast skot á réttarkerfi Bandaríkjanna. Hérna hefur hann handsamað stigamanninn Snake, sem er bæjarþorparinn: „– Wiggum: Cuff him, boys. We’re putting this dirtbag away. – Snake: Huh! I’ll be back on the street in 24 hours. – Wiggum: We’ll try to make it twelve.“ 1 Þættir eins og Beavis og Butt-head og The Simpsons þóttu því ferskir er þeir komu fram á sjónarsviðið þar sem þeir stuðuðu fólk og voru uppfullir af samfélagslegu raunsæi ef vel var að gáð. Þetta hefur ekki verið hefðin með sjón- varpsefni af þessu tagi (þ.e. teiknimyndir) sem helst hefur miðað að því að bjarga fólki frá raunveruleikanum og gefa því færi á að slökkva aðeins á hugsuninni í stað þess að hvetja til hennar. Þróun Hið aflýsta (póstmóderníska) og kalda menn- ingarumhverfi nútímans sem alið hefur upp megnið af áhorfendum og aðdáendum Simp- sons gerir þeim fært að ná skilaboðum þátt- anna. Hin samfélagslegu gildi sem hæst eru á lofti á hverjum tíma endurspeglast í þeim sjón- varpsþáttum sem eru vinsælastir hverju sinni. Þetta skýrir vinsældir þátta eins og Simpsons og Seinfeld en þeir taka á hlutum sem við „þekkjum öll“. Þetta skýrir líka að einhverju leyti að fólk sem komið er á vissan aldur á erf- itt með að „skilja“ þættina. Á upphafsárum Simpsons var meira um glens og grín, Bart var aðalsöguhetjan og Hómer var til að mynda mun einfaldari per- sóna, gerði mikið af því að elta Bart út um allt hús og reyndi iðulega að kyrkja hann ef honum mislíkaði eitthvað. Þegar komið var fram í fimmta tímabil þáttanna var Hómer hins vegar orðinn meiri miðpunktur í sögunum og per- sóna hans var orðin margslungnari. Hann var bæði orðinn enn heimskari en hann hafði áður verið en um leið var hann byrjaður að sýna á sér mýkri og manneskjulegri hliðar. Höfundar þáttanna voru, er hér var komið sögu, greinilega búnir að forma og slípa hug- myndina um þáttinn betur og farnir að sýna meistaralega takta er þeir fóru höndum um hina ýmsu hluti í samtímamenningunni. Oft hafa þetta verið umdeild og viðkvæm mál eins og t.d. skotvopnaeign meðaljónsins, samkyn- hneigð eða þá utanríkisstefna Bandaríkja- stjórnar og ná höfundarnir glettilega vel að forðast predikanir hvers konar og listavel er sneitt fram hjá hinni landlægu, amerísku sjón- varpsvæmni. Frábært dæmi um þetta er snilldarlegur þáttur sem tekur á samkyn- hneigð en sjálfur John Waters leggur til gest- arödd (líklega þekktastur fyrir mynd sína Pink Flamingos). Nær raunveruleikanum Simpsons-fjölskyldan er nær okkur í reynd en fyrirmyndarfólkið sem fyllti Cosby-fjölskyld- una (Þess má geta að The Cosby Show fékk ís- lenska heitið „Fyrirmyndarfaðir“ þegar þátta- röðin var tekin til sýninga hér á landi). Það var enda tímanna tákn þegar Simpsons var settur á þann tíma sem Cosby Show hafði verið á, en þátturinn var sýndur á besta tíma á fimmtu- dagskvöldum. Gömul gildi viku því fyrir nýjum á áþreifanlegan hátt. Simpsons-fjölskyldan er í rauninni hópur af andhetjum, samsafn alls- kyns tilfinninga og hugsana, góðra sem slæma, og allir virðast geta tengt brot af tilveru sinni við þau. Einn daginn er allt í rugli hjá Marge og fjölskyldu en þann næsta er allt í blússandi hamingju. Fallvaltleiki tilverunnar er stað- reynd hjá Simpsons líkt og hjá okkur. Höfund- arnir sjá þó til þess, þrátt fyrir allt þetta, að væntumþykjan og kærleikurinn sé til staðar eins og hjá öðrum fjölskyldum. Oft reynist þó bæði fjölskyldunni og áhorfendum erfitt að greina þetta vegna þess að í Springfield hefur enginn stjórn á neinu, allt getur gerst og sam- félagið er óstöðugt, breytilegt og siðspillt. Gömlu góðu samfélags- og fjölskyldugildin eru í raun á tjá og tundri í heimabæ Hómers og Marge. Bush eldri Bandaríkjaforseti syrgði brotthvarf þessara gilda í ræðu fyrir forseta- kosningarnar 1992 (sem hann tapaði vel að merkja) er hann hélt tölu um mikilvægi fjöl- skyldunnar og sagði m.a. að bandaríska þjóðin ætti að taka upp hætti og hegðan að dæmi The Waltons fremur en The Simpsons (The Wal- tons var bandarískt fjölskyldudrama sem fjallaði um hina fullkomnu fjölskyldu þar sem ekkert fór fyrir ofbeldi, kynlífi eða öðrum „só- dómskum“ gjörðum. Þættirnir voru sýndir á CBS-sjónvarpsstöðinni á árunum 1972 til 1981). Til að undirstrika að Simpsons-fjölskyldan sé „mannleg“, í aðlagaðri merkingu þess orðs, fer hér á eftir fallegt þáttabrot þar sem Hómer gerir tilraun til að tjá ást sína á Marge. Ósætti hefur verið á milli þeirra og Marge hefur hálf- partinn verið að slá sér upp með keilukenn- aranum sínum vegna þessa og Hómer er farinn að skynja að Marge er byrjuð að fjarlægast hann. Í atriðinu er Marge inni í eldhúsinu að smyrja samlokur. Hómer kemur inn og hönd hans nálgast hönd Marge, en hann hættir við á síðustu stundu og tekur nestisboxið sér í hönd í staðinn. Er hann er að fara út úr eldhúsinu, snýr hann sér við og lítur lúpulega til Marge: „– Homer: Marge, may I … speak to you? – Marge: Sure. – Homer: You know, I’ve been thinking. Everyone makes peanut butter and jelly sand- wiches, but usually the jelly drips out over the sides and the guy’s hands get all sticky. But your jelly stays right in the middle where it’s supposed to. I don’t know how you do it. You’ve just got a gift I guess, and I’ve always thought so … I’ve just never mentioned it. But it’s time you knew how I feel. I don’t believe in keeping feelings bottled up. [pause] Goodbye my wife. – Marge: … Goodbye Homer.“ 2 Kynjahlutverk Eitt af því fjölmarga sem Simpsons-þættirnir hafa sett undir mæliker, greint og svo dregið sundur og saman í háði og jafnvel kastað upp í loft – eða bara út um gluggann – er viðteknar hugmyndir um kynferði, þ.e. hlutverk karla og kvenna. Hefðbundnar ímyndir kynjanna eru brotnar upp, trekk í trekk. Karlmaðurinn er tekinn af stalli og sýnt er fram á að karlar eru ekki alltaf hinar fullkomnu hetjur, nema kannski hvunndagshetjur sem við erum öll Bara grín? Kvikmynd, byggð á þáttunum um Simpsons- fjölskylduna, var frumsýnd hérlendis í gær. Áhrif þessara teiknimyndaþátta á vestræna dægurmenningu undanfarin tuttugu ár hafa verið gríðarleg og vinsældirnar virðast síst ætla að dala. Hómer Simpson Hómer Sapiens, Homo Simpson. Hann biður góðan guð að gefa sér meira hár. » Gáfur eru vanalega af frekar skornum skammti hjá karl- mönnum í Simpsons og karlmenn í Simpsons bera enga virðingu fyrir sjálfum sér sem manneskjum. Ýkt- asta dæmið um þetta er þegar Hóm- er reynir að þyngjast það mikið að hann verði dæmdur öryrki og þurfi því ekki mæta á vinnustað sinn. Simpsons Af hverju er Bart berfætt- ur? Fornfræg ímynd frá Abbey Road.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.