Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 12
Eftir Þórunni Árnadóttir F lest skiljum við skýrt á milli dauðra hluta og dýra, en er það svo einfalt? Dýr getur t.d. verið hráefni í hluti og vélhundur úr plasti getur sýnt „skap- gerð“ alvöru hunds. Iðn- aðurinn gerir okkur kleift að horfa fram hjá uppruna hráefnisins og um leið getur hann gefið af sér hluti sem spila á til- finningar okkar til dýra. Samviskubit mannsins James Serpell prófessor í hegðun dýra og sam- bandi mannsins við þau hefur skrifað nokkrar bækur um dýrasiðfræði. Hann telur skref mannsins í átt að landbúnaði vera rótina að aldalöngu samviskubiti mannsins yfir meðferð hans á dýrum. Bændur og búfjárrekendur þurfa að takast á við mun alvarlegri siðferð- islega kreppu að því er varðar dráp á dýrum en þeir sem lifa af veiðum. Þeir sem eiga búfénað þurfa að þekkja dýrin sín vel, líkamlega jafnt sem persónulega, til þess að geta sinnt þeim vel og náð valdi yfir þeim. Húsdýrið tekur með tím- anum að treysta bóndanum, enda sér hann því fyrir mat og húsaskjóli. Veiðimaður þarf að þekkja einkenni og skapgerð dýrsins sem hann ætlar sér að veiða, en hann hefur aldrei tæki- færi á því að eiga félagsleg samskipti við það og því eru litlar forsendur fyrir því að hann tengist einhverju einstöku dýri persónulegum böndum. Í huga veiðimannsins er dýrið algjörlega óháð honum. Bóndinn þarf hins vegar að takast á við það að þurfa að drepa „félaga“ sinn. René Descartes var franskur heimspekingur sem var uppi á 17. öld. Hann setti fram áhrifa- ríkar kenningar um að dýr væru eins og vélar, þau hefðu engar tilfinningar og stjórnuðust al- farið af líkamsstarfseminni. Kjarninn í hug- myndum Descartes var að maðurinn einn hefði sál sem gæti hugsað og fundið til sársauka. Dýr- in hefðu aftur á móti enga sál og því hefðu þau engar tilfinningar eða gætu fundið til raunveru- legs sársauka. Descartes sá því enga ástæðu til þess að maðurinn ætti að hlífa dýrum, nema á sömu forsendum og maður fer vel með verkfæri sín og eignir. Af kenningum heimspekinganna áður fyrr um skyldur mannsins gagnvart dýrum má sjá að enginn vogaði sér að tala um mannskepnuna sem eina tegund af dýri. Gjá var ævinlega á milli manna annars vegar og annarra dýrategunda hins vegar. Heimspekingurinn Mary Midgley telur það ekki vera að ástæðulausu: „Umræðan um samband manna og dýra hefur alltaf verið viðkvæm. Það er ekki tilviljun að fræðimenn hafa horft framhjá henni. Menning okkar hefur vísvitandi sneitt hjá þessari umræðu því hún skapar ógnvænleg vandamál. Þetta „ógnvæn- lega“ vandamál er einmitt það sem mannkynið hefur forðast að horfast í augu við allt frá byrj- un bændamenningarinnar. Iðnaðurinn miðar að því að skila sem mestri framleiðslu á sem ódýr- astan og fljótlegastan hátt. Hann gerir almenn- ingi kleift að þurfa ekki að horfast í augu við dráp á dýrum, sem aftur eykur kaupgleði fólks og ýtir enn frekar undir framleiðslu dýraafurða. Það gefur því augaleið að það eru ekki margir sem bera hag dýra fyrir brjósti. Það hentar okk- ur ekki að viðurkenna slæma meðferð á dýrum því það myndi kippa stoðum undan iðnaðinum sem menning okkar og lífsgæði byggjast að miklu leyti á. Við bregðumst við með því að loka augunum fyrir því óþægilega í sambandi okkar við dýrin en upphefjum þessi í stað jákvæðar og skemmtilegar hliðar. Það er ekki erfitt, en þver- sagnirnar blasa víða við.“ Gæludýr Samlíðunin á stóran þátt í að móta hugmyndir okkar um hvað er siðferðislega rétt eða rangt og hana þarf að leggja rækt við. Samlíðunin fær okkur til að hugsa um réttindi dýranna og um- gengni okkar við þau. Hún er auk þess grunn- urinn að gæludýrahaldi þar sem það snýst að miklu leyti um gleðina yfir því að gera öðrum gott, eða að skynja tilfinningu dýrsins. Gælu- dýrahald hefur lítið verið rannsakað og í hugum margra ber það vott um afbrigðilegan munað borgarastéttarinnar sem hefur lítil tengsl við náttúruna. James Serpell hrekur hins vegar fullyrðingar um að gæludýrahald sé afsprengi borgarmenningarinnar með því að benda á fjöl- marga þjóðflokka sem höfðu engin tengsl við vestræn borgarsamfélög en héldu ýmis gælu- dýr. Konurnar í þessum þjóðflokkum tóku jafn- vel að sér hvolpa og ólu þá á brjósti. Ýmsar sög- ur af skrýtnum samskiptum fólks við gæludýrin sín hafa ýtt undir hugmyndir manna um af- brigðileika gæludýrahalds og ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar ýmist til að sanna eða afsanna þessar hugmyndir. Þegar rannsóknirnar eru skoðaðar virðast gæludýraeigendur almennt þó ekki skera sig frá öðru fólki að því er varðar af- brigðileika eða geðraskanir. Margar nýlegar rannsóknir hafa hins vegar sýnt mjög jákvæð sálræn áhrif gæludýra á fólk, þá sérstaklega á eldra fólk og Alzheimer-sjúklinga sem þjást af þunglyndi. Tengslin við gæludýr hafa aukið já- kvæðni og vilja til mannlegra samskipta. Nú er meira að segja farið að þjálfa hunda sérstaklega til að heimsækja sjúklinga á spítölum í von um betri líðan og skjótari bata. En hvað með hinn sístækkandi lúxusiðnað í kringum gæludýrin okkar? Heilsulindir, lúxushótel og tískufata- verslanir fyrir gæludýr spretta upp í ríkari hverfum borga og svo virðist sem að það sé eng- inn hundur með hundum í Hollywood nema hann eigi sitt eigið pínu-einbýlishús með verönd í garðinum hjá eiganda sínum. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að dekra við gæludýr og leyfa þeim að njóta lífsstíls sem annars er einungis á færi lítils hluta mennskra jarðarbúa. Spurn- ingin er hins vegar hvort þessi lúxus gæludýr- anna sé ekki frekar eftir höfði eigandans en dýrsins. Flestir gæludýraeigendur finna ákveðna vellíðan við að dekra við dýrið sitt. Við hugsum um gæludýrin eins og fjölskyldu- meðlimi og notum okkar mannlegu hugmyndir um munað til að tjá ást okkar á þeim. Þetta hlýt- ur að bera vott um einhverskonar vitfirringu. En í rauninni er það ekki svo ólíkt konunum í þjóðflokkunum sem ólu hvolpa á brjósti. Við setjum dýrin í mannleg hlutverk til að geta sam- samað okkur þeim enn betur og færa þau nær okkur. Vélgæludýr Upp á síðkastið hafa borist fréttir af því að vís- indamenn séu farnir að þróa véldýr til með- ferðar sjúklinga á spítölum í von um að það gefi jafn góða raun og heimsóknir hundanna. Sel- urinn Paro sem er sérhannað „meðferðardýr“ hlaut viðurkenninguna „Vélmenni ársins“ frá ríkisstjórn Japans árið 2006. Hann er búinn nemum undir feldinum og veiðihárum sem gerir honum kleift að bregðast við gælum. Ýmis önn- ur gervigæludýr hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina, og flestir muna líklega eftir „Furby“ og „Tamagotchi“. „Aibo“ frá Sony er nýjasta æðið, silfurlitað tæki í formi hunds með blikkandi ljós í stað augna sem hegðar sér eins og hundur (ef frá eru talin einkennileg dansspor við teknó- tónlist). Margir hafa gagnrýnt þessa þróun á „gæludýrahaldi“ og telja að verið sé að blekkja fólk og brengla eðlilegt samband þeirra við dýr. Líklegra er þó að flestir líti á þessi véldýr frekar sem leikföng og að blekkingin sé ekki hættu- legri en sú sem við beitum okkur vísvitandi sjálf þegar við lifum okkur inn í bók eða bíómynd. Hins vegar er spurning hvort við munum ein- hvern tímann ná svo góðu valdi á tækninni að nánast enginn munur verði á útliti og hegðun véldýrs og alvöru dýrs. Mörkin milli mann- gerðra vera og náttúrulegra eru sífellt að verða óljósari eins og erfðabreytingar og einræktanir bera gott vitni um. Samband okkar við alvöru dýr byggist að miklu leyti upp á því að við skilj- um látbragð dýrsins, bæði af þekkingu og innsæi. Hreyfingar og látbragð er ekki svo ólíkt okkar og þannig skiljum við tilfinningar þess. En hvaða máli myndi það skipta þó við fengjum að vita að hundurinn væri tilfinningalaus vél? Við gætum að sjálfsögðu ímyndað okkur að hann hefði tilfinningar. Það er ekki erfitt ef hann hefur látbragð alvöru hunds, en vitneskjan um að hann hafi ekki tilfinningar er alltaf til staðar. Við treystum á skynfæri eins og augu og eyru og snertingu til að skynja tjáningu annarra um líðan sína, dýra jafnt sem manna. Hvað ger- ist ef við getum ekki lengur treyst því? Barnamenning og uppeldi Dýr spila stóran þátt í markaðssetningu fyrir börn. Barnamenningin upphefur boðskapinn um að öll dýr séu góð, að þau hafi tilfinningar og sál líkt og við og að öll dýr hafi rétt á að lifa. Flestar bíómyndir eða bækur fjalla um dýrið í fyrstu persónu og gera þannig ráð fyrir að barn- ið setji sig í spor þess. Helsta ógnin við dýrin er oftast grimm og/eða heimsk fullorðin mann- eskja, en rándýrin eru frekar fórnarlömb að- stæðna og eru í rauninni góð inn við beinið. Boð- skapurinn í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner er að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Allir eiga að borða grænmeti (og piparkökur) og meira að segja Mikki refur sem er forfallin kjötæta verður að bíta í það súra epli að sætta sig við grænmeti ef hann vill fá að vera Nútíminn Gauksklukka eftir Michael Sans. Voff Aibo frá Sony. Samband manna og »Hönnuðir forðast eftir fremsta megni að særa blygðunar- kennd neytandans eða þröngva upp á hann pólitískum skoð- unum. Ný kynslóð róttækra hönnuða leitast nú við að breyta þessu og eru verkin þeirra langt frá því að vera hlut- laus. Julia Lohmann hann- ar bekki sem eru leð- urklæddir og í laginu eins og kýr. Í bekkjunum sést móta fyrir líkamsbygg- ingu dýrsins, svo sem rif- beinum og lærum. og áhrif þess á hönnun nytjahluta Mannskepnan hefur frá upphafi leitast við að staðsetja sjálfa sig í heiminum og átta sig á skyldum sínum og viðhorfi til annarra dýrategunda. Rökræðuna um réttindi dýra er hægt að rekja allt aftur til fyrstu heimspekinganna í Grikklandi til forna og hafa hugmyndir þeirra haft áhrif á aðra heimspekinga og viðhorf okkar til dýra allt til dagsins í dag. En hvernig ætli viðhorf mannsins til annarra dýra birtist í hönnun nytjahluta? Kýr Bekkir eftir Juliu Lohmann. 12 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.